Dagur - 03.10.1998, Qupperneq 6

Dagur - 03.10.1998, Qupperneq 6
I Í.Í. - V «! v j *| í í' (I'l )in f V! \3 '•! O '•> K i> <1 ^ 22 - LAUGARDAGUK 3 . OKTÓBER 19 9 8 LÍFIÐ í LANDINU Menn verða að þola gagnrýni Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Alþýðubandalags, hejurgagnrýnt málefnasamning samfylkingarsinna ogfyrirvikið hlotið ákúrurnokkurra félaga sinna. í viðtali við Dag ræðir Kristinn um viðkvæma vinstri menn, samfylkingar- og sameiningaráform og nauðsyn þess að menn fylgi sannfæringu sinni. Kolbrún Bergþórs- dóttir SKRIFAR - Er það ekki rétt hjú mér að þú sért kominn af sjálfstæðisfólki? • „I föðurætt er ég kominn af miklu sjálfstæðisfólki langt aftur í ættir en móðir mín er hins veg- ar af alþýðuflokksfólki. Ég hef grun um að afar mfnir hafi báðir tekið þátt í Gúttóslagnum en hvor var í sínu liði. Systkini mín eru mörg áhugasöm um pólitík og þar má finna margar skoðan- ir. Foreldrar mínir kusu sitt en ræddu ekki mikið um pólitík og þegar ég fór að mynda mér pólitískar skoðanir var það ekk- ert vandamál á heimilinu. Fyrri hluta árs ‘78 fór ég fyrst að velta fyrir mér pólitík fyrir alvöru og fylgdi þeim sjónarmiðum sem Alþýðubandalagið talaði þá fyrir í aðdraganda kosninga. Eg flutt- ist síðan til Bolungarvíkur og var drifinn inn í hóp sem var að stofna alþýðubandalagsfélag á staðnum. Það var upphafið að mínu pólitíska starfi." - Ég hef heyrt að þú hafir um tíma gengið undir nafninu Kiddi sleggja, afhverju? „I menntaskóla lék ég hand- bolta með Val. Ég þótti nokkuð skotfastur og mönnum þótti vont að verða fyrir þeim skoturn. Þannig festist þetta nafn við mig. Menn sem voru á sveimi á vinstri vængnum í menntaskól- anum og eru enn í pólitíkinni muna eftir þessu nafni. Má þar meðal annars nefna Ossur Skarphéðinsson." - Nú settist þú « þing í fyrsta sinn árið 1991. Varstu fullur lotningar eða hara forvitni? „Ég var nú aðallega skjálfandi á beinunum. Ég er í eðli mínu frekar feiminn og glími við tölu- verðan sviðsskrekk. Alltaf þegar ég hef þurft að koma fram hefur mig kviðið fyrir því, með örfáum undantekningum þegar ég er sérlega vel stemmdur. Þarna kom ég vestan af fjörðum inn á þing og var satt að segja mjög óöruggur, svo ekki sé fastar að orði kveðið. En ég ákvað að henda mér út f þetta og náði sjálfstraustinu tiltölulega fljótt." - Hvernig leið þér þegar þú fluttir fyrstu ræðuna? „Ég skalf eins og hrísla. Fyrsta þing mitt var vorþingið 1991 sem stóð stutt og ég hafði ekki kjark til að fara í ræðustól. Þeg- ar komið var fram á síðasta dag þinghaldsins fór fram umræða um húsnæðismál sem ég hafði talsverða þekkingu á, þannig að ég hugsaði með mér að best væri að nota þetta tækifæri til að bijóta ísinn og láta ekki þing- ið líða án þess að taka til máls. Og ég gerði það. En ég er löngu búinn að gleyma ræðunni." - Nií vita allir að þú vinnur vel í þinginu en heldur þig þó nokk- uð til hlés. Er það vegna feimni? „Ætli það ekki. Þótt menn trúi því kannski ekki þá er ég ekki mikið fyrir að vera í sviðsljósinu. Ég vil vinna störf mín vel og standa mig þar sem ég á að vera. Það er mér nóg. Ég veit Iíka að þegar menn vinna vel spyrst það út, maður þarf ekki að vera með neina flugeldasýningu.“ - Gengurðu ekki með ráðherra í maganum? „Ég myndi taka þvf embætti ef mér byðist það en ég er ekki fík- inn í það. Mér finnst þingið vera merkileg stofnun og það þarf að auka styrk þess gagnvart ráð- herrum og framkvæmdavaldi. Það verður ekki gert nema þing- menn velji þingið umfram ráð- herrastólana og til þess þarf að bæta kjör þingmanna. Launin eru góð miðað við verkamanna- laun en miðað við meðaltekjur heimilanna eru þau ekki sérlega góð og ef þingmenn færa sig yfir í önnur störf hækka laun þeirra um helming. Hættan er sú að hæfustu þingmennirnir snúi sér að öðrum störfum. Það má ekki verða atgervisflótti úr þingsöl- um.“ - En er þessi hága launastaða ekki ykkur að kenna, þið hafið látið undan nöldri þeirra sem segja að þið hafið það svo ógur- lega gott? „Þessi staða er alfarið okkur að kenna. Valdið til að breyta þessu Iiggur hjá þinginu og breytingin hefur ekki verið gerð vegna þess að menn hafa ekki verið samstiga um það.“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.