Dagur - 10.10.1998, Page 5
KAVGARWAGUA 10. OKTÓÉÉR 1998 -^21
MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU
Aldaraímæli Hag'aKns
„Menn ciga náttúrn-
lega ekki að leyfa sér
að skrifa bækur g
nema hafa
frásagnargáfu. “
Hundrað áreru í dag liðinfráfæðingu Guð-
mundarG. Hagalín. Afkösthans eru óumdeild
og sömuleiðis vinsældirmeðal lesenda samtíðar
hans. Menn eru hins vegarekki á eittsáttirum
framlaghans til íslenskra bókmennta...
Fyrir sléttum hundrað árum síðan fæddist Guðmundur G. Hagalín á
Vestfjörðum og á hann því nú aldarafmæli en hann lést árið 1985.
Hann er einn afkastamesti lausamálshöfundur þjóðarinnar, skrifaði
og þýddi yfir 50 bækur (handskrifaði N.B.). Honum hefur verið lýst
sem einum „aðsópsmesta rithöfundi sinnar samtíðar' en fýrsta bókin
kom út árið 1921, þótt þekktastar séu þær Kristrún í Hamravik og
Sturla í Vogum frá 1938 sem skrifuð var að einhverju leyti til höfuðs
Sjálfstæðu fólki, nánar tiltekið Bjarti í Sumarhúsum. Bjartur var
ekki mannlýsing sem Guðmundur G. Hagalín felldi sig við. Kjark-
mikla hetjan var Islendingur Hagalíns, einyrkinn sem hristir af sér
mótlæti.
Bókmenntaheimurinn hér tók ekki alltaf undir með Hagah'n, þótt
almenningur hafi lesið bækur hans. „Pólitík" og ekkert annað segir
Indriði G. Þorsteinsson. Olafur Jónsson, bókmenntagagnrýnandi,
skrifaði hins vegar strax árið 1969 í tímaritinu Skírni að margt af
verkum Guðmundar væru þegar tekin „að mást og fyrnast" og hefur
aðrar skýringar en Indriði. Móralskur boðskapur Guðmundar og
rómantísk einstaklingshyggja verði stundum svo stílfærð „að hún
nálgast mörk hins afkára." Hann telur jafnframt að einstaklings-
hyggjan og félagshyggjuboðskapur Hagalíns, séu tveir og ósamrým-
anlegir þættir í verki hans.
Þrátt fyrir afköstin og þátttöku Guðmundar í þjóðlífinu hafa yngri
kynslóðir fræðimanna ekki tekið höfundaverk hans upp á arma sína.
Því var ákveðið að Ieita til þriggja ólíkra rithöfunda og fá álit þeirra á
verkum Guðmundar, framlagi hans til bókmenntasögunnar í Iandinu
og manninum sjálfum.
LÓA
Kristrún í Hamravík frábær
Guðrún Helgadóttir, rithöfundur, vann eitt
ár á fræðslumálaskrifstofunni í Reykjavík
rétt eftir stúdentspróf en þá var Guðmundur
bókafulltrúi ríkisins og hafði skrifstofu á
sama stað í Arnarhvoli. „Þá
kynntist ég karlinum svo-
lítið. Eg var svona ritarinn
hans, skrifaði bréfin hans.“
Hún segist „að sjálfsögðu"
hafa lesið einhvetjar hæk-
ur hans. „Guðmundur var
náttúrulega afskaplega vel
þekktur höfundur í minni
harnæsku. Ég þekkti ósköp
vel til hans hóka og allt
sæmilega upplýst fólk hafði
Iesið Kristrúnu í Hamravík
og þessar bækur. Hann var
mjög mikið Iesinn, þegar
ég var krakki.“
-Einhver sérstök hók edu
persóna sem er þér minnis-
stæðust?"
Mér fannst Kristrún í Hamravík frábær
saga. Eg las þetta á þeim tíma þegar maður
var óskaplega opinn og móttækilegur fyrir
öllu. Hann var ágætis rithöfundur, auðvitað
barn síns tíma en ég held að þær hafi alveg
haldið gildi sínu. Hann lagði sitt til að ís-
lensk tunga týndi ekki niður ýmsum sér-
kennum. Nú auk þess var hann afskaplega
indæll og skemmtilegur maður og mér finnst
mjög gaman að hafa átt þess kost að hafa
fengið að vera með honum smá stund."
„Ég þekkti ósköp
vel til hans bóka
og allt sæmilega
upplýst fólk hafði
lesið Kristrúnu í
Hamravík og
þessar bækur.“
Pólitísk básaskipan
„Já, það hefur verið undarleg þögn í kringum
hann Guðmund Hagalín,11 sagði Indriði G.
Þorsteinsson rithöfundur.
„Hann var ekki þeim meg-
in á merinni í pólitík sem
passaði fólki. Þetta var
topphöfundur og skrifaði
m.a. Gróður og sandfok
sem verður að skoða sem
tímamótaverk á þeim tíma.
Þá þorði enginn að and-
mæla neinu, einræði, of-
beldi eða pólitík en Guð-
mundur bara óð fram og
skrifaði sína bók, andmælti
kommúnismanum og sov-
étkerfinu og hún stendur
enn. Það eru nú ekki marg-
ir sem eru þannig, menn
...þá voru allir í
sósíalisma og ef
höfundur skrifaði
ekki sósíalisma
þá var hann bara
ómögulegur.
vilja heldur skríða í hléið og láta mata sig
eins og pútur í hlaðvarpanum. Þetta var eig-
inlega eina andspyrnan gegn þessu komma-
dekri hér sem er nú að dvína núna. En hann
galt fyrir það á sínum tíma. Menn reyndu
að „degradera" hann eins og þeir gátu. En
Guðmundur hristi allt af sér og var mikil
Vestfjarðarhetja."
Ortu um hann ílím
-Þannig að þú kennir pólitíkinni alfarið um
að ekki liefur meira verið með hann látið nú
síðustu áratugi. Ekki t.d. að hækur hans hafi
ekki horið með sér miklar nýjungar?“
Hann hafði mikið nýtt fram að færa, m.a. að
bækur á Islandi eiga að vera með rætur í ís-
Iendingseðlinu. Astandið í Iandinu var bara
þannig að öllu var skipt uppí bása eftir póli-
tík. Um leið og Sturla í Vogum kom út þá
þurfti að kála henni og var farið að yrkja um
hana flím og vitleysu eins og þessu sem var
mikið flaggað: Það er undarleg þjóð
- sent þykir hókin um Sturlu í Vogum góð.
-Hvernig tók almenningur þessum tveimur
andstæðu hókum, Sturlu t Vogum og Sjálf-
stæðu fólki?"
Sjálfstætt fólk var nú ekkert sérstaldega víð-
Iesin f byrjun. Hún var bara kanóníseruð eft-
ir á. En Sturla í Vogum var ekki eins mikið
verk og Sjálfstætt fólk sem er náttúrulega
stórvirki af höfundarins hálfu. En það
breytti ekki því að Sturla í Vogum gat verið
ágæt fyrir það.“
-Hvað finnst þér hans merkilegasta framlag í
bókmenntunum?"
Það er hún Kristrún í Hamravík, hún er ein-
stæð og verður ekki jafnað við nokkurn
skapaðan hlut sem skrifaður er í landinu.
Hún verður svo mikil vestfirsk kjarnakerling
í höndunum á Guðmundi . En það varðaði
fáa um það, þá voru allir í sósíalisma og ef
höfundur skrifaði ekki sósíalisma þá var
hann bara ómögulegur. Hann var að vísu
ekki mikill stílisti en hann hafði þessa gífur-
legu frásagnargáfu. Menn eiga náttúrulega
ekki að leyfa sér að skrifa bækur nema hafa
frásagnargáfu."
Alþýðan bögguð
- Heldur þú að hækur hans muni lifa í næstu
bókmenntasögu 20. aldar?"
Það fer nú eftir því hver skrifar þá bók-
menntasögu. Það er ekki nokkur vottur af
hlutlægu mati á bókmenntasögu hér, ekki
hinni nýrri a.m.k.“
-Einstaklitigshyggjan í dag gæti þá kannski
orðið til að íslendingar færu að sækja í
kjamafólk Guðmundar?"
Það gæti vel verið. Annars er alþýðan á ís-
landi bögguð af pólitíkinni, eins og þeir
segja strákarnir. Alþýðan hefur verið bögguð
alla þessa öld, til hægri og vinstri. Hún var
bögguð í Rússlandi, bögguð í Þýskalandi,
bögguð hér og allstaðar eiginlega. Og það er
aldrei friður með neina hlutlæga skoðun á
neinu vegna þess að það er allt böggað. En
Guðmundur er góður og stendur fýrir sínu.“
FulLmiklar tilgangsbókmenntir
Andri Snær Magnason, rithöfundur, hefur
lesið sitthvað eftir Guðmund en hans fyrstu
kynni var smásagan Móðir
hamanna sem hefur verið
skyldulesning í sumum
framhaldsskólum. Andri
telur að Guðmundi sé eng-
inn greiði gerður með
skyldulestri á þessari sögu.
„Þetta er kona sem er í
upphafi hálfgerður Neand-
erdalsmaður, sefur hjá ein-
hverjum körlum og eignast
tvö börn. Hún er einhvern
veginn meira dýr en mann-
eskja. Svo endar sagan á
því að það er verkfall, hún
gengur í verkalýðsfélagið
og hún verður hnarreist
kona. Þetta fannst mér
eins og einhver rússneskur
sósíalrealismi. Þessi fyrstu kynni kveiktu
ekki mikla löngun hjá mér til að lesa meira."
Það var siðferðisboðskapurinn sem var
einum of ber, fannst Andra - „nánast eins og
samið fyrir Dagsbrún. Þetta er auðvitað barn
síns tíma, en maður Ias þetta ekki sem slíkt.
Mér fundust þetta svona fullmiklar tilgangs-
bókmenntir. Hann er heldur ekki eins mikill
nýjungamaður og Laxness og Þórbergur og
þá verður maður bara að lesa hann með
bliðsjón af því, í takt við t.d. Jón Trausta. Ég
held að hann höfði ekki eins til fólks í dag
og Laxness og Þórbergur - en þegar þeir eru
orðnir gamaldags er kannski hægriað fara að
nálgast hann á einhverjum öðrum forsend-
um. Ég hef í rauninni ekki fundið hjá mér
neina köllun til að skilja hann af því að það
eru svo margir búnir að segja manni að
hann sé góður. Það er svo mikil hætta á að
fólk viti að höfundur sé merkilegur - ekki að
því finnist hann merkilegur. En ég hef nátt-
úrulega 50 ár til að lesa hann...“
Þetta fannst mér
eins og einhver
rússneskur sósíal-
realismi. Eftir það
var maður ekkert
iðandi i skinninu
eftir að lesa
meira.
Leikfélag
Akureyrar
Verkefni leikársins 1998-1999
Rummungur
ræningi
Ævintýri fyrir börn með
tónlist og töfrum eftir
Otfried Preussler.
Pýðendur: Hulda Valtýsdóttir
og Sigrún Valbergsdóttir.
Söngtextar: Hjörleifur Hjartarson.
Tónlist: Daníel Þorsteinsson
og Eiríkur Stephensen.
Leikarar: Aðalsteinn Bergdal,
Agnar Jón Egilsson,
Halla Margrót Jóhannesdóttir,
Oddur Bjarni Þorkelsson
og Þráinn Karlsson.
Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason.
Leikmynd og búningar:
Messíana Tómasdóttir.
Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir.
Næstu sýningar
3. sýning laugardaginn
10. okt. kl. 14.00.
4. sýning sunnudaginn
11. okt. kl. 14.00.
5. sýning fimmtudaginn
15. okt. kl. 15.00
6. sýning laugardaginn
17. okt. kl. 14.00
7. sýning sunnudaginn
18. okt. kl. 14.00
Önnur verkefni
leikársins
Pétur Gautur
eftir Henrik Ibsen.
Eitt mesta leikna sviðsverk
allra tíma.
Frumflutningur nýrrar þýðingar
Helga Hálfdánarsonar.
Tónlíst: Guðni Fransson.
Búningar: Hulda Kristín
Magnúsdóttir.
Lýsing og leikmynd:
Kristín Bredal.
Leikstjóri: Sveinn Einarsson.
Frumsýning
28. desember.
Systurí
syndinni
eftir Iðunni og
Kristínu Steinsdætur.
Tónlist: Hróðmar Ingi
Sigurbjörnsson.
Aðalflytjendur tónlistar:
Tjarnarkvartettinn.
Lýsing: Ingvar Björnsson.
Leikmynd og búningar:
Elín Edda Árnadóttir.
Leikstjórn:
Kolbrún Haltdórsdóttir.
Frumsýning
áformuð 12. mars.
Sala áskriftarkorta er hafin.
Notið ykkur frábær kjör á
áskriftarkortum og
eigið góðar stundir í
fallegu leikhúsi á
landsbyggðinni.
Miðasalan er opin frá
kl. 13 -17 virka daga nema
mánudaga og fram að
sýningum sýningardaga.
Listin er löng er lífið stutt.
Sími 462-1400.