Dagur - 10.10.1998, Page 7
Xfc^nr
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 199B - 23
„Annars les ég ekki bækurnar mínar þegar þær eru komnar út. Ég segi eins og dr. Björn Sigfússon: „Ég skrifaði þessa
bók en ég hefekki lesið hana.“ Ég er fegin þegar við kveðjumst með virktum, ég og þessar pesónur sem höfum verið
að leika okkur saman í nokkur ár.“
inn að aðalpersónu í þessu sjón-
arspili finnst mér vera þvílíkt
fyrir neðan allar hellur að ég á
ekki orð yfir það.“
- Þú hlýtur að hafa sagt útgef-
andanum þínum þetta.
„Margoft og við erum sam-
mála, eða svo segir hann.“
- Nú vita þeir sem tengjast
hóhmenntaheiminum á einhvem
hátt að það er viss krafa á rithöf-
unda að gefa út með vissu milli-
hili.
“Ein bakhlið á launasjóðnum
má segja að sé óbein krafa um
framleiðslu. Um hver áramót
ber rithöfundum að skila Iauna-
sjóðnum skýrslu um hvað þeir
hafi unnið. Ef eitthvað er and-
stætt skýrslu er það skáldskapur
og listsköpun. Bækur eru ekki
framleiddar á færibandi, þær
þurfa sinn tíma. Það er ekki
hægt að ætlast til að rithöfund-
ar hristi bók fram úr erminni
annað hvort ár. Það geta komið
fáein ár þar sem þetta er hægt
en ég hef ekki trú á að slíkt
dæmi geti gengið til lengdar,
það verður einfaldlega út-
þynning.
Síðan er ákveðin krafa frá
útgefendum og svo er bara
svo mikill hraði í samfélaginu
að ef höfundar gefa ekki út í
nokkur ár þá er litið svo á að
þeir séu hættir að skrifa.
Þetta var ekki svona. Aður var
reiknað með að bækur þyrftu
tíma til að verða til.
Utgefendur borga höfund-
um sínum ekki vel fyrir bæk-
ur þeirra heldur benda sífellt
á Launasjóðinn. Það er auð-
mýking fyrir rithöfund að
geta ekki lifað af verkum sín-
um. Síðan er alltof þröngur
hópur rithöfunda sem er á
spena hjá Launasjóðnum. Eg
er í þeim hópi þannig að ég
ætti kannski ekki að tala
svona, því ég veit ekki hvern-
ig ég færi að ef ég væri þar
ekki. En þetta breytir engu
um það að bókmenntirnar þurfa
að endurnýjast og ég hef áhyggj-
ur af ungu fólki sem er að fara
inn á þessa braut því það er ekki
reynt að greiða götu þess. Mað-
ur þarf að vera léttgeggjaður til
að gera rithöfundastarfið að
ævistarfi og ég dreg venjulega
heldur úr þeim sem hyggjast
gera það. Til að fara inn á þessa
braut þarf fólk að vera haldið
þvílíkri innri þörf að það geti
ekki hugsað sér nokkuð annað.
Þess vegna hikaði ég svo lengi.
Ef manneskja fer út á þessa
braut þá eru nokkur atriði sem
hún verður að gera sér fulla
grein fyrir: Hún lifir - ekki á
þessu, hún verður að vera reiðu-
búin að taka kjaftshöggunum og
þarf helst að koma sér upp mjög
góðum maka.“
Þá er ég ekki með
- Á seinni árum hefurðu hlotið
verðlaun og tilnefningar til verð-
launa. Hvemig tilfinning er það
að fá skyndilega svo mikla at-
hygli eftir að hafa verið að skrifa
í mörg ár?
“Þegar ég byrjaði að skrifa fór
ég með veggjum og það er enn
mín staðföst stefna. Eg vil ekki
þessi læti. Þegar ég gaf út fyrstu
bókina mína sagði einn ágætur
vinur minn, sem þekkti vel til
bókaútgáfu, við mig: „Veistu
Fríða mín, til þess að gefa út
bækur þarftu að hafa hóp á bak
við þig sem ýtir þér áfram.“
Þetta var á þeim árum þegar
enn var verið að skipta höfund-
„Ég hefaldrei rekist vel
í hópi,félögum eða klíkum
þarsem línureru lagðar.
Efþað erþannig að maður
þuifi að hafa stuðnings-
mannahóp á bak við sig
til að bækurmanns séu
metnarþá erég ekki með.
Ég tek ekki þátt í þessu
gúrúa-lærisveina og
meyja- syndrómi. “
um í hægri og vinstri, góða og
vonda. Þegar skiptingin hafði
einu sinni átt sér stað var hún
óumbreytanleg. Þetta er svona
enn þann dag í dag en nú sýnist
mér skiptingin byggjast á því
hvort höfundarnir eru í réttum
menningarhópum eða ekki. Ég
hef aldrei rekist vel í hópi, fé-
lögum eða klíkum þar sem línur
eru lagðar. Ef það er þannig að
maður þurfi að hafa stuðnings-
mannahóp á bak við sig til að
bækur nianns séu metnar þá er
þannig að fólk skilji þau. Það er
eitthvað mjög bogið \ið skrif um
bókmenntir þegar fólk sem hef-
ur lesið bækur alla sína ævi, fær
kannski í hendur grein um upp-
áhalds bókina sína og ætlar að
lesa hana sér til ánægju og auk-
ins skilnings og skilur ekki eitt
einasta orð.
Ég get nefnt eina bók um
bókmenntir sem ég var ákaflega
glöð að lesa því hún var skrifuð
á þann hátt sem mér finnst að
eigi að skrifa um bókmenntir.
Það var bók Dagnýjar Kristjáns-
dóttur, Kona verður til. Henni
tókst á einhvern undursamlegan
hátt að gera flókunustu kenn-
ingar skiljanlegar."
ég ekki með. Ég tek ekki þátt í
þessu gúrúa-Iærisveina og
meyja- syndrómi.“
- Heldurðu að einhver rithöf-
undur hafi haft áhrif á þig um-
fram aðra?
„Ég bara veit það ekki.“
- Hvað með Doris Lessing?
„Ég hef alltaf verið mjög hrif-
in af Doris Lessing. Ég hef ekki
lesið betri úttekt á 20. öldinni
en þá sem hún gerði í Children
of Violence. En það eru svo
margir höfundar sem ég dáist
að. Til dæmis Heinesen. Svo
hef ég mjög gaman af japönsk-
um og kínverskum ljóðum.
Jú, ég get nefnt einn höfund
sem hefur örugglega haft áhrif á
mig. Það er Olöf frá Hlöðum.
Ljóð hennar gerðu mér ljóst að
það var hægt að yrkja öðruvísi.
Ég man að mér fannst það upp-
lifun.“
- Sérðu einhverja þróun á
skaldskaparferli þínum?
„Mér finnst ég alltaf vera að
tyggja upp það sama.“
- Og hvað þá?
„Ég er ekki einu sinni viss
um það. En mér finnst við
ekki meta lífið nógu mikils
sem þá gjöf sem það er. Sjálf
er ég mjög óviss í lífinu og
því eldri sem ég verð því
óvissari verð ég og því minna
finnst mér ég vita. Ég les
reyndar í bókum að það sé
merki um visku en ég verð
heldur ekki vör við hana.
Ég er ein af þessum bjart-
sýnismanneskjum sem trúi
því að það sé alltaf von; að
það sé alltaf hægt að finna
einhveija leið ef maður leitar
nógu vel. Kannski er það
einmitt það sem ég er að reyna
að segja í sögum mínum.
Því er stundum skotið að
mér að ég skrifi póst-
módernískt. Ég er ekki hress
með það enda ekki rétt sam-
kvæmt skilgreiningu. Ég hef
verið að lesa mér til um póst-
módernismann til að reyna að
skilja hvað er hér á ferð. Því
meira sem ég Ies því nær kemst
ég því að þetta sé meira eða
minna rugl.“
Nú eru hókmenntaskrif
stundum æði tyrfin lesning fyrir
hinn almenna lesanda. Hver er
skoðun þín á slíkum skrifum?
„Ég hef haft þá grundvallar-
skoðun, og hafði hana í mínu ís-
lenskunámi í Háskólanum og
fékk stundum bágt fyrir, að skrif
um bókmenntir eigi að vera
Að vera á eyj-
nnni silltli
- Verða per-
sónur þinar
mjög lifandifyrir
þér þegar þú ert
að skrifa?
„Já, sumar
hverjar reynast
ansi frekar og
maður lendir í
hálfgerðum
slagsmálum við
þær. Þegar mað-
ur er að vinna við verk er maður
með það í höndunum allan sól-
arhringinn. Mann dreymir það.
Það er aldrei friður. Þetta er eins
og ásókn.
Það er hægt að skapa allt
mögulegt með hugsuninni og
ímyndunaraflinu og innsæinu.
Að skrifa skáldverk er eins og að
vera á eyju með taugar sem
Iiggja eins og snæri út til hins
raunverulega heims. Það getur
verið freistandi að sleppa þess-
„Einn læknirsagði
mérað ég ætti að lifa
lífinu eins og ég væri
vafin inn í bómull. En
ég nenni ekki að lifa
svoleiðis lífi. “
minna bóka. Ég hef átt við
heilsuleysi að stríða og svo þarf
ég bara ákveðinn tíma.“
- Hvernig lýsa þessi veikindi
sé?
„Síðan 1973 hef ég átt við
óttalegt heilsuleysi að stríða, að
vísu með hléum, þannig að ég
er að halda upp á aldarljórðungs
veikindaafmæli á þessu ári. Ég
er mjög hneyksluð á því að hafa
fengið sjúkdóma sem ég vissi
ekki einu sinni að væru til.
Blessuð sólin sem ég elska
meira en flest annað er mér
ákaflega erfið og ég verð alltaf
að ganga með dökk gleraugu.
Ég á mjög erfitt með að vera í
þurru lofti og það er erfitt fyrir
mig að tala mik-
ið vegna þess að
ég vil missa
röddina. Ég var
lengi vel að
basla við að lesa
upp en þegar ég
komst nálægt
því að vera
hrópuð niður á
upplestri hjá
eldri borgurum
þá horfðist ég í
augu við að það
þýddi ekkert að
láta svona. Þetta eru staðreynd-
irnar og ég verð að taka þeim.“
- Verðurðu aldrei örg vegna
þessa?
„Ég skal fúslega viðurkenna
að ég hef oft orðið æfareið og
stundum gefist upp. En hún
hefur alltaf lúrt þarna vonin um
að ég fyndi leiðir til að lifa
þokkalegu Iífi. Einn Iæknir sagði
mér að ég ætti að lifa lífinu eins
og ég væri vafin inn í bómull.
En ég nenni ekki að lifa svoleið-
um taugum og vera kyrr á eyj-
unní sinni. En til að skáldskap-
urinn geti orðið til verður mað-
ur að halda fast f taugarnar,
annars fer allt í rugl. Það er
auðvelt að missa jafnvægið í
þeim leik. Annars les ég ekki
hækurnar mínar þegar þær eru
komnar út. Ég segi eins og dr.
Bjöm Sigfússon: „Ég skrifaði
þessa bók en ég hef ekki lesið
hana.“ Ég er fegin þegar við k\’eðj-
umst með virktum, ég og þessar
pesónur sem höfum verið að leika
okkur saman í nokkur ár.“
- Ertu nokkur ár að skrifa
hverja hók?
„Sonur minn segir að það sé
með mig eins og heimsmeistara-
keppnina í knattspyrnu. Ég
þurfi Ijögur ár að búa mig undir
keppnina. Það hafa venjulega
liðið þrjú til fjögur ár milli
is Iífi. Hann sagði mér líka að
drottinn legði alltaf líkn með
þraut og sagði það svo oft að ég
sagði við hann. „Ef þú segir
þetta aftur þá kýli ég þig!“ En ég
held, þrátt fyrir allt, að þetta sé
rétt hjá honum. Og þegar ég hef
sest niður og sagt: „Ég get þetta
ekld lengur, ég þarf hjálp," þá
hefur hjálpin komið. Kannski
ekki á þann hátt sem ég bjóst
við en hún hefur alltaf kornið."
- Þú trúir þá á æðri forsjá.
„Auðvitað geri ég það. Held-
urðu að mér komi til hugar að
þetta sé allt tilgangslaus tilvilj-
unr Slíkt hvarflar ekki að mér.
Það hvarflar ekki að mér heldur
að við séum æðsta birtingarform
lífsins. Það er ekkert í sögu
mannkynsins sem getur sann-
fært mig um það.“