Dagur - 01.09.1998, Síða 1

Dagur - 01.09.1998, Síða 1
 Hótelstjóri íKeflavík, sem aldrei hefurná- lægtpenslum komið, tók sig til einn daginn og málaði 70 myndirá hótelið sitt. Hann varð stolturþegar einni myndinni varstolið. Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík, er hugmyndarík- ur maður sem lætur smámuni ekki stoppa sig, maður sem er óhræddur við að feta ótroðnar slóðir og kemur fram eins og hann er klæddur. Þegar hann fær hugmyndir er hann fljótur að framkvæma þær, ekkert hik eða tafir. Steinþór var til dæmis í Reykjavík þegar hann fékk þá hugmynd að kaupa glerskálann, sem var utan á Iðnó, og bæta utan á hótelið. Hann hratt henni strax í framkvæmd og í dag er þar rekið Café Iðnó. „Þú talar ensku“ Steinþór er líka maður tilviljana. 19 ára gamall lenti hann á skrif- stofu Ofnasmiðju Suðurnesja og „var skilinn þar eftir.“ Þeir feðgar reka ennþá Ofnasmiðjuna og Steinþór segir hana ennþá aðal fyrirtækið þeirra og hótelið bara áhugamál þó að það sé í dag eitt það stærsta á Iandinu, 60 her- bergi. Steinþór byggði hótelið með föður sínum fyrir rúmum áratug, faðir hans sér þar um við- hald og uppbyggingu en sjálfur er hann andlit fyrirtækisins. „Eg hafði aldrei kynnst hóteli Steinþór byrjaði að máia afstríðni og fyrir tilviljun. „Ég stökk bara inn og kom út með trönur og allt heila galleríið. 1/ið vorum á leið upp í bústað og ég málaði þar þrjár eða fjórar myndir, “ segir hann. Hér er hann með fyrstu myndina sem hann málaði, mynd afþresti. mynd: pjetur. þegar ég allt í einu var orðinn hótelstjóri. Eg var svo heppinn að kunna ensku. Pabbi sagði við mig kvöldið áður en við opnuð- um: „Þú verður hótelstjóri, þú talar ensku.“ Þá var ég búinn að reka Ofnasmiðjuna og rek hana enn þann dag í dag,“ útskýrir Steinþór. Kom út með trönux Steinþór hefur ekki verið neitt sérstaklega mikið fyrir listir þó að hann hafi mjög gaman af skemmtilegum málverkum. Sem hótelstjóri tók hann eftir því að oft komu „alls konar menn með myndir sem var hægt að selja fyr- ir tugi eða hundruð þúsunda bara af því að þær voru komnar í ramma." Að mati Steinþórs á verðskyn ekki við í list því að verkin eru háð smekk manna. Fyrir ári síðan vantaði 70 mál- verk á hótelið og Steinþór fór létt með að bjarga því. „Eg er oft stríðinn og í staðinn fyrir að segja hluti þá geri ég þá. Eg sagði við einhvern sem var að sýna mér myndir að það væri lít- ið mál að gera svona. Einu sinni þurfti ég að bíða eftir konunni minni í Vogue á Skólavörðustíg. Litir og föndur er þar við hliðina. Eg stökk bara inn og kom út með trönur og allt heila galleríið. Við vorum á leið upp í bústað og ég málaði þar þrjár eða fjórar mynd- ir,“ segir Steinþór og bendir á fyrsu myndina sem hann málaði, litla mynd af þresti. Klúkkutíma með meðal mynd „Eg var álitinn léttruglaður en ég var sjálfur ánægður með þessa mynd og þorði að gera meira. Það batna svakalega allar myndir sem fara í ramma. Allar myndir sem ég hef málað eru á hótelinu. Eg hef aldrei hent mynd og gef mér ekki mikinn tíma í hveija mynd. Eg er kannski klukkutíma með meðal pastelmynd eða tæpa tvo tíma og er að flýta mér það mikið að ég gleymi að merkja," segir Steinþór og bætir við að hann hafi orðið stoltur þegar ein af myndunum hans hvarf af veggjum hótelsins. Hann var ánægður með að einhver skyldi vilja eiga hana. „Eg hafði aldrei málað neitt. Eg skrifaði ágætlega þegar ég var yngri og get ennþá þegar ég vanda mig með jólakortin en dag- Iega er það ekkert sérstök skrift. Eg var aldrei hár í teikningu. Eg málaði bara þessar myndir og hafði gaman af því. Það er fullt af fólki sem spáir í verkin mín og það sér oft eitthvað annað út úr þeim en ég geri.“ Bætti fjórða strikiuu við Steinþór leggur áherslu á að hann sé ekki að leitast við að vera titlaður listamaður. Sig hafi vant- að 70 myndir á þessum tíma og hann hafi haft gaman af þessu. Nú máli hann meira fyrir fjöl- skylduna og til gjafa. Þegar kon- an hans kom af fæðingardeild- inni með þriðju stelpuna þeirra málaði hann til dæmis mynd af konu að halda á þremur börnum og bætti svo fjórða barninu við. „Eg man að ég hugsaði að ég ætlaði að bæta fjórða strikinu við því að ég átti von á að eignast Ijórðu dömuna seinna og hafði hana inni á til öryggis. Hún er komin núna,“ segir þessi maka- lausi hótelstjóri í Keflavík. -GHS EL/556L Þú getur reiknað með... 3 linur i glugg 242 relkniaðgerðir Forritanleg: 1100 For- ritunarskref 2 línur f glugga 153 innbyggðar reikniaögerðir Rétt aðgeröarraöð D.A.L. (Direct Algebraic Logic) 2.190, 2 línur í glugga 194 innbyggöar reikniaðgerðir Rétt aðgerðarraöð D.A.L. (Direct Algebraic Logic) Twin power: Sólar- og venjuleg rafhlaða rafhlaða 2 línur í glugga 287 innbyggðar reikniaðgerðir Rétt aðgerðarraöð D.A.L. (Direct Algebraic Logic) Twin power: Sólar- og venjuleg Reiknivélar lyrir skarpa skólakrakka MeðSHARP reiknivélum verður stærð- fræðin skemmtilegri og auðveldari. djrj . er rétt aðgerðarröð sem gerir þér kleift að leysa flókin reiknings- dæmi á sama hátt og þú skrifar þau niður á blað. Sharp notar nú DJTll. í flestar gerðir vasareikna. Umboösmenn um land allt: Reykjavík: Verslanir Pennans. Bókabúö Árbæjar. Griffill. Bókabúö Lárusar Blöndal. Bókahorniö. Heimskringlan. Bókabúöin Grafarvogi. Bókabúöin Mjódd. Bóksala Stúdenta. Bókbær. Mál og menning. Bókabúöin Hlemmi. Kópavogur: Tónborg. Garöabær:Bókaversl. Gríma. Hafnarfjöröur: Bókabúö Böðvars.Penninn.Mosfellsbær: Bókabúöin Ásfell. Vesturland: Bókaskemman, Akranesi. Málningarþjónustan, Akranesi. Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrfmsson, Grundarfiröi. Ásubúö.BúöardalAfestflröir: Árnhóll. Króksfjaröarnesi. Geirseyrarbúöin, Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík.KF Steingrímsfjarðar, Hólmavfk.Bókaversl. Jónasar Tómassonar, (safirði. Straumur, ísafiröi. Norðurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Verslunin Hegri, Sauöárkróki. Skagfiröingabúð. Sauöárkróki. KEA, Olafsfirði. KEA, Dalvík. Akureyri: Hljómver, Bókabúö Jónasar, Naust hf. Húsavík: Bókaversl. Þórarins Stefánssonar, Kf. Þingeyinga. Austurland: KF Vopnafjaröar, Vopnafirði. Kf. Hóraösbúa, Egilsstööum. Sveinn Guðmundsson, Egilsstööum. Bókabúö Sigurbiörns Brynjólfssonar.Fellabæ. Ris tölvuverslun.Neskaupstaö.Lykill, Reyðarfiröi.KF. Fáskrúösfjaröar, Fáskrúðsfiröi. Bókaverslun Guömundar Björnssonar, Stöðvarfirði. KASK, Höfn Hornafir&i. Suöurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Mosfell, Hellu.Bókabúöin Heiöarvegi, Vestmannaeyjum. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanea: Bókabúö Keflavfkur, Keflavfk. LJÓsboglnn.Keflavík. Bókabúð Qrindavfkur, Grindavfk. Rafborg, Qrlndavfk. r

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.