Dagur - 10.10.1998, Blaðsíða 14
30 - LAUGARDAGVR 10. OKTÓBER 1998
X^MT
Hárið
Místrað,
húðin
feit
Fæstir viljcL hafafeitt hár en
það virðist óhjákvæmilegur
fylgifiskur unglingsáranna.
Góð ráð eru alltafvelþegin
og hér segir Helena Hólm
hárgreiðslumeistari fráýmsu
sem komiðgeturað notum.
Fitugt hár og bólur eru hryllingur tánings-
ins sem svo gjarnan vill líta vel út. Með
kynþroskanum fara hormónar líkamans á
fullt og miklar breytingar eiga sér stað. Þá
vill hárið gjarnan fitna mjög og hjá sum-
um er hárið feitt alla ævi þó mest beri á
því í kringum kynþroskaaldurinn.
Hvað er til ráða? Helena Hólm er hár-
greiðslumeistari sem þekkir vel til slíkra
vandamála. Hún segir ýmsa þætti hafa
áhrif á hárið fyrir utan það að fiturkirtlar
starfa mismikið í fólki.
„Það er af sem áður var að fólk þvoði á
sér hárið mánaðarlega eða í mesta lagi
vikulegá," segir hún. „Nú á dögum vill
fólk vera hreint og snyrtilegt og hárið þarf
helst að glansa af hreinlæti alla daga. Sem
þýðir einfaldlega það að fólk þarf að þvo
hárið daglega eða því sem næst. Það er
allt í lagi að þvo hárið daglega með þeim
sjampóum sem í boði eru í dag, þau eru
orðin mild og þannig að engin hætta er á
því að maður noti of mikið. Og ef fólk
passar bara að kaupa gott sjampó frá við-
urkenndum aðila, fyrir hárgerðina sem
það hefur þá fer það vel með hárið.“
Sleppa kóki og snakki
Helena segir unglinga þurfa að þvo hárið
tvisvar í hvert skipti sé það feitt. Ein um-
ferð dugar alls ekíd og allt of oft maki þau
mikilli sápu í hárið í þeirri von að einu
sinni sé nóg, en miklu betra sé að nota
minni sápu og þvo tvisvar og skola vel á
milli. „Ef gott sjampó er notað þarf ekki
nema ofurlítið af því í hvert skipti og þeg-
ar það freyðir þá vinnur það best,“ segir
hún.
Annað sem getur haft áhrif á hárið er
mataræðið. „Unglingum hættir til að
borða mikið af sælgæti og mat sem er of
feitur, þá annað hvort steiktur í fitu eða
með mikilli feitri sósu. Þetta hefur bein
áhrif á hárið og fitar það, þannig að bara
það að minnka fitu og sykur getur orsakað
að hárið fitnar mun minna.“
Ekki snerta!
Unglingum er gjarnt að vera sífellt að
fikta í hárinu á sér, greiða það og bursta
og hreyfa til. Helena segir alla slíka örvun
hafa áhrif á fitukirtlana sem þá um leið
gefa frá sér fitu. Og um Ieið og hárið er
orðið feitt og krakkarnir handleika það fá
þau fituna á hendurnar. Svo nudda þau
ennið og nefið og fá bólur í framhaldi af
því. Þannig að þetta er allt samtengt
hveiju öðru.
„Grundvallarreglurnar fyrir hirðingu
hársins ef það er feitt, eru einfaldar. Þvo
hárið oft með mildu sjampói sem hentar
feitu hári,“ segir Helena. „Sápuþvo það
tvisvar í hvert skipti sem það er þvegið og
láta freyða vel. Auðvitað væri æskilegt að
halda hárinu stuttu því það er miklu ein-
faldara að halda stuttu hári hreinu en
síðu, en smekkur fólks er misjafn. Svo
þarf að borða rétt og passa að ekki sé of
mikil fita og sykur í matnum, með öðrum
orðum að sleppa snakkinu og kókinu. I
síðasta lagi að vera ekki sífellt að fikta í
því. Greiða það vel en ekki of oft yfir dag-
inn og ekki nudda hársvörðinn."
HEILSUMOLAR
Að borða möndlur getur minnkað kól-
esterolmagn hjá fólki. 45 manns sem allir
voru með svipað kólesterolmagn voru
látnir á þrenns konar matarræði. Einn
hópurinn fékk mat þar sem ólífuolía var í
aðalhlutverki, næsti mjólkumat og þriðji
hópurinn fékk möndlur í hvert mál. Eftir
fjórar vikur kom í ljós að þeir sem fengu
möndlurnar höfðu um 16 mg/dL (milli-
gröm í dl) minna af kólesteroli en þeir sem
fengu ólífuoíuna og um 33 mg/dL minna
af kólesteroli en þeir sem borðuðu mest af
mjólkurmatnum. „Borðið handfylli af
möndlum fimm sinnum í viku,“ segir einn
sérfræðingurinn.
I Harward hafa menn komist að raun
um það að sé C og D vítamínmagnið lágt
í líkamnum geti það aukið upptöku blýs úr
drykkjarvatni og málningu og þeim hlut-
um sem innihalda blý.
Margir af íþróttadrykkjunum sem nú
eru svo vinsælir hafa mjög hátt sýrustig og
tannskemmdir vegna þeirra færast í vöxt.
Börn sem búa í umhverfi þar sem mikill
hávaði er, eiga erfiðara með að læra að
lesa en önnur börn vegna þess að þau
greina og þekkja mælt mál verr úr hávað-
anum.
Tveir þriðju af breskum konum er fá
hormónameðferð fá svo miklar aukaverk-
anir að þær hætta í meðferðinni innan árs.
Samkvæmt skýrslu í breska tímaritinu
Pediatrics fá börn í Bandaríkjunum meiri-
hluta vítamína sinna úr morgunkorni og
ávaxtadrykkjum sem búið er að vítamín-
bæta þrátt fyrir það að náttúrulegur mat-
ur sé álitinn mun betri hvað varðar
vítamín og steinefni en tilbúinn matur.
Frá sjónarhóll manneskju
Mér hefur lengi verið hugleikið að karlar
og konur virðast ekki alltaf vilja það
sama. En við nánari umhugsun finnst
mér ekki rétt að flokka mannkynið í karla
og konur þegar rætt er til dæmis um til-
finningar og kynlíf. Við getum
aldrei sett fram einhveijar fullyrð-
ingar og sagt: Karlar vilja svona og
konur svona. Manneskjan er ekki
það einföld smíð. En samt eigum
við það sameiginlegt að vera
manneskjur.
Karlar og konur virðast gera sér
mismunandi hugmyndir um ýmislegt í kynlífinu
og þegar verulegur munur verður á hugmyndum
karls og konu í því sambandi getur það leitt til
vandamála sem erfitt reynist að leysa. Mismun-
andi langanir, áherslur og hugmyndir verða stund-
um til þess að viðkomandi einstaklingar íjarlægjast
og á endanum virðist um óleysanlegt vandamál að
ræða. Samræður hjóna eða para um langanir
þeirra og þrár eru auðvitað góðra gjalda verðar og
þær skyldi enginn vanmeta. En geta samræður
leyst öll okkar vandamál?
Hið sameiginlega
Það er í raun dálítið erfitt að skrifa um kynlíf. Þegar við
hugleiðum okkar dýpstu langanir og þrár á því sviði hætt-
ir okkur til að líta á sjálf okkur sem algjörlega frábrugðin
öðrum manneskjum. Við höldum að okkar eigin hug-
myndir séu algjörlega okkar og enginn - enginn! - hafi
hugsað neitt þessu Iíkt áður. Oft fyrirverðum við okkur
vegna þessara hugsana sem þó er í sjálfu sér ekkert rangt
né heilsuspillandi við. Saga mannkyns geymir ótal dæmi
af fordæmingu eðlilegra hluta. Enn í dag deilum við um
hvað er eðlilegt og hvað ekki.
En eins og í svo mörgu öðru svipar hjörtunum saman í
Súdan og Grímsnesinu. Við erum manneskjur af holdi og
blóði og ég er viss um að flestar okkar hugsanir hafa ver-
ið hugsaðar áður einhversstaðar í heiminum. Við ættum
því ekki að skammast okkar fyrir hugsanir okkar, hugar-
óra og hugmyndir um kynlíf - hugmyndir sem við höldum
að séu nýjar, ósiðlegar, móðgandi, óeðlilegar og jafnvel
heilsuspillandi. Það er ekkert rangt við að láta hugann
reika um kynlíf frekar en annað. Sem betur fer höfum við
flest þá siðferðiskennd sem dugar til að skilja milli þess
heilbrigða og sjúklega.
Við erum fólk
Hugmyndaríkur einstaklingur ætti að geta lifað
skemmtilegu kynlífi, á sama hátt og hugmyndarík-
ur einstaldingur getur lifað skemmtilegu lífi al-
mennt. Kynlífið er nefnilega hluti af mannlegu eðli
og jafn sjálfsagður hluti og að fá sér morgunverð,
taka bensín á bílinn, kaupa í matinn, fara í leikhús,
horfa á knattspyrnuleik eða hvað annað. En spurn-
ingin stendur enn: Þurfa karlmenn annað en kon-
ur? Já og nei segi ég. Já, við erum öðruvísi. Nei, öll
erum við manneskjur. Og ég segi líka: Karlmenn
eru ólíkir innbyrðis, og það eru konur líka. Flókið?
Nei. Munur á tilfinningalífi fólks markast ekki ein-
göngu af því að ég er karlmaður og þú kona. Mín
skoðun er sú að sá munur markist jafn mikið af
ýmsum öðrum þáttum og þvf geti verið jafn mikill
munur á því hvað kona A vill og þarf og því sem
kona B vill og þarf, eins og munur á milli karls og
konu. Heimurinn er ekki svarthvítur og það er
rangt að flokka hann í karla og konur. Við erum fólk. Og
sem betur fer er ekkert rangt við okkur flest.
Haraldur Ingólfsson er dhugamaöur og skrifar um kyn-
líffyrir Dag t afleysingum fyrir Halldóru Bjamadóttur.
KYIMLÍF