Dagur - 17.09.1998, Síða 5
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 - 21
Tk&fir
LÍFIÐ t LANDINU
Ryðgað geimfar í Hrísey?
UndirHá-
borðinu í
Hrísey ligg-
urfurðu-
verk. Lista-
maðurinn
kallarþaðAsk Yggdrasils
eða heimstréð. Hríseying-
artaka listverkinu vel.
Það ereins og ryðgað
geimfar.
Yggdrasill heitir verkið og er
staðsett nærri þrjá km frá bæn-
um og ekki nokkur leið að koma
auga á það fyrr en komið er
uppá hæð nokkra sem eyjar-
skeggjar nefna Háborðið. Og
ekki lék nú veðrið við eyjamenn
þennan dag sem innsetningin
var, hífandi rok og rigning og
átti ég von á því að vera eini
gesturinn . En landinn er greini-
lega hættur að spyrja að veðri
nú í seinni tíð og mættu 30
manns í slagviðrinu til að berja
verkið augum. Við fyrstu sýn gat
þessi ryðhrúga eins verið menjar
utan úr geimnum sem brotlent
hefði í Hrísey fyrir einhverjum
mörgum tugum ára, en annað
kom nú fljótt í ljós.
I/ið fyrstu sýn gat þessi ryðhrúga eins verið menjar utan úr
geimnum sem brotlent hefði í Hrísey fyrir einhverjum mörgum
tugum ára, en annað kom nú fljótt í Ijós.
Það er ekki ætlunin að skýra
frá því hvaðan veraldaraskurinn
Yggdrasill er kominn. Tréð er
einfaldlega þar sem það er. Ekki
er víst að það sjáist frá jörðinni,
en eitt er víst að það er á sínum
stað. Hægt er að gera sér í hug-
arlund afl svipað því sem dregur
járnbút að segulstáli. Maður veit
að það er til, þó svo að maður
geti hvorki séð það né þreifað á
því. Yggdrasill kann að vera
ósýnilegur dauðlegum mönnum,
en fullvíst er, að án atbeina hins
mikla eskitrés mundi allt molna
og þeytast
útí óendan-
leikann.
David
Hebb sótti
um Full-
bright-styrk
til að koma
til Islands
að vinna.
Hann hafði
verið búin að lesa mikið um Is-
land og fengið heilmiklar upp-
Iýsingar um landið á Netinu.
Þar fann hann m.a. Gilfélagið á
Akureyri sem bauð uppá gesta-
vinnustofu fyrir erlenda og inn-
lenda listamenn til lengri eða
skemmri tíma dvalar og sótti
strax um og fékk. David er nú
búin að vera á Islandi í eitt ár og
ég spurði hann nokkurra spurn-
inga um verkið og veru hans
hér:
Hvers vegna valdirðu Island?
„Það var nú aðallega
vegna þess að ég var nokkuð
viss um að fá styrkinn, því
enginn í Ameríku sækir um
að koma hingað! Nú og svo
var ég búinn að Iesa mér til
um landið og sögu þess auk
þess sem ég var mjög áhuga-
samur um norræna goða-
fræði og fannst þetta vera
verulega spennandi kostur."
En hvers vegna Hrtsey?
„Eftir að ég Ias um Gilfé-
lagið á Netinu hélt ég að ég
gæti fundið stað fyrir verkið
í nágrenni við Akureyri, en
svo kom bara í Ijós að ekki var
þar um auðugan
garð að gresja.
Vinur minn benti
mér svo á Hrísey
og var haft sam-
band við ráða-
menn þar og sam-
þykkt að ég
mundi reisa verk-
ið þar.“
tóku
hug-
Hvernig
eyjaskeggjar
myndinni?
„Það var auð-
vitað á báða bóga,
sumum fannst
óhæft að vera að
reysa þetta David Hebb trúir því að náttúr- mun ég Snúa aftur
járnarusl þama an uumi alltaf sigra og þess
úti í náttúrunni, vegna munu rætur Yggdrasils
en flestum þótti alltaf lifa þrátt fyrir allar þasr
nú hugmyndin hörmungar sem maðurinn
góð þegar þeir býður náttúrunni. myndir.' vv
höfðu kynnt sér efni og sögu
verksins.“
Hvernig stóð ú vali þínu að
þessu viðfangsefni?
„Eins og ég sagði áður, þá hef
ég haft mikinn áhuga á nor-
rænni goðafræði og hef gjarnan
notað það í mínum verkum til
að koma þeim skilaboðum á
framfæri að náttúran kemur
alltaf til með að sigra iðnaðar-
verksummerki mannanna. Eg
var hins vegar ekki búinn að
ákveða hvað ég vildi gera þegar
ég kom hingað, en eftir að hafa
skoðað staðinn (Hrísey) kom
þetta smám saman til mín.“
Hvemig hefur þér
líkað að lifa og búa í
íslensku samfélagi?
„Alveg frábær-
lega, mér hefur ver-
ið tekið mjög vel
bæði á Akureyri og í
Hrísey þar sem allir
hafa verið svo hjálp-
legir og elskulegir."
Hvað tekur svo
við?
„Eg ætla að
kenna við Mynd-
listaskólann á Akur-
eyri eitthvað fram í
nóvember, en þá
til heimalandsins,
en ég mun alveg ör-
ugglega heimsækja
ísland fljótt aftur.“
Tölvunám sem
stenst kröfur
vinnumarkaðarins
Þú lærir meðal annars:
■ Wlndows 95
■ Skjalavistun
■ Ritvinnslu
■ Töfiureikni
■ Glærugerð
■ Auglýsingagerð
■ Umbrot bæklinga og fréttabréfa
■ Internet = Vefur // Póstur // Spjallrásir
■ Uppsetningu forrita
Þú velur morgun- eða kvöldnám
Námið hefst 29. september
Hafðu samband við okkur og fáðu senda ókeypis námslýsingu
Innritun og allar nánari upplýsingar í síma 462 7899
Alvöru
Bókhaldsnámskeið
Námsefnið er raunveruleg fylgiskjöl
Þú lærir meðal annars:
■ Að merkja fylgiskjöl
■ Að færa algenga gjaldaliði, t.d. vörukaup,
húsaleigu, símkostnað, þjónustugjöld
banka og FIT-kostnað
■ Að færa útreikning launa og launatengdra
gjalda
■ Hvernig á að reikna og gera upp VSK
■ Að færa sjóðsbók
■ Að stemma af dagbókarlykla eftir
hreyfingalistum
■ Að undirbúa uppgjör fyrirtækis
Að námi loknu verður
vinnan við bókhaldið
leikur einn
ATH. Námið hefst um 28. september
NÁM SEM NÝTIST
Innrltun og allar nánari upplýsingar I síma 462
7899
Furuvöllum 13
Símar 462 7899
og 896 5383