Dagur - 26.06.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 26.06.1998, Blaðsíða 6
4 6 - FÖSTUDAGVR 26. JÚNÍ 199 8 r-:—;—r-j :-;-“3--„ \ .* • ---7 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjórar: stefán jón hafstein ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Adstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 31, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTl 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6100 OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.680 kr. á mánuði Lausasöiuverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: soo 7080 Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-i6i5 Ámundi Amundason CAKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Bjðrnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Símbréf ritstjórnar: 460 6171CAKUREYRI) 551 6270 CREYKJAVÍK) Reyklaus Flugstöð I fyrsta lagi Gera verður þá kröfu til yfirstjórnar Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar að hún framfylgi lögum um rétt þeirra sem ekki reykja. Þegar komið er upp með rennistiga úr vegabréfsskoðun á leið úr landi er reykjarsvæla það fyrsta sem ferðalangur finnur. Hana leggur megna frá hinum mjög svo óheppilega staðsetta bar; þar mun löglegt að reykja, en er siðlaust úr því að þeir sem í gegn fara verða að anda stybbunni að sér. Það er fráleitt að leyfa reykingar þar sem þær ná að angra næstum alla sem fara um. A palli til hliðar við barinn er kófreykt - sem er bann- að með lögum. Ekki verður vart við að fylgt sé eftir né áréttað bann við reykingum, utan þess litla rýmis þar sem þær eru lög- legar. í öðru lagi Flugstöðin í Frankfurt er einhver sú stærsta í heimi, hún er þrifaleg, þjónar vel - og er reyldaus. Flugstöðin í Singapúr er þrifaleg, þjónar vel - og einungis leyft að reykja í vandlega merktu og lokuðu glerbúri, sem vænta má að sé loftræst sér- staklega. Reykingamönnum er enginn greiði gerður með því að stilla þeim upp í Flugstöð Leifs þar sem þeir angra alla aðra. Fylgjast verður mjög hart með því að nýgert samkomulag Tóbaksvarnarnefndar og Flugstöðvarinnar um aukinn rétt reyklausra verði haldið. í þriðja lagi Flugstöðin í Reykjavík er í raun undir sömu sök seld, því reyk- ingar eru leyfðar í veitingastofu sem er í sama rými og biðrað- ir hlykkjast að afgreiðsluborði. Reyklausir eiga sinn rétt á op- inberum stöðum og láta ekki bjóða sér lengur að vera hornrek- ur. Sú krafa er í þágu þrifnaðar og heilsu, ekki gegn þeim sem vilja reykja. Reykingamenn eiga hugsanlega að fá afmörkuð svæði, sem þá verður að þjónusta vel. Það er ekki boðlegt fyr- ir neinn að ösla sígarettustubbahauga eða vaða reyk á leið inn í opinberar stofnanir af því að inni er reyklaust. Háskóli Is- lands má taka pilluna ef hann vill. Stefán Jón Hafstein. Horfst í augu Keikóævintýrið hefur óneitan- lega framkallað miklar vanga- veltur í kollinum á Garra. Fjár- magnsflæðið í kringum þess skepnu er á við sæmilegasta alþjóðlega stórfyrirtæki og ekkert virðist til sparað þegar Keikó er annars vegar. Millj- ónatugir íslenskra króna eru skyndilega orðnir að skipti- mynt í umræðunni og jafnt ríkisstjórnir, fjölmiðlar, al- menningur sem öflugasti her heimsins eru komnir £ eins konar þjón- ustuhlutverk þegar sjálfur Keikó er ann- ars vegar. Enda vek- ur hann heimsat- hygli og Garri sér fyrir sér Hali Halls- son blaðafulltrúa Keikós á Islandi segja fréttir af mál- inu í sjónvarpi: „Bak við þessa hurð stendur heill heimur á öndinni vegna komu Keikós." Milljarðamær- ingur En þó var það frétt úr Degi sem hvað mest kitlaði hug- myndaflug Garra. Þar var sagt frá lesblindum bandarískum milljarðamæringi sem orðið hafði ríkur á farsímum. Maður þessi heitir Craig O. McCaw og hefur nokkur stór takmörk í lífinu: Að byggja upp farsíma- kerfi sem spannar öll Banda- ríkin. Að koma hundruðum gervihnatta út í geiminn til að skapa „Internet of the Sky“ eins og hann kallar það, net sem jafnvel hinir snauðustu í aumustu þorpum veraldar fengju að njóta. Og svo hefur hann einsett sér að Keikó fái aftur notið víðáttu hafsvæð- V anna við ísland. í frétt Dags í vikunni um þennan mann kom fram að ást hans og botn- laus fjárframlög til Keikós má að verulegu Ieyti rekja til sundspretts sem þeir félagar tóku saman, milljarðamæring- urinn og Keikó. Þá horfðust þeir í augu í kafi og hann skynjaði að þarna var stórkost- leg vitsmunavera á ferð. Geir keikiir Garri sá það Iíka í Degi í gær að Geir Haarde er búinn að vera í útlöndum á meðan á kjaradeilu við hjúkrunarfræð- inga hefur staðið. Vonandi hefur Geir verið að reyna að ná sambandi við herra McCraw til að fá hann til að taka nokkra sundspretti á Islandi. Það liggur greinilega beint við að bjóða þessum góðhjartaða manni að synda f sundkvínni í Laugardal með Ástu Möller hjúkrunarforingja og nokkrum öðrum hjúkrunarfræðingum sem nú eru í útrýmingarhættu vegna lágra launa. Telja verður einhverjar líkur á því að herra McCraw nái augnsambandi \áð einhverja þeirra og hver veit nema hann skynjaði að þarna væru á ferð stórkostleg- ar vitsmunaverur. Þar með væri hin erfiða deila leyst og Geir harði gæti staðið keikur eftir. Gefist þessi lausn vel mætti þróa hana áfram og t.d. kanna hvort herra McCraw væri ekki tilleiðanlegur að fá sér sundsprett með Iögreglu- þjóni fráÁkureyri. GARRI. ODDUR ÓLAFSSON skrifar Fjör er að færast í pólitíkina enda ekki nema rétt rúmir tíu mánuðir til kosninga. Þeir sem hyggja á framboð eru komnir í startholurnar og er ekkert að vanbúnaði, nema að finna sér flokk og hugsjónir til að bera fram til sigurs. Enn veit enginn í hvaða líki fjórflokkurinn verður og hvaða valkosti hann býður þegar gengið verður til kosninga í bytjun maí á næsta ári. Toppkratar eru einhuga um að gerast allaballar og Margréti Frí- mannsdóttur er ekkert að van- búnaði að taka Alþýðuflokkinn undir sinn verndarvæng og gera hugsjónir hans að sínum. Gömlu kommarnir, sem ekki hafa tekið eftir að Sovétríkin eru horfin af landakortinu, halda uppi andófi og Iofa skoðanasystkinum sínum farsælum klofningi. Gróska sem stofnuð var til að sameina flokka hótar eigin sam- einingarframboði ef komma- og krataskammirnar geta ekki séð Simdrað til að santeina - eða öfugt að þeir eru eitt og sama tóbakið. Eru því góðar Iíkur á fjórum vinstriframboðum ef kvenna- flokkurinn heykist á að geispa golunni þótt andlátið sé skammt undan. Etnn, tveir eða þrír? Ellimóðir hafa uppi tilburði til að koma sér upp eigin framboði og íhaldið bregst við með því að koma upp öldungadeild hjá sér og gera sig sætt í framan fyrir gamlingjana. En ekki eru allir aldraðir ginnkeyptir fyrir slíkum hundakúnstum. Þeir þekkja fjórflokkinn og kosningaloforð hans bet- ur en allir aðrir. Samtök um þjóðareign voru komin á hlemmiskeið að stofna flokk og efna til framboðs til höf- uðs kvótaeigendum og hand- bendum þeirra á Alþingi og í ráðuneytum. Þá barst þeim óvæntur liðsauki eða andstæð- ingur, eftir því hvernig á málið er litið. Sverrir ofgerði sínum lax- veiðikvóta og er nú orðinn glað- beittasti baráttumaður landsins fyrir afnámi greifadæma útgerð- armanna og þölskyldna þeirra. Enn er ekki útséð um hvort klækjarefurinn og siðbótar- postulinn tekur að sér forystu samtakanna eða hvort hann býður fram á eigin forsendum, eins og við hér á Degi köllum það. En innan Samtaka um þjóðareign eru skipt- ar skoðanir um hvort gamli kommisarinn sé sá happadráttur sem á þarf að halda. Ef guð lofar geta því kvótaframboðin orðið tvö. Stefnur Framsókn getur í hvoruga löpp- ina stigið, vinnur stórsigur með vinstra liði í Reykjavík og enn betri með íhaldinu í Kópavogi og hefur loksins komið ró á pólitík- ina í Hafnarfirði með fulltingi sjálfstæðismanna. Tapar stórt á Austurlandi og er orðinn klofinn og áhrifalaus smáflokkur á Akur- eyri. Þetta er víst það sem kallað er að vera fijálslyndur og halda sig á miðjunni. Hagsmunasamtökin sem kalla sig Sjálfstæðisflokk eiga hug og hjörtu þeirra sem skoðanakann- anir ná til. Oft hefur verið nart- að illilega í fylgi flokksins, sem skríður saman eftir hvern klofn- ing og býr sig undir næstu inn- anhúsátök. Pólitíska litrófið er því harla Qölskrúðugt en kannski miklu einsleitara en nokkru sinni fyrr. Um hvað flokkar ætla að samein- ast annað en að krækja sér í þingsæti er óútskýrt. Og átt- flokkurinn nærist á hugmynda- fátækt og orðagjálfri og hefur áhyggjur af því einu hvernig þingsæti hans skiptast. Ertu sammála þeirri niðurstöðu prestastefnu að kirkjan blessi ekki sambúð samkyn- hneigðra? Ólafsdóttir „Þjóðkirkjunni miðar ekkert í mannréttinda- átt. Prestum er í sjálfsvald sett hvort þeir blessa samkynhneigð pör og með því kemur kirkjan sér undan ábyrgð- inni. Bæði danska og sænska kirkjan eru með blessunarathafn- ir sem öllum prestum ber að veita samkynhneigðum, en íslenska kirkjan segir ennþá að það sé allt í Iagi með samkynhneigða en \ið réttum þeim ekki höndina." Sr. Kristján Bjömsson sólumrprestur á Hvammstanga. „Kirkjan er með blessun hús- næðis og fjöl- skyldu en ég er á móti því að tekn- ir verði upp sér- stakir helgisiðir varðandi bless- un á sambúð samkynhneigðra. Eg er hins vegar mjög vonsvikinn yfir því að ekki fór fram nein al- varleg umræða í kirkjunni eftir að kirkjan samþykkti í fyrra að taka málið til umræðu. Það verður að ræða stöðu allra þeirra sem eru innan kirkjunnar fyrir næstu prestastefnu, einnig samkyn- hneigðra." Margrét Pála fóstra. Magnús Skarphéðinsson skólastjóri Sálarrannsóknarsltólans. „Aö sjálfsögðu er ég ekki sammála því. Það er alltaf sami heiguls- hátturinn þar sem kirkjan og trúarbrögðin eru annars vegar. Og lítið virðist ætla að batna með nýjum biskupi. Við samkyn- hneigðir erum búnir að þola nógu mikla áþján af hálfu kirkjunnar gegnum aldirnar svo ekki sé verið að halda áfram að draga lappirn- ar í þessu máli. Við áttum að minnsta kosti von á að nýr biskup yrði meira afgerandi, myndi beita áhrifum sínum til að málið yrði ekki svæft núna í fjórða skiptið í röð. “ Snorri Óskarsson forstööumaður í Betel. „Samkynhneigð og kynvilla hafa aldrei talist til kristinna dyggða. Þetta er ekki kristilegur lífsmáti og Biblí- an andmælir slíku. Kristin kirkja hefur líka andmælt kyn\illu gegnum aldirn- ar. Við breytum þessu ekki. Ann- að hvort stöndum við með Guðs orði eða þá að við erum ekkert í þjónustu Guðs almáttugs. Is- lenska þjóðkirkjan hefur þegar gengið allt of langt til móts við samkynhneigða með því að viður- kenna og vígja slíka menn. Kirkj- an talar tveim tungum í þessu efni, vígir einn en segir annan ekki í lagi. Sannleikurinn gerir okkur frjálsa."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.