Dagur - 24.09.1998, Blaðsíða 7
Xfc^iir
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 - 7
ÞJÓÐMÁL
Hver á náttnmna?
ÞORSTEINN
ÓLAFSSON
DÝRALÆKNIR A SELFOSSI
SKRIFAR
Fyrr en varir eru tólfhundruð ár
síðan menn settust að í ósnortnu
landi á Islandi. Búsetu fylgir
óhjákvæmilega rask og náttúran
þarf að leita jafnvægis við mann-
inn eins og önnur dýr eða plönt-
ur merkurinnar. Það tekur lang-
an tíma að finna jafnvægi ef ætíð
er bætt á aðra lóðarskálina.
Þannig hefur náttúran verið í ei-
lífri leit eftir jafnvægi við búsetu
okkar á Islandi eins og hún er
um alla jörðina. Forfeður okkar
gengu á forðann og gróðurinn
eyddist. Einhver besta lexía í
landbúnaðarfræðum er í Njálu,
því hún kenndi Islendingum að
bera skarn á hóla. Því miður
dugði hún skammt, það gekk á
gróðurinn.
Einfaldasti heyskapurinn var
að láta búfénaðinn um sláttinn.
Hann gekk að gróðrinum þegar
hann var viðkvæmastur seint á
haustin og ekki síður snemma á
vorin. Auk þess þurfti að afla
eldiviðar og kola til smíða. Þarna
tókst náttúrunni ekki að ná jafn-
vægi. Hún vann líka á móti sjál-
fri sér með kuldatímabilum og
eldgosum.
Forfeður okkar áttu lífið að
leysa og þeir kunnu engin ráð.
Þó voru að líkindum alla tíð til
vitrir menn eins og Njáll á Berg-
þórshvoli sem reyndu að bæta
fyrir það sem tekið var af land-
inu. Snorri á Húsafelli reyndi að
vernda skóginn fyrir Skálholts-
biskupi og Gnúpverjar reyndu að
verja Búrfellsskóg fyrir Rangvell-
ingum og afréttinn fyrir tryppum
Flóamanna.
Rányrkjan
Við teljum oft að rányrkjan heyri
til fyrri öldum, en er það
rétt?Ovirðing okkar fyrir náttúr-
unni hefur líklega ^ldrei verið
meiri en á þessari öld og vald
okkar yfir henni er meira en
nokkru sinni. Það var lagður veg-
ur niður Almannagjá og byggð
brú rétt neðan við Drekkingar-
hyl. Svo hún færi vel í landslag-
inu var sprengt haft úr klöppinni
neðan \áð hylinn. Þess vegna er
hylurinn eins og hann er og eng-
inn skilur hvernig hægt var að
drekkja konum í honum. Nú
þætti okkur mikils virði að hvor-
ki brúin né vegurinn sæist og
hylurinn væri þarna óbreyttur.
Um miðja öldina var náttúru-
undrið Rauðhólar ofan við
Reykjavfk eyðilagt.
A fjórða áratugnum var reynt
að auka arðsemi í landbúnaði og
flutt inn loðdýr. Minkurinn hef-
ur búið um sig í náttúrunni og
hún er ennþá að leita jafnvægis
við hann. Keldusvínið er horfið
og rottan úr sveitum landsins.
Þrátt fyrir allt held ég að mink-
urinn hafi verið meiri skaðvaldur
í náttúrunni en rottan. Löngu
seinna sluppu frjósamir blárefir
úr haldi og „fjallarefnum" fjölgar
nú meira en annars væri. Það
var ekki búið um dýrin eins og
þurfti. Var ekki nógu kostað til?
Var græðgin of mikil?
Það voru jarðabætur að ræsa
fram mýrarnar og landið batnaði
„Það er sérstakt með íslenska hálendið hvað það er flatt. Það þýðir að mörg lónin eru mjög grunn, “ segir Þorsteinn meðal annars í grein sinni.
til muna til búfjárbeitar og rækt-
unar en ákefðin varð of mikil.
Nú vitum við að votlendið er vot-
lendisfuglunum okkar nauðsyn.
Það er Iagt í kostnað til þess að
fylla í skurði og endurheimta
votlendið á láglendi.
Með gullæðisglampa í augum
var norsk-íslenska síldarstofnin-
um næstum eytt.
Þegar ekið er um Laugardal-
inn í Árnessýslu má sjá við sum-
arbústaði aspir sem gnæfa upp
úr birkikjarrinu. Þær minna
mest á njóla í grasflöt. Nú þætti
ekki hæfa að planta furu og
greni við Almannagjá.
Ekki umhverfissóðar
Flest það sem ég hef nefnt var
gert af sjálfsbjargarviðleitni eða í
góðri meiningu en hefði mátt
fara betur ef þeir sem að stóðu
hefðu vitað betur.
Það var haft eftir virtum vís-
indamanni og ferðagarpi nýlega í
blaðaviðtali að fslendingar séu
umhverfissóðar. Ég held að það
sé ekki rétt. Mér sýnist mikill
meirihluti landsmanna ganga vel
um umhverfi sitt. Þegar almenn-
ingi er gefinn kostur á því tekur
hann þátt í umhverfisverkefn-
um. Fólk hefur fyrir því að skila
pappír í gáma og ílátum til end-
urvinnslu. Flestir virða þær regl-
ur að aka ekki utan vegaslóða og
það er yfirleitt gengið vel um
tjaldstæði.
Stjórnmálamenn á íslandi sjá
aftur á móti ofsjónum yfir raun-
verulegum og ímynduðum
kostnaði í umhverfismálum. Frá-
rennslismál eru víðast í ólestri.
Sorp er urðað óflokkað. Tilraun-
ir til flokkunar eru hálfkák. Ekki
vegna þess að fólk sé ekki tilbúið
að flokka heimilissorp, heldur
vegna þess að ráðamenn sveita-
félaganna koma ekki upp að-
stöðu til flokkunar í íbúðahverf-
um.
Mestu umhverfissóðar á ís-
landi eru iðnaðarráðuneytið og
umhverfisráðuneytið og þeir ráð-
herrar sem þeim stýra. Sölu-
menn iðnaðarráðherra fara víða
um heim og falbjóða raforku til
stóriðju á verði sem óvíða finnst
lægra. Umhverfisráðherra er
taglhnýtingur og var landi og
þjóð til skammar í Kyoto þegar
hann reyndi að egna með vist-
vænni orku til þess að veiða
stærri koltvísýringskvóta. Auðvit-
að beit enginn á og hann kom
heim með öngulinn í rassinum.
Þó vissu fæstir ráðstefnugestir
að það er miklu minni vatnsorka
virkjanleg á Islandi en opinberar
tölur gefa til kynna.
Vatnsorkan
Hvaða staðhæfing er það að
vatnsorkan sé ekki virkjanleg?
Það má nefna dæmi um vatns-
orku sem virðist virkjanleg án
þess að vera það. GuIIfoss \árðist
vera virkjanlegur, en við erum
flest sammála um að verðmæti
hans sé of mikið eins og hann er.
Fegurð hans er ómetanleg og
Mestu umhverfissóð-
ar á íslaudi eru iðn-
aðar- og umhverfis-
ráðuneytið og þeir
ráðherrar sem þeim
stýra. Sölumenu fara
víða iiiii heim og fal-
hjóða raforku til stór-
iðju á verði sem óvíða
finust lægra. Um-
hverfisráðherra er
taglhnýtingur og var
laudi og þjóð til
skammar í Kyoto.
þess vegna er ekki hægt að virkja
orku hans.
Það má sjá hvernig aðrar virkj-
anir geta komið aftan að okkur.
Þeir sem hafa farið yfir Kjöl í
sumar hafa séð stórt svart Ijöru-
borð við uppistöðulónin þar. Það
er ótrúlega mikið af uppistöðu-
lónum á grónu landi þrátt fyrir
hvað lítill hluti hálendisins er
gróinn. A þurrkatímabili þarf lít-
ið til að landið rofni við íjöru-
borðið og það byrji að blása burt.
Hálendið
Það er sérstakt með íslenska há-
lendið hvað það er flatt. Það
þýðir að mörg Iónin eru mjög
grunn. Þess vegna er fjöruborð
þeirra mjög stórt þegar lágt er í
þeim. Meira og meira af mistr-
inu sem kemur ofan af hálend-
inu í þurrkatíð er vegna lágrar
vatnstöðu í Iónunum á Þjórsár-
svæðinu. Þegar fram líða stundir
munu grynnstu lónin fyllast af
áfoki og framburði jökulvatn-
anna sem í þau renna. Sandrifin
sem þannig myndast verður
ómögulegt að græða upp.
OIl mannvirki, hvort sem það
eru byggingar, vegir, lón og stífl-
ur eða háspennulínur eru mjög
áberandi vegna þess hve víðsýnt
er allsstaðar. Þess vegna verðum
við að vanda okkur sérstaklega
mikið. Nýr Iínuvegur frá Sand-
skeiði í átt að Straumsvík er eins
og svöðusár á landinu þegar
horft er á það ofan af hæð eða úr
flugvél.
Við höfum búið hér í nærri
tólfhundruð ár og reiknum með
því að afkomendur okkar búi í
þessu landi um ókomna tíð. Það
veit enginn hvernig landið lítur
út eftir tólfhundruð ár, en svo
virðist að ráðamenn Ieggi sitt að
mörkum til að hér verði heldur
óvistlegt.
Eigum við að skoða hvernig
ástandið gæti orðið árið 3198 ef
haldið verður sömu stefnu
áfram. Gróðri á hálendi hefur
hrakað vegna sandfylltra lóna
sem illa gengur að græða upp.
Erfiðleikarnir við uppgræðsluna
eru margfaldir vegna þess að
gróðurhúsaáhrifin hafa valdið
breytingu á Golfstraumnum og
langvarandi kuldatímabilum á
norðurslóðum. Jöklar ná í sjó
fram á Suðurlandi. Jöklar ná
fram að virkjanafornminjunum á
Eyjabökkum og stíflan við Kára-
hnjúka er hrunin undir Brúar-
jökul.
Búseta er eingöngu á Suðvest-
urhorni landsins. íhúar landsins
eru innan við 100.000 og vinna
við jarðfræðirannsóknir, leiðsögn
heimskautafara og fiskmarkaði,
því ennþá er nokkur fisklöndun
af kaldsjávarstofnum þegar ísa
leysir. Flestir fiskistofnar við
landið hafa þó hrunið. Það eru
aðeins fræðimenn í Suður-Evr-
ópu og Eyjaálfu sem geta lesið
bækur H.K. Laxness á frummál-
inu.
lliiiliverljsiiiálin
I umhverfismálum verður að sjá
lengra fram en í öðrum málum.
Náttúran er hægfara. Það sem
fer úrskeiðis er lengi að jafna sig.
Þess vegna er mikilvægt að við
leggjum okkur fram um að raska
jafnvæginu sem minnst. Metn-
aður Islendinga á að vera að
verða í fremstu röð í umhverfis-
málum.
Landsvirkjun ætti að vera búin
að setja upp þróunarstofnun fyr-
ir umhverfisvænar skipavélar og
veiðarfæri á Reyðarfirði. Vernd-
arstefna okkar í sjávarútvegi ætti
að að stuðla að því að sjávar-
fangs verði aflað með sem
minnstri orku og umhverfis-
vænni orku.
Við ættum að leggja stórfé í
heilsuhæli sem nýta jarðhita til
þess að búa til heilnæmt loftslag
fyrir hvern sjúklingahóp. Læknar
okkar og hjúkrunarfólk er í frem-
stu röð í heiminum. Við ættum
að bjóða upp á bæklunarlækn-
ingar með endurhæfingu í þjálf-
unarstöðvum, á íslenskum hest-
um og í gönguferðum í íslensku
roki og rigningu. Er nokkuð frá-
leitt að erlend tryggingafélög og
tryggingastofnanir vilji borga fyr-
ir þessa þjónustu hér á landi og
að sjúklingar vilji koma hingað
og ljúka aðgerðum fyrr en ella?
Bláa lónið er þekkt víða. Hvers
vegna er ekki búið að stofna full-
komið giktar- og sóríasisheimili
þar?
Við eigum að framleiða vist-
vænar gróðurhúsaafurðir fyrir
vetrarmarkað í Evrópu.Ferða-
menn framtíðarinnar eiga að
koma til þess að sjá Island sem
stærstu tilraunastöð heims í um-
hverfisvernd. Ég er ekki í vafa
um að það eru til mjög Ijarsterk-
ir aðilar erlendis sem vilja fjár-
festa í slíku verkefni.
Tökum saman höndum og slá-
um vörð um heigidóm okkar sem
er viðkvæm hrein náttúra sem er
að berjast \áð að bæta fyrir mis-
gjörðir okkar og forfeðra okkar.
Sýnum heimsbyggðinni hvernig
hægt er að reka þróað samfélag í
sátt við náttúruna.
Við eigum náttúruna ekki, hún
tilheyrir framtíðinni.