Dagur - 26.06.1998, Síða 13
FfiSTVDAG, VR, 26,, ,-J P 19,9,8 - 13
ÍÞRÓTTIR
GUÐNI Þ.
ÖLVERSSON
SKRIFAR
Spánverjar of
seinir í gang
Chilavert markvörður Paragvæ var örugglega maður leiksins gegn
Nígeríumönnum.
Stórleikur Spánverja
var of seint á ferd-
inni. Paragvæ skoraði
loks eftir 180 mínút-
ur án árangurs. Víta-
spymufaraldur í C-
riðli. Frakkar fyrstir
með fullt hús stiga.
Danir sluppn með
skrekkinn.
Spánska markaveislan var til lít-
ils. Það dugði Spánveijum ekki
að vinna langþreytt lið Búlgaríu,
6-1. Þeir voru komnir með háls-
inn undir fallöxina og þurftu að
treysta á að Nigería héldi að
minnsta kosti jöfnu við Paragvæ.
En svo varð alls ekki. Paragvæ,
sem ekki hafði skorað mark í
keppninni til þessa, skoraði nú
þijú mörk og þar með féll öxin á
Spánveija.
Liðið, sem margir spáðu góðu
gengi á HM, jafnvel verðlauna-
sæti, fór heim í gær. Það var sorg-
legt að horfa á frábært lið Spán-
verjanna skora fjögur síðustu
mörkin sín án þess að fagna
þeim. Þeir höfðu heyrt fréttirnar
frá Stade Municipial þar sem
Paragvæ var að bursta Níegeríu
3-1 í skemmtilegum leik. Mark-
vörður Paragvæ, Chilavert, var
örugglega maður dagsins á HM á
miðvikudaginn. Félagar hans eiga
honum að þakka, að liðið er nú
komið á lítt kunnar slóðir í
heimsmeistarakeppninni. Með
sigrinum varð Paragvæ Ijórða lið-
ið frá Suður Ameríku til að vinna
sér sæti í sextán liða úrslitunum.
Eins og nærri má geta voru
móttökurnar ekki blíðar þegar
Spánska liðið komu heim. Blóð-
heitir Spánverjarnir heimta nú
þjálfarann burt. Þeim verður ör-
ugglega að ósk sinni. Sjálfsagt
vildi ekki einn einasti maður í
heiminum vera í sporum Javier
Clemente í dag.
Vítaspymuveisla!!
Dómarar gerast nú gjafmildir á
vítaspyrnur á HM. I báðum Ieikj-
um C-riðils á miðvikudaginn voru
samtals dæmdar fimm vítaspyrn-
ur. Mörkin í leikjunum urðu sam-
tals sjö. Það er erfitt að Ieggja
dóm á réttmæti flestra þessara
vítaspyrna. Það eina sem er krist-
altært, er að fyrri vítaspyrnan sem
S. Arabía fékk í leiknum við S.
Afríku var út £ hött. Jafntefli varð
niðurstaðan að leik loknum,
nokkuð sem S. Arabar geta verið
ánægðir með. Þar með fengu þeir
þó stig til að fara með heim.
Bæði þessi Iið féllu úr keppn-
inni eftir riðlakeppnina. S. Arabía
var með eitt leiðinlegasta liðið
sem lengi hefur sést á HM, og
átti ekkert annað skilið en heim-
ferðina. S. Afríka sýndi aftur á
móti oft skemmtilega takta og á
nokkra virkilega skemmtilega
leikmenn, sem örugglega eiga eft-
ir að Iáta að sér kveða í Evrópu,
séu þeir ekki þegar búnir að því.
Leiðiulegur variiarleikur
Það var ekki mikill stíll yfir
frændum okkar og vinum í
danska landsliðinu þegar þeir
mættu Frökkum. Frakkar voru
þegar búnir að vinna riðilinn en
Danir áttu góða von um að fylgja
þeim áfram. Til þess þurftu þeir
að ná jafntefli eða tapa með
minnsta mun í trausti þess að S.
Afríka sigraði ekki S. Arabíu stórt.
Danir mættu því til þess eins að
hanga á jafntefli. Það tókst þeim
ekki, því Frakkar sigruðu 2-1 og
jafnteflið hjá S. Afríku og S. Arab-
íu tryggði Dönum áframhaldandi
keppni. Sigurmark Frakka var
sérlega glæsilegt. Eftir mikið fálm
og klúður í dönsku vörninni barst
boltinn út til Emmanuel Petit
sem hamraði hann í gegn um
fjóra danska varnarmenn, í fótinn
á Schmeichel og þaðan í netið.
Sanngjarn sigur heimamanna í
höfn og þeir ætla sér greinilega
að vera með alla leið í úrslitin.
Hjá Dönum var Schmeichel
ágætur í markinu og Brian
Laudrup í framlínunni. Það sem
var þar á milli, var ekki upp á
marga fiska að þessu sinni, - GÞÖ
ÍÞR ÓTTAVIÐ TALIÐ
íþrótta(Q)andiim míkli
Það var grunnt á því góða milli Norðmanna og Brasilíumanna í leikn-
um fræga á þriðjudaginn. Eftir að Bebeto náði forustunni fyrir
heimsmeistarana hljóp fyrirliði þeirra, Dunga, að varamannabekk
Norðmanna, benti á þjálfarann Egil Drillo og rak út úr sér tunguna.
Það dugði ekki til, fingurinn fór líka á Ioft og apagríman fylgdi á eft-
ir til varamannanna á bekknum. Fimmtán mínútum seinna varð
Dunga að játa sig sigraðan í annað sinn á einu ári, af Drillo drengj-
unum.
Bairnað að skipta á peysum
Eftir leikinn ætluðu Norðmenn að riafa peysuskipti við heimsmeist-
arana. Tore Andre FIo ætlaði að skipta við Ronaldo. Það var stoppað
af þjálfaranum sem bannaði öll treyjuskipti við Norðmenn. Fyrirlið-
in, Dunga, sem áður hafði sýnt frændum vorum virðingu sína, fór þó
ekki að fyrirmælum Zagallo. Hann gekk til markaskorarans og skipti
við hann á treyju. Tore Andre Flo var þannig eini Norðmaðurinn sem
fékk búning Brasilíumanna. Þetta fór mjög fyrir brjóstið á Norð-
mönnum, einkum Ronny Johnsen, sem sagði Zagallo sýna takmark-
aðan íþróttaanda.
Klámsýki Brassaima
Mario Zagallo var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna
manna í leiknum við Noreg. „Þeir virkuð slappir og þreyttir,“ sagði
Zagallo. Skýringuna hafði hann líka á hreinu. „Leikmenn mínir
héngu uppi alla nóttina fyrir leikinn og horfðu á klámmyndir í inn-
anhússjónvarpi hótelsins. Það er ekki sá undirbúningur sem ég ætl-
ast til af mínum mönnum, hér á HM í Frakklandi." Þess má geta að
eftir tapið á Ullevaal í fyrra hafði Zagallo nokkrar ástæður einnig á
hreinu. Lélegur völlur, kalt veður, leikmennirnir þoldu illa tímamis-
muninn í löndunum og sú Ijórða var að leikurinn var bara æfingaleik-
ur. Nú kom sú fimmta. Klámsýki Brassanna.
Vafasömu vítaspymumar
Vafasömu vítaspyrnunum fjölgar nú mjög á HM. Svo mikið að Sepp
Blatter, forseti FIFA, hefur nú gripið í taumana. Hann kallaði saman
fund á miðvikudaginn með formanni Dómaranefndar HM, Skotanum
David Woll, þar sem hann fór yfir vítaspyrnumálin. Það virðist eink-
um fara fyrir bijóstið á Blatter þegar lið, frá þjóðum sem hann fékk
stuðning frá í forsetakjörinu forð-
um, eiga í hlut. Þar á meðal er hin
umdeilda vítaspyrna Norðmanna
gegn Brasilíu. Nú hefur markvörð-
ur Brasilíu, Taffarel, stígið fram og
sagt að vítaspyrnudómurinn hafi
verið hárréttur. „Eg sá þegar Bai-
ano togaði f treyjuna hjá FIo og
dómarinn var í mjög góðri aðstöðu
til að sjá það. Dómur hans var því
miður réttur þrátt fyrir önnur mis-
tök í leiknum," sagði markvörður-
inn. - GÞÖ
Baiano togar í treyju Tore Andre
Flo, þegar hin umdeilda vítaspyrna
var dæmd.
Æfi sex daga vikuimar
ÓlöfMaría
Jónsdóttir
íslandsmeistari í golfi.
ÓlöfMaría Jónsdóttir,
Golfhlúbbnum Keili, sigr-
aði um síðustu helgi á ís-
landsmótinu í holukeppni
og er nú stigáhæst á ís-
lensku mótaröðinni. Hún
stefnirað námi íBanda-
ríkjunum eftirrúmtár, en
verðurhún okkarfyrsti at-
vinnumaður í kvennagolf-
inu?
- Kemur þú vel undirbúin til
leiks í sumar?
„Eg var við nám í Iþróttakenn-
araskólanum á Laugarvatni £ vet-
ur og gat þvf lftið æft. Þó reyndi
ég að nota helgarfriin eins og
mögulegt var og stundaði þá æf-
ingar í Golfheimum, en Keilir er
þar með æfingaaðstöðu yfir vetr-
armánuðina. Einnig hefur lands-
liðið verið með æfingar f Reið-
höllinni um helgar og ég hef
reynt að mæta þar eins og ég hef
getað. Þetta eru einu æfingarnar
sem ég hef haft í vetur og því var
ég ekki komin í gott form á fyrsta
stigamótinu, sem fram fór á
Hellu.“
- Hvernig gekk þér á því
móti?
„Eg spilaði mjög illa fyrri dag-
inn og lenti í öðru sæti. Ég var
einfaldlega ekki tilbúin í þetta
mót. Ég er þó mikið að koma til
og fann mig miklu betur á holu-
mótinu um helgina."
- Hvernig fer holumótið
fram?
„Það byrjar með því, að á
föstudegi er spilaður höggleikur
þar sem leiknar eru átján holur.
Eftir það er raðað niður eftir
sætum og spilar til dæmis lýrsta
sæti við það áttunda og annað
við það sjöunda og svo framveg-
is. Þetta er útsláttarkeppni og
virkar þannig, að þú vinnur bara
holuna, en skorið telur ekki.
Þannig er spilað þar til einn sit-
ur uppi sem sigurvegari.
Mér gekk ágætlega á þessu
móti og vann höggleikinn. I
holukeppninni vann ég Ragn-
hildi Sigurðardóttur í undanúr-
slitum og síðan Herborgu Arn-
arsdóttur í úrslitum."
- Hvaða titla vannstu í fyrra
og hvaða væntingar hefurðu til
framhaldsins í sumar?
„Helstu titlarnir í fyrra voru Is-
landsmeistaratitillinn, Islands-
meistari í sveitakeppni, stiga-
meistari íslands og Idúbbmeist-
ari Keilis.
Að sjálfsögðu stefni ég að því
að vinna sem flest mót í sumar,
en fyrst og fremst vonast ég til að
spila betur en í fyrrasumar. Ég
var ekki alveg ánægð með spila-
mennskuna í fyrra, þó ég hafi
unnið marga titla. Ég tel að ég
hafi spilað betur árið þar á und-
an og stefni að því að gera enn
betur í sumar."
- Hvað æfirðu oft í viku yfir
sumarmánuðina og hvemig er
æfingum háttað?
„Ætli ég spili ekki svona um
það bil sex daga vikunnar. Tím-
inn fer mikið í að æfa tæknina og
við það fæ ég hjálp frá Guð-
mundi Sveinbjörnssyni, þjálfara
hjá Keili."
- Hvaða mót eru framundan?
„Um næstu helgi tek ég þátt í
opna meistaramótinu í Luxem-
borg, sem er mjög sterkt mót á
okkar mælikvarða. Eftir það eru
að ég held mót um hveija ein-
ustu helgi, fram á haustið. Þau
stærstu eru landsmótið og stiga-
mótin og svo Evrópumeistara-
mótið í iok ágúst og Norður-
landameistaramótið í septem-
ber.“
- Verður þú með á Evrápu- og
Norðurlandameistaramótinu
og hefur þú áður tekið þátt í
mótum erlendis?
„Ég tók þátt í Lúxemborgar-
mótinu í fyrra og Ienti þar í
fimmta til áttunda sæti. Einnig
tók ég þátt í móti í Belgíu og
lenti þar í öðru sæti. Fyrir utan
Lúxemborgarmótið, stefni ég að
því að vera með á Evrópumeist-
aramóti einstaklinga, sem haldið
verður í Hollandi í lok ágúst og
einnig á Norðurlandameistara-
mótinu í Danmörku í lok sept-
ember. Einnig er ég með fjórða
mótið í sigtinu í október, en það
er ekki enn ákveðið."
- Hver eru framtiðaráfomi-
in?
„Ég stefni að því að fara í nám
til Bandaríkjanna, eftir rúmt ár,
þegar ég er búin með íþrótta-
kennaraskólann. Þar ætla ég að
sjá til með golfið, hvort mögulegt
er að æfa og keppa með náminu.
Ef það gengur upp og mér geng-
ur vel, þá er aldrei að vita með
framhaldið.“
Stefnirðu á atvinnu-
mennsku?
„Það er allavega ekki draumur-
inn í dag, en það er aldrei að vita
hvað gerist. Möguleikarnir eru
fyrir hendi í Bandaríkjunum, en
það verður bara að koma í Ijós
hvað verður.“