Dagur - 01.09.1998, Síða 10

Dagur - 01.09.1998, Síða 10
26 - ÞRIOJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1998 LÍFIÐ í LANDINU Banvæn blanda í nýjum bílum sem búnir eru líknarbelgjum eiga að vera miðar sem vara við notkun barnabíl- stóla í viðkomandi sætum. Það er þó mismunandi hvort um er að ræða Iímmiða sem geta dottið eða áprentun sem föst er í bíin- um. Dæmi eru um að misbrest- ur sé á að þessir miðar séu yfir- leitt til staðar í bílum sem búnir eru líknarbelgjum. Grundvallar- reglan er sú að barnabílstól má alls ekki setja í sæti sem búið er líknar- belg. BILAR Hversu vel erbamið varið í um- ferðar- óhappi? mæla með en sé ekki mælt með neinum búnaði er keyptur stóll sem passar í viðkomandi bíl Góð öryggisfesting fyrir börn eða barnabílstól samanstendur af hlífðarskildi sem hægt er að laga að hvaða barni sem er. Stóliinn verður að veita höfði og Iíkama vörn í árekstrum á hlið og að aftan og við endurkasti í árekstrum framan á. Það verður að vera hægt að festa stólinn vel í bílinn til að koma í Reynsla afslysum í ycs fyrirr ,að barnið * j s kastist of langt fram Bandaríkjunum staðfest- eða lil hliðar ,við árekstur sem eykur álagið á barnið. Flest- ir barnabílstólar eru festir með bílbeltum fyrir fullorðna. Til að Olgeir Helgi Ragnarsson skrifar í rannsóknarniður- stöðu Euro NCAP, sem eru evrópsk sam- tök bifreiðaeigenda, segir að þegar ræði um vörn í slysum leggi sumir bílaframleið- endur meiri áherslu á öryggi fullorðinna en barna. Það er bent á að ekki bjóði allir framleiðendur upp á, né bendi á örygg- isfestingar (t.d barnabílstóla) fyrir börn í bíla þeirra. Nokkrir láti eiganda bílsins það eftir að velja öryggisfestingar úr þeim sem eru á markaðinum og vona að bíllinn og öryggisfestingin séu nægj- anlega örugg verði slys. Euro NCAP prófar þann búnað sem framleiðendur iraðþað erbanvæn blanda að hafa bamabíl- stólsemsnýrafturísæti úr hrcyfin8n barnsins tram á við þarf beltið að vera þétt utan um stólinn. með líknarbelg. Hvort tæki um sig bjargar lífi og limum en þegarþau em notuð saman verða Nýr staðaU ISOFIX er nýr staðall eða aðferð við að festa ■, . r, . 7 . * börn í bíl. Þá eru þau banvænfynr bamið. bamabíistóiamir se«- ir í viðkomandi bíl og festir með sérstökum festingum. Þessi hugmynd bætir verulega úr í þeim efn- um. Verið er að ræða tillöguna innan alþjóðlegu staðlastofnunarinnar (ISO). Um er að ræða harða króka eða festing- ar í sæti bílsins sem eru sniðnir til að nota við barnabílstólafestingar. Þessi aðferð hefur ýmsa kosti, m.a. betri vöm í árekstrum á hlið og að aftan og minni hættu á rangri ísetningu. Gátlisti fyrir bamabílstóla Gætið að því að barnabílstóllinn sem valinn er passi í sætin í bílnum. Eina leiðin til að tryggja það er að prófa nokkra stóla í bílnum áður en ♦ keyptur er bílstóll. Meðmæli framleiðanda bílsins með einstökum stól tryggja ekki að sá stóll passi í bílinn. Kaupið aldrei notaðan barnabílstól og hendið stólnum ef hann hefur Ient í umferðaróhappi. Fylgið vandlega leiðbeiningum framleiðandans, sérstaklega þegar verið er að þræða bílbelti fyrir fullorðna í festingar á stólnum. Geymið Ieið- ♦ beiningarnar með stólnum þar sem hægt er að grípa til þeirra í bílnum. Gætið þess að enginn slaki sé á bílbeltinu sem heldur stólnum og stóll- inn sitji vel fastur á sínum stað. Oruggasti staðurinn fyrir nánast alla barnabílstóla er í miðju aftursætis- . ins, svo fremi að þar sé enginn armpúði sem getur fallið niður og skað- að barnið í árekstri. Yfirleitt er aftursætið öruggari staður fyrir barnabíl- stóla en farþegasætið fram í. Gætið þess að beltin í barnabílstólnum séu hvorki snúin né skemmd og herðið þau eins þétt og hægt er án þess að til óþæginda sé íyrir barnið. ♦ Setjið barnabílstól ALDREI í sæti með líknarbelg. Gætið að viðvörun- armiðum fyrir líknarbelgi ef þið þekkið ekki bílinn. Viðvörunarmiðar geta verið mismunandi eftir fram- leiðslulandi bílsins, en þó sérstak- lega eftir þeim markaði sem bíllinn er framleiddur fyrir. Heimild: www.fia.com Barnabílstóll sem mælt var með I Mitsubishi reyndist ekki passa við bíl- belti í Lancer. Hæð beltafestingarinnar gerði það að verkum að sætið héist ekki fast í árekstri framan á og höfuð barnsins kastaðist ofmikið fram. Mynd: www.fia.com Netfang umsjónarmanns bílasíðu er: olgeirhelgi@islandia.is Nýrdiskur frálBM SVOJUA ER LIFID Yigdís svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is Nýjar fréttir frá IBM herma að þar á bæ hafi tekist að hanna tölvudisk með geysi- miklu geymslurými og allt að 12 gigabætum getur komist fyrir á venjulegum disklingi (1 GB er sama og 1000 MB en eitt MB, megabæt, er 1000 KB, kílóbæt). Þetta eru merkilegar fréttir, ekki bara fyrir aukið geymslurými, hraðvirkara og betra, heldur einnig vegna þess að þetta gæti boðað endurkomu „Bláa risans", IBM inn á markað- inn í tölvuheiminum. Aætlað er að almenn framleiðsla á þessum diskum hefjist innan þriggja ára. (Heimild: Hin svarta list) Karlmcnn óþolandi Sæl Vigdís. Mig Iangar til að vita hvers vegna karlmenn eru svona óþolandi. Eg er búin að vera gift í 8 ár og maðurinn minn er alveg að gera út af við mig. Hann nennir aldrei neinu, vill bara vera heima og horfa á sjónvarpið þegar hann kemur heim eftir vinnu sem er nú ekki alltof snemma. Mér hundleiðist þetta og vil komast út, að minnsta kosti um helgar. Eg er ein heima með krakkana allan daginn og það eru allar vinkonur mínar að vinna úti þannig að ég sé aldrei neinn. Það er lítið fútt í því að fara út í búð og skoða dag eftir dag og svo á maður hvort sem er ekki pening fyrir neinu. Er einhver leið til að breyta þessum hugsunarhætti karlsins? Mér finnst nú fulllangt gengið að fullyrða að allir karl- menn séu óþolandi þó þú sért ekki sátt við þinn. Eg skil að þú sért leið og viljir komast af heimilinu ef þú ert heima allan daginn, en þar sem eiginmaðurinn er útivinn- andi vill hann sjálfsagt helst af öllu vera heima í róleg- heitum og alveg skiljanlegt líka og hann hefur kannski ekki þrek til neins annars. Þú átt ekki að reyna að breyta hugsunarhætti hans, það er ekki leiðin. Ef hann er heima öll kvöld, hvað er þá til fyrirstöðu að þú farir út? Þú gætir farið í kvöldskóla, fengið þér kvöldvinnu ef þú vilt ekki eða getur ekki unnið úti á daginn, eða bara heimsótt fólk. Ég er nokkuð viss um að viðhorf þitt breytist snarlega við það. Maður á ekki að treysta á aðra til að gera sig ánægða og hamingjusama, það er manns eigið verkefni. En byrjaðu endilega á að ræða málið við hann í bróðerni, deilur og skammir hjálpa lítið. Ég er viss um að þið finnið lausn á þessu máli sam- eiginlega. Leið- rétting í dálkinum Svona er lífið í síð- ustu viku var rætt um ökuskírteini. Hér kemur 56. gr. laga um ökurétt- indi: Lögreglu- stjóri getur ákveð- ið að áður en fullnaðarskírteini verður gefið út í stað bráðabirgða- skírteinis skuli skírteinishafi gangast undir hæfnispróf ef hlut- aðeigandi hefur sýnt af sér van- kunnáttu í akstri, vanhæfni eða víta- verða aksturshætti. Ef sótt er um útgáfu fullnaðar- skírteinis eða end- urnýjun ökuskír- teinis þegar meira en tvö ár eru Iiðin frá því ökuskírtein- ið féll úr gildi skal umsækjandi stand- ast hæfnispróf. Lögreglustjóri get- ur þó ákveðið að ekki þurfi að gang- ast undir hæfhis- próf. Ekki halda aííur aflincrraiium Þegar maður er í fjölmenni vill maður ógjarnan hnerra yfir fólk og heldur þá hnerr- anum inni. Við það líður manni eins og hljóðhimn- urnar muni springa, en það er ekki svo. Hinsvegar getur það að halda hnerranum or- sakað að bakteríur frá nefi þeytist inn í eyrun og orsak- að með því sýkingar í eyra. Vilji maður komast hjá því að úða yfir mannskapinn þá er reynandi að prófa að halda þétt um nefið þegar hnerrinn nálgast. Við það hverfur tilfinningin stundum og maður hættir við að hnerra.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.