Dagur - 26.06.1998, Qupperneq 7

Dagur - 26.06.1998, Qupperneq 7
 ÞJÓÐMÁL t ' ” ’ ! ! ' H i.>’ V.’ J, TÖ STVDAGUR 26. JÚNÍ 1998 - 7 Fjogurra ára áæfhm „Þegar skyggnst er bak við tjöldin kemur í Ijós að svokölluð málefnavinna er nánast orðin tóm. Eftir linnulaust tal í 2-3 ár eru menn litlu sem engu nær því en áður að skapa málefnalegan grundvöll fyrir samstarfið. Það vantar allt í senn, málefni, trúnaðartraust, forystu og tíma fyrir hlutina til að þróast með eðlilegum hætti, “ segir Stein- grímur J. Sigfússon m.a. I greinargerð sinni. —I STFIN Wá GRIMURJ. § SIGFUSSON Wm\ ALÞINGISMAÐUR M SKRIFAR l’ekist verður á uin sameinmgarmálm og framtíð Alþýðubanda- lagsins á aukalands- fundi í byrjun jixlí. Steingrímur J. Sigfús- son hefur sent frá sér greinargerð um stöðu Alþýðubandalagsins. Hann viU varðveita einingu flokksins og gerir tiHögu uiii sam- starfsáætlun vinstri afLanna tH fjögurra ára. Komi fram tillaga um sameigin- legt framboð nú í vor eða snemm- sumars er það ávísun á eitt og að- eins eitt - átök og klofning Al- þýðubandalagsins og gott ef ekki einnig fyrirhugaðra samstarfsað- ila. Þær aðstæður sem uppi voru á Iandsfundi Alþýðubandalagsins síðastliðið haust sýndu og sönn- uðu að engin samstaða var um það í Alþýðubandalaginu að ákveða sameiginlegt framboð. Þvert á móti kom fram veruleg andstaða við að hætt yrði við að bjóða fram í nafni flokksins og í raun er ómögulegt að spá fyrir um það hvorum megin hryggjar meirihluti og minnihluti hefði lent ef gengið hefði verið þá til kosninga um það atriði. Sú mála- miðlunartillaga sem gott sam- komulag náðist hins vegar um var að ganga til viðræðna sem ein- göngu beindust að því að skoða mögulega samstöðu um málefni og taka síðar ákvörðun um til hvers slík málefnavinna gæti leitt í auknu samstarfi flokkanna. Litl- ar forsendur eru í raun til þess að gefa sér að staðan sé mikið öðru vísi nú. Það er mat höfundar að um- ræðan hafi verið alltof þröng og máluð of svarthvítum litum. Hafnað er þeirri uppsetningu að spurningin sé um allt eða ekkert, sameiginlegt framboð strax, sem í reynd þýddi sameiningu flokk- anna, eða ekki neitt. Þegar skyggnst er bak við tjöld- in kemur í Ijós að svokölluð mál- efnavinna er nánast orðin tóm. Eftir linnulaust tal í 2-3 ár eru menn litlu sem engu nær því en áður að skapa málefnalegan grundvöll fyrir samstarfið. Það vantar allt í senn, málefni, trún- aðartraust, forystu og tíma fyrir hlutina til að þróast með eðlileg- um hætti. Mjög mikilvægt er að breið for- ystusveit í flokknum, þingflokki, framkvæmdastjórn og miðstjórn, með aðild helstu forystumanna í flokksstarfi sem víðast á landinu, reyni að móta sameiginlegar til- lögur sem grundvöll umræðna í flokknum á næstu vikum og til undirbúnings ákvörðunar í mál- inu. Það að stefna mönnum sam- an til fundar og stilla mönnum þar upp frammi fyrir tillögu eða tillögum sem e.t.v. ganga sitt í hvora áttina er ógæfulegur að- dragandi í svo örlagaríku máli. Það er ljóst að fjölmargir félag- ar í Alþýðubandalaginu og ein- staklingar í samstarfi við það eru með öllu andvígir því að stefnan verði tekin á sameiginlegt fram- boð, sem í flestra hugum þýðir í reynd sama og sameining flokk- anna innan skamms tíma, strax við næstu alþingiskosningar. Verði slíkt knúið fram er það nán- ast eins víst eins og tvisvar tveir eru Qórir að um þá niðurstöðu verða í öllu falli hörð átök og verulegar líkur eru á að það geti leitt til djúpstæðs klofnings með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. í trúarbragðastíl í umræðunum er gjarnan sagt að þessi afstaða sé aðallega bundin við nokkra þingmenn sem ekki sé mikil ástæða til að hlusta á. Slík túlkun stenst tæpast nánari skoð- un. Ekki ef Iitið er til þess fjöl- menna og breiða hóps sem lýsti margvíslegum sjónarmiðum, öðr- um en þeim að stefna ætti á sam- eiginlegt framboð strax 1999, á landsfundi Alþýðubandalagsins sl. haust. Einnig er Ijóst að víða í þjóðfélaginu, jafnt á meðal ungs fólks sem umhverfisverndarsinna, herstöðvarandstæðinga, Evrópu- sambandsandstæðinga, róttækra afla í a.m.k. hluta verkalýðshreyf- ingarinnar, fólks á landsbyggðinni o.s.frv. eru þær skoðanir út- breiddar, að stíga verði varlega til jarðar í þessum efnum. Hafa verður fyrirvara á um tilraunir til að knýja þetta mál fram með áróðursaðgerðum í fjölmiðlum eða með stofnun samtaka sem deyja drottni sínum í kjölfar þess að ákveða sjálf að þau séu valda- taka nýrrar kynslóðar. Einnig þeg- ar einstakir aðilar taka sér sjálf- skipaða prókúru á því að tala fyr- ir hönd grasrótarinnar, alls ungs fólks á vinstri kantinum o.s.frv. Umræðan hefur alltof mikið verið rekin í trúarbragðastíl og án full- nægjandi rökstuðnings. Það getur reynst dýrkeypt að stytta sér leið í þessum efnurn því stjórnmálin þurfa sinn tíma til að þróast eins og allt annað. Mikill vandi forystunnar Ljóst er að forystu Alþýðubanda- Iagsins er mikill vandi á höndum. Mestu skiptir að það sé haft að leiðarljósi umfram allt annað að varðveita samstöðu í Alþýðu- bandalaginu og koma í veg fyrir að þeim sterka flokki til vinstri í íslenskum stjórnmálum, sem AI- þýðubandalagið hefur verið og hefur alla burði til að vera áfram, verði fórnað. Það fyrsta sem hafa verður í huga þegar þessi staða er metin er það að Alþýðuflokkurinn veit mæta vel hvernig aðstæður eru í Alþýðubandalaginu. Þar hafa menn valið þann kost að keyra af mikilli hörku á sameiginlegt framboð strax í næstu alþingis- kosningum, eða ekkert - heimta sem sagt allt eða ekkert og tefla þeirri skák á Alþýðubandalagið. Þetta vekur að sjálfstöðu strax upp spurningar um heilindi AI- þýðuflokksins. Hvort ætlunin sé að spila á hina viðkvæmu stöðu í AJþýðubandalaginu í trausti þess að það muni leiða til klofnings þannig að Alþýðuflokkurinn fái verulegan liðsauka úr þeirri átt. Sé svo er auðvitað um mikla skammsýni að ræða. Ljóst má vera að komi til átaka og klofn- ings í einum eða fleiri af þeim flokkum sem til samstarfsins ætla að ganga þá mun það ekki verða til farsældar. Forysta Alþýðu- bandalagsins verður með raun- sæjum hætti að horfast í augu við þær útbreiddu efasemdir og þá fyTÍrvara sem fjölmargt Alþýðu- bandalagsfólk hefur hvað varðar svo stórt skref sem það er að flokkurinn bjóði ekki fram í eigin nafni þegar við næstu alþingis- kosningar. Forysta Alþýðubandalagsins verður að sjálfsögðu einnig að líta til þeirra miklu væntinga sem fjöl- margir af eðlilegum ástæðum binda við aukið samstarf eða sam- fylkingu vinstri manna. Draum- sýnin um stórt og sterkt og heild- stætt stjórnmálaafl til vinstri í ís- lenskum stjórnmálum sem sé fullkominn jafnoki Sjálfstæðis- flokksins er að sjálfsögðu eðlileg og gott að menn beri hana í brjósti og þá ekki síst ungt fólk. Sú draumsýn má hins vegar ekki villa mönnum sýn og ekki fylla menn óraunsærri bjartsýni á að slíkt landslag geti orðið til í ís- lenskum stjórnmálum í einu vet- fangi. Oraunsæi getur einmitt reynst þeirri draumsýn hættulegt og öðru fremur komið í veg fyrir að hún rætist í fyllingu tímans. Það er því niðurstaða höfundar að bæði út frá hagsmunum AI- þýðubandalagsins, og út frá sterk- ari stöðu vinstri vængsins í ís- lenskum stjórnmálum almennt séð til lengri tíma litið, sé brýnt að finna niðurstöðu nú sem varð- veiti samheldni flokksins og sé á þeim nótum að aðrir tilvonandi samstarfsaðilar til vinstri í ís- Ienskum stjórnmálum geti vel við unað. Það er úrslitaatriði að for- ystusveit Alþýðubandalagsins snúi bökum saman og leggi til og kynni í flokknum til umræðu og undirbúnings afgreiðslu á auka- landsfundinum í júlí samkomu- lagstillögu sem gæti að mati und- irritaðs byggt á eftirfarandi meg- inatriðum: 1. Alþýðubandalagið bjóði nú- verandi stjórnarandstöðuflokk- um, óflokksbundnu samstarfs- fólki og félagslega sinnuðu fólki úr röðum núverandi stjórnar- flokka að ganga til viðræðna um gerð samstarfsáætlunar til næstu fjögurra ára. 2. Hluti af samstarfsáætluninni verði sérstök samstarfsyfirlýsing þeirra sem að áætluninni standa þar sem aðilar skuldbinda sig til að vinna saman á áðurnefndu fjögurra ára tímabili hvort sem heldur er í ríkisstjórn eða sem samstarfsaðilar í stjórnarand- stöðu. 3. Gengið verði frá sérstökum málefnagrundvelli slíks samstarfs sem feli í sér samstöðu um áherslur og verkefni á fjögurra ára tímabili en einnig samkomulag eftir því sem það næst um afstöðu í grundvallarmálum til lengri tíma litið. Þar sem um djúpstæðari málefnaágreining er að ræða, sem ekki hefur verið leystur, verði gerð grein fyrir honum og aðilar lýsi skilningi á sérstöðu hvers og eins í þeim efnum. Þetta ætti t.d. við um ólíkar áherslur á vissum svið- um utanríkis- og þjóðfrelsismála en einnig trúlega að nokkru leyti hvað varðar áherslur í efnahags- og atvinnumálum, byggðamálum, velferðarmálum o.fl. 4. Hluti af samstarfsáætluninni verði ákveðið rammasamkomulag um samstarf þingflokka sam- starfsaðilanna á komandi kjör- tímabili þar sem gert verði ráð fyrir sameiginlegu fundahaldi, samstarfi í nefndum og öðru slíku. Mætti sem dæmi hugsa sér að starfsáætlun þingflokkanna byggði á þeirri meginreglu að meðan Alþingi situr væri annar reglulegur fundur hverrar viku sameiginlegur en hínn fundinn gætu þingflokkar notað hver fyrir sig. 5. Samstarfsyfirlýsingin fæli í sér viljayfirlýsingu um að unnið yrði að frekari skrefum í samstarfi og nánari tengslum þessara flok- ka á árabilinu 1999-2003. Gangi samstarfið á tímabilinu vel og gagnkvæmur vilji og heilindi reynist til staðar mun það að sjálf- sögðu auka líkur á að um sameig- inlegt framboð gæti orðið að ræða árið 2003. Veik staða Alþýðuflokksins Hvað varðar líkleg viðbrögð sam- starfsflokka Alþýðubandalagsins við slíkum tillögum er Ijóst að þær ganga skemur en áhersla Alþýðu- flokksins og jafnvel krafa um sameiginlegt framboð. A hinn bóginn hlýtur öllum að vera ljóst að samstarf á jafnréttisgrundvelli getur aldrei byggst á því að einn aðilinn setji fram ófrávíkjanlega kröfu eða skilmála. Alþýðuflokk- urinn hlýtur að þurfa að horfast í augu við að nái hann ekki fram þeirri megináherslu sinni, að um sameiginlegt framboð verði að ræða, þá verður hann að skoða þá kosti sem eftir sem áður eru í boði. Vandséð er með hvaða rökum Alþýðuflokkurinn gæti hafnað samstarfstilboði af þessu tagi. Yrði það niðurstaðan engu að síð- ur hlyti það að vekja miklar spurningar um hvort heilindi hefðu verið á ferðinni af hálfu Al- þýðuflokksmanna. Einnig hvort ástæðan fyrir slíkri höfnun væri þá sú að Alþýðuflokkurinn vildi hafa óbundnar hendur til þess að geta myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum sbr. sam- starfsyfirlýsinguna. Rétt er að hafa í huga í þessu sambandi að staða Alþýðuflokks- ins er í reynd veik til að setja öðr- um úrslitakosti. Þegar er uppi umræða i flokknum um veika stöðu forystunnar og formanns- skipti á komandi hausti hafa heyrst rædd. Utkoma Alþýðu- flokksins hvort sem heldur er í sveitarstjórnarkosningunum eða í skoðanakönnunum sem mæla fylgi flokka á Iandsvísu hefur ver- ið slök. Spenna ríkir í samskipt- uni fyrrum Þjóðvakafólks og Al- þýðuflokksmanna í þingflokki jafnaðarmanna og er nærtækt að ætla að því valdi m.a. yfirvofandi átök um sæti ef þessir aðilar verði að leysa sín framboðsmál einir og sér. Það getur ekki verið hlutverk Alþýðubandalagsins að fórna sér á altari þess að leysa annarra vanda að þessu leyti. Ástæða er til að ætla að Kvennalistinn og fyrrverandi Kvennalistakonur geti sætt sig vel við slíka samstarfsáætlun. Sama gildir um óháða samstarfsaðila Alþýðubandalagsins. Einnig er líklegt að með slíkri áætlun mætti gera það fysilegt í augum ýmissa félagshyggjumanna t.d. úr röðum óflokksbundinna stuðnings- manna Framsóknarflokksins á landsbyggðinni, sem eru óánægð- ir með þjónkun flokksins undir íhaldið, að ganga til slíks sam- starfs. Fylkingin gæti þá orðið til muna „breiðari" ef þessi sam- starfsleið yrði farin í stað sameig- inlegs framboðs sem átök yrðu um.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.