Dagur - 26.09.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 26.09.1998, Blaðsíða 5
Xfc^MT LAUGARDAGUR 26.SEPTEMBER 1998 - S Skerðing afniunin FRÉTTIR Risaslagur um efsta sætið á D-listanum Það stefnir í harðan slag í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjanesi um efsta sæti listans milli þriggja frambjóðenda, sem allir teljast þungavigtarmenn. Gríðarleg átök og mikil áróð- ursvinna er nú í gangi varðandi komandi prófkjör Sjálfstæðis- flokksins í Reykjanesi. Sannkall- aður risaslagur er framundan um efsta sæti listans sem þrír frambjóðendur hafa lýst yfir að þeir sækist eftir. Það eru þau Arni Mathiesen alþingismaður, sem nú skipar 2. sæti listans, Sigríður Anna Þórðardóttir, sem skipar nú 3. sætið og Gunnar Birgisson, bæjarfulltrúi og Ieið- togi sjálfstæðismanna í Kópa- vogi. Eins og málin standa í dag er talið að Arni Mathiesen standi sterkast að vígi í þessari fyrsta- sætisbaráttu. Þeir Mathiesenar eru firna sterkir í flokknum í Reykjaneskjördæmi og þá alveg sérstaklega í Hafnarfirði. Sigríður Anna Þórðardóttir er formaður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, sem styrkir hana mjög £ þessum slag auk þess sem margir vilja auka hlut kvenna í kjördæminu og flokknum. Sig- ríður Anna er einn af þeim þing- mönnum sem ekki hefur sig svo mjög í frammi í umræðum en vinnur þeim mun betur í nefnd- um og að öðrum mikilvægum störfum sem alþingismenn þurfa að vinna. Hún mun því ógna veldi Mathiesenanna. Umdeildur maður Gunnar Birgisson er maður þeirrar gerðar að vera ævinlega umdeildur. Hann er einn af þeim sem menn eru annað hvort með eða á móti. Hann hefur verið óskoraður foringi sjálfstæðis- manna í Kópavogi undanfarin ár og er sagður eiga mestan þátt í velgengni flokksins þar í bæ. Hann mun hafa sagst ætla að starfa áfram í bæjarmálunum Árni R Árnason, sem skipar 4. sæti listans, hefur á brattan að sæk/a í þessu prófkjöri. fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Þess vegna þykir sumum sjálfstæðismönnum í Kópavogi sem hann sé að svíkja þá með því að ætla á þing. Þetta gæti kostað hann þó nokkuð fylgi f prófkjör- inu en hann sækir trauðla fylgi til annarra staða en Kópavogs í því. Kristján á siglingu Kristján Pálsson, sem skipar 5. sæti listans, hefur lýst því yfir að hann gefi kost á sér í 2. sætið. Atök þremenninganna um efsta sætið gætu hæglega orðið til þess að hann nái öðru sætinu. Kristján hefur vaxið mjög sem al- þingismaður og er óskoraður for- ingi sjálfstæðismanna á Suður- nesjum í landsmálunum. Hann hefur unnið vel fyrir kjördæmið og þá alveg sérstaklega í sjávarút- vegsmálum. Arni R. Arnason, sem skipar 4. sæti listans, hefur á brattan að sækja í þessu prófkjöri. Hann bjó áður á Suðurnesjum en fluttist fyrir fimm árum í Kópavog. Það mislíkaði Suðurnesjamönnum og hafa þeir ekki fyrirgefið hon- um það enn. Og einhverra hluta vegna líta sjálfstæðismenn í Kópavogi ekki á hann sem sinn mann. Því er hætt við að róður hans verði þungur í prófkjörinu. Alla vega er ljóst að prófkjörið verður jafnt og spennandi að þessu sinni. - S.DÓR Heilbrigðisráð- herra, Ingibjörg Pálmadóttir, boð- aði umbætur í mál- efnum öryrkja á fundi Trygginga- stofnunar í gær. Oryrkjar hafa sem kunnugt er meðal annars kvartað mjög undan því að örorkubætur þeirra skerðist vegna tengingar bótanna við tekj- ur maka þeirra. Ingibjörg sagði áformað að þessi tekjutenging yrði felld niður í áföngum - og fyrsti áfanginn á þeirri leið yrði stiginn á næsta þingi. Ráðherra segir almannatrygg- ingalöggjöf nú í endurskoðun víðast hvar í heiminum. Sagðist hún fyrir löngu hafa skipað nefnd um endurskoðun almannatrygg- ingakerfisins á Islandi, en sú nefnd hefði enn ekki skilað af sér. I Iok ræðu sinnar drap Ingi- björg á það hvernig Hlemmtorg tengdi saman flesta þætti ís- lenska heilbrigðis- og trygginga- kerfisins. Þar væri að finna á ein- um stað Landlækni, heilbrigðis- ráðuneytið og Tryggingastofnun og líka marga smæstu bræðurna í hópi skjólstæðinga stofnunarinn- ar. A leið til vinnu sinnar síðari hluta mánaðarins væri ekki ótítt að hún heyrði kallað: „Inga mín, áttu ekki fyrir einu sprittglasi handa mér.“ Ingibjörg. Samtylkmgiii og auðlínda- málin efst á blaoi Sighvats t opniuiarræðu 49. flokksþings Alþýðu- fLokksins lagði Sig- hvatur Björgvinsson áherslu á samfylking- armálin og sagði að skörpustu pólitísku skilin í dag væru auð- lindamálin. Draumurinn um stóra jafnaðar- mannaflokkinn er að rætast, sagði Sighvatur Björgvinsson formaður Alþýðuflokksins við opnun 49. flokksþings krata í gær. Hann greindi frá því að nú væri verið að vinna upp úr mál- efnaskrá samfylkingarinnar verk- efnaskrá til næstu fjögurra ára og notaði tækifærið til að undir- strika að í málefnaskránni væri „ekki stakt orð um uppsögn varnarsamningsins" við Banda- ríkin eða „yfirlýsingar um brott- för hersins heldur eingöngu bent á blákaldar staðreyndir, sem sér- hver íslensk ríkisstjórn verður að bregðast við.“ Sighvatur hvatti flokksmenn til að sýna samstöðu, en láta af átökum, sundrungu og sundur- þykkju. „Það er óneitanlega mik- ilsvert í pólitísku starfi, að þeir, sem fara fyrir flokki finni, að þeir séu að gera það, sem flokkurinn vill og að flokksmenn standi að baki þeim eins og samhent sveit sem stefnir að einu marki. Þessa gjöf hefur Aiþýðuflokkurinn ver- ið spar á að gefa forystumönnum sínum,“ sagði Sighvatur. I innanlandsmálum lagði Sig- hvatur annars mestu áhersluna á auðlindamálin, en átökin um þau muna að mati hans skörp- ustu skilin milli Sjálfstæðis- flokksins og jafnaðarmanna í dag. Þar verði í öllum atriðum að setja almannahag ofar sérhags- munum. -FÞG Eruin ekki vondu kallamir Friðrik Friðriksson sem stýrir breiðbandsdeild Landssímans hræðist ekki málsókn af hálfu Barnarásarinnar og Viacom. Hann segir Landssímann á eng- an hátt hafa brotið gegn samn- ingsákvæðum. Breiðbandið þurfi sinn tíma til að fá útbreiðslu og það liggi ekki fyrir fyrr en um næstu áramót hver fjöldi teng- inga sé orðinn. Þá vísar Friðrik því á bug að markaðssetningu breiðbandsins hafi verið ábóta- vant. í Degi í gær kom fram að rekst- ur Barnarásarinnar er að hruni kominn og sakaði framkvæmda- stjóri stöðvarinnar Landssímann um samningsrof. Efninu er dreift um breiðband Landssímans, en Friðrik telur ástæður erfiðleik- anna aðrar en þær að hægt sé að kenna Landssímanum um. „Er það fyrirhyggja að leggja af stað með sjónvarpsstöð 1. maí og þurfa á skyndilegum árangri að haida á aðeins þremum mánuð- um. Eg veit ekki til að nein sjón- varpsstöð hafi verið hugsuð þannig. Það er hvorki komin reynsla á breiðbandið né Barnarásina, menn þurfa að leg- gja upp með eitthvað í höndun- um. Við erum ekki vondu kall- arnir í þessu rnáli," segir Friðrik. - BÞ Mývetmngar mót- mæla Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur sent forsætisráðherra, Davíð Oddssyni, harðorða ályktun vegna afskiptaleysis stjórnvalda af fram- gangi Kísiliðjunnar. Ríkið á 51% hlut í Kísiliðjunni og byggir fjöldi íbúa í S-Þingeyjarsýslu afkomu sína á starfsemi verksmiðjunnar. Langlundargeð íbúa er á þrotum. Þeir vilja svör um framtíðina og vill sveitarstjórn að Kísiliðjunni verði tryggt áframhaldandi starfsleyii og víðtækari heimildir til töku kísilgúrs. Innan fárra ára verður hráefni uppurið á því svæði í Mývatni sem Kísiliðjan hefur vinnsluleyfi á. I ályktun sveitarstjórnar segir að á 30 ára starfstíma hafi vinnsla aðeins átt sér stað á um 7-8% þess svæð- is sem talið er vinnanlegt í vatninu. Sveitarstjóm átelur jafnframt að rúmt ár sé síðan framkvæmdastjóri fyrirtækisins lét af störfum. Endalaust hafi dregist að skipa nýjan stjóra og við það verði ekki unað. — BÞ Snjóflóðagarður vígður Snjóvamargarðurinn sem hefur verið í byggingu ofan byggðarinnar á Flateyri var formlega vígður í gær af umhverfisráðherra, Guðmundi Bjamasyni. Sóknarpresturinn, sr. Gunnar Björnsson í Holti í Önund- arfirði, blessaði síðan mannvirkið. — GG Helmingur nýrra öryrkja verið atvinnulaus Samkvæmt rannsókn á félagslegum aðstæðum örorkubótaþega, sem unnin var á vegum Sigurðar Thorlacius tryggingayfirlæknis, hefur nær helmingur þeirra sem koma nýir inn í örorkubótakerfið verið at- vinnulaus í einhvern tíma nokkur ár á undan. Mikið samspil virðist ríkja í aðgengi að hinum ýmsu þáttum velferðarkerfisins á Islandi. Auk þess sem stór hluti „nýrra“ öryrkja hefur verið á atvinnuleysis- bótum þá sýndi rannsóknin að 21,3% öryrkjanna höfðu á síðustu 5 árum þegið fjárhagsaðstoð frá félagsmálastofnunum. 63% svöruðu því til að þeir treystu sér ekki til að vinna á þeim tímapunkti sem spurt var, en 33% treystu sér til þess og þá aðallega létt störf. 55% að- spurðra höfðu aðeins lokið skyldunámi. A Islandi er örorka marktækt algengari á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni og meðal kvenna en karla. Ungir öryrkjar eru hlutfallslega fleiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum og sagði Sigurður Thorlacius á ársfundi Tryggingastofnunar í gær að þeirri kenningu hefði verið fleygt fram að þetta stafaði e.t.v. af því að á Islandi væri enginn her. - fþg Kísiliðjan við Mývatn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.