Dagur - 24.09.1998, Blaðsíða 13

Dagur - 24.09.1998, Blaðsíða 13
 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 - 13" ÍÞRÓTTIR Gríndavík Reykj a- nesmeistarí Grindvíkingar Iögðu Keflvikinga, 83-88, í síðustu umferð Reykja- nessmótsins í körfuknattleik í Keflavík á þriðjudaginn. Leikur liðanna bar þess glöggt vitni að Grindvíkingar höfðu þegar tryggt sér titilinn íyrir leikinn og þvi' var viðureignin frekar skemmtilegur æfingaleikur en alvöru úrslita- leikur. Grindvíkingar unnu alla leiki sína í mótinu og er það í fyrsta sinn sem Reykjanesmótið vinnst með fullu húsi stiga. Skemmtilegar leikfléttur og glæsilegt einstaklingsframtak nokkurra leikmanna liðanna í leiknum gefa góð fyrirheit um það sem þau munu bjóða upp á í DHL-deildinni í vetur. Grindvík- ingar eru með sterka leikmenn í öllum stöðum og eiga að geta náð langt ef meiðslaaldan, sem nú gengur yfir liðið, líður ein- hverntíma hjá. Keflvíkingar eru hinsvegar með stóran hóp sterkra bakvarða, miðherjann sterka, Fannar Ólafsson, og Damon Johnson sem getur leikið hvaða stöðu sem er. Fróðlegt verður að fylgjast með Keflavík- urliðinu gegn sterkum hávöxn- um Iiðum þar sem liðið verður að treysta nánast alfarið á lang- skyttur sínar. Haukar kjöldregnir í Njarðvík í hinum leik Reykjanessmótsins tóku Njarðvnkingar á móti Hauk- um. Skemmst er frá því að segja að gestirnir sáu ekki eina einustu ljósglætu allan leikinn. Heima- menn sigruðu, 109-76, eftir að hafa náð fjörutíu stiga forskoti um tíma. Njarðvíkingar tefldu fram nýjum bandarískum leik- manni, Rodney Obrick, 180 sentimetra leikstjórnanda. Sá þótti standa sig vel en hann rétt hafði tíma til að reima á sig körfuboltaskóna og koma sér í Grindvíkingar Reykjanesmeistarar. Pétur Guðmundsson, fyririiði Grindvík- inga, með verðlaunagripinn. gallann eftir að hann steig út úr flugv'élinni. Njarðvíkingar, sem eru núverandi Islandsmeistarar, munu ekkert gefa eftir í barátt- unni í vetur. Reykjanesmótið er mót sterkustu liða landsins og gefur góða mynd af þvf sem koma skal í deild og bikar. Það er nokkuð ljóst að Suður- nesjaliðin eru sem fyrr langsterk- ustu körfuboltaliðin hér á landi og ekkert, nema kannski Isfirð- ingar, getur komið í veg fyrir að hin glæsilega Islandsmeistara- stytta verði áfram geymd á Suð- urnesjum eftir leiktíðina. Hauk- arnir virðast ekki mæta jafn sterkir til leiks nú og oftast áður. Þeir töpuðu öllum leikjum sín- um í Reykjanesmótinu, nokkuð sem ekki hefur áður gerst á þeim bænum. - GÞÖ Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Grindavík 6 6 0 537-500 12 2. Njarðvík 6 3 3 515-483 6 3. Keflavík 6 3 3 520-489 6 4. Haukar 6 0 6 412-544 0 NBA-karfan í beinnl Sjónvarpsstöðin Sýn mun í vet- ur verða með beinar útsending- ar frá leikjum í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik. Að sögn Gunnars R. Svein- björnssonar, dagskrárfulltrúa hjá Islenska útvarpsfélaginu, hefjast beinar útsendingar frá NBA-deildinni þann 6. nóvem- ber. „Þetta verður fastur liður í dagskránni í vetur og verða út- sendingarnar á föstudagskvöld- um, um klukkan eitt eftir mið- nætti. Síðan verður endursýnt frá leikjunum eftir hádegi á sunnudögum á Stöð 2,“ sagði Gunnar. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem leikir í NBA-deildinni eru sýndir í skipulagðri dagskrá vikulega, en áður höfum við fengið að sjá einstaka leiki, auk beinna útsendinga frá úrslita- leikjum deildarinnar. Auk beinu útsendinganna verður framhald á öðrum NBA- þáttum eins og NBA-molum og NBA-tilþrifum, þannig að körfuknattleiksáhugafólk getur því farið að hlakka til vetrarins. Beinar útsendingar í nóvember: 6. nóv. Minnesota-New York 13. nóv. Boston-L.A. Lakers 20. nóv. Boston-Phoenix 27. nóv. Utah-Chicago ÍÞRÓTTA VIÐ TALIÐ SKOÐUN GUÐNI Þ. ÖLVERSSON Handbolti í útrýmmjfax- hættu Tuttugasta og annan september er óvíst hvenær keppni hefst í annarri deild handboltans. I síð- ustu viku hafði HSI raðað upp keppni í deildinni, sem þá taldi tíu lið. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og tvö lið dreg- ið sig út út keppninni. Nú þarf að raða mótinu upp á nýtt og enginn veit hvenær því verður lokið eða hve mörg lið verða skráð til keppni á morgun. Landsbyggðin og HSÍ Hvernig má það gerast, að sú íþróttagrein sem Islendingar hafa staðið sig best í á alþjóða- vettvangi er í útrýmingarhættu. Handbolti er spilaður á sárafá- um stöðum á Iandsbyggðinni, öfugt við körfuboltann, þar sem aðalgróskan er í íþróttinni. Það fer ekki á milli mála að hér verð- ur handboltaforystan að taka til hendinni. Af hverju er 2. deildin ekki riðlaskipt eftir landsíjórð- ungum. Austfirðingar og Vest- firðingar hafa eignast glæsileg íþróttahús en enga handbolta- menn. Það er ekki vegna áhuga- leysis heimamanna heldur vegna þess að útbreiðslustarf HSÍ hefur brugðist. Þarf að taka tH hendiimi Meðan erlend lið sækjast eftir bestu handboltamönnum okkar verðum \ið að herða róðurinn í útunguninni hér heima. Annars verður efsta deildin ekki svipur hjá sjón innan mjög fárra ára. Þess vegna verður HSI, ásamt félögunum af landsbyggðinni, að fara út í markvisst útbreiðslu- starf strax. Nema HSI vilji standa yfir moldum íslenska handboltans um aldamótin. Mæti með minn KR-trefíl EllertB. Schram forseti ÍSÍ Urn helgim leika KR og ÍBV hreimn úrslitaleik um íslandsmeistaratitil- inn í knattspymu. KR-ing- arunnu titilinn síðast árið 1968 ogþví mikil spenna meðal þeirra. Einn þeirra sem bíður og vonar erEllert Schram, forseti ÍSÍ ogfyrrverandi leikmað- ur ogfyrirliði KR til margra ára. - Verda KR-ingar íslands- meistarar í ár? „Nú eru liðin þrjátíu ár frá því við unnum titilinn síðast og til- efnið því ærið. Við getum reynd- ar líka haldið upp á það að við unnum hann fyrir sjötíu árum og einnig fyrir fimmtíu árum, þannig að það væri vel við hæfi að vinna titilinn í ár.“ -Tókst þú á móti íslandsbik- arnum árið 1968? „Reyndar var ég ekki í fyrirliða- stöðunni það árið. Gunnar Felix- son var þá fyrirliði, því fyrir keppnistímabilið tók ég að mér að stýra knattspyrnudeildinni. Mig fór þó fljótlega að kitla í tærnar og spilaði með liðinu allt sumarið." - Hvað varð ferillinn langur með KR? „Eg byrjaði að spila með meist- araflokki árið 1957 og hélt það út í fimmtán ár. Ég varð fimm sinnum Islandsmeistari með fé- laginu og sjö sinnum bikarmeist- ari og hugsa að það teljist bara nokkuð gott og það gæti jafnvel verið Islandsmet. Þetta var skemmtilegur tími og sigursælt tímabil hjá félaginu. Liðið var mjög sterkt á þessum árum og við áttum marga frábæra knatt- spyrnumenn.“ - Hefur þrjátiu ára bið eftir íslandsmeistaratitli verið etftð fyrir harðan KR-ing og ertu vongóður um sigur gegn Eyja- mönnum? „Þetta er búin að vera löng þrautaganga hjá okkur KR-ing- um og kannski er vonin meiri núna en oft áður, þar sem við erum komnir í hreinan úrslita- leik og það á heimavelli. Við höf- um oft verið nálægt sigri og jafn- vel komnir með aðra hendina á bikarinn. Núna verðum við bara að vona það besta og ég mæti með minn KR-trefil, eins og venjulega og hvet mína menn." - Ertu ánægður með frammi- stöðu KR-liðsins t' sumar? „Það hefur verið góður stíg- andi hjá Iiðinu í sumar og í raun og veru hefur komið meira út úr því heldur en að vonir stóðu til. Ég er mjög ánægður með frammistöðu strákanna og tel að keppnistímabilið hafi verið mjög skemmtilegt og ánægjulegt fyrir KR. Liðið vann sjö leiki í röð og hefur fram að þessu aðeins tap- að tveimur leikjum. Liðið er til- tölulega ungt og við misstum marga góða leikmenn frá því í fyrra. Menn hafa því verið að finna rétta taktinn og réttu Iiðs- uppstillinguna með nýjum mönnum fram eftir sumri. Hóp- urinn er stór og það tekur sinn tíma að finna réttu blönduna. Þetta verður því að teljast mjög góður árangur, ekki síst ef við únnum titilinn á laugardaginn." - Hver er helsti munurinn á liðum KR og ÍBV? „Liðin eru mjög jöfn að styrk- leika og bæði vel skipuð mjög sterkum leikmönnum í öllum stöðum. Ég tel því að dagsformið skipti mestu máli þegar kemur í leikinn. Eyjamenn hafa staðið sig mjög vel á heimavelli og eru með sjálfstraustið í lagi, eins og hæfir meistaraliði.“ - Hvemig á svo að ltalda upp á sigurinn ef af verður? „Ég hef átt mjög stóran og veg- legan vindil síðustu fimm eða sex árin og hef heitið því, að geyma hann þar til KR verður Is- landsmeistari. Þó ég reyld ekki, þá ætla ég mér að reykja þennan mikla vindil ef við vinnum og það geri ég í rólegheitum heima í stofu. Ég vona samt að það verði mér ekki ofraun, því aðalat- riðið verður auðvitað að varpa öndinni léttar og fagna kær- komnum sigri.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.