Dagur - 03.10.1998, Síða 20

Dagur - 03.10.1998, Síða 20
• — r i n r * d n 4 p r; h □ n i/ <r b r n i n n o RAÐAUGLÝSINGAR ATVINNA Endurskoðun Óskum eftir að ráða viðskiptafræðinga, rekstrarfræðinga eða fólk með sambærilega menntun til starfa á skrifstofu okkar. Verkefni Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi störf við endurskoð- un, reikningsskil og skattskil fyrir viðskiptavini okkar. Menntunar- og hæfniskröfur Viðskiptafræði, rekstrarfræði eða önnur sambærileg menntun. Reynsla á sviði bókhalds og reikningsskila nauðsynleg. Leitað er að sjálfstæðum og dugmiklum einstaklingum sem áhuga hafa á störfum á sviði reikningshalds og endurskoðunar. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar fyrir 14. október 1998. KPMG Enduskoðun Akureyri hf. löggiltir endurskoðendur. IS n H M Glerárgötu 24, sími 462 6600 /V I IVI \JI 600 Akureyri. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Öldutúnsskóli Vegna forfalla vantar kennara til að kenna íslensku og ensku á unglingastigi. Þá er laus staða starfsmanns í heilsdagsskóla. Allar upplýsingar varðandi störfin gefur skólastjóri, Viktor A. Guðlaugsson í síma 555 1546. Skólafulltrúi. T I L S tt L II FASTEIGN TIL SOLU Raðhúsaíbúð að Stórhóli 15, Húsavík, er til sölu. íbúðin er 121.4 fm að stærð auk 26.5 fm bílskúrs. Ásett verð er kr. 9.700.000,- Nánari upplýsingar veittar hjá Fasteignasölu Berglindar Svavarsdóttur hdl., Höfða 2, Húsavík, í síma 464 2545. UTBOfl Akureyri 1. október 1998. VÁTRYGGINGAFÉLAG ^rlBr íslands hf Vátryggingafélag íslands hf. Akureyri, óskar eftir tilboðum í eftirtaldar bifreiðar, sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. 1. Toyota RAV4 árg. 1998 2. Toyota Carina • árg. 1993 3. Dodge Dakoda árg. 1990 4. Toyota 4Runnar árg. 1990 5. Saab 9001 árg. 1986 Bifreiðarnar verða til sýnis í Tjónaskoðunarstöð VÍS, Furuvöllum 11, mánudaginn 5. október nk. frá kl. 9:00 til 16:00. Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir kl. 16:00 sama dag. I L UTBOÐ F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í verkið “Götusalt, efniskaup á salti tii hálkueyðingar.“ Heildarmagn er um 12.000 tonn. Fyrsta afhending verður um miðjan desember 1998 og sú síðasta haustið 2000. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: Miðvikudaginn 18. nóvember 1998 kl. 11:00 á sama stað. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. GAT 99/8 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í pípulagnir í Félagshús Þróttar í Laugardal. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: Þriðjudaginn 20. október 1998 kl. 11:00 á sama stað. bgd 100/8 F.h. Vatnsveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í loftræsi- og þrýstiloftskerfi í Skemmu 4. Helstu magntölur: Loftræsing, hreyft loft 14.800 m3/t Þrýstiloftskerfi, 2.500 l/min. Verklok eru 2. mars 1999. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: þriðjudaginn 20. október 1998 kl. 14:00 á sama stað. wr 102/8 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í nýbyggingu leikskóla við Suðurbyggð í Selási. Húsið er ein hæð, 630m2 að grunnfleti. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá þriðjudeginum 6. október nk. gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: Fimmtudaginn 22. október 1998 kl. 11:00 á sama stað. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 FUNDIR / MNG Framsóknarflokkurinn Framsóknarfélag Akureyrar heldur aöalfund fimmtudaginn 8. október kl. 20:00 aö Hólabraut 13. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál - undirbúningur kjördæmisþings. Stjórnin. Kjördæmisþing! Kjördæmisráð Sjálfstæðisfélaganna á Norðurlandi- eystra boðar til kjördæmisþings 10. október. Þingið verðu haldið í Kaupangi v/Mýrarveg og hefst kl. 9.00. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður tekin ákvörðun um hvernig staðið verður að vali á framboðs- lista í komandi Alþingis kosningum. Stjórn kjördæmisráðs. : Nú getur þú lesið ° Dag í loftinu á öllum áætlunarleiðum íslandsflugs. wmr islmfuk gorir floirum fært ad fljúga F U N D I R I ' MNG Menntamálaráðuneytið Styrkur til handritarannsókna í Kaupmannahöfn Dönsk stjórnvöld veita íslenskum fræðimanni styrk til handritarannsókn við Stofnun Árna Magnússonar (Det Arnamagnæanske Institut) í Kaupmannahöfn. Styrkurinn veitist til allt að tólf mánaða dvalar en mið- ast þó að jafnaði við styttri dvöl. Hann nemur nú 17.500,- dönskum krónum, auk ferðakostnaðar. Styrkur Árna Magnússonar (Det Arnamagnæanske Stipendium). Sjóðurinn Det Arnamagnæanske Legat hefur það verkefni að veita íslenskum ríkisborgurum styrki til rannsókna í Árnasafni eða öðrum söfnum í Kaup- mannahöfn. Styrkir eru veittir námsmönnum og kandídötum, sem hafa sýnt svo mikla þekkingu á nor- ræni tungu, sögu eða bókmenntum, að vænta megi að þeir muni inna af hendi verk í þessum greinum, sem þyki skara fram úr. Til úthlutunar á næsta ári erum 30.000,- danskar krónur. Umsóknarfrestur um ofangreinda styrki á árinu 1999 er til 18. nóvember nk., en umsóknir ber að stíla til Árnanefndar (Den Arnamagnæanske Komission) í Kaupmannahöfn. Nánari upplýsingar um styrkina og tilhögun umsókna fást í menntamálaráðuneytinu, Stofnun Árna Magnússonar á íslandi og skrifstofu heimspekideildar Háskóla íslands. Menntamálaráðuneytið, 2. október 1998. Menntamálaráðuneytið i Styrkir til leiklistarstarfsemi Auglýst er eftir umsóknum um styrki á árinu 1999 til starfsemiatvinnuleikhópa er ekki hafa sérgreinda fjár- veitingu á fjárlögum. Umsóknir gætu miðast við einstök verkefni eða sam- fellt starf til lengri tíma og verður afstaða tekin til skiptingar fjárins eftir eðli umsóknanna og eftir því sem fé á fjárlögum 1999 í þessu skyni kann að segja til um. Umsóknir skulu berast til menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 1. desember nk. á eyðublöðum sem þar fást. Eyðublöðin er einnig að finna á vefsíðu ráðuneytisins, veffang: www.mrn.stjr.is. Menntamálaráðuneytið, 30. september 1998. í

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.