Dagur - 24.09.1998, Blaðsíða 4
4 - FIMMTUDAGUR 2i. SEPTEMBER 1998
FRÉTTIR
L a
Ásælni Reykjavíkurborgar mótmælt
Svartsengi, en þar hefur ekki fengist teyfi fyrir nýrri 30 mw virkjun.
Aðalfundur SSS telur að bregðast verði við ásælni Reykjavíkurborg-
ar í landsvæði á Suðurnesjum. Það sé með öllu óásættanlegt þegar
orkuveitufyrirtæki í eigu borgarinnar reyni að kaupa upp land með
jarðvarma á orkuveitusvæði Hitaveitu Suðurnesja, sem er í nánum
tengslum við núverandi orkuvinnslusvæði í Svartsengi. Vakin er at-
hygli á því að þetta gerist á sama tíma og ekki hefur fengist virkjun-
arleyfi fyrir nýrri 30 MW virkjun í Svartsengi, sem sótt var um fyrir
nokkrum árum. Þar stendur á gerð rekstrarsamnings við Landsvirkj-
un, sem er að stórum hluta í eigu Reykjavíkurborgar, þeirrar sömu og
ætlar sér nú stóra hluti í virkjunarframkvæmdum. Skorað var á iðn-
aðarráðherra að veita Hitaveitu Suðurnesja nú þegar virkjunarleyfið.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
vantar ijármagn
Aðalfundur SSS, Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum, fagnar því
að hafnar eru framkvæmdir við byggingu D-álmu við Heiíbrigðis-
stofnun Suðurnesja. Fundurinn lýsti hins vegar áhyggjum yfir því að
talsvert vanti upp á að rekstrarfjárveitingar á ijárlögum síðustu ára
hafi dugað til að standa undir núverandi þjónustustigi stofnunarinn-
ar. Fundurinn hvetur til þess að framtíðarhlutverk stofnunarinnar
verði skilgreint í samvinnu við heimamenn og fjárveitingar á kom-
andi fjárlögum verði í samræmi við þau verkefni sem stofnunin á að
vinna að.
Útsendingar lj ósvakafj ölmiöla
stórgöHuð vara
Aðalfunaur SSS Iýsti yfir undrun sinni á seinagangi IjósvakaQölmiðl-
anna við að koma gæðum útsendinga sinna í lag á Suðurnesjum.
Þrátt fyrir yfirlýsingar um að íjótlega verði úr bætt, bæði af hálfu Rík-
issjónvarpsins og Stöðvar 2, hefur ekkert gerst í málinu. Það hljótí að
vera umhugsunarefni hjá notendum þessara miðla á Suðurnesjum
hvort eðlilegt sé að borga full afnotagjöld fyrir vöru sem í raun er
stórgölluð.
KeHisnes íýsilegasti kosturiim
Aðalfundur SSS undrast þá einhliða umræðu sem átt hefur sér stað
á undanförnum misserum um staðsetningu næsta álvers á Islandi.
Fundurinn minnir á að Keilisnes í Vatnsleysustrandarhreppi er tal-
inn einn fysilegasti kosturinn sem fyrirfinnst í landinu. Þegar staðar-
val fyrir hugsanlegt álver Atlantsáls stóð sem hæst, var lögð á það
þung áhersla af hálfu landsbyggðarmanna að við mat á staðarvals-
kostum skyldi raforkuverð vera það sama allsstaðar á landinu, burt-
séð frá staðsetningu \drkjana.
Suðurstraudarvegur á vegaáætluu
Beint er þeim tilmælum frá aðalfundi SSS tirjringmanna Reykjanes-
kjördæmis að framhald Suðurstrandarvegar frá Grindavík um
Reykjanesvita að Höfnum og vegur um Osbotna verði tekinn inn á
vegaáætlun hið fyrsta. Jafnframt er þess krafist að tvöföldun Reykja-
nesbrautar verði flýtt frá því sem nú er gert ráð fyrir í núgildandi
vegaáætlun. GG
iKIKEIISU
Kenni á Subaru Legacy.
TÍMAR EFTIR SAMKOMULAGI. ÚTVEGA NÁMSGÖGN.
HJÁLPA TIL VIÐ ENDURNÝJUNARPRÓF.
Ingvar Björnsson
ökukennari frá KHÍ Akurgerði 11 b, Akureyri
Sími 899 9800 Heimasími 462 5692
Atvinnuleysi er nú mest í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu. - mynd: þök
Landsbyggðar-
karlar í vmnu
Kringum 60 prósent
allra atvinnulausra í
ágústmánuði voru í
Reykjavík og yfír 70
prdsent á höfuðborg-
arsvæðinu öllu.
Skráð atvinnuleysi í ágúst svaraði
til 3.100 manns án vinnu að
jafnaði. Af þeim voru um 1.800 í
Reykjavík og samtals nær 2.200
á höfuðborgarsvæðinu öllu, en
aðeins um 900 utan þess, sam-
kvæmt yfirliti Vinnumálastofn-
unar. Þegar svo þar við bætist að
þriðjungur allra atvinnulausra á
landsbyggðinni eru í hlutastarfi
en borið saman við 15% í höfuð-
borginni verður hlutfall hennar
ennþá óhagstæðara. Því Reykvík-
ingar eru meira en 60% allra
þeirra sem enga vinnu hafa
(kringum 1.500 manns) en bara
íjórðungur þeirra (600 manns)
býr utan marka höfuðborgar-
svæðisins.
Landsbyggðarkarlar allir í
starfi
Raunar vantar nú lítið á að hver
einasti vinnufær karl á lands-
byggðinni sé kominn í vinnu. Af
þeim tæplega 1.000 körlum sem
jafnaðarlega voru á atvinnuleys-
isskrá í ágústmánuði voru aðeins
rúmlega 200 á landsvæðum utan
höfuðborgarsvæðisins en rúm-
lega 650 í Reykjavík einni. At-
vinnulausar konur eru meira en
tvöfalt fleiri en karlar. Af 2.100
atvinnulausum konum í ágúst-
mánuði var vel yfir helmingurinn
í Reykjavík og tæplega 70% á
höfuðborgarsvæðinu öllu.
VLonuaflið vex ekkert
Atvinnuleysishlutfallið er 2,7% á
höfuðborgarsvæðinu (3,9%
kvenna og 1,7% karla) en aðeins
1,6% á landsbyggðinni (2,9% kven-
na og 0,7% karla). Aðeins á Norð-
urlandi er atvinnuleysishlutfallið
lítillega yfir 2% en langtum lægra í
öllum öðrum landshlutum, lang-
minnst á Vestfjörðum, þar sem víð-
ast voru aðeins 1-2 á atvinnuleys-
isskrá. Vinnumálastofnun býst \'ið
að hlutfall atvinnulausra lækki enn
núna í september.
Aætlaður mannafli á vinnu-
markaði í ágústmánuði var tæp-
lega 140 þúsund manns og at-
hygli vekur að það er nánast
sami fjöldi og f ágúst í fyrra og
líka í ágúst 1996. - HEI
Veitingahús í vanda
Óviðimandi að stðrir
bópar fólks séu á at-
vúmuleysisbótum
meðan fyrirtæki eiga í
vandræðum vegna
fólkseklu, segir Ema
Hauksdóttir.
„Það vantar gríðarlega mikið
starfsfólk í veitingabransann, og
það fæst ekki frá Vinnumiðlun
Reykjavíkurborgar. Eg furða mig
á því að svo margir skuli vera á
atvinnuleysisbótum á meðan fyr-
irtækin hrópa á starfsfólk og fá
ekki Iausn sinna mála. Eg hef
tekið þetta mál mjög alvarlega
upp í stjórn Atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs, vegna þess að ýmsir
skjólstæðinga minna hérna hjá
samtökunum eiga orðið í erfið-
leikum að halda húsum sínum
opnum vegna manneklu," sagði
Erna Hauksdóttir, framkvæmda-
stjóri Sambands veitinga- og
gistihúsa, sem situr í stjórn At-
vinnuleysistryggingasjóðs.
Orðnir of fínir í uppvask
Þá sem leita til Vinnumiðlunar
borgarinnar segir Erna fá þau
svör að enginn hafi fengist til að
sækja um viðkomandi störf. Auð-
vitað sé þarna fyrst og fremst um
að ræða störf við þrif, uppvask og
annað slíkt. „Eg veit ekki hvort
Islendingar eru hættir að nenna
að sinna slíkum störfum, en alla
vega þykir mér við vera farin að
halla aðeins á aðra hliðina ef við
ætlum að koma fólki upp á það
að vera endalaust á atvinnuleys-
isbótum á meðan fyrirtækin
vantar starfskrafta. Það er degin-
um Ijósara, að samkvæmt nýjum
lögum um atvinnuleysistrygging-
ar og vinnumiðlun, þá eiga þeir
einir að fá atvinnuleysisbætur
sem eru reiðubúnir að ráða sig til
allra almennra starfa."
Hópar af ungu frisku fólki
Erna segir auðvitað alltaf ein-
hverja sem eklu geti unnið hvað
sem er og það sé ósköp eðlilegt.
„En við vitum líka að það eru
þarna stórir hópar af ungu frísku
fólki. Og því er spurningin: Af
hverju er þetta fólk ekki í vinnu.
Eg tel að þetta sé allt of stór hóp-
ur til að það geti talist viðunandi
m.v. núverandi atvinnuástand.
Það er starfsemi Vinnumiðlunar
að koma þessu fólki í störf, og
það þarf ekki að fara langt til að
finna þau störf, því það er gríðar-
legur skortur á starfsfólki."
Ekkert atvinnuleysi
í það heila tekið segir Erna nú
ekkert atvinnuleysi. Blöðin eru
full af atvinnuauglýsingum. Um
allt land séu veitingastaðir sem
vantar fjöldann allan af fólki í
vinnu, sem hafi verið vandamál
núna i allt haust. Þeir séu því að
reyna að fá útlendinga til starfa,
sem auðvitað hafi gengið misvel.
„Því eðlilega hafa menn verið
frekar tregir til að gefa atvinnu-
leyfi á meðan verið er að borga
fólki atvinnuleysisbætur. En vit-
anlega verður að lóta fyrirtækin
ganga.“ - HEI