Dagur - 18.09.1998, Page 10

Dagur - 18.09.1998, Page 10
1Ö - FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3*105 REYKJAVlK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Borgartún 21 í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og bygg- ingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breyttu deiliskipulagi við Borgartún 21. Kynningin fer fram í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10:00-16:15 og stendur til 16. október 1998. Ábendingum og athugasemdum vegna ofangreindrar kynningar, ef einhverjar eru, skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur, eigi síðar en 30. október 1998. Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Áland 1, skilmálar og afmörkun byggingarreits ( samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að skilmálum og afmörkun byggingarreits að Álandi 1. Kynningin fer fram i sal Borgarskipulags og Bygg- ingarfulltrúa í Borgartúni 3,1. hæð, virka daga kl. 10:00- 16:15 og stendur til 16. október 1998. Ábendingum og athugasemdum vegna ofangreindrar kynningar skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur, eigi síðar en 30. október 1998. Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Askriftarsíminn er 4X<>, v \ Þ / 8oo 7080 SMÁAUGLÝSINGAR Húsnæðí í boði Til leigu herbergi í innbænum á Akureyri með húsgögnum. Tilvalið fyrir skólafólk. Upplýsingar í síma 462 6465 milli kl. 20 og 22. Felgur Eigum mikið úrval af stálfelgum undir flestar gerðir japanskra og evrópskra bíla. Tilvalið undir vetrardekkin. Bílapartasalan Austurhlíð, Akureyri. Opið 9-19 og 10-16 laugardaga. Sími 462 6512, fax 461 2040. Pennavinir 25 ára einhleyp kona frá Ghana óskar eftir að skrif- ast á við íslenska karlmenn. Starf: rit- ari. Áhugamál: Ferðalög, mat- reiðsla, lestur, söng- ur, kyrrlátt heimílislíf o.fl. Hellena Ama Arthur Hughes, Shankara Centre, P.O. Box 647, Cape Coast Town, Ghana - West Africa. Heilun AHeilun laugardaginn 19. sept. frá kl. 13.30-16.00 án gjalds. Komið og sjáið hlýlegan stað í góðu um- hverfi. Kirkjustarf Möðruvallaprestakall. Kvöldguðsþjónusta verður I Bægisárkirkju nk. sunnudag kl. 21:00. Kór Bægisárkirkju syngur, organisti Birgir Helgason. Athugið aðalsafnaðarfundur eftir guðsþjónustuna. Sóknarprestur. Eyrarbakkakirkja. Messa kl. 14 sunnudaginn 20. september. Sóknarprestur. Akureyrarkirkja. Guðsþjónusta sunnudaginn 20. september kl. 11:00. Sr. Svavar Alfreð Jónsson. Mömmumorgunn miðvikudaginn 23. sept- ember kl. 10-12 í Safnaðarheimili Akureyr- arkirkju (gengið inn um kapelludyr). Takið eftir Minningarspjöld Sambands íslenskra kristniboðsfélaga fást hjá Pedromyndum, Skipagötu 16. Minningarspjöld Zontaklúbbs Akureyrar fást í Bókabúð Jónasar, Hafnarstræti og Blómabúðinni Akri, Kaupangi. Hornbrekka Ólafsfirði. Minningarkort Minningarsjóðs til styrktar elliheimilinu að Hornbrekku fæst I Bókvali og Valbergi, Ólafsfirði. Minningarspjöld Hríseyjarkirkju fást í Bókabúð Jónasar og Blómabúðinni Akri. ERLENDAR FRÉTTJR Ellilífeyrisþegar í Tokyo mótmæla skertum lífskjörum. Of miTdll auður - of niiklar skuldir Einu sinni sagði merkur íslensk- ur stjórnmálamaður, að það væri eins með verðbólguna og vind- inn; enginn vissi hvaðan hún kemur eða hvert hún fer. Nútíma veðurfræði fylgist ágætlega með vindinum og getur hver sem vill fylgst með á sjónvarpsskjá hvað- an hann kemur og hvert hann fer. Óðaverðbólgan, sem lengi hélt velli, var inngróin í athafnalífið með gengisfellingum til að bjarga atvinnuvegunum og í kjarasamn- inga til að vernda kaupið. Er því vitað nokkurn veginn hvaðan hún kom og hvert hún fór eftir að lág- launafólkið tók að sér að kveða hana niður með einhliða þjóðar- sátt. Aftur á móti er fátt um útskýr- ingar á þeirri fjármálakreppu sem hófst um austanverða Asíu á síð- asta ári og hefur verið að breiðast út um veröldina síðan. Ekki vant- ar fréttaflutning af kreppuein- kennunum og er glöggt fylgst með gengi hlutabréfa vítt og breitt í kauphöllunum. Hrun gjaldmiðla og gjaldþrot banka og fyrirtækja eru mikil frásagnarefni og stjórnmálamenn lýsa yfir áhyggjum sínum og þiggja ráð hjá hagfræðingum og öðrum sér- fræðingum í Qármálaheiminum. Margir óttast að kreppan eigi eftir að breiðast út og magnast og muni fyrr en síðar ná til Ijármála- velda á vesturhveli og eru ein- kennin raunar fyrir löngu farin að gera vart við sig með verðfalli á hlutabréfamarkaði og minnk- andi viðskiptum. Öflugar bankastofnanir og fjár- festar kippa að sér hendinni þar sem á bjátar og þá versnar ástandið að mun og Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn er beðinn ásjár að ausa enn meiri peningum í skuldahítirnar og þegar hann fer að tæmast biður Clinton forseti Baksvið MiMð var fjárfest og byggðist uppsveiflan á láiimn og meiri lán- um. En þegar kom að skuldadögum varð skrattiun laus. um enn meiri fjárframlög í hann til að skuldunautar verði á færum að endurgreiða amerískum lán- veitendum skuldir sínar og til að tryggja að fjárfestingar fari ekki algjörlega í súginn. Frani úr sjálíimi sér Lítið er gert til að útskýra hvað veldur kreppunni, hvert er eðli hennar og hvað er til ráða. Það er eins og að menn standi í svipuð- um sporum og Asgeir bankastjóri og síðar forseti, þegar hann gerði samlíkinguna um vindinn og verðbólguna. Sjálfsagt er engin einhlít skýr- Stjómarmyndun dregst á langinn RÚSSLAND - Boris Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í gær að sennilega myndi það dragast um viku í viðbót að klára myndun nýju ríkisstjórn- arinnar undir forystu Primakovs. Upphaflega var meiningin að því verki yrði lokið í þessari viku. Primakov átti í gær viðræður við þrjá ut- anríkisráðherra frá Evrópusambandinu, sem voru að kynna sér ástand- ið í Rússlandi. VopnaMésyfirlýsingu ETA tekið var- lega SPANN - ETA, aðskilnaðarsamtök baska á Spáni, Iýstu yfir vopnahléi í vikunni, en spænskir ráðamenn töldu réttast að taka henni með varúð og gera sér ekki of miklar vonir um að nú sé hryðjuverkum samtakanna hætt. ETA vill að fundin verði Iausn á deilunni um Baskaland með svip- uðum hætti og gert var á Norður-írlandi, og gerir því kröfu um að samningaviðræður hefjist í kjölfar vopnahlésyfirlýsingarinnar. ing á orsökum kreppunnar, en af skrifum og skoðunum er hægt að ráða í hvaðan hún kom. Alþjóðavæðing fjármála og við- skipta hefur gengið mjög hratt fyrir sig og hefur hagvöxtur víða verið hraðari en menn ráða við. Mikill auður hefur safnast sam- an, til dæmis í Japan, og til að halda vextinum gangandi þarf að láta peningana vinna fyrir sér og hafa þeir verið lánaðir út og suð- ur. Fyrstu fórnarlömb uppsveifl- unnar voru Asíutígrarnir, eða þau lönd sem hagvöxturinn óx hraðar en annars staðar. Veitt voru ótak- mörkuð lán til þeirra landa og nutu ríkisstjórnir, fyrirtæki og einstaklingar þeirra í ríkum mæli. Mikið var fjárfest og byggðist uppsveiflan á lánum og meiri lán- um. En þegar kom að skuldadög- um var skrattinn laus. Lánin voru notuð til neyslu og óarðbærra fjárfestinga og töpuðust milljarð- ar á milljarða ofan. Japanir veittu um 60% þeirra lána sem nú eru talin glatað fé og fjárfestingar þeirra voru svipaðar að hlutfalli. Ekki bætti úr skák, að með hruni gjaldmiðlanna og ört vaxandi fátækt duttu markað- ir fyrir iðnvarning niður. Er jap- anskur almenningur nú hvattur til að létta undir með því að hætta að spara en fara að eyða og sóa til að fjörga viðskiptin heima fyrir. En eftir því sem harðnar á dalnum herða japanskir sultaról- ina og spara enn meira til að mæta erfiðum tímum. Bankamir halda að sér hönd- um til að tapa ekki enn meiru en orðið er og fyrirtæki fara unn- vörpum á hausinn og atvinnu- Ieysi eykst. Ofvöxtur fjárfestinganna Bíladeild Mitsubishi-samsteyp- unnar er nærri gjaldþroti, en aðr- ar greinar halda henni á floti. En erfiðleikar bílaframleiðenda eru ekki einskorðaðar við Japan. Talið er að framleiðslugeta bfla- verksmiðja sé um það bil 40% meiri en markaðir geta tekið við. Ótæpilegar fjárfestingar í bíla- framleiðslu eru óarðbærar og Ieiða til harðnandi samkeppni, sem á eftir að leika marga illa. En svo er á miklu fleiri sviðum. Fjárfestingar sem aðeins valda kostnaði og skila ekki arði draga úr hagvexti í stað þess að auka hann, eins og til var stofnað. Þess gjalda nú ríki og fyrirtæki, stór og smá, sem gleyptu við lánum og Qárfestingum og standa nú uppi eins og stórskuldugir hetlarar, sem ekki kunnu fótum sínum forráð.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.