Dagur - 16.09.1998, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 199 8 - 21
Thyptr
LÍFIÐ í LANDINU
Vinátta og hj álpsemi í fyrimimi
Soroptimistasamband
íslands hefurlátið útbúa lit-
ríkan bækling sem ætlaðurer
öllum sex ára bömum á land-
inu. Með honumfylgirbréf
með leiðbeiningum tilfor-
eldra og kennara.
Erla Ofeigsdóttir grunnskólakennari
starfar í nefndinni er vann þetta verkefni
og með henni eru þær Petrína Þorsteins-
dóttir þroskaþjálfi, Þórunn Hafstein,
tengiliður við landssambandið, Hildur
Jónsdóttir sálfræðingur og Katrín Helga
Agústsdóttir myndlistarkona, en hún sá
um hönnun bæklingsins.
„Soro þýðir systir og optitmist er bjart-
sýnn, þannig að þetta eru samtök bjart-
sýnissystra," segir Erla. „Höfuðmarkmið
soroptimista er að vinna að betra mann-
Iífi og hér á Iandi hafa klúbbarnir starfað
frá árinu 1959 og eru orðnir 16 talsins. I
hverjum klúbbi eru konur úr ýmsum
starfsgreinum, ein úr hverri."
Tilefni til umræðna
Forseti Evrópusambandsins velur hverju
sinni ákveðið málefni sem vinna ber að á
tveggja ára stjórnarferli hans og í þetta
Erla Úfeigsdóttir er starfandi í nefnd sem hefur
látið útbúa baekling fyrir sex ára börn, um
einelti.
sinn ber verkefnið heitið „Börn og of-
beldi.“ Nefndin sem vann að verkefninu
kaus að höfða til yngsta aldurshóps skóla-
barna í þeirri von og trú að með bæk-
lingnum mætti stuðla að bættum sam-
skiptum barna,“ segir Erla. Bæklingnum
fylgir veggspjald sem kennari getur hengt
upp í skólastofu og getur það gefið tilefni
til umræðu eða verkefnagerðar allan vet-
urinn.
„Eg hef kennt Lions Quest,“ segir Erla
„og þetta efni finnst mér tengjast því og
vera í raun góð byrjun. „I bæklingunum
er lögð áhersla á að börnin segi frá því ef
eitthvað er að. Bæklingurinn er stílaður
inn á að foreldrar lesi hann með börnum
sínum og svo endurtaki kennarinn það
sem áður var sagt á heimilinu. Einelti er
talsvert, en erfitt við það að eiga, en þar
sem viðbrögð foreldra eru þungvæg, er
mikilvægt að taka á því strax á heimilinu.
Ef til dæmis er talað um bekkjarfélaga
heima fyrir, einhvern sem er skrítinn eða
öðruvísi, þá á ekki að taka undir þessi
sjónarmið, heldur vera jákvæður og eyða
með því málinu strax, en ekki styrkja
skoðunina sem barnið er að byrja að
mynda sér, að
eitthvað sé at-
hugavert við við-
komandi barn.“
„Allir hinir
mega“
Erla telur gott
tækifæri til að
kynna og kenna
foreldrum við-
brögð við einelti,
vera á kynning-
arfundum í upp-
hafi skólans. Þá
er einnig hægt
að ræða við for-
eldra um útivist,
þeir geta talað
sig saman um
hversu mikið og Bæklingurinn er skemmtilega skreyttur og aðgengilegur til lesturs.
hvaða myndir börnin eigi að fá að horfa á
í sjónvarpi og annað sem máli skiptir.
Slíkar umræður styrki foreldra í því að
segja nei, þegar barnið kemur með hið
óhjákvæmilega „en allir hinir mega“.
Með þessum bæklingi vænta Soroptim-
istar þess að takast megi að virkja heimili
og skóla til aukinnar samvinnu, sem um
leið stuðlar að vellíðan og auknum félags-
þroska nemenda. „Við höfum lagt mikla
vinnu í þennan bækling og teljum að
hann geti orðið gott kennslugagn sé hann
notaður vel,“ segir Erla að lokum.
-vs
Tóbaksreykur
og vöggudauði
SVQIViA
ER LIFIÐ
Stefánsdóttir
skrifar
Hópur vísindamanna frá
Bandaríkjunum og Svíþjóð
hefur gefið út skýrslu þess
efnis að greinileg tengsl séu
á milli vöggudauða og reyk-
inga móður á meðgöngu-
tíma. Hópurinn skoðaði yfir
sjö milljónir fæðinga í
Bandaríkjunum
og Svíþjóð og
fundu 8.700 til-
felli vöggudauða.
Ahættan af
vöggudauða við
reykingar 1-9 sí-
garetta móður
var frá 60 pró-
sentum upp í 2,5
falda meiri
áhættu en ef
móðirin reykti
ekki. Ef móðirin hins vegar
reykti meira en 10 sígarettur
á dag var áhættan hátt í fjór-
falt meiri. Þessi aukna
áhætta var fyrir utan aðra
áhættuþætti, svo sem lítinn
fæðingarþunga, mörg börn
og svefnstöðu barnsins.
Vigdís
svarar
í símann!
Ertu með ráð,
þarftu að spyrja,
viltu gefa eða
skipta?
Vigdís svarar í
símann kl. 9—12.
Síminn er
563 1626 (beint)
eða 800 7080.
Póstfang:
Þverholt 14 Rvk.
eða Strandgötu 31
Akureyri.
Netfang:
ritstjori@dagur.is
Sífelldar ræskingar
H
Sæl Vigdís. Ég á eitt vandamál sem ég vildi
gjarnan sjá leysast. Það varðar sífelldar ræsking-
ar og hóstakjöltur í manninum mínum, sem
hann segir bara vera vegna þess að það sé ryk í
vinnunni hjá honum. En hann gerir þetta lika
heima, þó hann hafi verið i fríi í nokkra daga. Hann vill alls
ekki fara til Iæknis vegna þessa en það fer alveg óstjórnlega í
taugarnar á mér að hlusta á hann svona. Þetta er búið að vara
í um átta mánuði samfleytt, hófst eftir slæmt kvef sem hann
fékk. Hann ræskir sig á 5-10 mínútna fresti og hóstar álíka
ört. Ekki mikið bara snöggt og svolítið eins og þurran hósta.
Svona hósti getur verið merki um ofhæmi, en gæti líka
verið orðin kækur, sagði læknir sem ég talaði við. Að lík-
indum erting í hálsi sem gæti stafað af því að slím læki
niður í hálsinn eða utanaðkomandi erting, sem eitthvað
þarf að skoða betur. Læknirinn taldi að eftir svona langan
tíma væri brýn þörf á skoðun, þó ekki væri nema til að
útiloka sýkingar og helst að finna ástæðuna. Þannig að
best væri að viðkomandi færi til heimilslæknis sem svo
myndi vísa honum áfram ef ástæða er til.
HVAfl ER Á SEYDI?
GÓÐAN DAGINN EINAR ÁSKELL
Möguleikhúsið sýnir Einar Askel á Suð-
ur- og Austurlandi dagana 17. - 24.
september. Leikritið „Góðan daginn
Einar Áskell," er gert eftir hinum
kunnu sögum sænska höfundarins
Gunillu Bergström um Einar Askel.
Það verður sýnt í:
Iþróttahúsinu á Djúpavogi fimmtu-
daginn 17. september kl. 17.00
Félagsheimilinu Skrúði, Fáskrúðs-
firði laugardaginn 19. september kl.
14.00
Egilsbúð, Neskaupsstað laugardag-
inn 19. september kl. 17.00
Valaskjálf, Egilsstöðum sunnudaginn
20. septemberkl. 14.00
Grunnskólanum Þórshöf 23. sept-
ember kl. 17.00
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Félag landfræðinga
Fimmtudaginn 17. september verður
haldin ráðstefna á Grand Hótel í Sigtúni
um stafræna grunnkortagerð á vegum Fé-
lags landfræðinga, Islenska kortagerðafé-
lagsins og LÍSU-samtakanna. Flutt verða
erindi um stöðu og framtíð grunnkorta-
gerðar hér á landi. Ráðstefnunni er ætlað
að vekja athygli á mikilvægi góðra grunn-
kort fyrir íslenskt samfélag, hvort heldur
vegna rannsókna, fræðslu, ferðaþjónustu,
skipulagsvinnu eða annarrar stefnumótun-
ar og áætlanagerðar.
Ráðstefnan hefst ld. 13.00 og stendur til
kl. 16.30. Skráning er í síma 569-6002
eða á netfangi:hbd@os.is. verð er kr. 2.000
en 1.500 fyrir félagsmenn.
Frá Skógræktarfélagi Garðabæjar
Félagar, munið skoðunarferðina í
Hvalfjörð og Borgarfjörð n.k. laugardag.
Tilkynna þarf þátttöku í dag til formanns
eða ritara, sbr. dreifíbréf.
Ströndin okkar í Skeijafirði
1 kvöld, miðvikudagskvöldið 16.
september, stendur Hafnagönguhópurinn
fyrir gönguferð meðfram strönd
Skerjafjarðar. Farið verður frá
Hafnarhúsinu kl. 20.00 niður á
Fræðslutorgið á Miðbakka og síðan með
almenningsvögnum suður í Fossvogsbotn
að Nesti.
Tilgangurinn með þessari og næstu
ferðum Hafnagönguhópsins er að minna á
að ströndin er eitt áhugaverðasta svæðið
sem völ er á til að ganga meðfram og sigla.
GuIIsmári Gullsmára 13
Leikfími er á mánud. og miðvikud.. Hópur
1 kl. 9.30, hópur 2 kl. 10.30, hópur 3 kl.
11.10.
Handavinnustofan er opin á
fimmtudaginn frá kl. 13-16.