Dagur - 26.09.1998, Blaðsíða 12

Dagur - 26.09.1998, Blaðsíða 12
12 -LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 ÍÞRÓTTIR Dzfyr- ÍÞRÓTTIR A SKJÁNUM Laugaid. 26. sept. Akstursíþróttir Kl. 10:55 Formúla 1 Tímataka í Nurburgring Knattspvrna Kl. 15:30 íslandsmótið Bein útsending frá leik KR og ÍBV í Frostaskjóli. Knattspvrna Kl. 17:50 Enski boltinn Newcastle - Nott. Forest Knattspvrna Kl. 13:30 íslandsmótið ÍR - ÍA Hnefaleikar Kl. 01:00 Hnefaleikar Bein útsending frá keppni WBC-heimsmeistarans Lenn- ox Lewis og króatfska meistar- ans Zeljko Mavrovic Sunnud. 27. sept. wmmssmr Akstursíþróttir Kl. 11:30 Formúla 1 Utsending frá kappakstur- keppninni í Nurburgring. Hestaíþróttir Kl. 14:00 Kappreiðar Fáks Bein útsending frá Víðidal. íþróttir Kl. 23:25 Helgarsportið STOÐ 2 Knattspvrna Ki. 13:55 ítaiski boltinn Perugia - Lazio Knattspvrna Kl. 14:50 Enski boltinn Leicester - Wimbledon Kl. 17:50 íslensku mörkin KI. 18:25 ítalski boltinn Parma - Juventus Öskjuhlíðar- hlaupÍR Lewis mætir Evrópu- meisfar- anum I nótt fer fram einvígi um heims- meistaratitil WBC-hnefaleika- sambandsins, þar sem núverandi WBC-meistari, Bretinn Lennox Lewis, mætir Evrópumeistaran- um frá Króatíu, Zeljko Mavrovic. I huga Lennox Lewis er Króat- inn aðeins enn eitt ljónið í vegin- um, áður en hann fær að berjast við sjálfan Evander Holyfield, IBF og WBA-meistara, en það er ekki víst að honum verði að ósk sinni. „Ef ég tapa þessum bardaga, þá verður enginn bardagi við Holy- field. Sú hugsun á eftir að hjálpa mér í hringnum," sagði Lennox Lewis, sem aðeins hefur tapað Háspenna Lennox Lewis, WBA-meistari. einu sinni í 34 bardögum, þar sem hann hefur náð 27 rothögg- um. „Ég verð að sigra Mavrovic, því hann er sá eini sem stendur í veg- inum þessa stundina," sagði Lew- is við fréttamenn á dögunum. Mavrovic, sem aldrei hefur tap- að bardaga og unnið 22 af 27 bardögum á rothöggi, segist vera óhræddur. „Ógurlegur hraði og hungrið eftir meistaratitli eru mitt vopn og Lewis á enga mögu- leika. Eg er allt of fljótur fyrir hann,“ sagði Mavrovic. Bardaginn verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan 01:00 í nótt. íhámarld ÍÞRÓTTIR UM HELGINA Laugard. 26. sept. ■ KNATTSPYRNA Meistarakeppni kvenna Kaplakrikavöllur Kl. 11:00 KR - Breiðablik Landssímadeildin KI. 13:30 Grindavík - Fram Kl. 13:30 ÍR-ÍA KI. 16:00 KR - ÍBV Kl. 13:30 Leiftur - Valur Kl. 13:30 Þróttur - Keflavík ■ ALMENNINGSHLAUP Oskjuhlíðarhlaup IR Hlaupið hefst við Perluna kl. 11:00. Vegalengdir: 5 km m/tímatöku. Flokkaskipting: 12 ára og yngri, 13-14 ára, 15-16 ára, 17-39 ára, 40-49 ára og 50-59 ára og 60 ára og eldri. ■ HESTAÍÞRÓTTIR Kappreiðar Fáks Hefjast í Víðidal kl. 12:00. Keppt í 150 og 250 m skeiði og 350 og 800 m stökki. Sunnud. 27. sept. ■KÖRFUBOLTI Meistarakeppni kvenna Njarðvík Kl. 14:00 Keflavík - ÍS ' Meistarakeppni karla Njarðvík Kl. 16:00 UMFN - UMFG ■ SUND Haustmót SH Mótið hefst kl. 13:45 og fer fram í Sundhöll Hafnarfjarðar. Árlegt Öskjuhlíðarhlaup IR fer fram í dag, um haustlitaða og skjólgóða skógarstíga Öskjuhlíð- arinnar. Hlaupið er eitt hinna hefðbundnu hlaupa sem hefur verið hlaupið árlega í yfir 20 ár og er hlaupaleiðin óvenjulega skemmtileg. Hlaupið hefst við Perluna klukkan 11:00 og skráning á sama stað frá klukkan 9:30. Hlaupinn er 5 km hringur um Öskjuhlíðina, sem hentar öllum mjög vel, bæði ungum og óreyndum, sem og sterkari hlaupurum. Verðlaunaafhending fer fram í Perlunni að hlaupi loknu, og öllum þátttakendum vera veittir orkudrykkir. Þrfr fyrstu f hverjum flokki fá verðlaunapening, auk þess sem allir eiga möguleika á útdráttar- verðlaunum, sem dregin verða út að hlaupi Ioknu. Síðustu leikirnir í úrvalsdeildinni í knattspymu nálgast og háspenn- an er í hámarki. Ahangendur lið- anna setja sig í stellingar og eng- inn veit hvað verður. Hveijir verða íslandsmeistarar, hveijir komast í Evrópukeppni og hveijir falla? Spennan er alls staðar, en hvergi líklega meiri en hjá þeim sem berjast um fallið. Það er erfitt hlutskipti að falla og enginn vill sjá á eftir sínu liði niður um deild. Þau lið sem berjast við fallið eru Valur með 18 stig, IR með 16 stig, Grindavík með 16 stig og Þróttur með 15 stig. Engin þess- ara liða Ieika saman innbyrðis, þannig að öll eiga þau jafna möguleika. Valur er reyndar eina liðið sem á útileik og leikur gegn Leiftri í Ólafsfirði. ÍR-ingar mæta ÍA, Þróttarar mæta Keflvíkingum og Grindavík leikur gegn Fram. Spennan er því gífurleg hjá stuðningsmönnum liðanna og ekkert verður gefið eftir til að sigra og halda sér uppi í deild- inni. AUir leikirnir í fallbaráttunni heQast í dag klukkan 13:30, en leikur KR og ÍBV klukkan 16:00. Sveit Marvins bikarmeistari Þeir eru gamlir í bransanum en standa sem fyrr í fremstu röð íslenskra spilara. Guðlaugur R. Jóhannsson t.v. og Örn Arnþórsson urðu um síðustu helgi bik- armeistarar ásamt þremur félögum sínum, en þeir spila í sveit Marvins. Mynd- in er tekin á ólympíumóti í bridge árið 1984 en þess má geta að Örn og Guð- laugur unnu heimsmeistaratitil í bridge árið 1991. Æsispenn- cindi viður- eignÁr- mannsfells ogMær- vins. Jakob Kristinsson, Aðalsteinn Jörgensen, Ásmundur Pálsson, Öm Arnþórsson og Guðlaugur R. Jóhannsson eru bikarmeistar í bridge árið 1998. Undanúrslit og úrslit voru spiluð um helgina. í undanúrslitum vann sv. Ár- mannsfells sv. Nýherja með 133 impum gegn 66 impum og sv. Marvins vann sv. Garðsláttu- þjónustu Norðurlands með 168 impum gegn 119. Úrslitaleikurinn var æsispenn- andi og réðust úrslit ekki fyrr en í síðasta spili. Haft var á orði að langt væri síðan spennan í stór- viðureign í bridge hefði orðið jafn mikil og á lokamínútunum. Til hamingju drengir! Marvin Ármannsfell 1. lota 38 43 2. Iota 19 49 3. Iota 44 14 4. lota 42 24 Úrslit: 143 130 Vetrarstarfsemin Bridgelffið er komið á fullt skrið. Dagskráin í Þönglabakka er með svipuðu sniði og síðasta vetur: Mánudagar kl. 19.30. Bridge- deild Barðstrendinga. Sjá dag- skrá fél. Þriðjudagar kl. 19.30. B.R. Einskvölds tvímenningur. Ókeypis fyrir 20 ára og yngri. Miðvikudagar kl. 19.30. B.R. Sjá nánar dagskrá félagsins. Fimmtudagar kl. 19.30. Bf. Breiðfirðinga. Einskvölds tví- menningur. Föstudagar kl. 19.00. B.R. Eins- kvölds tvím. Til skiptis Mon- rad og Mitchell. Ókeypis fyrir 20 ára og yngri. Föstudagar ld. 22.45. Mið- næturútsláttur-sveitakeppni. Það eru allir velkomnir í Þönglabakkann, jafnt byrjend- ur sem meistarar. Skráning í mót vetrarins er haf- in á skrifstofunni. Einnig er hægt að skrá sig í öll mót á veg- um BSI á heimasíðunni http://www.islandia.is/~isbridge. Fyrsta íslandsmót haustsins er undanúrslit í tvímenningi, op- inn flokkur 10.-11. október. ís- landsmótið í einmenningi er 16.-17.okt. Frá Bridgefélagi Akuxeyrar Sigurbjörn Haraldsson og Stef- án Stefansson sigruðu í fyrsta móti vetrarins hjá BA. Þeir unnu tveggja kvölda Mitchell- tvímenning sem Sjóvá-Almenn- ar styrkir með nokkrum yfir- burðum. Sigurbjörn-Stefán skoruðu 518 stig en í öðru sæti urðu Skúli Skúlason-Jónas Ró- bertsson/Sveinbjöm Sigurðsson. Lokastaða efstu para: 1. Sigurbjörn-Stefán 518. 2. Skúli-Jónas/Sveinbjörn 492 3. Brynja Friðfinsdóttir- Sunna Borg 486 4. Sveinn Pálsson- Bjarni Sveinbjörnsson 473 5. Magnús Magnússon- Haukur Grettisson 473 6. Pétur Guðjónsson- Grettir Frímannsson 462 Næstsíðasta spilakvöld hjá BA þóttist Örlygur Örlygsson býsna sviðinn í slemmu sem andstæð- ingarnir tóku: Vestur/enginn 4 ' ÁD94 1 ’ KT6 4 ► ÁD6 4 > DT6 * G72 N * KT8653 r G8 75 r 32 ♦ K8 V A ♦ T54 4 G832 s 4K9 4 H ’ ÁD94 4 ► G9732 4 k Á754 Sagnir andstæðinganna voru einfaldar f vínarkerfinu. Norður sýndi sterk spil og suður tígul og lauf. Örlygur átti svo út í sex gröndum og var endaspilaður. Það er alveg sama hvaða lit hann velur, andstæðingarnir fá alltaf hjálp. Örlygur ákvað að spila út tígli (sagnhafi getur fundið hann þannig að Örlygur fann besta útspilið). Sagnhafi renndi síðan rauðu slögunum sínum niður og í Iokastöðunni varð Örlygur dauðaskvís í spaða og laufi. Fyrir að segja og vinna hálfslemmu í þessu spili fékkst 100 prósent skor í NS. Næsta mót hjá BA er þriggja kvölda butler, sem kennt er við veitingahúsið Greifann. Auk þess er spilað öll sunnudags- kvöld í Hamri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.