Dagur - 26.09.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 26.09.1998, Blaðsíða 1
I I \ i f Verð í lausasolu 150 kr. Laugardagur 26. september 1998 81. og 82. árgangur- 181. tölublað Eru komin með þúsimdir lífsýna Þúsimdir íslendinga hafa þegar gefið þjón- ustuaðila íslenskrar erfðagreiningar hlóð- sýni og þúsundir eru á leiðinni. Þúsundir landsmanna hafa á undanförnum vikum streymt til Þjónustumiðstöðvar rannsóknar- verkefna, sem Islensk erfða- greining kom upp við Nóatún, og gefið blóðsýni úr sér. Fastlega má reikna með því að áður en mörg ár líða muni þjónustumið- stöðin hafa safnað lífsýnum úr tugþúsundum landsmanna, en sýnin fara sfðan dulkóðuð til ís- lenskrar erfðagreiningar við Lyngháls. Með öðrum orðum er grundvöllurinn að gagnagrunni á heilbrigðissviði þegar vel á veg kominn. Þjónustumiðstöðin er í nánum tengslum við Islenska erfða- greiningu, en Tölvunefnd hefur mælt fyrir um eignarhaldslega og stjórnunarlega aðgreiningu þarna á milli til að tryggja sem best persónuverndina. Ýmsar raiinsóknir Ingibjörg Þórhallsdóttir, fram- kvæmdastjóri þjónustumiðstöðv- arinnar, stað- festir í samtali við Dag að þúsundir landsmanna hafi komið til þjónustumið- stöðvarinnar, en getur að svo stöddu ekki tilgreint töluna nánar. „Fólk sem kemur hingað í hinar ýmsu rannsóknir er mjög jákvætt og hefur brugðist mjög vel við þegar við höfum leitað til þess. Eg hef það ekki nákvæm- lega hvað við erum búin að taka úr mörgum einstaklingum, en það eru þúsundir íslendinga sem hafa komið til okkar og við eig- um sjálfsagt eftir að sjá talsvert stóra hópa af fólki til viðbótar, því nýjar rannsóknir bætast við,“ segir Ingibjörg. Má segja að það fólk sem þegar hefur gefið blóð- sýni og líkleg viðbót á næstu árum telji í tugum þúsunda? „Við vitum ekki hvað verður, en það bendir allt til þess að við eigum eftir að taka sýni úr fjölda fólks til við- bótar, því nóg er af sjúkdómunum til að rannsaka. Það er ekki ólíklegt að eftir nokkur ár megi tala um tug- þúsundir, því eftir því sem rann- sóknum fjölgar koma fleiri ein- staklingar til okkar. Fólk er mjög jákvætt, það er að hugsa um ætt- ingja sína og afkomendur, um aðra einstaklinga sem það vill hjálpa til betri heilsu og um mannkynið allt. Fólk er að mínu áliti að sýna með þessu mikinn samfélagslegan þroska,“ segir Ingibjörg. Dulkóðað Hún segir aðspurð að strangar reglur gildi hjá þjónustumiðstöð- inni hvað trúnað og persónu- vernd varðar. „Sýnin eru merkt með svonefndum barkóða eða strikamerkingu og kennitalan er dulkóðuð með lykli sem aðeins umsjónarmenn Tölvunefndar hafa aðgang að. Þannig er geng- ið frá málum að þegar sýnin fara frá okkur er ekki hægt að sjá hver á sýnið. Þannig að þeir sem eru að vinna með sýnin geta með engu móti fundið út úr hverjum sýnin eru. Til samanburðar má nefna að þegar unnið er með sýni á sjúkrahúsum eða heilsu- gæslustöðvum fylgja með nafn og kennitala," segir Ingibjörg. - FÞG Samfélagsþroski Þúsundir hafa þegar gefið í E lífsýni. Landsvirkj- un borgar Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, seg- ir að Landsvirkjun hafi ákveðið að verða við beiðni félagsmála- ráðherra og borga rússnesku starfsmönnunum sem starfað hafa við Búrfellslínu Iaun. Landsvirkjun fundaði með Technopromexport í gær og voru þar gerð drög að samningi um þetta en fyrst þarf að fá staðfest- ingu frá fulltrúum Rússanna í Moskvu. Staðfestingar er ekki að vænta fyrr en eftir helgina en samning- urinn kveður á um ráðstafanir sem uppfylla þessar óskir félags- málaráðherra og verkalýðsfélag- anna um greiðslu launa. Við höfum verið í stöðugum viðræð- um við Technopromexport og það verður að tryggja að lausn náist. Rússarnir missa starfsleyf- in ef ekki verður orðið við þessu,“ sagði Þorsteinn. — bþ Sumri er nú verulega tekið að halla og haustlitirnir eru að verða ráðandi í náttúru íslands. í Lystigarðinum á Akur- eyri tók stúlka sér sumarið til fyrirmyndar i gær og hallaði sér í haustblíðu. mynd brink Mókollur, fígúran sem Landsbank- inn notar í auglýsingaskyni, er orð- inn bitbein í höfundarréttarmáli. Mókolliir fyrir dóm Umferðarálfurinn, sparibaukur- inn og HM-sportfígúran Mókoll- ur er orðinn að deilumáli í Hér- aðsdómi Reykjavíkur, en Hlín Gunnarsdóttir leikmyndateikn- ari hefur stefnt Landsbanka ís- Iands og Möguleikhúsinu til greiðslu 3,5 milljóna króna. Hlín telur sig vera aðalhöfund að Mó- kolli, en Möguleikhúsið seldi Landsbankanum hugmyndina og fígúruna árið 1994. Fígúra í leikriti Mókoliur varð upphaflega til sem fígúra í leikriti eða hugverki þar sem hann var umferðarálfur - hann var nýttur sem áróð- urstæki gagnvart börnum við umferðarfræðslu. Síðar hófust viðræður milli Landsbankans og Möguleikhússins á þeim tíma þegar Landsbankinn var að vánna að nýjum sparibauk. Samningar tókust og kom Hlín að þeirri vinnu, sem og var hún ráðin til að útfæra sparibauks- fígúruna. Sfðar var Mókollur notaður sem „lukkudýr“ á heims- meistaramótinu í handknattleik sem var haldið hér á landi 1995. Hlín telur sig hafa verið hlunn- farna sem aðalhöfund Mókolls. Við aðalmeðferð málsins taldi eitt vitnanna að fyrirmynd að út- liti Mókolls væri Doddi, fígúra úr bókum Enid Blyton. Prófmál Aðalmeðferð málsins var fyTÍr héraðsdómi í gær og kom meðal annars fram að málið væri í raun prófmál um hverjir megi fram- selja höfundarrétt og hversu framsalshafinn eignast rfkan höfundarrétt við framsal. - FÞG WDRLOWtDe EXPRESS EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100 Gabriold (höggdeyfar) G* varahlutir Hamarshöfða 1-112 Reykjavík Sími 567 6744-Fax 567 3703 t

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.