Dagur - 03.10.1998, Síða 18

Dagur - 03.10.1998, Síða 18
34- LAUGARDAGVR 3. OKTÓBER 1998 LÍFIÐ í LANDINU Eftir heimildum sem borist hafa ritara Poppsíðunnar og teljast verða mjög áreið- anlegar, er mjög líklegt að næstu upptökur Bjarkar Guðmundsdóttur, poppstjörnunnar okkar einu og sönnu, fari fram á Grænlandi innan ekki langs tíma. Mun jafnvel svo fara að öll næsta plata hennar verði tekin þar upp. Þetta mun þó velta á því hversu hagkvæmt fjárhagslega dæmið Iítur út, en nokkuð dýrt er að flytja inn þá hjálparkokka sem til þarf við upptökurnar. Ef af yrði gæti þetta reynst grænlenskum ferðaiðnaði og landinu almennt mikil lyftistöng, þannig að ekki mun loku fyrir það skotið að yfirvöld þarlendis muni leggja hönd á plóg. Þessi tíðindi eru ekki ennþá svo vitað sé staðfest, en ef af verður þá eru tæknilegar forsendur fyrir hendi á Grænlandi. Þar eru nefnilega danskir aðilar búnir að koma upp einu fullkomnasta hljóð- veri í Evrópu og jafnvel þó víðar væri leitað. Eru þar á ferð engir aukvisar, menn sem unnið hafa með rokkrisum á borð við Metall- ica, John Fogerty og mörgum fleiri. Koma þessi tíðindi í kjölfar þess að fregnaðist að Björk myndi þreyta frumraun sína á hvíta tjaldinu í næstu mynd danska leikstjórans Lars Von Trier auk þess að sjá um alia tónlist í myndinni og texta í samvinnu við aldavin sinn, skáldið Sjón, Sigurjón Sigurðsson. Björk. Næsta plata tekin upp á Grænlandi? (jleðitjja.Pi Pyrir fer3.fefe3.na. au hjónin, Anna Pálína Arnadóttir og Aðalsteinn Asberg Sig- urðsson, eru löngu orðin landsmönnum kunn fyrir verk sín á tónlistar-, rit- listar- og fjölmiðlasviðun- um. Barnadagskrá þeirra, Berrössuð á tánum, á rætur að rekja aftur til ársins 1995 er þau hlutu styrk úr Barnamenningar- sjóði tíl verksins. Með dagskrá undir þessu nafni hafa þau svo farið í leik- skóla og víðar og flutt lög, ljóð og sögur er náð hafa miklum vinsældum hjá börnunum og þau tekið ástfóstri við hinar ýmsu persónur og viðfangsefni er komið hafa við sögu. Er nú þessi skemmtilega dagskrá komin út á geisla- plötu undir sama heiti, Berrössuð á tánum. Eins og við var að búast af þeim hjónum, sem áður hafa sent frá sér þrjár mjög svo góðar og skemmtilegar plötur, A einu máli 1992, Von og vísa 1994 og síðast en ekki síst, Fjall og fjara 1996, sem er með hugljúfari og rómantískari plötum seinni ára á ís- landi, er þessi bamaplata þeirra einstaklega smekk- leg og vel unnin, en með þeim hjónum \dð gerð plötunnar unnu eðaltón- íistarmennirnir Gunnar Gunnarsson píanóleikari, Gunnar Hrafnsson bassa- Ieikari og Pétur Grétars- son ásláttarleikari. Sem fyrr er það góð blanda af vísnatónlist, djassi og blúsáhrifum, sem þau bjóða fram með léttum og aðgengilegum hætti. Textarnir eru svo sem fyrr mjög svo haglega ortir, með stuðlum og höfuð- stöfum er hljóma mæta- vel í flutningi þeirra. Lögin á plötunni eru samtals 11, en auk þeirra eru svo tvær litlar sögur með hæfilegum umfjöll- unarefnum fyrir börn á aldrinum 2 til 8 ára. Fyrir þá krakka og foreldra þeirra sem kjósa góða og uppbyggilega söngva, lausa við allt poppskrum sem vissulega er borið svo meir en nóg á borð fyrir æsku landsins nú á tímum, er Berrössuð á tán- um kærkomin plata og sannkallaður gleðigjafi. .1 Rokkúr norðri Þegar hinar ýmsu tónlistarstefnur hafa náð há- marki hylli sinnar og taka að dala, jafnvel hverfa að mestu, hefur það verið viðleitni sumra tónlist- argagnrýnenda í hinum vestræna heimi að tala um að þar með sé viðkomandi stefna „dauð“. Hver man til dæmis ekki eftir frösum á borð við „Pönkið er dautt“, sem t.a.m. var gólað þegar Sex pistols fóru í hundana og „Dauðarokkið er dautt“ sást líka víða fyrir nokkrum árum um 1994 eða svo þegar draga fór verulega úr almennri hylli þess í Ameríku, Þýskalandi og víðar, þar sem það átti ekki hvað síst mestu fylgi að fagna. Stað- reyndin er hins vegar sú, að þegar ein stefna hef- ur einu sinni mótast og komið fram deyr hún auðvitað aldrei. Hún getur það einfaldlega ekki, heldur verður bara hluti af heild sem sífellt bætir við sig, sem síðan er alltaf hægt að ganga í fyrr eða síðar. I næsta mánuði er von á merkilegri safnplötu er innihalda mun rokktónlist sveita frá löndum hér á norðurhveli jarðar, íslandi, Græn- Iandi Laplandi og Færeyjum, auk þess sem vest- ur-íslensk/kanadísk sveit verður einnig með. Sannast ofansagt á þessum sveitum flestum því dauðarokkið á sér þar fulltrúa og það ferska frá Grænlandi og gildir það raunar almennt um allar skrifar Marlyn Manson. Nýja platan komin. sveitirnar, að þær eru í kraftmeiri kantinum með nútímaáhrifum í bland. íslensku sveitirnar eru, Bisund og Spitsign, sem báðar hafa vakið athygli og fengið viðurkenningar í tveimur síðustu Mús- íktilraunum og þriðja íslenska sveitin er svo gleði- og baráttusveitin Alsæla, er vakti heldur betur at- hygli 1996 með „Metalrapp" útgáfu sinni Þorra- þrælnum, sem m.a. var valið eitt athyglisverðasta Iag ársins á Rás 2 þetta árið. Með þessu framtaki var svo Alsæla einnig, beinlínis með nafni sínu, að reyna að þurrka sama nafn af óþverranum er nú nefnist oftast í daglegu tali E-piIIan. Fulltrúi Færeyja m.a. er þungamálmsrappsveitin Hatespeech svo eitt nafn sé nefnt. Þá er foringi vestur-íslensku/kanadísku sveitarinnar Arni Ahronsson, en amma hans var Anna Isfeld er fluttist til Vesturheims á síðustu öld. Bróðir Arna, Kristján að nafni, hefur svo verið vinsæll útvarps- plötusnúður í Kanada og Englandi. Hefur hann m.a. kynnt Bellatrix/Kolrössu, Unun, Botnleðju o.fl. Er vinnuheiti plötunnar, sem koma mun út á alþjóðlegum markaði, Rock from the cold Sea, og kemur út sem fyrr sagði í næsta mánuði.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.