Dagur - 10.10.1998, Qupperneq 9

Dagur - 10.10.1998, Qupperneq 9
 LAVGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 - 2S söngvari, faðir Jónu Fanneyjar, sem kemur fram á tónleikunum í dag. Næstyngstur er svo Krist- ján Ingvar óperusöngvari og yngstur er Björgvin Haukur. „Konráð Oddgeir var einfald- lega fyrsti óperusöngvarinn í ættinni. Það er ekkert minna en það,“ segir Jóhann Már þegar borin er upp sú spurning hvort Konráð og Haukur syngi ekki bara fyrir sjálfa sig. „Þegar hann var í fjórða bekk f Gagnfræða- skólanum var samin og færð upp ópera og þar söng hann annað af aðalhlutverkunum. Hann var fyrsti óperusöngvarinn en síðan varð hann sjómaður og það reyndi ekkert á hans söng- getu en hann getur alveg hik- laust sungið. Haukur bróðir hef- ur aldrei sungið fyrir neinn nema sjálfan sig en félagar hans segja mér að hann sé vel liðtæk- ur þegar hann vill það við hafa, þannig að röddin og músíkin er í fólk- inu.“ - Og Haukur er sagður hafa hætt í söngnum af þvi að hann vildi ekki skyggja á ykkur hin. „Enda hættum við strax á skíðun- um h'ka til að sér einn og kannski fleiri - það var toppurinn.“ Um samanburð á Jóa og Krist- jáni segir Ævar: „Jói hafði þetta ótruflaða samband við sitt fólk. Hann söng fyrst og fremst fyrir sína hjörð á Norðurlandi og stundum reyndar í útvarpið. Það var afskaplega beint samband og ótruflað. Kristján býr í útlönd- um og það hafa stundum mynd- ast girðingar milli hans og aðdá- endanna, til dæmis í gegnum fréttir. Slíku var ekki til að dreifa í tilviki Jóa. Hann var nær fólk- inu. Hann var meiri sjarmör af guðs náð en Kristján.“ Styrktur til heimsfrægðar? Jón Armann Héðinsson segir svo frá tveimur atvikum sem eru honum minnisstæð í sambandi við Jóa Konn: „Karlakór Akur- eyrar og Jói Konn héldu söng- skyggja ekki á hann. Hann var margfald- ur íslandsmeistari á skíðum en það hefði farið alveg í vaskinn hefðum við farið að gera þetta líka, þannig að það eru kaup kaups," svarar Jóhann Már. Jói var nær fólkinu „Það hefur alltaf verið sagt að mín rödd sé líkust pabba rödd og það fer ekk- ert á milli mála að þar er líkasti blær- inn,“ segir Jóhann Már um samanburð á þeim systkinum við föður þeirra. „Fólk tekur meira að segja feil á okk- ur. Kristján hefur aftur þróað sína rödd yfir í að verða miklu dramatískari og að framleiða meiri hávaða. Pabbi var aftur með bjarta, mjúka og fal- lega rödd segja allir. Það var hans ein- kenni að syngja mjúkt og fallega. Maður veit ekki hvað hefði orðið en hann söng aldrei neitt nema íslensk alþýðulög og svona söngmáti klæðir þau lög best. Það hefur mótað hans söng því hann söng bara á þessu eina sviði sem kalla má ljóða- söng. Kristján aftur á móti hefur þessa óhemju sterku og miklu rödd og þar af leiðandi sérhæfir hann sig í dramatískum óperum þannig að söngur þeirra er kannski ekki sambærilegur," segir Jóhann Már. Ævar Kjartansson þekkti dálít- ið til Jóa Konn. „I fyrsta skipti á ævinni sem ég varð vitni að „performans" var í bragganum á Grímsstöðum á Fjöllum þar sem Ungmennafélagið hélt samkomu einu sinni á ári. Þar mætti Jói Konn. Þetta var sennilega 1958 og ég man að ég varð alveg ógur- lega hrifinn og svo þegar ég kom í Menntaskólann á Akureyri þá fékk maður stundum að taka lagið með Jóa í Sjálfstæðishús- inu þegar maður var búinn að fá þegar hann hætti, en þá var klukkan að ganga sex að morgni. Fáir sváfu á Gamla Garði þá nótt.“ Gjörólildr í söng „Kristján hefur mikla hæfileika en þeir feðgar eru gjörólíkir í söng. Raddirnar ólíkar og mér finnst oft hlálegt að bera söngv- ara saman og segja að þessi sé betri en hinn. Hver hefur sitt einkenni og ég held að það verði enginn eins og Jói Konn,“ segir Gísli Sigurgeirsson. „Það sem ég sé sammerkt með þeim í söngn- um er þessi hæfileiki til að miðla tilfinningunum til þess sem hlustar, að gefa eitthvað frá sér sem skilar sér til hlustand- ans. Þeir hafa þetta listamanna- skap sem er undirstaðan að hæfileikanum til að gefa svona af sjálfum sér. Það upplifði mað- ur á tónleikum hjá Jóa. Mér eru mjög minnisstæðir tónleikar sem Sprungumar í Freyvangi Jóhann Konráðsson: ekki hrifinn af sukki strákanna! Jóhann Már rifjar upp fræga sögu af samskiptum þeirra Jóa og Kristjáns: „Svoleiðis var að þegar Kristján var að læra hjá Dem- etz þá var hann beðinn um að syngja á árshátíð frammi í Frey- vangi á Iaugardegi. En þrír vinir hans úr menntaskóla komu norður á föstudegi og vildu fá hann í Sjallann. Pabbi varð ekki mjög hrifinn og vissi náttúrlega hvað það þýddi þegar við drengir fórum í Sjallann, við komum ekki alltaf bláedrú til baka. Hann sagði við Kidda mjög alvarlegur að þar sem hann væri að byrja sinn söngferil þá ætti hann ekki að fara í Sjallann og vera svo kannski illa fyrir kallað- ur á Iaugardeginum. Það hafði náttúrlega ekkert að segja, Kristján fór bara í Sjallann. A sunnudeginum segir pabbi með þjósti við Kristján: „Hvernig gekk þér í gær?“ Kiddi var hel- víti sperrtur og segir: ,Alveg frábærlega, ég var al- veg í banastuði. Ef þú vilt þá get ég farið með þig frameftir. Það eru sprungur í veggjum hússins eftir mig.“ Pabbi horfði á hann og sagði: „Helvítis vit- leysan í þér drengur, þetta eru eldgamlar sprungur eftir mig,“ en svo bætti hann við þegar hann sá hve Kristjáni mislíkaði þetta: „Eg segi það nú kannski ekki, það getur vel verið að þú hafír gleikkað þær aðeins.“ skemmtun vorið 1945 eða ‘46 fyrir troðfullu húsi í Nýja-bíó. Þar sló Jói svo rækilega í gegn að allt ætlaði um koll að keyra, fagnaðarlætin voru svo mikil. Síðan skrifaði tónskáldið Björg- vin Guðmundsson um söng- skemmtunina og hælir Jóa alveg upp í topp. Eg man að hann seg- ir í lok greinarinnar hve frábært listamannsefni sé á ferðinni þarna og spyr - og það er stóra spurningin: Hafa Akureyringar ekki efni á að kosta þennan rnann til framhaldsnáms? Við vitum öll hvað gerðist og kannski varð það mesta gæfan. Hann var Jói Konn, þetta nátt- úruundur. Nokkrum árum seinna var ég á Gamla Garði og við fengum Jóa Konn suður til að syngja. Hann söng í Leikhús- kjallaranum og síðan uppi á Gamla Garði. Norðlendingar voru yfir sig hrifnir og það var mikil og innileg kveðjustund raun voru kveðjutónleikar Jóa þar sem hann söng með Kristjáni í Borgarbíói. Þar var það gamli maðurinn sem átti salinn, maður fann það. Jói hafði þessa sterku tilfinningu sem hann gaf frá sér þegar maður horfði á hann. Þetta hefur Kristján líka. Hann getur verið misupp- lagður á tónleikum og tekist misjafnlega upp sönglega séð en samt sem áður kem- ur fólk í skýjunum af tónleikunum. Það er eitthvað sem hann hefur gefið meira en aðeins sönginn, það er til- finningin og hljjan sem gamli maður- inn hafði,“ segir Gísli. Hægláti rafsuðu- maðurinn Jósteinn Konráðs- son bróðir Jóa söng meðal annars með honum í Smára- kvartettinum. „Eg var að vinna með Jósteini þegar verið var að byggja Kísil- iðjuna í Mývatns- sveit," segir Ævar Kjartansson. „Við unnum stundum um helgar og vorum í kvöldkaffi á Hótel Reynihlíð. Þar var stúlka frá Vogum sem heitir Dísa og hún gekk um beina. Þetta var inni í sal hótelsins og eftir að hún hafði komið nokkrar ferðir með klein- ur og hvað það var þá stóð þessi hægláti rafsuðumaður á fætur og upphóf raust sína og söng „Dísa, mín Dísa“. Við sem vor- um að vinna með honum urðum hissa en ég held að erlendu ferðamennirnir hafi orðið enn meira hissa.“ Leið Kristjáns Jóhannssonar inn í sönginn er vel þekkt og Ævar Kjartansson líkir þeirri leið við ameríska drauminn. „Allir Islendingar geta orðið stjörnur. Þarna var maður sem vann erfiðisvinnu við vélar og málmsmíðar sem tekur til \ið að læra söng, fer nánast sótugur í framan beint inn í söngnámið. Eg hef það frá Sigurði Demetz að fyrstu mánuðina hafi þetta bara verið ræskingar. Kristján spýtti mórauðu, hrækti úr sér ryði og skít.“ Jóhann Konráðsson og Fanney Oddgeirsdóttir með börnin fyrir um fjörutíu og fimm árum. Frá vinstri: Svavar Hákon, Jói með Björgvin Hauk, Heiða Hrönn, Kristján Ingvar, Konráð Oddgeir, Anna María, Fanney og Jóhann Már. Jóhann Már Jóhannsson bóndi og söngvari í Keflavík í Skagafirði: „Pabbi vissi náttúrlega hvað það þýddi þegar við drengir fórum í Sjallann, við komum ekki alltaf bláedrú til baka.“ Fimm Konnarar syngja saman. Hér eru þau Jóhann Már, Svavar, Stefán Birg- isson, Jóna Fanney Svavarsdóttir og Örn Viðar Birgisson. mynd: sbs Heiða Hrönn og Anna María Jóhannsdætur. Þær hafa báðar sungið opinberlega og Anna María hefur staðið í eldlínunni nú við að skipuleggja minningartónleikana. Þeir syngja allir en sumir þó bara fyrir sjálfa sig. Frá vinstri: Haukur, Kristján, Svavar, Jóhann og Konráð.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.