Dagur - 24.09.1998, Blaðsíða 12

Dagur - 24.09.1998, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 24. S E P T F. M B E R 1998 ANTONIO BANDERAS ANTHONY HOPKINS THE MASK O F ZORRO GRIMA ZORROS, FRA LEIKSTJORA „GOLDENEYE" OG FRAMLEIÐENDUM „MEN IN BLACK". LANGFLOTTASTA STÓRMYND ÁRSINS ER KOMIN. SPENNA, HASAR, RÓMANTÍK OG HÚMOR í BLAND. STÓRKOSTLEGIR LEIKARAR ANTONIO BANDERAS OG ANTHONY HOPKINS ÁSAMT FRÁB&É^JÓNLIST JAMES HORNERS. B.l. 12 ÁRA Hörkuspennandi visindatryllir. í gegn- um aldirnar hefur maðurinn verið magn- aðasta sköpunarverk sögunnar. Þar til nú. Aðalhlutverk: Mira Sorvino, Josh Brolin og Jeremy Northam. Stranglega b.i. 16 EercArbíc S 462 3500 Fimmtud. kl. 21.00 og 23.25. dd^ D I G I T A L □□ U0LBY Pimmtud kl. 23.00. Verkefnið er svo leynilegt að jafnvel hann sjólfur veit ekkert um það. Framleiðandi Devils Advocate og L.A. Confidential er hér með frábæra grínmynd. í aðalhlutverki er Bill Murray sem er maðurinn sem veit ekki neitt. En er þó í heilmiklum vandræðum og veit það... ekki?! Fímmtud. kl. 2100. DANSINN ÍSLENSK KUIKMVND SÝND Á FÖSTUDAG ÍÞRÓTTIR rD^ur Stéttin erfyista skrefið inn... Mikiðúival afhellum og steinum. Mjöggottverð. STÉTT HELLUSTEYPA HYRJARHÖFÐI 8 112 REYKJAVÍK SÍMI 577 1700-FAX 577 1701 Haukaruimu meistarana Fyrsta umferð 1. deildar kvenna í hand- knattleik var leikin í fyrrakvöld. Úrslit urðu nokkuð eftir bókinni, en þó vakti stórsigur Fram á FH nokkra athygli. Fram hefur fengið góðan liðs- styrk, en tvær sterkar rússneskar handknattleikskonur leika nú með liðinu. Þar með eru komnir fjórir Rússar í Safamýrina, sem gárungarnir kalla nú Freðmýrina, því tveir Rússar leika einnig með karlaliðinu. Tilkoma erlendra leikmanna í kvennaboltann hefur virkað vel og nýju Ieikmenn Fram, þær Olga Prohozona og Marina Zoneva, áttu mjög góðan leik gegn FH. FH-ingar hafa nú samkvæmt heimildum blaðsins kært leikinn gegn Fram, þar sem þeir telja að rússnesku stúlkurnar séu ekki enn orðnar löglegar. Það er nokkuð augljóst að Haukar og Stjarnan hefja nú enn eitt keppnistímabilið þar sem keppnin um Islandsmeistaratitil- inn mun standa á milli liðanna. Haukar höfðu betur í leiknum í Hafnarfirði og unnu 22:20, þar sem Vaiva Drilingaite, markvörð- ur Hauka, varði yfir 20 skot. Það munaði miklu fyrir Stjörn- una að missa Herdísi Sigurbergs- dóttur út af meidda um miðjan fyrri háifleik. Ragnheiður Steph- ensen var drjúg við markaskorun- ina og skoraði átta mörk. Nýliðarnir í deildinni, KA og IR, töpuðu báðir sínum leikjum og eiga örugglega erfiðan vetur fyrir höndum, þar sem reynslu- leysi háir liðunum. KA tapaði 16:23 gegn Val á Akureyri og IR tapaði 18:26 fyrir ÍBV í Breiðholt- inu. Þá sigruðu Víkingar Gróttu/KR 20:17 í Víkinni þar sem Halla María Helgadóttir skoraði níu mörk, þar af sjö úr vítaköstum. Sex Frakkar í Stjömuliðinu Þjálfarar helstu knattspyrnuþjóða Evrópu hafa nýlega valið evrópskt „Stjörnulið“ heimsmeistarakeppninnar í Frakldandi. Þjálfararnir völdu hver um sig í sitt draumalið, miðað við frammistöðu leikmanna á HM og voru úrslit valsins tilkynnt nýlega. Alls eru sex leikmenn Frakklands í „Stjörnuliðinu", þrír Hollend- ingar, einn Króati og einn Englendingur. Stjörnulið Evrópu: Varamenn: Markvörður: Markvörður Edwin van der Sar, Hollandi Peter Schmeichel, Danmörku Vamarmenn: Vamarmenn: Lilian Thuram, Frakklandi BLxente Lizarazu, Frakklandi Marcel Desailly, Frakklandi Sol Campbell, Englandi Laurent Blanc, Frakklandi Fernando Hierro, Spáni Frank de Boer, Hollandi Paolo Maldini, Italíu Miðjuleikineim: Miðjuleiktnenn: Didier Deschamps, Frakldandi Ronald de Boer, Hollandi Emmanuel Petit, Frakklandi Robert Jarni, Króatíu Edgar Davids, Hollandi David Beckham, England Zinedine Zidane, Frakklandi Zvonimir Boban, Króatíu Sóknarmenn: Sóknarmenn: Michael Owen, Englandi Christian Vieri, Italíu Davor Suker, Króatíu Dennis Bergkamp, Hollandi Sigur gegn Fiimum íslendingar sigruðu i gærkvöld Finna 27-19 í fyrri leik þjóðanna í undankeppni heimsmeist- aramótsins í handknattleik. Finnski markvörðurinn var erfiður okkar mönnum í upphafi leiksins. Strákarnir héldu þó öruggri forystu mest ailan fyrri hálfleildnn. Skotnýting íslenska Iiðsins var slæm í fyrri hálfleik en þó skárri en Finnanna og var ■ ðan 15-9 fyrir Island í fyrri hálfleik. Islenska liðið kafsigldi það finnska strax í byrjun seinni háifleiks. Markahæstir íslenska Iiðsins voru Bjarki Sigurðsson með sjö mörk, Patrekur Jóhannesson með sex og Duranona og Olafur Stefánsson með fimm. Seinni leikur liðanna fer fram í Finnlandi á laugardaginn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.