Dagur - 16.09.1998, Qupperneq 7

Dagur - 16.09.1998, Qupperneq 7
4 V&Pr- MIOVJKUDAGU R 16. SEPTEMBER 1998 - 23 LÍFIÐ I LANDINU MEINHORNID • Meinhyrning- ur lýsir eftir vit- rænni umræðu um stjórnmál á vinstri vængn- um. Allt virðist snúast um hver ætlar að vera í Alþýðubanda- laginu og hver ekki, hver er að fara hvert og hve langt, hvort Alþýðuflokkur stendur kyrr á meðan Alþýðu- bandalag þokast í átt til hans eða öfugt. Mein- hyrningur vill að á hverjum degi setji við- ræðunefnd flokkanna nýj- ustu drögin á Netið þar sem allir geti skoð- að, myndað sér skoðanir og sent foringjunum tóninn ef svo ber undir. Meinhyrningur þolir ekki leynd. • Meinhyrning- ur lýsir enn- ítemur eftir skynsamlegri stefhu stjórn- valda í málefn- um ungs fólks. Tilviljanakennd- ar breytingar á sjálfræðisaldri, áfengislöggjöf og mörgu öðru gera ekkert nema rugla for- eldra og ung- linga í ríminu. Meinhymingur þolir ekki tilvilj- anakennt fálm. FOLKSINS Opið bréf til heilbrigðis- ráðherra GUNNAR V. SIGURÐSSON SKRIFAR Strandgötu 31, 600, Akureyri Þverholti 14,105 Reykjavfk Sími umsjónarmanns lesendasíðu: 460 6111 Netfang: ritstjori@dagur.is Símbréf: 460 6171/551 6270 Óskað er eftir að bréf til blaðsins séu að jafnaði hálf til ein vélrituð blaðsiða, 1000-1200 tölvuslög. Dagur áskilur sér rétt til að stytta lengri bréf. Kæra Ingibjörg. Tilefni þessa bréfs míns er niðurskurður í heilbrigðiskerf- inu. Hér í Hvammstangalæknis- héraði (hinu forna) heitir sjálf- sagt eitthvað annað núna, en það skiptir ekki máli, hefur lengi verið sjúkrahús. Við höf- um hér afbragðs góða lækna og hefur svo Iengst af verið og annað ágætt heilbrigðisstarfs- fólk. Eg hef sem betur fer haft góða heilsu, fór að vfsu illa með hana á yngri árum, drakk þá mikið og illa. Konan mín hefur aftur á móti ekki haft góða heilsu lengi og varð svo fyrir því óhappi að detta á götu 16. júlí og brotna illa á fæti. Hún var flutt til Akureyrar í sjúkrabíl, gert var við brotið og var hún á Akureyri til 22. júlí, þá sótti ég hana í mínum bíl þar sem of dýrt var talið að senda hana öðruvísi. Sennilega ætti ég rétt á sem svarar far- gjaldi með rútu fyrir að sækja hana en mun nú ekki leita eftir því. Konan mín var svo hér á sjúkrahúsinu á Hvammstanga næstu vikurnar og 28. ágúst þegar gipsið var endanlega tek- ið af fætinum kom í ljós að að- gerð á ökkla hafði ekki tekist (slíkt getur alltaf gerst) og var hún því send til Akureyrar með sjúkrabíl 1. september og fór hún beint í aðra aðgerð sem vonandi hefur tekist vel. Þann 4. september kom hún svo aft- ur á sjúkrahúsið hér, var þá send í sjúkrabíl með öðrum sjúklingi, hefur sennilega verið talið viðráðanlégt kóstnaðar- lega, þar sem um tvo sjúklinga Var að ræða. Þegar hún kom hingað, taldi hún víst að hún fengi að fara í það herbergi sem hún hafði verið í vikurnar á undan, en svo var nú ekki og þá var aftur komið að sparnað- inum. Eg fékk þær upplýsingar að þegar stjórnendur hér heima töldu ekki hægt að skera niðúr og spara meira, þá kom „sending að sunnan" sem eltiv starfsfólkið með skeiðklukku til að sjá hvar mætti klíþa af og niðurstaðan \ar sú að fækka mætti um starfs- mann ef í þremur hérbergjum í „smugunni" væru ekki aðrir en þeir sem enga umönn- um þyrftu. Kona mín hafði vcrið sett þarna inn í júlí fyrir misskilning, hjúkrunarkona á vakt í afleysingum sem tók á móti henni þá, hefur ekki vitað um þetta sparnaðarsamkomu- lag við ykkur f)TÍr sunnan, að á umræddu herbergi mætti ekki hafa fólk sem þyrfti umönnum, mikil voru hennar mistök. Er hér allt í lagi? En úr því að ég er sestur við skriftir, þá ætla ég að halda að- eins áfram um þetta ágæta heilbrigðiskerfi sem þú hefur tekið að þér að stjórna. Fyrir- sagnir í bíöðum nú um helgina gera mann dapran, hvert stefn- ir? Dagur 4. september segir í fyrirsögn „Nánast hjartaaðgerð- arstopp". Dagur 4. september, „Öryrkjabandalagið íhugar mál- sókn gegn ráðherra", er hér allt í lagi? Dagur 5. september, þinn maður segir að ráðuneytið óttist ekki málssókn öryrkja, þarna finnst mér örla á hroka hjá „þínum manni“, kannski ætlar Jón Sæmundur í framboð hér á Norðurlandi vestra í næstu kosningum. Mér finnst full ástæða til að öryrkjar leiti réttar síns og reyni að bæta sína stöðu og ég styð þá heils- hugar í því réttlætismáli. Leið- togar stjórnarflokkanna tala mikið um góðæri í þjóðfélaginu og er því ekki nema von að þeir sem minnst mega sín reyni að fá kjör sín bætt. Eg vil nú biðja þig kæra Ingi- björg að fara sparlega í að und- irrita með fjármálaráðherra á næstu mánuðum samninga um nýjar stórframkvæmdir í stein- steypur þar sem þyrfti starfs- fólk til að vinna það er þýðing- arlaust miðað við það fjármagn sem ætlast er til að manna heil- brigðisþjónustuna. Slíkir fram- kvæmdasamningar gætu kannski eitthvað bætt slæma stöðu þína, ef til vill skrapað saman einhver athvæði en til- gangslaust miðað við fjárfram- Iög til þessarar starfsemi eins og áður sagði. Að lokum „fólk í fyrirrúmi" þetta var gott slagorð fyrir síð- ustú kosingar, ég studdi það en hef því miður orðið fyirr mikl- um vonbrigðum með minn gamla flokk sem ég hef nú fyrir nokkru sagt skilið við, við átt- um ekki lengur samleið. Mér finnst að við „fólk í fyrirrúmi" ætti að bæta „ríkt og heilsu- hraust“ það væri réttara. Flokk- urinn sem hafði þetta góða slagorð fyrir síðustu kosningar hefur brugðist þeim sem mirina mega sín, það er sjúklingum, öryrkjum og fátæku fólki. Hann ér orðinn helsti talsmaður kvótakónga, sægreifa og ann- arra aðila sem raka saman auði á kostnað almennings. Einnig svo ákafur í einkavæðingu að samastarfsflokkurinn f ríkis- stjórn þarf ,að halda aftur af honum í frjálshyggjunni a.m.k. fram til næstu kosninga. ^ Kæra lngibjörg, það sem sagt er í'bréfi .þessu um -heilbrigðis- mál er líka til „strákanna" í rík- isstjórninni, ég veit að þú ræð- ur þessu ekld ein, vil trúa að ef svo væri, þá yæri ástandið betra. (Bréfið er birt lítillega stytt.) Komnar eru út fimm myndbandsspólur frá landsmótinu á Melgeriðsmelum. mynd: hg. Landsmótið heima í stofu í sögu landsmótanna hefur myndataka verið fastur liður. Svo var frágengið í fyrri sam- þykktum stjórn LH var gert skylt að sjá svo um að mótin yrðu mynduð. Nú seinni árin hefur þessi myndataka verið boðin út. Um myndatökuna í sumar sá SagaFilm. Myndspólurnar eru nú nýlega komnar á markað. Um er að ræða fimm spólur. Þar ber fyrst að telja yfirlitsmynd af mótinu þar sem öllum þáttum mótsins eru gerð góð skil. Sýnt er frá úrslitum og verðlaunaafhendingu í öll- um flokkum. Þá er sýnt frá kappreið- um, kvöldvöku og mannlífi og stemm- ingu sem fylgir Iandsmótum. F^TÍr utan þetta er svo mynd af stóðhestum, kyn- bótahryssum, A- og B-flokkskeppni og svo barna- unglinga og ungmenna- keppni. Það er sérstök ástæða til að Iýsa ánægju með það framtak að láta ekki einungis nægja að gera yfirlitsmynd um mótið sem út af fyrir sig er góð heimild- ar heldur gera líka myndir um einstaka sýningarþætti. Nú er hægt að skoða dómana Einkum er gott að geta skoðað í róleg- heitum hvernig kyribótahrossin koma fyrir í dómi en þau eru bæði mynduð í einstaklingsdómi svo og í yfirliti. Þá eru birtar með einkunnir sem hrossið hefur fengið bæði fyrir sköpulag og hæfileika. Það eru einkum hæfileikarnir sem áhorfándinn getur skoðað og borið sam'ari við-dóminn. Þetta er mjög fróð- legt og er hvatning til þess að taka alla dóma úpp á myndband svo hægt sé áð gaumgæfa þá á eftir. Það ér ekki aðeins gott-fyrir áhorfendur og hrossaéigendur heldur einnig fyrir þá sem við dóm- störfin fást. Dómar á hæfileikum byggj- ast á huglægu mati. Það mat á þó að vera grundvallað á ákveðnum dómskala sem unninn hefur 'veriði óg þar íekið fram hvað standa eigi á bak við hverja einkunn. Þegar þetta er skóðað saman þá koma í Ijós misbrestir sem alltaf verða í mannanna verkum. Þetta sést greinilega á stöku stað í kynbóta- dómunum. Það er til dæmi um að hross fái 9 fyrir tölt þó greinilega sjáist að það sé svo klárgengt að þrátt fyrir að vera riðið á stöngum sem sífellt er verið að kippa í þá dettur það að minnsta kosti tvisvar af töltinu og niður í brokk- HESTAR Kári Arnórsson skrifar ið. Hross sem ekki á auðveldara með töltið en þetta, þó hágengt sé á ekki svona háa einkunn. Líka eru dæmi þess að hestur tölti samkvæmt lýsingu á dóm- stiga upp á 8,5 en fái aðeins 8. Svona hlutir hafa sjálfsagt alltaf verið fyrir hendi en það er hins vegar mjög gagnlegt sem fyrr segir að skoða þessi atriði. Þá eru afkvæmahópar sýndir og gaman að bera þá sýningu saman við röð þeirra í kynbóta- mati þó hrossin sem þeim fylgja séu of fá til að geta gert sér viðunandi hug- mynd um kynbótamatið. Myndir af öllum flokkum gæðinga Hvað gæðingadómana varðar þá er enn ofmikið ósamræmi milli dómara. Þetta eru spjaldadómar og menn mega því ekki tala sig saman um niðurstöðu og meðaltal ræður.. En frávik milli dómara sem eru upp á fieilan eða meira geta ekki talist eðlileg. Þá fer eitthvað úr- skeiðis með matið á gangtegundinni hverju sinni. Gæðingadómana er eins og kynbóta- dómana gaman að skoða og reyna að meta sjálfur. Sýndur er allur milliriðill- inn og síðan ítarlega sýnt frá úrslita- keppninni. SagaFilm hefur gert ágætan hlut með þessari framsetningu efnis. Það kann h'ka að henta mörgum vel sem áttu hross á mótinu að geta valið úr þær spólur sem þeir vilja eiga en þó verður að telja það feng fyrir alla sem áhuga hafa'á kynbótum og gæðingum að eign- ast allar spólurnar. Þær gefa innsýn í steromninguna á mótinu og ekki spillir fallegt umhverfi þar sem .tjgnarleg fjöll- in mynda umgjörð um mótið. Það sem setjá má út á þessa mynd er að á’ of mörgum stöðum er fjarlægðin of mikil. Þetta kemur sérstaldega fyrir egar riðið er eftir aðalbrautinni, sem vf miður er í alltof mikilli fjarlægð frá áhorfendum. En með Ijósmyndatækn- inni á.það ekki að koma að sök auk þefcs sem staðsetning ljósmyndara verð- ur að taka mið af slíku. Ég héf áður kveðið svo fast að orði að landsmótið á Melgeriðsmelum verði síðasta landsmótið í þjóðhátíðarstíl með þeirri stemmningu sem því fylgir. Verði það reyndin er gott að eiga svona mynd tiláð minnast þeirra tíma.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.