Dagur - 26.06.1998, Qupperneq 11
Xk^wr
FÖSTUDAGUR 26. JÚ\Í 1998 - ,11
• *' .... * U' *■■! ' . < ■ ' 1 f ■ 1 * ■ * '» ! . 1 I
ERLENDARFRÉTTIR
HEIMURINN
Jiang hressir
upp á ímynd sína
Níu daga ferð Banda-
ríkjaforseta uin Kína
hófst í gær. Litlar
vonir eru bundnar við
efnislegan árangur
ferðarinnar.
Einkaþota Bills Clinton Banda-
ríkjaforseta lenti í gær á flugvelli í
borginni Xi’an, þar sem fyrsti
áfangi heimsóknarinnar hefst.
Alls mun Clinton dveljast níu
daga í Kína og ræða þar við ráða-
menn.
Þetta er fyrsta heimsókn
bandarísks forseta til Kína í níu
ár, og Jiang Zemin, forseti Kína,
ætlar greinilega að nota hana til
þess að tryggja sér ákveðinn sess í
sögunni. Með svipuðum hætti og
Mao Zedong vann það afrek að
sameina Kína - að undanskildu
Taívan - og Deng Xiaoping opnaði
dyrnar að umheiminum, þá virð-
ist Jiang ætla sér heiðurinn af því
að hafa byggt upp sterk og varan-
leg tengsl við Bandaríkin.
Félagamir tveir, Jiang og
Clinton
Sem stendur rekast þessi áform
Jiangs all verulega á raunveruleik-
ann. Sambandið við bandarísk
stjórnvöld er brokkgengt og flókið
og lítið virðist þurfa til að upp úr
slitni. Sjónarmið ríkjanna stang-
ast mikið á hvað varðar málefni á
borð við Taívan, viðskipti, öryggis-
mál og mannréttindi. Jafnt
Bandaríkjamenn sem Kínverjar
eru sammála um að þarna sé
ágreiningur. Og embættismenn af
beggja hálfu hafa reynt að draga
úr vonum um að í ferð Clintons
náist samkomulag um eitthvað
sem máli skiptir.
Engu að síður er ferð Clintons
„afar mikilvæg fyrir Jiang,“ segir
David Shambaugh, bandarískur
fræðimaður sem sérhæfir sig í
málefnum Asíu. Með því að Clint-
on fer til Kína núna þá er Jiang
stillt upp sem samherja hans þrátt
fyrir þann ágreining sem er á milli
þeirra. „A endanum snýst heim-
sókn Clintons miklu frekar um
ímyndir heldur en efnisatriði,"
sagði Shambaugh, „og þessar
ímyndir auka tvímælalaust veg Ji-
angs bæði heima fyrir og erlend-
is.“
Dræm kosningaþátttaka á N-írlandi
NORÐUR-ÍRLAND - í gær var gengið til kosninga á Norður-írlandi þar
sem valdir voru fulltrúar á nýja svæðisþingið samkvæmt friðarsamn-
ingnum sem gerður var á föstudaginn langa. Kosningaþátttakan var
dræm fram eftir degi í gær og svo virðist sem almenningur á N-Irlandi
sýni þessum kosningum miklu minni áhuga heldur en þegar kosið var
um friðarsamninginn sjálfan fyrir nokkrum vikum.
Austur-Tímor fær takmarkað sjálfstæði
INDÓNESÍA - AIi Alatas, utanríkisráðherra Indónesíu, skýrði frá því í
gær að stjómvöld þar í landi væru reiðubúin að veita Austur-Tímor
sjálfstæði að hluta, en þó verði utanríkismál, fjármál, varnarmál og ör-
yggismál áfram á hendi indónesísku stjórnarinnar. Ekki er þó meining-
in að láta fara fram almenna atkvæðagreiðslu um þessa nýju skipan
mála. Indónesar innlimuðu austurhluta eyjunnar Tímor árið 1976, en
Sameinuðu þjóðirnar hafa aldrei viðurkennt yfirráð Indónesa.
Hermaður skaut fimm félaga sína
ÚKRAÍNA - 19 ára hermaður á Krímskaga skaut í gær fimm félaga sína
og flúði að því búnu inn f skóg þar sem hans var leitað ákaft, en sú Ieit
hafði ekki borið árangur seinni partinn í gær. Ekkert var heldur vitað
um ástæður þess að hann framdi þetta voðaverk.
Fjöldamorð á ný í Alsír
ALSÍR - Hópur manna myrti í gær 17 þorpsbúa í Alsír, að því er ríkis-
útvarpið þar skýrði frá. Lítið var vitað um atburðinn að öðru leyti. Fjöl-
mörg áþekk fjöldamorð hafa verið framin þar á síðustu misserum, og
hefur íslömskum bókstafstrúarmönnum verið kennt um þau.
Borðtenuiskúlur á eldaua
BANDARÍKIN - Slökkviliðið í Flórída í Bandaríkjunum ætlar að nota
borðtenniskúlur til þess að vinna bug á skógareldunum sem þar hafa
geisað undanfarið. Kúlurnar verða fylltar með eldfimu efni og verður
varpað úr flugvél markvisst á ákveðin svæði til þess að koma í veg fyrir
frekari útbreiðslu eldanna.
Kínverjar létu óspart í Ijós söknuð sinn þegar Deng Xiaoping féll frá fyrir
rúmu ári. Jiang Zemin, forseti Ktna, vonast til að vinna ekki minni afrek.
Breytti um stefnu
Jiang hefur haft sífellt meira
frumkvæði að auknum samskipt-
um við Bandaríkin frá því hann
tók við forystuhlutverki í utanrík-
ismálanefnd Kommúnistaflokks-
ins seint á síðasta ári af Li Peng,
fyrrverandi forsætisráðherra. Li
var þekktur fyrir andstöðu sína
við að Kína haldi uppi nánum
tengslum við Bandaríkin og talaði
iðulega um nauðsyn þess að Kína
haldi uppi mótvægi við yfirburða-
stöðu Bandaríkjanna á alþjóða-
vettvangi.
Jiang hefur breytt stefnu Kína
gagnvart Bandaríkjunum á ýms-
um mikilvægum sviðum, meðal
annars með því að koma hörðustu
andstæðingum Bandaríkjanna út
úr Kommúnistaflokknum. Og
hann hefur einnig breytt and-
rúmsloftinu í Kína gagnvart
Bandaríkjunum á ýmsan hátt, en
það er nú orðið mun vinsamlega
en það var fyrir aðeins örfáum
árum.
- The Washington Post
Áfrábœru
verði:
Bæjarstjóri
Starf bæjarstjóra í Grindavík
er laust til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 15. júlí 1998.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu
Grindavíkurbæjar,
Víkurbraut 62, 240 Grindavík,
merkt „Nýr bæjarstjóri11.
Nánari upplýsingar um starfið veita:
Hallgrímur Bogason, sími 426 7100 og
Ólafur Guðbjartsson, sími 426 8323,
GSM 899 0025.
Vitara Diesel er með forþjöppu og millikæli: aflmikill,
einstaklega hljóðlátur, lipur í akstri, með miklum
staðalbúnaði og öllum þægindum eðaljeppans. Hann er
ekta jeppi, upphækkanlegur, sterkbyggður á grind, með
háu og lágu drifi, stöðugri fjöðrun og góðu veggripi.
Dieselvélin er ein sú kraftmesta á markaðnum og hefur
mikið tog (brekkurnar verða leikur einn). Samt eyðir hún
einstaklega litlu - þú getur t.d. komist. fram og til baka á
milli Akureyrar og Reykjavíkur á innan við einum tanki!
VITARA
DIESEL 5 dyra
VERÐ:
Handskiptur 2.180.000 KR.
Sjálfskiptur 2.340.000 KR.
0 8UZUKI : ALLIR "SUZUKIV
• SUZUKI BiLAR ERU MEÐ 2 ÖRYGGIS- LOFTPÚÐUM. AFLOG I t ÖRYGGIJ
SUZUKI BILAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, simi 462 63 00.
Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf„ Miðási 19, simi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. ísafjörður: Bílagarður ehf„
Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavik: BG bilakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00.