Dagur - 10.10.1998, Qupperneq 10
26 - LAUGARDAGUK 10. OKTÓBER 1998
LÍFIÐ í LANDINU
í sýningarsatiuim eru langar ræmur þar
sem hver myndin tekur við af annarri og
ekki með gódu móti hægt að sjá hvar eini
listamaður hættir og annar tekur við.
Þar sem í gær vargrár og líf-
laus veggurerí dag stórkost-
leg litasinfónía. Úð-
ararhafa látið til
skararskríða ogfylla
veggi borgarinnarlíf-
legum litum stundum
í óþökk eigenda og
borgaryfirvalda en
stundum meðgóðu
leyfi, enda lífgar
„graffiti“ upp á um-
hverfið sé það vel unnið.
Um helgina opnar „Hið reykvíska úðara-
félag“ sýningu á úðabrúsaverkum eftir
átta félagsmenn sína í Gallerí Geysi í
Hinu húsinu. Félagið hefur ekki verið
stofnað formlega en stefnt er að því og
sýningin kemur til með að breyta áliti al-
mennings sem á tíðum hefur heldur
slæmar hugmyndir um úðabrúsamálverk,
að þetta sé bara krot og sóðaskapur.
Þarna sést hve listaverkin geta verið fal-
leg og upplífgandi.
Verkin eru misjöfn, litavalið allt frá
skærgulu og æpandi rauðu og til þess að
vera dempað grátt með smá þunglynd-
istilhneigingu. Myndavalið ekki síður
skemmtilega fjölbreytt, því pappalengjun-
um hefur verið skipt upp í misstóra fleti,
sem þó tengjast saman og þar koma
myndirnar hver í aðra, ör í þrívídd, fólk
og Iangur gangur með sterkri
sól-
blaðamanns sem gæti sett þau á blað og
þar með tengt nöfnin við andlit. „Töggin
okkar (listamannsnöfn) eru stutt
og þægileg og við þekkjumst inn-
byrðis á þeim,“ segir Baldur. „Við
merkjum gjarnan myndirnar okk-
ar með þessum nöfnum, en þar
sem við höfum líklega allir á einn
eða annan veg komið nálægt því
að lita á veggi sem ekki mátti, þá
er best að nöfnin séu geymd hjá
okkur,“ og við það situr.
Höfðar rneira til stráka
Af einhverjum ástæðum virðist
úðabrúsamenningin höfða
meira til stráka en stelpna og
sýnist það vera
Hann heitir Hjaiti Kristjánsson þessi ungi
maður sem á eitt verkið, þrívíðu örina.
Baldur Björnsson er fyrir hópnum, leið-
beinir og sameinar áhugamál þeirra allra.
arbirtu í endann.
„Flestir þeirra sem stunda úðamáln-
ingu, graffiti, aðhyllast lífsstefnu hip
hoppara," segir Baldur Björnsson semI 'mm
er í forsvari fyrir hópinn sem starfar í
og við Hitt húsið og leiðbeinir hon-
um. Það má tíl sanns vegar færa því
strákarnir sem inn koma eru allir
með bakpoka, húfuna ofan í augum
og heyrnartólin í eyrunum. „Svona
erum við,“ segir einn úr hópnum. „Ann-
ars eru ekkert allir klæddir eins, þó stefn-
an sé sú sama," segir annar.
Þeir eiga sér allir nöfn sem ekki má
segja upphátt. Alla vega ekki í návist
um allan
heim. Hvort það er vegna þess að
krakkar byrja á þessu á unglingsárum og
skiptast í hópa, þar sem stelpum finnst
þær ekki passa inní eða hvort það er
vegna þess að það fylgir því ákveðin
spenna að krota óleyfilega á veggi og
strákar sæki frekar í þá spennu er ekki
gott að segja. En hitt er staðreynd að
mjög fáar stelpur stunda graffiti eða úða-
brúsamálningu þó einhverjar séu í því.
Baldur segist hafa verið með lista-
manninum ILLI í sumar að vinna verk-
efni með vinnuskólanum og þá var farið
að ræða um stofnun félags sem þessa.
„Mig langaði líka til að koma á tengingu
við þennan hóp og við höfum upp á
síðkastið hist vikulega og hálfsmánaðar-
lega eftir atvikum," segir Baldur. „Svo var
okkur boðið að fá sjmingaraðstöðu hér og
við þáðum það, enda gaman að fá verkið
inn, þetta eru verk sem að öllu jöfnu eru
útivið og fólk sér þau kannski frekar sem
krot en listaverk. Auðvitað eru líka
til krotarar, en það er ekki
alveg það saman. Þó krot-
ið tengist listaverkunum,
myndunum, þá eru flestir
þeir sem í alvöru hafa
áhuga á úðabrúsamenn-
ingu að gera fallegar mynd-
ir.“
í hópnum sem vann verk-
ið eru þeir: Þorsteinn Dav-
íðsson, Baldur Björnsson,
Árni Grétarsson, Orri Freyr
Finnbogason, Hjalti Krist-
jánsson, Olafur Guðmunds-
son, Þorgeir Frímann Óðins-
son, Heiðar Kári Rannveigar-
son og Sigurður Blöndal. Allir
á aldrinum 16-22 ára.
Baldur vill vekja athygli á
því að þeir úðarar sem vilja
komast í samband við hópinn
geta hringt í Hitt húsið og fá
þar allar upplýsingar. „Þessi menning er á
uppleið hérlendis það er enginn vafi á
því,“ segir hann að Iokum. -VS
1