Dagur - 18.09.1998, Side 7

Dagur - 18.09.1998, Side 7
I 1 I XWnr ÞJÓÐMÁL '* o o >• o •* « t* n* ’s i *- n ' . n * • ■ " r» o •>» FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 - 1 1 1 Afmælisgj öf Leifs Efdkssonar „En landar Leifs höfðu ekki gieymt honum, enda er frá honum sagt í fornum sögum og ef tii viii var það meðfram þess vegna sem margir urðu til þess að nema þar iand á síðustu öid, “ segja greinarhöfundar m.a. VALDIMAR GUNNARSSON OG BENEDIKT BRAGASON ÍSLENSKUFRÆÐINGAR OG FRAMHALDSSKÓLAKENNARAR A AKUREYRI SKRIFA Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir viltu af honum gott geta. Gjöfum skaltu við hann skipta og geði hlanda, fara að finna oft. Arið 2000 er fyrirhuguð mikil hátíð vestan hafs í minningu þess að 1000 ár eru þá liðin frá því að Leifur Eiríksson fann það land sem hann nefndi Vínland. Það er að vísu alkunnugt að þetta afrek Islendingsins dugði ekki til að stofna varanlega byggð Evrópumanna í þessu nýja landi - hún kom ekki til fyrr en miklu síðar og þá var Leifur flestum gleymdur. En landar Leifs höfðu ekki gleymt honum, enda er frá honum sagt í fornum sögum og ef til vill var það með- fram þess vegna sem margir urðu til þess að nema þar land á síðustu öld. Þetta síðara land- nám Islendinga í Vesturheimi varð varanlegt; þeir hafa lengi síðan verið kallaðir Vestur-ís- lendingar. Því fer fjarri að þessi hópur landnema í Vesturheimi væri sérstakur meðal annarra landnema 19. aldar - nema ef vera kynni vegna þess hversu vel þeir héldu hópinn og töluðu í þennan hóp þetta undarlega mál sem svo fáir skilja. Hvað skyldi hafa bundið þessa Vestur-Islendinga svo mjög sam- an í þessum nýja heimi og orðið til þess að þeir héldu áfram að vera íslendingar? Hvaða nesti höfðu þeir með sér sem var eins og í ævintýrunum, þraut aldrei og var þó alltaf nýtt? Ekki var það magáll og skyr, ekki voru það búsgögn, föt eða annað áþreifan- legt. Það sem íslendingar vestra áttu einir þjóða í því fjölbreytta safni var menning sem hafði fylgt þessari þjóð frá því hún mundi fyrst eftir sér. Kjölfestan í þessari séríslensku menningu var og er án efa Islendinga sög- urnar. Þótt allar þjóðir eigi menningararf verður varla nokk- urs staðar fundið dæmi þess að öll þjóðin eigi þar svo jafnan hlut sem raun er á hér. Þess vegna voru líka allir íslendingar vestra að nokkru leyti sveitungar, þeir áttu þessa sömu forfeður, þeir sögðu sömu sögurnar af þeim, þeir tóku þá til fordæmis og eft- irbreytni þegar við átti. í íslandsklukkunni segir Hall- dór Laxness frá þeim manni sem e.t.v. er íslenskastur allra, Jóni Hreggviðssyni. Hvar sem hann kom bar hann jafnan alla menn saman við forföður sinn, Gunnar á Hlíðarenda, og væri vitnað til útlendra konunga svaraði Jón: „Hann var einnegin frændi minn.“ Þannig hafa þessar gömlu sög- ur jafnan veitt íslendingum þrautseigju og reisn og þessa óbilandi vitund um að standa engum neðar. Enska móðurmálið Líklega er skýrasta dæmi þessa einmitt frá Vesturheimi, skáldið Stephan G. Stephanson sem fór ungur af Islandi en var alla tíð ís- lenskt skáld og skáldskapur hans var sprottinn úr jarðvegi ís- lenskrar menningar þótt langför- ull höfundurinn byggi handan Væru eitt þúsimd ein- tök af þessu ritsafni koinin í skóla og bókasöfn vestanhafs má treysta því að það myndi efla áhuga þar- lendra manna á því landi og þjóð sem á slíka gersemi. hafsins. Það er ábyggilega einnig að þakka þessum sameiginlega arfi að íslenskt mál hefir haldist við meðal afkomenda útflytjend- anna svo vel að undrum sætir. Hinu er ekki að Ieyna að þar sem Vestur-Islendingar skipa sér nú í sveit Ameríkumanna, enda fæddir þar og uppaldir, þá er enska þeirra móðurmál. Þess vegna er hætta á því að tengsl þau við fortíðina, sem þeim eru annars svo dýrmæt, glatist. Þess- ir menn kynnast ekki Gunnari á Hlíðarenda nema af stopulli af- spurn. Þessir menn hafa ekki getað lesið um það þegar ungir menn sigldu af Islandi, gengu fyrir erlenda höfðingja, fluttu þeim kvæði og þáðu fyrir ýmsar góðar gjafir. Nú hefur það reyndar gerst sem um margt minnir á þvílíkar frásagnir. Úti á Islandi var mað- ur sem vildi reyndar ekki flytja kvæði heldur segja umheiminum þær sögur sem bestar hafa verið sagðar á Islandi, sumir segja í öllum heiminum. Undir merki bókaforlagsins Leifs Eiríkssonar hafa skipað sér margir fræði- menn, hérlendir og erlendir og nú eru Islendinga sögur í fyrsta sinn til í einu safni á enskri tungu. Með þessu einstæða framtaki hefur nú verið komið á framfæri við milljónaþjóðir því sem aðeins fáir gátu áður notið. Því aðeins er um þetta fjallað hér að öllum má ljóst vera að þegar frændur vorir vestan hafs halda hátíðlegt 1000 ára afmæli landafunda Leifs er mjög viðeig- andi að senda þeim svolitla vin- arkveðju og gjöf frá Islandi. Jafn- an þykir eftirsóknarvert að þvílík gjöf sé einstök; sérsmíðuð og helst á einhvern hátt dæmigerð fyrir gefanda. Ekki verður fundin betri gjöf handa Vestur-Islend- ingum en Islendinga sögur. Glæsileg gjöf Nú hafa bókaforlagið Leifur Ei- ríksson, Landafundanefnd og Þjóðræknisfélag íslendinga beitt sér fyrir því að Islendingar, í stórum og smáum hópum, fyrir- tæki og félög, gefi Vestúr-íslend- ingum eitt eintak þessarar nýju þýðingar fyrir hvert ár sem liðið er frá ferð Leifs til Vínlands. Þetta er glæsileg gjöf því bæk- urnar eru afar vel gerðar en kosta þó ekki meira en meðaldýr farsími. Þessi hugmynd hefur reyndar fengið stuðning nokk- urra þekktustu fyrirtækja og stofnana hér á Iandi - úr ýmsum greinum atvinnu- og menningar- lífs. Væru eitt þúsund eintök af þessu ritsafni komin í skóla og bókasöfn vestanhafs má treysta því að það myndi efia áhuga þar- lendra manna á því landi og þjóð sem á slíka gersemi. Ekki þarf að efast um að áhugi Vestur-íslend- inga myndi eflast mjög - einkum yngri kynslóðanna sem eru lengst komnar frá íslenskum uppruna sínum. Auk þessa má benda á að fleiri hafa lengi haft áhuga og mætur á íslendingasögum en þeir sem rekja ætt sína til íslands. Víða um Iönd er til þeirra vitnað sem hinna merkustu bókmennta þótt ákaflega fáir hafi þar getað talað af persónulegri reynslu. Nú er margfalt, margfalt fleirum en áður kleift að lesa þessar sögur og víst er að margur þættist góðu bættur að eiga aðgang að þeim þótt tengsl hans við ísland væru af öðrum toga. Það verður að segja að hvenær sem íslendingar þurfa að gefa viðskiptafélögum eða vinum sín- um eitthvað til minja, eitthvað sem færir ánægju og er einstakt í sinni röð - þá verða íslendinga- sögurnar í útgáfu Leifs Eiríks- sonar nærtækar. Engir eiga þær frekar skildar en frændur okkar vestan hafs.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.