Dagur - 26.09.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 26.09.1998, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 - 7 jy^ur. RITSTJÓRNARSPJALL Einhvern tíma í fyrravetur rölti ég inn í Bókval á Akureyri og keypti mér eintak af tímaritinu Foreign Affairs. í blaðinu var grein eftir einn ritstjóra þess, Fareed Zakaira, sem varkti forvitni mína - titill greinarinnar var eitthvað svo ögrandi. Greinin hét „The Rise of Illiberal Democracy". Ef við þýðum hugtakið „liberal democ- racy“ sem „borgaralegt Iýðræði" mætti þýða greinartitilinn sem „Uppgangur andborgaralegs lýð- ræðis“. I stuttu máli gekk greinin út á að benda á, að vestræn ríki, einkum Bandaríkin, gerðu mikið úr því að skilyrða ýmis konar að- stoð við ríki í öðrum og þriðja heiminum við það að þessi ríki tæku upp lýðræðislega stjórnar- hætti. Lýðræði væri orðið eins konar lausnarorð sem þróunarríki þyrftu að kunna til þess að verða gjaldgeng í klúbb velmegunar og vestrænnar velvildar. Hins vegar segir Zakaria að sú tegund lýð- ræðis sem krafist er að tekin sé upp, sé yfirleitt hol að innan. Menn einblýndu á það eitt hvort kosningar hefðu farið fram og hvort atkvæðisréttur væri al- mennur. Rík tilhneiging væri til að setja samasemmerki á milli kosninga og lýðræðis, sem sé í raun hrapaleg mistök. Borgaralegt lýðræði Borgaralegt Iýðræði væri mildu, miklu meira en almennar kosn- ingar þar sem meirihlutinn fengi (hugsanlega) að tjá skoðun sína. Það sé flókið þjóðfélagskerfi þar sem valdinu er skipt, gagnkvæm eftirlitskerfi ólíkra yfirvalda hvers með öðru eru byggð inn í kerfið, réttindi og skyldur eru skilgreind og réttur minnihlutans er ekki fyrir borð borinn. Utfærsluna á kerfi af þessu tagi má m.a. rekja aftur til hugmyndavinnu frum- kvöðlanna í myndum bandaríska þjóðfélagsins, manna eins og Madisons og Jacksons. Zakaria bendir á að í aðþjóðasamfélagi nútímans sé í raun enginn val- kostur við lýðræðið. En hann segir líka að yfirborðsleg skil- greining á lýðræði, sem einhverri einfaldri meirihlutakosningu, þar sem alla innviði borgaralegs lýð- ræðis vantaði væri afar gölluð. Slíkt væri „andborgaralegt Iýð- ræði“ sem fyrr eða síðar myndi snúast gegn borgununum og hrynja. Koma óorði á Iýðræðið rétt eins og rónarnir á brennivín- ið. Lýðræði öruggt fyrir heimian Niðurstaða hans er því sú að í stað þess að gera það að köllun sinni að fjölga Iýðræðisríkjunum, bijóta ný lönd undir andborgara- legt lýðræði, ættu Vesturlönd og Bandaríkin sérstaklega að reyna að stuðla að styrkingu borgaralegs Iýðræðis í þeim Iöndum sem þeg- ar hafa játast undir Iýðræðis- skipulagið. Lýðræðið segir Zak- aria vera vandmeðfarið fyrirbæri, sem auðvelt er að skemma. Hann lýkur grein sinni á því að vitna til þess að Woodrow Wilson Banda- ríkjaforseti hafi talið það sitt höf- uðverkefni um síðustu aldamót að gera heiminn öruggan fyrir lýðræðið. Zakaria vill að um næstu aldamót verði markmiðið sett á að gera lýðræðið ör- uggt fyrir heiminn! A víðar við Mér þótti Zak- aria nálgast mál- in frá athyglis- verðu sjónarhorni og grein hans vera eftirminnileg áminning um hvað maður hugsar lítið um mik- ilvægi hugtaksins borg- aralegt Iýðræði. Þrátt fyrir það velti ég þessu satt að segja ekki frekar fyrir mér lengi vel. Nú síðsumars hefur þessi grein þó í auknum mæli verið að sækja að mér og þá einkum út af þessu með hversu vandmeðfarið lýðræðið er. Sannleikurinn er sá að þótt grein Zakaria um and- borgaralegt lýðræði Ijalli í raun um ríki þar sem lýðræði hefur verið tekið upp á síðustu árum eða áratugum, þá á áminning hans nefnilega líka við um ríki sem telja sig standa föstum fótum í hefð hins borgaralega lýðræðis. Tvö mál koma upp í hugann. Hvort um sig eru dæmi um það að grundvallaijafnvægið milli ólíkra hluta ríkisvaldsins virðist hafa farið úr skorðum. Annað dæmið er í Ameríku og hitt hér heima. einstaklinginn Clinton mannréttindum. Og er þá skörin farin að færast upp á bekkin ef sjálft bandaríska lýðræðis- kerfið er komið inn á braut hins and- borgaralega Iýðræðis sem Zakar- ía varaði við. Það virðist því vera víðar verk að vinna, en í Þriðja heim- inum við að gera lýðræð- ið öruggt fyrir heiminn á nýrri öld! Það er meira sem felst í lýðræðis- hugtakinu en spurningin um kosn- ingar. Myndin fyigir grein Fareed A Zakaria í Foreign Affairs. Gagnagnumiir Annað mál sem fær mig til að velta títt- nefndri tímarits- grein fyrir mér varðar fyrirsjáan- Iega málsmeðferð á gangagrunnsfrum- varpinu í stjórnkerf- inu og á Alþingi. I því tilfelli snúa mál- in þveröfugt við það sem þau gera hjá Clinton. Þar er það framkvæmdavaldið sem er í ekilssætinu og virðist ætla að stýra frumvarpinu styrkri hendi í gegn- um þingið. Þingræð- iskerfið okkar gerir vissulega ekki jafn skýran greinar- mun á lög- gjafarvald- inu og fram- kvæmda- valdinu og kerfið í Banda- ríkjun- um gerir. En þarna Lewinsky-inálið Lewinsky-málið er dæmi um það hvernig framkvæmdavaldið er nánast ofsótt af eftirlitsaðila þingsins fyrir sakir og af ástæðum sem í sjálfu sér hafa ekki bein áhrif á stjórnun ríkisins eða vel- ferð þegnanna. Eftirlitskerfið sem er innbyggt í hið bandaríska lýðræði hefur alltaf verið þar sér- staklega virkt, enda mikið lagt í þann hornstein strax í upphafi. Hins vegar er það síður en svo gefið að hinn sérstaki saksóknari hefði þurft að keyra málið áfram með þeim hætti sem gert hefur verið. Kannski má segja að inn- viðir hins borgaralega Iýðræðis hafi verið nýttir til hins ýtrasta í pólitískum tilgangi. Leikreglurnar voru vissulega skýrar og það er augljóslega í anda gagnkvæms eftirlits mismunandi hluta ríkis- valdsins að forsetinn komist ekki upp með hvað sem er. En það er þetta með gagnkvæmnina sem skiptir hér öllu. Eftirlitsaðilinn má ekki heldur komast upp með hvað sem er og það er freistandi að taka undir með heldur óembættismannslegri yfirlýsingu sendiherra íslands í Washington að búið sé að svipta á þó að vera mikill greinarmunur á, enda grundvallaratriði til að kerfið geti talist borgaralegt lýð- ræði. Að vísu er það er ekki bein- línis frumlegt að fara að tala um að þingið hér á landi sé veikt gagnvart framkvæmdavaldinu. Það er oft talað um Alþingi sem afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórn- ina, auðsveipan þjón ráðherranna o.s.fr. Eflaust er það að hluta til rétt, en á seinni árum hafi menn þó verið að reyna að sýna ákveðið sjálfstæði t.d. með færslu ríkis- endurskoðunar undir þingið og tilkoma stjórnsýslulaga hefur Iíka sett framkvæmdavaldinu ákveðin takmörk í geðþóttanum. Og fleira mætti tína til. Ögrandi tengsl En í gagnagrunnsmálinu verður þessi veikleiki þingsins eitthvað svo óvenju áberandi - kannski vegna þess að málið hefur valdið miklum og almennum deilum í þjóðfélaginu. Til viðbótar koma svo hreint ótrúlega bein og ögrandi tengsl milli fram- kvæmdavaldsins, sem leggur fram lagafrumvarpið og eins stærsta og sterkasta hagsmuna- aðilans í málinu. Það er einfald- lega ein af þessum fjölmörgu innri stoðum borgaralegs lýðræð- is að stjórnvald fer með almanna- hagsmuni og skilgreinir ekki hlutverk sitt út frá sjónarmiðum einhvers tiltekins sérhagsmuna- aðila né blandar honum inn í málsmeðferðina. Ef slíkt gerist er það raunar í flestum tilfellum einfaldlega kallað spilling. Sér- staklega hlýtur slíkt að orka tví- mælis ef um viðkvæm og um- deild mál er að ræða. Engum dylst að sambandið milli Is- lenskrar erfðagreiningar og heil- brigðisráðuneytisins er náið. Gagnagrunnsfrumvarpið er samið að frumkvæði ÍE og það- an er stór hluti textans lfka kom- inn. Fulltrúar ÍE koma fram á kynningarfundum og ráðstefnum um frumvarpið eins og þeir hafi sömu stöðu og ráðuneytismenn- irnir og sumir forystumenn fyrir kynningu frumvarpsins flytja sig um set í miðjum klíðum og hætta að þyggja laun hjá ráðuneytinu og fara á launaskrá hjá ÍE. Tals- maður ráðuneytisins kemur síð- an ítrekað fram og segir ýmist ekkert athugavert við þessi tengsl eða þá að hann neitar þeim alfar- ið rétt eins og þjóðin sé allt í senn sjónlaus, skynlaus og vit- laus. Og þingmenn eru meðvirk- ir í málinu því „hagsmunirnir eru svo miklir og tækifærin svo stór- kostleg". Það skiptir ekki öllu hvernig málið er meðhöndlað bara ef peningarnir koma í kass- ann. Þess vegna mun frumvarpið líka fljúga í gegnum þingið. Ef potturm er stór! Nú kann vel að vera að sérhags- munir íslenskrar erfðagreiningar eigi samleið með íslenskum al- mannahagsmunum eða jafnvel hagsmunum alls mannkyns. Það er hins vegar ekki aðalatriði málsins. Aðalatriðið er að menn eru tilbúnir til að þverbrjóta grundvallarreglur um hvenig á að meðhöndla mál samkvæmt leik- reglum hins borgaralega Iýðræðis - bara ef Iottópotturinn er nógu stór. I mínum huga er þetta al- varleg áminning um að hér kunni að vera styttra í gatnamót hins borgaralega og andborgaralega lýðræðis en við höfum viljað vera láta. Það er merkilega stutt í Þriðja heiminn! Fareed Zakaria telur það brýnt verkefni á nýrri öld að styrkja innviði borgaralegs lýðræðis í heiminum - „að gera lýðræðið ör- uggt fyrir heiminn" eins og hann orðaði það. Þó hann hafi fyrst og fremst verið að hugsa um annan og þriðja heiminn þá er greinilegt að áminning hans á við víðar, bæði í sjálfum Bandaríkjunum og ekki síður hér heima á íslandi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.