Dagur - 16.09.1998, Side 4

Dagur - 16.09.1998, Side 4
20-MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 SDwýtr LÍFIÐ í LANDINU Tímaþj óíurmn á hvíta tj aldinu Tímaþjófur Steinunn- ar Sigurðadóttur er nú kominn á breiðtjöld kvikmyndahúsanna í nýrri gerð Frakka. ís- lensk skáldsaga hefur ekki orðið að alþjóð- legrí kvikmynd síðan Svíargerðu Sölku Völku eftirLaxness. Steinunn situr á sínum skálda- stóli á Selfossi og hrærist lítt þótt kvikmyndin Voleur de vie eftir Tímaþjófinum hennar hafi haldið innreið í Evrópskan menningarheim á Feneyjarhátíð- inni. Nú er hún á öllum helstu tjöldum í París, frá Champs Elyseés til Les Halles. Dómar um myndina hafa verið upp og ofan en bókin jafnan fengið góða einkunn. Sagan kemur nú út öðru sinni í Frakklandi sam- tímis því að myndin fer í dreif- ingu og Steinunn efast ekki um að þetta stækki lesendahóp sinn erlendis. En hvað segir hún sjálf um myndina? „Mér fannst þetta vera góð mynd, athyglisverð, en sérkenni- leg og ólík öllu öðru.“ Hún segir að höfundarnir hafi tekið saman skemmtilega Ieyniþræði i sögu sinni og dregið fram. Myndin er að hluta til samkvæmt bókinni, síðan koma viðbætur og breyt- ingar kvikmyndagerðarmann- anna sem Steinunn er sátt við: „Eg skrifaði ekki handritið, bað ekki um það og gerði engar at- hugasemdir við það þegar ég sá það.“ Hún bætir við að þegar hún sá loks myndina hafi hún „orðið hrærð“. Sandrine Bonnaire er „ótrúleg leikkona" að sögn Steinunnar, en hún ásamt Emmanuelle Béart sem Ieikur hina systurina eru burðar- ásar myndarinnar. Þung? Steinunn segist geta skilið þá sem finnst myndin „þung“. Maður spyr sig eftir að hafa horft á hana: „Hvað var þetta?“ segir Steinunn og hlær, því henni finnst það ekki endilega neikvætt. Utkoma myndarinnar hefur fengið gríðarlega athygli í Frakk- landi og nú eru veggspjöld uppi um alla París; „jú, það er góð auglýsing fyrir mig,“ segir Stein- unn sposk, þótt nafn hennar sé ekki með allra stærsta Ietri fer ekki milli mála hver kom öllu af stað. Frakkar fjármögnuðu þetta 500 milljóna króna myndverk að öllu leyti, stór styrk- ur kom frá menntamála- ráðuneytinu. Steinunn segir að Film par Film sem gerði myndina sé vel kynnt fyrir sér- stæðar gæðamyndir, til dæmis myndina sem gerð var eftir „Oll- um heimsins morgnum11. „Þetta eru fagmenn fram í fingurgóma og hafa staðið við allt sitt gagn- vart mér og gott betur.“ En fékk hún stóran hluta af þessum hálfa milljarði fyrir sig sem bók- arhöfundur? „Eg fékk þokkalega borgað fyr- ir að sitja og gera ekki neitt.“ TímaJjjófur fer víða Myndin á eftir að kynna Stein- unni og bókina. Þótt dómar um myndina séu frekar neikvæðir (mjög neikvæðir í Liberation, eins og Dagur hefur sagt frá, heldur betri í til dæmis Le Monde), þá hjálpar hún við að dreifa bók- inni víðar. „í Frakklandi vita miklu fleiri hver ég er en ella,“ segir Steinunn sem gert hefur grein fyrir sér og sínum verkum í sjónvarpi og víðar. Þá er bókin að koma út í stóru kiljuupplagi í Þýskalandi, einnig í Tékklandi og Danmörku. „Eg naut þess heiðurs að fá umsögn í Spiegel í Þýskalandi," segir Steinunn og bætir við hlægjandi, „og er þar með kominn í íslenska Spiegel- gengið með Einari Má, Björk og Kára!“ Tímaþjófurinn - kvikmyndin - verður sýnd í Háskólabíói fyrir jól. Emmanuelle Béart og Sandrine Bonnaire fá fína dóma. Voleur de vie“ fær miMa athygli 99 Tímaþjófurinn (Voleur de vie - eins og myndin heitir) hefur fengið gríð- arlega umfjöllun í Frakklandi. Aug- lýsingar hanga um París þvera og endilanga og Paris Match og Premi- ere, sem eru mjög útbreidd tímarit, hafa sýnt henni mikinn áhuga. Frakkar eru mikið bíófólk og fjöldi hefur fengið nasasjón af myndinni og sögunni. Voleur de vie var beðið af mikilli eftirvæntingu og talað um hana sem einn af „événements de la rentrée", viðburðum haustsins. Dómarnir hafa verið heldur neikvæðir. Þess er nú beðið hvort aðdráttarafl kven- stjarnanna Emmanuelle Béart (Alda) og Sandrine Bonnaire (systir- in, Alma, sem nú heitir Olga) nægi til að bæta fyrir það. Tónninn í dómum er á þá lund að mönnum finnst myndin þung, hún minni á gamaldags skandinavíska vandamálamynd, ekki sé nægilega gefið í skyn, heldur að tilfinningum og boðskap sé nánast þröngvað upp á áhorfandann. Handritið þykir ekki gott. Hins vegar er almenn hrifning með leikkonurnar í aðalhlutverkun- um, Bonnaire og Béart. Télérama, gríðarlega útbreitt frétta- og sjórn- varpsrit segir um þær: „Emmanuelle Béart og Sandrine Bonnaire eru frá- bærar. Viðkvæmar og þrjóskar. Grimmar og særðar. Yndislegar." Og þótt gagnrýnandi Le Monde sé ekki ýkja hrifinn af myndinni víkur hann góðu að Steinunni Sigurðar- dóttur: „Myndin er byggð á nor- rænni skáldsögu (hinum stórgóða Tímaþjófi eftir íslenska rithöfundinn Steinunni Sigurðardóttur, sem Flammarion hefur nú endurútgef- ið).“ Liberation flaskar illa á heima- vinnunni eins og Dagur hefur skýrt frá, telur söguna danska. Aðrir fara góðum orðum um bókina og þykir ekki öllum ástæða til að geta þess að Steinunn sé íslensk, rétt eins og all- ir eigi að vita hver hún er. Eg segi pass Skoðanaleysi er böl. Þar sem ég sit og skrifa þessa grein er ömurleiki þessarar staðreyndar mér fullljós. Þessa dag- ana hef ég nefnilega ekki skoðun á neinu. Það væri í sjálfu sér í ágætu lagi (sumum þætti það meira að segja blessunarleg tilbreyting) nema vegna þessa dálks sem mér ber samvisku- samlega að fylla. Ég gæti vitaskuld haft skoðun á kynlífi Bill Clintons en ég nenni því ekki. Vitleysan í því máli öllu er svo yfirgengileg að það dregur verulega af manni við hvern fréttatíma. Mikið á hann Jón Bald- vin minn bágt að þurfa að hýrast innan um þessa heimsku Kana sem geta ekki rætt stjómmál án þess að bæta tittlingi inn í um- ræðuna. Gáfaður og framsýnn stjómmála- maður á betra skilið, en hann átti heldur aldrei að fara út í þessa sendi- herravitleysu heldur ger- ast leiðtogi sameiningar- sinna. Þá gæti maður með góðri samvisku rennt hýru auga til þeirrar hreyfingar. Svo gæti ég vitanlega skrifað um Keikó en það mál er nærri því clintonískt í allri sinni vit- MENIUINGAR VAKTIN „Ég hefekki skoðun á neinu. Kannski vegna frétta síðustu vikna sem hafa aðal- lega byggst á sögum afkyn- llfí valdamikils súkkulaði- drengs og líðan útslitins hvals." leysu. Bein útsending sjón- varpsstöðva frá komu Keikós var langdregið barnaefni og ekkert meira en það. Þegar klökkir landsmenn komu síðan á skjáinn, fullir stolts, þá fannst manni engin sérstök ástæða til að gleðjast yfir vitsmunalífi landans. Loks hvarflaði að mér að velta því upp í þessum pistli af hverju reykingafólk er yfirleitt svo miklu skemmtilegra en hin- ir sem ekki reykja. En ég þar sem ég reyki ekki óttaðist ég að í þeirri umfjöllun yrðu áberandi rökviliur svo ég held að ég Iáti þær hugleiðingar bíða. Ég hef ekki skoðun á neinu. Kannski vegna frétta síðustu vikna sem hafa aðallega byggst á sögum af kynlífi valdamikils súkkulaðidrengs og líðan útslit- ins hvals. Ég segi pass.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.