Dagur - 10.10.1998, Page 8

Dagur - 10.10.1998, Page 8
t 24 - LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 LÍFIÐ í LANDINU Kristján Ingvar Jóhannsson óperu- söngvari á jólatónleikum íAkureyr- arkirkju á síðasta ári. „Hann getur verið misupplagður á tónleikum og tekist misjafnflega upp sönglega séð en samt sem áður kemur fólk í skýj- unum aftónleikunum. Það ereitt- hvað sem hann hefur gefið meira en aðeins sönginn, það er tilfinningin og hlýjan sem gamli maðurinn hafði.“ mynd: brink „Konnamr“ erdálítið sérstök nafngift. Everjir eru Konnarar? Þau eru tilfinninga- og hæfileikarík,fljót upp enjafnframt hlýleg. Þaugefa hlýju í söng- inn. Þau eru Konnarar. „Þetta er til- komið vegna þess að afi okk- ar hét Konráð (Jóhannsson gullsmiður á Akureyri),“ segir Jóhann Már Jóhanns- son, hóndi og söngvari í Keflavík í Skagafirði. „Fyrst voru synir hans, pabbi og hans bræð- ur, kallaðir Konnarar en síðan færðist þetta yfir á okkur systk- inin, sérstaklega okkur bræð- urna. Þetta hefur aðallega verið sett á okkur en minna á börn hinna bræðranna, kannski vegna þess að við höfum verið meira í sviðsljósinu en annarra Konnara börn.“ Úr báðiun ættum Tónleikarnir sem haldnir verða á Akureyri í dag eru til minning- ar um Jóhann Konráðsson, Jóa Konn. Hann fæddist 16. nóvem- ber 1917 á Akureyri, og bjó þar allt sitt líf. Hann lést 27. desem- ber 1982. „Stóri vinningurinn" í lífi Jóhanns var Fanney Odd- geirsdóttir, eins og hann segir sjálfur frá í minningum sínum, Jói Konn og söngvinir hans, sem Gísli Sigurgeirsson fréttamaður skráði og Skjaldborg gaf út 1983. Fanney er frá Grenivík og söngurinn er ekkert síður í hennar ætt en Jóhanns. „Það virðist vera rík músík í okkur systkinunum. Það er bæði föður- og móðurarfur. Það var mikið sungið í báðum ættum og svo voru þau nú þremenningar pabbi og mamma," segir Jóhann Már. Hunduriim þekkti Koimara „Eg átti hund sem þekkti Konn- ara úr þegar þeir sungu,“ segir Jóhann Már en Omar Ragnars- son gerði þennan hund lands- frægan. „Hann settist á rassgatið og spangólaði og tók undir um leið og það var Konnari. Hann gerði ekki greinarmun á mér, pabba eða Kristjáni en um leið og það var Pavarotti, Domingo eða einhver annar sem söng þá heyrðist ekki bofs í honum þannig að hann þekkti þennan konnarablæ. Ég held satt að segja að það sé þessi blær í röddinni sem við eigum öll sam- eiginlegan. Systur mínar sungu mjög mikið líka þegar þær voru yngri og svo bættist Svavar við fyrir nokkuð mörgum árum en það er lítið til af honum á plöt- um þannig að hundurinn gat ekki prófað hann.“ Konnarar af báðum kynjum sveija sig £ ættina. Jóna Fanney Svavarsdóttir kemur fram á tón- leikunum í dag. Gísli Sigurgeirs- son Iíkir Jónu Fanney við afa hennar: „Þegar ég sá Jónu Fann- eyju syngja lyrst opinberlega þá minnti hún mig á gamla mann- inn. Hún stóð ekki ósvipað á sviði, sérstaklega var handastell- ingin svipuð. Hann krækti höndunum gjarnan saman á brjóstinu og hún stóð alveg ná- kvæmlega eins. Eg held að hún hafi Iíka fengið í vöggugjöf þessa hlýju til að gefa í sönginn.“ Börðu á menntskælmgum „Það er nú ekki allt saman ljúft,“ segir Ævar Kjartansson útvarpsmaður beðinn um skemmtisögur af Konnurum. „Helvítis Konnararnir höfðu það fyrir sið að berja á okkur menntaskólanemum fyrir utan Sjálfstæðishúsið. Kristján var reyndar ekki með í því. Hann leigði hjá vinafólki mínu sem var ættað af Hólsljöllunum. Maður má nú kannski ekki segja frá því en við vorum eitthvað að brugga á þessum tíma, sennilega var þetta 1966. Við vorum að prófa ölið og þegar það fór að síga á okkur fórum við gjarnan að syngja og Kristján sem bjó í íbúðinni þarna í kjallaranum þar sem kyndiklefinn var rann auð- vitað á hljóðið. Hann fékk sér að smakka með okkur og ætlaði að taka þátt í söngnum en okkur fannst hann ekki nógu góður. Okkur fannst hann enginn söngvari. Þar galt hann þess að við bárum hann alltaf saman við föður hans.“ Tilfimiingaiikt fóUk „Þetta er tilfinningaríkt fólk sem kemur bæði fram í því að skapið getur blossað upp en oftast gengur það fljótt yfir. Það kemur jafnframt fram á hinn veginn, í hlýleika,“ segir Gísli Sigurgeirs- son, spurður um sameiginlegt einkenni Konnara að sönghæfi- leikunum undanskildum. „Það gat verið stutt í tárin til dæmis hjá Jóa ef því var að skipta. Hann var viðkvæmur á hvorn veginn sem var en fyrst og fremst hlýr. Hann gat kannski virkað svolítið fráhrindandi við fyrstu kynni, mér fannst það stráknum, en þegar ég kynntist honum nánar síðar á lífsleiðinni þá fann ég fyrir mann með stórt hjarta. Þegar maður komst inn fyrir skrápinn fann maður þenn- an hlýja og tilfinningaríka mann sem reyndist mér sannur. Mað- ur vissi hvar maður hafði hann. Ef honum mislíkaði þá fékk maður að heyra það en hann var líka tilbúinn að biðja fyrirgefn- ingar ef honum varð eitthvað á og líka að geta þess sem vel var gert,“ segir Gísli. „Ómar Ragnarsson sagði mér eina sögu af pabba," segir Jó- hann Már. „Þá var pabbi að syngja úti í Ólafsfirði og þegar þeir voru búnir kemur Áskell Jónsson sem spilaði fyrir hann og segir: „Jæja Jói minn, var ég nokkuð að gera einhverja bölv- un, spilaði ég of sterkt fyrir þig?“ Þá Ieit pabbi á hann og sagði með þjósti: „Hvað er þetta mað- ur, heldurðu að þú sért að spila hérna fyrir einhverja helvítis sól- skríkju?“ Ilaukur á skíðum, hin syngjandi Konnarar eru margir. Upphaf- lega átti nafnið við syni Konráðs Jóhannssonar en hefur á seinni árum einkum verið notað um af- komendur Jóa Konn og Fanneyj- ar. Ekki verða allir taldir upp hér. Börn Jóhanns og Fanneyjar eru sjö og öll kunna þau að syngja þó mismikið beri á þeim. Fleiða Hrönn er elst. Hún syng- ur og það gera einnig synir hennar Örn Viðar og Stefán Birgissynir. Næstelst barna þeirra Jóa og Fanneyjar er Anna María sem meðal annars söng dægurlög á yngri árum, þá kem- ur Konráð Óddgeir, faðir Svan- hildar sjónvarpskonu, næstur er Jóhann Már bóndi og söngvari, þá Svavar Hákon bóndi og

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.