Dagur - 09.10.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 09.10.1998, Blaðsíða 3
 FÖSTUDAGUR 9.0KTÓBER 1998 -3 FRÉTTIR L. A Frumvarpið á að bæta stððu öryrkja Karl Steinar Guðnason: Ótal dæmi eru um 75% öryrkja sem reynt hafa að vinna eitthvað og hafa þá við endurmat lækkað í mati í 65% og þá misst bætur ogýmis hiunnindi sem fylgja örorkuskírteininu. Þessu viljum við breyta. Talsmenn Trygginga- stofnimar og heil- brigðisráðuneytis fullyrða að frumvarp um „félagslega ör- orku“ sé réttarbót sem öryrkjar knýja á iiiii að nái fram. Meg- inefnið er að 75% ör- yrkjar missi ekki rétt- indi þótt þeir geti tímabundið unnið sér inn tekjur. „Þessi umræða um frumvarp sem kennt er við félagslega ör- orku er fráleit, því frumvarpið felur í sér réttarbót fyrir öryrkja. Þetta er lagfæring á lagaákvæð- um sem orðin eru ævaforn mið- að við þróun þjóðfélagsins og tryggir rétt öryrkja frekar en nú er,“ segir Karl Steinar Guðna- son, forstjóri Tryggingastofnun- ar, um frumvarp um málefni ör- yrkja sem samið hefur verið í Tryggingastofnun og sagt hefur verið frá í Degi. Karl Steinar viðurkennir þó aðspurður að ef frumvarpið verð- ur að lögum kunni einhverjir að fá ekki örorku- bætur sem fengju bætur í óbreyttu kerfi. „Þá er það fé- lagsmálastofn- ana að leysa það, en þarna er ekki verið að tala um stóran hóp,“ seg- ir Karl Steinar. Hann segir að Oryrkjabanda- lagið hafi ályktað í þá veru sem fjallað er um í frumvarpinu. „Kerfið sem við búum við í dag er mjög vinnufælið og andstætt þeim öryrkjum sem eitthvað geta unnið eða sem reyna að bjarga sér. Því bæturnar eru vissulega lág- ar og óbreytt kerfi heldur fólkinu í fátækra- gildru. Otal dæmi eru um 75% öryrkja sem reynt hafa að vinna eitthvað og hafa þá við endurmat lækkað í mati í 65% og þá misst bætur og ýmis hlunnindi sem fylgja örorkuskírteininu. Þessu viljum við breyta,“ segir Karl Steinar. Örorkumat breytist ekM vegna tekna Jón Sæmundur Sigurjónsson, sérfræðingur í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu, tekur undir þetta. „Þetta frumvarp er samið í anda þess sem öryrkjar hafa ályktað um og þeir hafa þrýst á um að það komi fram. Meginefni frumvarpsins er að 75% öryrkjar detta ekki niður í mati og missa tekjutryggingu eða rétt til t.d. ódýrari lyfja þó þeir geti tímabundið unnið sér inn einhverjar tekjur. Núna segir í lögum að ef þetta fólk fer í tekj- um yfir 25% af því sem venjuleg- ur maður getur unnið sér inn þá dettur það niður í mati.“ Jón Sæmundur undirstrikar að engu örorkumati verði breytt sem þegar er komið. „Réttar- staða þeirra sem eiga sannanlega heima á örorku, af því þeir eru andlega eða líkamlega fatlaðir, styrkist með þessu frumvarpi. Þeir sem eru haldnir einhverjum öðrum félagslegum kvillum verða að reiða sig á önnur félags- leg úrræði. Það er hugsanlegt að einhver svipuð tilfelli og núna eru á örorku og leituðu eftir henni að svo breyttum Iögum, fái ekki bætur af því að læknisfræði- legar forsendur eru ekki fyrir hendi. En það er fáránlegt að ætla ráðamönnum að ganga út frá því að öryrkjar séu vinnufælið fólk. Frumvarpið gengur út á að þegar maður er læknisfræðilega metinn 75% öryrki þá heldur hann sínum réttindum þó ein- hverjar tekjur komi inn í dæm- ið,“ segir Jón Sæmundur. - FÞG Árni Steinar Jóhannsson: „Ég hefenn ekki ákveðið hvort ég gefkost á mér tilAlþingis eða fyrirhvaða afl.“ Mikil imdiralda „Þetta skýrist í þessum mánuði. Menn þurfa að stilla saman strengi sína, en það er mjög mikil undiralda. Það er ekkert Iaunungarmál að ég er ekki hlynntur þessari sameiningu. Mér finnst hún ekki á réttum forsendum, en ég hef enn ekki ákveðið hvort ég gef kost á mér til Alþingis eða fyrir hvaða afl,“ segir Arni Steinar Jóhannsson á Akureyri. Arni Steinar er varaþingmað- ur Alþýðubandalags og óháðra á Norðurlandi eystra og hefur þótt líklegast að hann fý'Igdi sérfram- boði Steingríms J. Sigfússonar að málum. Arni segist mjög óhress með hvernig staðið hefur verið að endurskoðun kjördæmaskipun- ar. „Það svífur yfir vötnunum að þetta er unnið út frá hagsmun- um flokkanna og útreikningi þeirra á því hvernig þeir koma út miklu frekar en út frá hagsmun- um samfélaganna sjálfra. Þetta er kolvitlaus nálgun." - BÞ Virkj analeyiid verði afturkallad Guðrún Gísladóttir leikkona les Ijóð við athöfnina á Austurveiii i gær. mynd: tbtur Helstu náttúruverndarsamtök landsins afhentu í gær áskorun til Alþingis um að beita sér fyrir heildarstefnu varðandi miðhá- lendið sem feli í sér verndun ósnortinnar náttúru. Skorað er á Alþingi: - Að beita sér fyrir fjölbreyttri og vistvænni stefnu í atvinnulífi þjóðarinnar, að orkuauðlindir landsins verði fyrst og fremst nýttar í almannaþágu og til vist- væns hátækni- og smáiðnaðar. - Að snúast gegn áformum um stórfellda virkjun vatnsafls til raf- orkusölu um sæstreng til Evrópu enda myndu slíkar framkvæmdir valda óbætanlegum spjöllum á náttúruauðlegð landsins. - Að koma í veg fyrir áform um að hluta Island sundur með há- spennulínum og möstrum eftir endilöngum Sprengisandi, að tryggja með lagasetningu að frið- land Þjórsárvera verði ekki skert frekar en orðið er af völdum virkjunarframkvæmda. - Að afturkalla leyfi Landsvirkj- unar fyrir Fljótsdalsvirkjun og fýrirskipa lögformlegt mat á um- hverfisáhrifum enda verður ekki við það unað að Eyjabökkum sé sökkt og háspennulína lögð þvert yfir Odáðahraun. Hlutafjánitgáfa stopp „Á árinu 1998 hafa orðið mikil umskipti á hlutabréfamarkaðn- um. Á fyrstu 8 mánuðum þessa árs hefur ekkert nýtt hlutafé ver- ið gefið út, en á sama tíma á ár- inu 1997 var nýtt hlutafé selt fyr- ir 11 milljarða,“ segir í nýrri Þjóðhagsáætlun, sem skýrir kannski að nokkru spenninginn fyrir bréfum Landsbankans. Velta á eftirmarkaði minnkaði líka úr 12 milljörðum í 7,5 millj- arða á sama tíma. Alls hefur hlutabréfasala því minnkað um 15,5 milljarða fyrstu 8 mánuði ársins. Þjóðhagsstofnun segir mark- aðsHrði hlutabréfa þess 51 fyrir- tækis sem skráð er á aðallista VÞI um 176 milljarða í ágústlok. Á síðasta ári öllu hafi þessi fyrir- tæki og sjóðir aflað 17 milljarða með sölu nýs hlutafjár og aðrir 17 milljarðar ultu á eftirmarkaði. Um 18.500 manns fengu skattaafslátt vegna hlutabréfa- kaupa á síðasta ári, af þeim 44.500 manns sem töldu fram hlutabréfaeign á síðasta framtali. Eigendum hlutabréfa hafði þá fjölgað um 10% frá árinu áður og 50% á sl. fimm árum. - HEI Samið um norsk-íslensku síldina Undirritað hefur verið samkomulag milli Is- lands, Færeyja, Noregs, Rússlands og Evrópu- sambandsins um veiðar úr norsk-íslenska síldar- stofninum á árinu 1999. Engar breytingar eru frá samkomulagi frá því í október 1997 um veið- ar á þessu ári. Heildarafli verður samkvæmt samkomulaginu tæpar þrettán hundruð þúsund lestir og koma 202.000 lestir í hlut Islendinga. Langstærsti hluti aflans kemur í hlut Norð- manna, 741.000 lestir. Færeyingar fá að veiða 71.000 lestir, Rússar 166.000 og í hlut Evrópusambandsins koma 109.000 lestir. Aukið hættuástand í Júgóslavíu Utanríkisráðuneytið ræður fólki frá því að ferðast til Sambandslýð- veldisins Júgóslavíu (Serbíu og Svartfjallalands) vegna aukins hættu- ástands í landinu. Islenskum ríkisborgurum búsettum í landinu er ráðlagt að huga að brottflutningi eða að minnsta kosti að búa sig undir að geta yfirgefið landið með mjög stuttum fyrirvara. Þetta kem- ur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Bætur vegna rútuslyss í Hrútafirði Hæstiréttur hefur dæmt að Trygging hf. og Norðurleið-Landleið ehf. skuli greiða Rannveigu Rós Bjarnadóttur 395 þúsund króna bætur vegna slyss er rúta fór út af Norðurlandsvegi í Hrútafirði í október 1995. Aðalkrafan var upp á 780 þúsund krónur. Undirréttur sýknaði fyrirtækin. Rannveig var 16 ára þegar slysið varð en hún viðbeinsbrotnaði, tognaði í axlarlið og hálsi og varð fyrir andlegu áfalli. Var varanleg ör- orka hennar metin 8% og voru aðilar málsins sammála um að Trygg- ing hefði bætt henni annað tjón en vegna hennar. Þetta mál var rek- ið í ljósi breytinga á skaðabótalögum og með hliðsjón af þvf að ekki megi mismuna tjónþolum eftir þva' hvort þeir hafi aflað sér vinnu- tekna svo nokkru nemi fyrir slys. Hæstaréttur taldi nægar Iíkur til þess að Rannveig verði síðar fyrir atUnnutjóni vegna varanlegu ör- orkunnar og fékk hún dæmdar 8% bætur af útreiknuðum heild- armiska. - FÞG Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.