Dagur - 09.10.1998, Blaðsíða 5
FðSr V'DAG'UR' <9 . 0 K'T'Ó'&B'R 1 99 V - 5
FRÉTTIR
Vestfir ðingar vilj a
fá fleiri j arðgöng
Vestfjarðagöngin hafa reynst mikil samgöngubót, en Vestfirðingar vilja
einnig frá göng undir Hrafnseyrarheiði.
Krafa Vestfirðinga sú
að þama verði hægt að
hjóða upp á samgöng-
ur sambærilegar við
það sem tíðkast auu-
ars staðar á laudiuu.
Fjórðungssamband Vestfirðinga
ályktaði á nýafstöðnu þingi um
samgöngumál og er þar m.a. far-
ið þess á Ieit við Atvinnuþróunar-
félag Vestfjarða í samráði við
Byggðastofnun að það láti fara
fram úttekt á gildi vegar milli
Þingeyrar og Bíldudals.
Vegurinn liggur sem kunnugt
er um Skipadal í Arnarfirði um
Hrafnseyrarheiði, en hæð henn-
ar er 552 metrar yfir sjávarmáli,
og niður í Brekkudal, sunnan
Þingeyrar. Haukur Már Sigurðar-
son á Patreksfirði, formaður
Fjórðungssambandsins, segir að
á þinginu hafí umræðan snúist
um það hvort það væru yfirleitt
einhveija samgöngur. Yfir vetrar-
tímann væri heiðin ófær vegna
snjóa og yfir sumarið væri spurn-
ing hvort þetta væri samgöngu-
leið vegna þess að vegurinn sé
mjög brattur, oft sundurgrafinn
og grófur.
„Krafan er sú að þarna sé hægt
að bjóða upp á samgöngur á borð
við það sem tíðkast annars staðar
á Iandinu. Framtíðarlausnin er
hins vegar sú að þarna verði ráð-
ist í jarðgöng. Við viljum hins
vegar ekki Ieggja það mikla
áherslu á kröfuna um jarðgöng
nú að það verði til þess að sam-
gönguleysið við norðursvæðið fái
ekki aðrar úrbætur á meðan. Við
höfum einnig verið að horfa til
þess að komið verði á ferjusam-
göngum milli Bíldudals og Þing-
eyrar en sú tillaga náði ekki sam-
þykki þingsins, en hún hefur ver-
ið flutt þrjú þing í röð. Eg tel
þessa leið hins vegar ekki raun-
hæfa. Þetta samgönguleysi veld-
ur hins vegar því að fiskur á
mörkuðum hér er frekar seldur
til Suðurnesja en Isafjarðar, það
er ekki hægt að koma honum
norður eftir með góðu móti,“ seg-
ir Haukur Már Sigurðarson.
I vegaáætlun er gert ráð fyrir
120 milljónum króna til jarð-
gangarannsókna á Austurlandi,
Norðurlandi og Vestfjörðum.
Jarðgöng undir Hrafnseyrarheiði
eru áætluð 4,7 km Iöng, kostnað-
ur 2 milljarðar króna og munu
tengja saman 5.600 manna
byggð og stytta vegakerfíð um 13
km. Göng milli Sigluljarðar og
Ólafsfjarðar um Héðinsfjörð
yrðu alls 6,2 km, annars vegar
3,5 km og hins vegar 2,7 km,
kostnaður 3 milljarðar króna og
tengja 2 þúsund manna byggð á
Siglufírði við Eyjafjörð. Þríarma
göng milli Seyðisíjarðar og Nes-
kaupstaðar um Mjóafjörð yrðu
hins vegar 18,6 km að lengd og
kostnaður ekki undir 9 milljörð-
um króna. — GG
Kristinn H. Gunnarsson: Stöð 2 bað
hann afsökunar.
Ekkiboðiðí
Framsókn
„Ég hef ekki fengið nein atvinnu-
tilboð frá öðrum flokkum. Það
var ekkert frá mér £ frétt Stöðvar
2 um að ég hafí fengið tilboð og
ég hef þvert á móti sagt að svo
væri ekki,“ segir Kristinn H.
Gunnarsson, um fréttir um að
honum hafi verið boðið sæti á
lista hjá Framsókn á Vestfjörð-
um. „Það sem mér sýnist að hafi
gerst hjá Stöð 2 er að það er tek-
ið út úr fréttinni í fréttayfírlitið
og þar segir annað en í fréttinni
sjálfri. I yfirlitinu sagði að mér
„hafi verið boðið og ég sé að
hugsa málið“. Hvorugt er rétt.
Mér hefur ekki verið boðið sæti á
nokkrum lista og það sem ég er
að hugsa um, og ætla að gera upp
innan fárra daga, er aðild mín að
samfylkingunni. Þama setti Stöð
2 svar mitt um umhugsun í allt
annað samhengi. Ég hef þegar
rætt við þá á Stöð 2 og þeir hafa
viðurkennt mistök sín og beðið
mig afsökunar,“ segir Kristinn.
- S.DÓR
Geðsjiikdómar dýrastir
Geðsjúkdómar eru líklega sá sjúkdómaflokkur sem er hvað dýrastur
af öllum sjúkdómaflokkum, eða með þeim dýrustu, bæði fyrir ein-
staklinga og samfélagið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í
skýrslu nefndar um stefnumótun í málefnum geðsjúkra sem afhent
verður Ingibjörgu Pálmadóttur við upphaf málþings um mannréttindi
og geðheilbrigði á morgun. „Við erum með upplýsingar um til dæmis
örorku af völdum sjúkdóma. Þeir sem eru með geðsjúkdóma fá um
þriðjung allra greiddra örorkubóta. Þeir eru að fá á bilinu 1300-1400
milljónir á ári,“ segir Tómas Zoéga, formaður nefndarinnar.
I skýrslunni er lögð áhersla á átak í málefnum barna og unglinga,
vakin athygli á málefnum einstaklinga með lang\'arandi geðsjúkdóma,
ftarlegur kafli er með tölum um áfengis- og vímuefnavandamál og
fjallað um geðdeildir spítalanna. — HI
Þórður í Skógiun verðlauuaður
„Um áratugi hef ég verið £ hlut-
verki safnarans, knúinn áfram
af innri, meðfæddri hvöt en
aldrei haldinn þeim hégóma að
ég væri að vinna mér eitthvað
til lofs,“ sagði Þórður Tómas-
son, safnvörður að Skógum,
sem í gær fékk umhverfísverð-
laun Ferðamálaráðs.
„Ég tek við heiðri þessa dags
f auðmýkt og í þökk eins og öllu
góðu sem fram er rétt. Um-
hverfismál eru mikið til um-
ræðu í dag og hver einstakling-
ur skapar umhverfi og á þátt f
að skapa öðrum umhverfi með
daglegri framgöngu og með
Guði að gera land okkar fegurra
og betur búið til að fóstra komandi kynslóðir og veita þeim yndi.
Heiðurinn nú er hvöt til að duga enn betur,“ sagði Þórður
Halldór Blöndal samgönguráðherra afhenti verðlaunin á Ferða-
málaráðstefnunni á Akureyri í gær. Hann sagði að gott skipulag á af-
þreyingu í byggð væri hluti af því að draga úr áníðslu á viðkvæmri
náttúru landsins. Ferðamálaráð teldi að Byggðasafnið á Skógum væri
eitt besta dæmið um vel heppnaða uppbyggingu í afjrreyingu. Viður-
kenningin væri veitt fyrir að bjarga efnislegum þjóðargersemum og
það sem meira væri um vert, fyrir að minna Islendinga á uppruna
sinn.
Tagir milljóna króna
í nýtt tjaldstæði
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri, vígalegur á gröfunni, tekur
fyrstu skóflustunguna að nýju útvistar- og tjaldstæði.
Bylting í tjaldstæðis-
máliun á Akureyri þeg-
ar tjaldstæðin verða
flutt í Kjamaskóg.
Framkvæmdir hófust hjá Akureyr-
arbæ í gær við nýtt tjaldstæði að
Hömrum í Kjarnaskógi. Um er að
ræða fjárfreka framkvæmd en
heillavænlega f>TÍr ferðamennsku
á Akureyri að sögn umhverfis-
stjóra bæjarins. Strax næsta sum-
ar er vonast til að ný tjaldstæði
bjóðist ferðamönnum í Kjarna-
skógi. Skátafélagið Klakkur mun
sjá um reksturinn í framtíðinni,
en bærinn sér einn um kostnað
framkvæmda. I tengslum við
þetta skref er uppbygging á úti-
íffsmiðstöð skáta sem verður til
hliðar á Hömrum 2.
„Flutningur tjaldstæðisins hef-
ur gríðarlega mikla þýðingu þar
sem núverandi tjaldsvæði í Þór-
unnarstrætinu er mjög þröngt og
gefur ekki möguleika á því sem
fólk vill í dag. Almenningur vill
aukið rými og geta komið bílum
að sem næst tjöldunum. Akureyri
býr yfir öðru fjölmennasta tjald-
svæði landsins þrátt fyrir þrengsl-
in. Við erum að fá 18.000-22.000
manns og það er aðeins í Skafta-
felli sem fleiri tjaldbúar gista.
Þetta er því mjög mikilvægt skref
fyrir ferðaþjónustuna," segir Arni
Steinar Jóhannsson, umhverfis-
stjóri.
Byrjunarframkvæmdirnar sem
eru aðallega jarðvegsvinna, kosta
5,2 milljónir króna, en sú upp-
hæð er aðeins brot af þeim pen-
ingum sem Akureyrarbær áætlar í
verkið. Árni Steinar segir að Iagt
sé upp með um það bil 50 millj-
ónir til að byija með en hann seg-
ir óráðið hve uppbyggingunni sé
ætlaður langur tími. „Það fer eftir
því hvað menn treysta sér í mildar
Ijárveitingar á næstunni. Skátarn-
ir stíla upp á að þetta geti verið
komið í gott rekstrarform þegar
landsmót skáta verður haldið á
Akureyri árið 2002,“ segir Árni
Steinar. — BÞ
Smygldömar mildaðir
Hæstiréttur hefur mildað all-
nokkuð dóma yfir fjórum sjó-
mönnum sem uppvísir urðu að
stórfelldu smygli á vodka, viskí,
spíra og sígarettum með Skógar-
fossi í maí 1997.
Þeir voru sakfelldir fyrir að
smygla alls 416 lítrum af vodka,
142 lítrum af viskí, 24 lítrum af
gini, 331 Iíter af 96% spíra og
miklu magni af sígarettum. I
undirrétti voru þeir Sveinn Hall-
ur Másson, Hjörtur Jónasson,
Ólafur V. Ingimundarson og Sig-
urgeir Pálsson dæmdir í 30 til 60
daga fangelsi hver og gert að
greiða á bilinu 600 þúsund krón-
ur til 2,2 milljóna króna í sekt,
en refsivistin skilorðsbundin hjá
öllum. í Hæstarétti var dómur-
inn sá að um enga refsivist skyl-
di vera að ræða, en sektirnar á
bilinu 500 þúsund til 1,5 millj-
ónir króna. Þeir eiga aftur á móti
að sitja inni í tvo til Ijóra mánuði
greiðist sekt ekki innan tilskilins
frests. — FÞG