Dagur - 18.09.1998, Qupperneq 4
é -"'FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998
ro^r
FRÉTTIR
Pálína Garðarsdóttir ráðin
bæjargjaldkeri
Pálína K. Garðarsdóttir, Mosfellsbæ, hefur verið ráðin bæjargjaldkeri
Isafjarðarbæjar. Þrír sóttu um starfið, auk Pálínu þeir Bergur Torfa-
son á Þingeyri og Grétar Kristjónsson í Reykjavík. Bæjarráð hefur
jafnframt staðfest ráðningu Elísabetar Gunnlaugsdóttur sem leik-
skólastjóra á Tjarnarbæ og ráðningu Valgerðar Hannesdóttur sem
leikskólastjóra á Eyrarskjóli.
Fækkirn bifreiðastæða veldur óróa
Eigendur Pizza-67, Aðalstræti 37 og Alþýðuhúss ísfirðinga hafa gert
athugasemdir við fækkun bílastæða vegna breytts skipulags á Austur-
vegi 2. Telja aðilar að of fá bílastæði verði miðað við þá starfsemi sem
fram fari í eignum þeirra svo og öðrum húseignum á svæðinu. Bíla-
stæðum fækki úr 24 í 7 ojg telja að með því sé svo þrengt að rekstri
þeirra að óviðunandi sé. Askilja eigendur sér allan rétt til skaðabóta
á hendur bæjaryfirvöldum vegna takmörkunar á notagildi húseign-
anna. Sæmundur Kr. Þorvaldsson og Sigríður Bragadóttir óskuðu á
fundi umhverfisnefndar að bókuð yrði eftirfarandi athugasemd: „Við
teljum þær athugasemdir sem gerðar eru við þessa deiliskipulagstil-
lögu og snúast um bílastæði séu í samræmi við það sem K-listinn var-
aði við vegna þeirra hugmynda að koma bráðabirgðahúsnæði grunn-
skólans fyrir á Austurvegi 2.“
Veitingarekstur í Tjöruhúsi
Bæjarstjórinn, Halldór Halldórson, hefur
gert samning við Guðrúnu Höddu Óskars-
dóttur um veitingarekstur í Tjöruhúsi í
Neðstakaupstað á Isafirði. Menningar-
málanefnd, undir forsæti Ingu Ólafsdóttur,
hefur lýst ánægju sinni með leigutakann.
Tvær umsóknir bárust um starf umsjónar-
manns íþróttahússins Torfnesi, annars veg-
ar frá Leifi Halldórssyni sem hefur gegnt
starfinu undanfarna mánuði og hins vegar
frá Jóhanni Torfasyni. Farið var fram á úr-
skurð fræðslunefndar um það hvort rétt
hafi verið staðið að auglýsingu um starfið,
en það var einungis auglýst innanhúss. Fé-
lag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum
telur nægilegt að auglýsa stöðuna innan-
húss þar sem einungis var um hlutastarf að ræða. Gengið hefur ver-
ið frá ráðiningu Leifs Halldórssonar í starfið.
Halldór Halldórsson
bæiarstjóri á ísafirði.
Vetumætur í október
Lista- og menningarvikan Vetumætur verður í Isafjarðarbæ 23. til
30. október nk. og er þetta í annað sinn sem þær eru haldnar en að
þeim standa ýmis félög, kórar og einstaldingar. A Vetrarnóttum verða
myndlistarsýningar, tónleikar, ýmis námskeið og jafnvel listasmiðja
og þarft innlegg í vestfirskt menningarlíf í upphafi vetrar.
Flateyriugar ábyrgastir í uuiferðiuni
I „Bæjarins besta á Isafirði var nýlega kynnt könnun á notkun bíl-
belta á Vestfjörðum og þar komist að þeirri niðurstöðu að 62% öku-
manna notuðu bílbelti og er niðurstaðan talin með öllu óviðunandi
að mati þeirra sem að henni stóðu, þ.e. Umferðarráðs, SVFÍ og ör-
yggisfulltrúa Vestijarða. Skást var ástandið á Flateyri þar sem 82%
ökumanna notuðu öryggisbelti en 93% farþega í ífamsæti. Aðeins
33% ökumanna á Bíldudal voru í öryggisbeltum en 52% farþega en á
Tálknafirði voru 39% ökumanna í öryggisbeltum en aðeins 36% far-
þega í framsæti. 92% farþega í aftursæti í bílum á Flateyri voru í ör-
yggisbeltum en Iangfæstir á Tálknafirði, eða 36%. GG
Síðasti
Golftnn
genginn út
I byrjun september gekk
þriðji og síðasti Golfinn út
í sumarílöskuleik Coca
Cola á Islandi. Það var
Ingibjörg Kristjánsdóttir,
15 ára Hafnfirðingur, sem
datt í Iukkupottinn. Ingi- Ingibjörg Björnsdóttir tekur við lyklunum að
björg er því þriðji íslend- Golfinum frá Gísla Vagni Jónssyni, mark-
ingurinn sem vinnur Golf í aðsstjóra Heklu. Arna Ormarsdóttir, auglýs-
sumarflöskuleik Coca ingastjóri Vífilfells, Bergdís Kristjánsdóttir,
Cola í sumar. mamma Ingibjargar, og litla systir hennar
fylgjast með.
Forustumenn smábátaeigenda, Örn Pálsson framkvæmdastjóri og Arthúr Bogason, hafa áhyggjur af litlu svigrúmi
í sóknardögum handfæra- og línubáta.
Verulegt vaiimat
á fismstofmmi
Hrygningarstofininn
560 þúsund tonn, sem
er helmingi meira en
gert var ráð fyrir, seg-
ir framkvæmdastjóri
Landssambands smá-
bátaeigenda.
Forsvarsmenn smábátaeigenda
og sjávarútvegsráðuneytisins
hafa ræðst við að undanförnu
vegna sóknardaga handfæra- og
línubáta á þessu fiskveiðiári
vegna kröfu smábátasjómanna
um að sóknardögum verði íjölg-
að úr 9 í 40 talsins. Næsti fund-
ur verður ekki fyrr en á þriðjudag
þar sem Ari Edwald, sem stýrt
hefur umræðunum af hálfu
ráðuneytisins, er á ársfundi
Norður-Atlantshafsfiskveiðiráðs-
ins í Portúgal.
Örn Pálsson, framkvæmda-
stjóri LS, segir að á meðan talað
sé við þá haldi þeir í vonina en
hann sjái ekki að þeir geti gengið
að neinu samkomulagi undir 40
sóknardögum, það sé sú trygging
sem þeir verði að gefa sínum
mönnum.
„Menn verða að átta sig á því
að þarna er um þriðjung allra
smábáta að ræða, eða 328 báta.
Óbreytt ástand mun Ieiða vand-
ræði yfir Qölda fjölskyldna auk
erfiðleika fyrir þá sem hafa tekið
við afla þeirra til vinnslu. Hvað
er verið að leysa með því að út-
hluta okkur 9 dögum? Er verið
að vernda fiskistofnana? Það get-
um við ekki séð því það er nú
miklu meira af fiski í sjónum en
menn hafa séð undanfarna tugi
ára en spár fiskifræðinga eru
ekki í neinum takti við það. I
skýrslu Hafrannsóknastofnunar
frá árinu 1995 segir að ef veitt
verði að meðaltali 190 þúsund
tonn af þorski á árunum 1996 og
1997 þá muni það skila okkur
veiðistofni upp á 750 þúsund
tonn en hrygningarstofninn
muni fara í 280 þúsund tonn.
Farið var eftir ráðgjöfinni en
veiðistofninn er kominn í eina
milljón tonna og hrygningar-
stofninn tvöfaldast, eða í 560
þúsund tonn. Því viljum við
spyrja hvort ekki sé líka vanmat á
ferðinni núna,“ segir Örn Páls-
son. GG
Vill tónlistarhús
Tvær athuganir hafa
verið gerðar á því
hvernig hægt sé að fá
viðunaudi hljómhurð
í íþróttahöllina á Ak
ureyri. Formaðurhæj-
arráðs vill varanlega
lausn.
Ásgeir Magnússon, formaður
framkvæmdanefndar Akureyrar-
bæjar og formaður bæjarráðs,
telur koma vel til greina að bygg-
ja sérstakt tónlistarhús á Akur-
eyri. Það stendur tónlistarlífi í
bænum fyrir þrifum að ekkert
samkomuhús er fyrir hendi í
bæjarfélaginu sem bæði rúmar
fjölda fólks og býr yfir góðum
hljómburði. Asgeir bendir á að
miklu minni sveitarfélög séu bet-
ur í stakk búin en Akureyri hvað
þetta varðar.
Menningarmálanefnd hefur
vísað til framkvæmdanefndar
erindi um hugsanleg kaup Ak-
ureyrarbæjar á hljóðkerfi. Eina
Ásgeir Magnússon formaður bæj-
arráðs segir það aðalatriði að
koma upp varanlegri lausn til tón-
leikahalds á Akureyri.
leiðin til að halda tónleika í
íþróttahöllinni á Akureyri er að
magna allt húsið upp og hljóm-
burðarsérfræðingar hafa gert
tvær athuganir á því hvaða
kostnaður fylgir því að breyta
húsinu þannig að hljómburður
verði viðunandi. Skiptar skoð-
anir eru þó á þessum athugun-
um en önnur tillagan segir að
kostnaður geti verið 10-15
milljónir króna. Hin myndi
þýða 40-50 milljóna króna
kostnað fyrir bæinn.
Varanleg lausn
Ásgeir Magnússon segist tilbú-
inn að skoða fyrri kostinn en
hann leysir engan vanda til fram-
búðar: „Eg er mikill áhugamaður
um að við komum upp aðstöðu
til að geta sinnt tónleikahaldi
með þokkalegum hætti. Hljóð-
kerfi er eflaust góðra gjalda vert í
einhverju tilliti en að atriðið er
að við komum upp húsi þar sem
hægt er að flytja tónlist með
sómasamlegum hætti. Tónlist
sem við viljum ekki magna upp.
Það er engin spurning að ég er
mjög áfram um byggingu sér-
staks tónlistarhúss en hvenær
það gæti risið er ekki hægt að
segja um strax," segir Ásgeir.
Betra í sveitunum
Ásgeir bendir á að ekkert sam-
komuhús sé til á Akureyri stærra
en Leikfélagshúsið og hljómburð-
ur er ekki til að hrópa húrra fyrir
þar. „Við þurfum hús með góðan
hljómburð sem rúmar um 500
manns í sæti. Menn eiga svona
hús víða í minni sveitarfélögum
landsins en við eigum ekkert hér á
Akureyri,“ segir Ásgeir. i:t)