Dagur - 09.10.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 09.10.1998, Blaðsíða 7
 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 - 7 ÞJÓÐMÁL Þannig svara nemendur mínir stundum þegar þeir hafa ekki nennt að vinna heimaverkefnin sín og þurfa á blóraböggli að halda til þess að koma sér undan ábyrgðinni sem fylgir því að vera ábyggileg manneskja. En þeir reyna þess aðferð ekki lengi. Þeir komast nefnilega fljótt að því, að það er þeirra mál, hvort þeir kynna sér málin, Iæri heima, hringi í einhvern sem veit e.t.v betur, af því að sá hefur fylgst með í tímum, eða bara yfirhöfuð veit til hvers hann er í skólanum. Kristinn Gunnarsson er enn að segja „Það var ekki sagt mér það“ þegar hann er spurður út i stefnu sína varðandi samfylk- ingu vinstri manna. „Eg er sko að bíða eftir því hvemig stefnan verður hjá „þeim“ og þá get ég sagt hvort ég vilji vera memm.“ Hann er nefnilega greinilega ekki einn af forystumönnum Al- þýðubandalagsins, innsti koppur í búri, einn af þeim sem hefur hvað greiðastan aðgang að sam- fylkingarferlinu. Þannig hefur hann spilað út sínum „það var ekki sagt mér það“ - spilum í marga mánuði. Alþýðubandalagsmenn eru ijúkandi reiðir út í hann að hundskast ekki til að taka af- stöðu. Það er greinilegt að hann hefur haldið mönnum í gíslingu Kristinn H.: Skjátlast honum hrapaiiega? - mynd: bg í marga mánuði og svo sannar- lega stórspillt gífurlegri vinnu sem hundruð manna hafa verið og eru enn að vinna, til þess að útkoma okkar vinstri manna verði sem glæsilegust. Hjörleifur, Steingrímur og fleiri vissu greinilega um verk- efnið og sögðu hátt og greinilega „Kristinn snýst liring eftir hring og talar út og suður í einhverj- iiin véfréttastíl sem hann heldur að sé töff.“ „Nei takk, þetta passar mér ekki.“ Þar með vissi alþjóð það. En Kristinn snýst hring eftir hring og talar út og suður í ein- hverjum véfréttastíl sem hann heldur að sé töff. Þar skjátlast honum hrapalega. Þetta er ómerkileg framkoma. Að vísu kemst hann fyrir vikið oftar í blöðin og sjónvarpið og heldur greinilega að hann sé þar með orðin stjarna! Þar skjátlast hon- um. Vingulshátturinn verður alltaf greinilegri og augljósari. Páll Pétursson bóndi á Höllu- stöðum er Ijárglöggur maður og þekkir sína sauði, hann sagði í sjónvarpinu að hann væri löngu búinn að segja Kristni að hann (Kristinn) væri í vitlausum flokki - hann ætti greinilega heima í Framsóknarflokknum. Fleiri hafa svo sem bent drengnum á það - og nú virðist það ætla að gerast sem hefði létt róður okkar vinstri manna að mun, að menn fari að skilja um hvað málið snýst. Það þýðir ekki lengur að þykj- ast ekkert vita. Við hin fáum þá að minnsta kosti vinnufrið fyrir fjölmiðladýrkun Kristins. Við höfum lengi vitað um ráðherr- ann sem hann gengur með í maganum og það er rétt ályktun hjá honum ef hann hefur hugsað sem svo að það væri ekki 100% öruggt að hann væri í augsýn þegar Samfylkingin nær stjóm- artaumunum en fyrr má nú al- deilis fyrr vera að bjóða okkur upp á svona málflutning eins og hann hefur gert s.l. mánuði. Kristinn getur hins vegar verið mun vissari um stólinn hjá Framsókn þeir eru ekkert það kræsnir á ráðherra sína. Og það sem hann getur ekki ákveðið hvað eða hvort hann þorir, getur eða vill á hann best heima í þeim flokki, sem snýst eins og vind- mylla eftir því hvar „hann getur krækt sér í nógu gott sæti.“ G. MARGRÉT ÓSKARSDÓTTIR STJÓRNARMAÐUR í ALÞÝÐUBANDALAGINU SKRIFAR „Það var ekki sagt mér það“ Árlega greinast 15 karlar með eitlakrabba á Islandi VILHELMINA HARALDS- DÖTTIR SÉRFRÆÐINGUR i LYF- LÆKNINGUM OG BLÖÐSJÚKDÓMUM SKRIFAR Eitlar eru víða í líkamanum og mikilvægur hluti af varnarkerfi hans. Þegar um sýkingar er að ræða í líkamanum er algengt og eðlilegt að eitlar bólgni upp og er það þáttur í viðbrögðum Iíkam- ans við sýkingunni. Stundum eru viðbrögðin staðbundin svo sem þegar eitlar á hálsi bólgna við hálsbólgu en einnig geta við- brögðin verið almenn svo sem við einkyrningasótt sem oft hijá- ir unglinga og veldur þá almenn- um eitlastækkunum. Eitlar sem stækka vegna varna líkamans eru oftast aumir en hjaðna yfirleitt á minna en tveim vikum. Eitlakcabbamein Eitlakrabbamein verður til þegar krabbamein á uppruna sinn í eitilvef og eru eitlakrabbamein gjarnan flokkuð í tvo hópa, Hodgkins-sjúkdóm og önnur eitlakrabbamein en þau flokkast siðan í fleiri undirhópa. Eitlakrabbamein getur komið á öllum aldri og ekki síður í ungu fólki. Orsök þessara sjúkdóma er ekki vel þekkt en þeir skiptast jafnt á milli kynja. Algengasta byrjunareinkenni eitlakrabba- meins er eymslalaus eitlastækk- un sem finnst oft á þeim svæð- um þar sem eitlar liggja utan á líkamanum svo sem á hálsi, í handarkrika eða í nára. Eitla- stækkun getur þó einnig átt sér Eitlakrabbamein get- ur komið á ölliun aldri og ekki síður í irngu fólki. Því fyrr sem þessir sjúkdómar greiuast því betri eru horfumar. stað i líkamsholum, svo sem brjóst- eða kviðarholi, eða inni f líffærum. Stundum fylgja al- menn einkenni eins og sífelld hitahækkun, mikil megrun og mikill sviti sérstaklega að nóttu til. Arangur meðferðar er mjög góður og er ætlað að 75% sjúk- linga með Hodgkins-sjúkdóm og 45% sjúklinga með önnur eitlakrabbamein læknist af sjúk- dómnum. Lækning er ýmist fólg- in í geisla- eða krabbameinslyfja- meðferð. Eitlakrabbameini sem ekki er hægt að lækna er oft hægt að halda niðri með með- ferð. Því fyrr því betra Arlega greinast um 15 karlar á Islandi með krabbamein upp- runið í eitlum. Því fyrr sem þess- ir sjúkdómar greinast því betri eru horfurnar. Langflestir sjúkl- ingar með éitlakrabbamein Ieita læknis vegna þess að þeir hafa sjálfir orðið varir við þykkildi á líkama sínum. A undanförnum árum hefur mikil áhersla verið lögð á að fá konur til að fylgjast vel með líkama sínum og Ieita læknis ef þær þreifa eitthvað at- hugavert til dæmis í brjóstum. Það er mikilvægt að karlar til- einki sér lika þetta viðhorf, þó að ekki sé að vænta sömu sjúkdóma hjá þeim. Það að hafa ekki verki á alls ekki að hamla því að þú leitir læknis ef þú finnur óeðli- lega fyrirferð á grunsamlegum stað. Til þess að greina eitlakrabbamein þarf alltaf að taka vefjasýni úr eitli og senda í vefjarannsókn. Læknirinn þinn mun meta ástandið og ákveða hvort þörf er á frekari rannsókn- um.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.