Dagur - 10.10.1998, Qupperneq 17

Dagur - 10.10.1998, Qupperneq 17
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 199 8 - 33 LÍFIÐ í LANDINU „Það hafa alltafverið sveiflurí útgerðinni, “ segirHreiðar Valtýsson áAkureyri, útgerðar- maðurí áratugi. Hann rifjar hér upp brot úr langri útgerðarsögu sinni, meðal annars frá því þegarsíldin hvarf. „Fiskifræðingar segja að nú sé mikið af loðnu að hafa en skip- stjórar sem voru að veiðum í sumar segjast lítið hafa fundið. Hver raunin er verður bara að koma í Ijós. Sjálfur tek ég mark á bæði fiskifræðingum og skip- stjórum. Forðum var það nú þannig að menn höfðu engar aflaspár fiskifræðinga til þess að styðjast við, sem gat á þeim tíma alveg gengið upp. Stóra málið er að á þeim tíma var minna veitt en nú er gert og meira af fiski var því að hafa. Þar af leiðandi urðu sveiflurnar minni,“ segir Hreiðar Valtýsson, útgerðarmað- ur á Akureyri. Smíðaði einn bát á vetri Hreiðar er einn þeirra útgerðar- manna sem hvað Iengst hafa staðið vaktina í útgerð. „Eg byrj- aði með föður mínum í þessu 1939 þegar hann hóf útgerð á bátnum Gylfa og sá bátur var happafleyta," segir Hreiðar. „Það var gert út á ýmsar veiðar, oft var farið suður á vetrarvertíð frá Keflavík og Sandgerði og síðan var verið á síldveiðum á sumrin og snurvoð á haustin. Þetta var einsog til féll og yfirleitt fiskað- ist vel.“ Arið 1928 þegar Hreiðar var á þriðja ári fluttu foreldrar hans, ValtjT Þorsteinsson og Dýrleif Ólafsdóttir, frá Akureyri að bæn- um Rauðuvík á Arskógsströnd. Þar stunduðu þau búskap og nokkra útgerð. „Síðan fékkst faðir minn alltaf nokkuð við smíðar þegar tími gafst til. A hverju hausti var farið hingað inn á Akureyri og sótt timbur f báta sem hann smíðaði yfir vet- urinn, árabát eða trillu, að jafn- aði einn bát á vetri. Við þau verk hjálpaði ég honum og það held ég að hafi verið gott uppeldi og góður undirbúningur fyrir það sem seinna kom og varð.“ Útgerðin vatt uppá sig Hreiðar segir að smám saman hafi útgerðin undið uppá sig. Arið 1946 kom Garðar og ári síðar Akraborg, 180 tonna tré- skip. Síldveiðiskipið Ólafur Magnússon kom 1960 og var lengi gert út. Síðast kom Þórður Jónasson EA 350 árið 1964. Það er 325 tonna skip sem er enn gert út og er eitt af fengsælustu skipum Akureyrarflotans. „Þórð- ur Jónasson er skip sem mikið „Gagnrýni talsmanna auðlindagjalds á útgerðina eru umdeilanlegar og hugmyndir um veiðileyfagjald eru íöllu falli sýnd veiði en ekkigefin. Miklar kvaðir eru nú þegar lagðar á útgerð og mér finnst hæpið að leggja meiri skatta á útgerð frekar en annan rekstur, “ segir Hreiðar Valtýsson á Akureyri. mynd: brink hefur verið endurbætt og Iagað í áranna rás. Það er lítið eftir af hinu upphaflega skipi,“ segir Hreiðar. Útgerð í dag stundar Hreiðar í nafni hlutafélagsins Valtýs Þor- steinssonar ehf. Hreiðar og syst- ursonur hans, Heimir Haralds- son endurskoðandi í Reykjavík, eiga 60% hlut í félaginu en 40% eignarhlut seldu þeir S.R.-mjöli fyrr á þessu ári. Segir Hreiðar það hafi verið nokkuð rökrétt þvf stærstum hluta afla Þórðar Jónassonar hafi undanfarin ár verið Iandað í verksmiðjur fé- lagsins. Heppinn með áhofn Hreiðar segist hafa verið hepp- inn með áhöfn á Þórði Jónassyni, en flestir hafa verið þar svo árum skiptir. „Hörður Björnsson hefur verið skipstjóri í áratugi. Hann tók \dð Ólafi Magnússyni sem nýju skipi 1960 og fór síðan yfir á Þórð Jónasson. Hörður er fengsæll og farsæll skipstjóri og það er með- al annars lykillinn að því að flestir sem eru á skipinu hjá okkur hafa verið þar lengi, flest- ir í þetta 15 til 20 ár. Góður skipstjóri þarf að hafa margt til brunns að bera, hann þarf vita- skuld að hafa gott skip og síðan líka eðlishvöt veiðimannsins. Að vera fiskinn. Það er ekki öllum gefið og sjálfur hef ég enga trúa á því að ég hefði orðið góður skipstjóri þó ég hafi aðeins verið til sjós sem ungur maður." „Sjávarútvegur hefur alltaf gengið í bylgjum. Það koma mögur ár og svo önnur betri inn á milli. Kannski leiðir það til þess að útgerðin er alltaf spenn- andi, „ segir Hreiðar ennfremur. „Sumarið 1944 var gott í síld- inni, alveg annálað. Sumarið 1945 var aftur lélegt. Ef maður lítur yfir söguna þá er náttúrlega mesta sveiflan sem maður hefur upplifað þegar síldin hvarf 1968. Það sumar sló veiðin öll met, en síðan datt botninn úr veiðinni einn daginn einsog hendi væri veifað. Það var þetta sumar sem við tókum okkur til og leigðum 800 tonn skip frá Færeyjum, Elísabetu Hendsel, og söltuðum síld um borð norð- ur við Svalbarða. Tókum þá síld frá bátum sem þarna voru við veiðar og söltuðum um 7.400 tunnur og fórum að minnsta kosti tvær ferðir með síld í tunn- um inn til Raufarhafnar. Alls voru 24 í áhöfn skipsins þetta sumar, þar af helmingurinn kon- ur sem söltuðu síldina." Menn björguðu sér á þrautseigju Þegar síldin hvarf þetta haust fékkst Hreiðar við útgerð tveggja skipa, Ólafs Magnússonar og Þórðar Jónassonar, og var einnig með tvær söltunastöðvar; á Raufarhöfn og Seyðisfirði. Stöð- in á síðarnefna staðnum var jafnframt frystihús. „Þú getur rétt ímyndað þér hvaða erfið- leika það skapaði að standa uppi einn daginn í algjöru aflaleysi. Við urðum þá að grípa til ein- hverra ráða og það sem við gerð- um var að breyta skipum okkar þannig að þau gætu stundað togveiðar og frystihúsinu á Seyð- isfirði, sem enn var ekki full- byggt, var breytt þannig að þar væri hægt að vinna bolfisk. Þetta virkaði, en það tók útgerð- ina nokkur ár að vinna sig út úr þessum erfiðleikum. Margir fóru á hausinn en aðrir björguðu sér á þrautseigju, - því sem útgerð- in hefur alltaf að stóru leyti byggst á.“ En af hverju hvarf síldin 1968? Enn spyija menn sig þeirrar spurningar. „Þetta er spurning sem enginn hefur get- að svarað og ekki ég heldur. Menn hafa verið að nefna ýmsar tilgátur, svo sem að smásíldin við strendur Noregs og Rúss- lands hafi verið ofveidd. Það hefur mér þótt líkleg kenning. Aðrir Iiafa svo nefnt að árin rétt fyrir 1970 hafi verið köld og mikið um hafís við strendur landsins. A þeirri kenningu hef ég þó aldrei haft mikla trú sjálf- Frekari skattlagning er hæpin En burtséð frá sveiflum í út- gerðinni segir Hreiðar ganginn í henni vera góðan um þessar mundir. „I dag erum við í útgerð Þórðar Jónassonar með fastan 1,8% af heildarkvóta ( loðnu og einnig kvóta bæði í rækju og norsk-íslenska síldarstofninum. Síðan eru menn að tala um að Islandssíldin fari að koma aftur. Það finnst mér svo sem ekkert ósennilegt, ef marka má orð þeirra vísindamanna sem þekkja þetta best; og nefni ég þar menn einsog til dæmis Jakob Jakobs- son.“ Umræðux í einlöldu samhengi Hreiðar segir að sér þyki gagn- rýni talsmanna auðlindagjalds á útgerðina síðustu árin vera ærið umdeilanleg og hugmyndir um veiðileyfagjald væru í öllu falli sýnd veiði en ekki gefin. „Það eru miklar kvaðir nú þegar lagð- ar á útgerð og mér finnst hæpið að leggja meiri skatta á þessa at- vinnugrein, frekar en annan rekstur. Til dæmis borgaði Valtýr Þorsteinsson ehf, 20 milljónir í beina skatta á síðasta ári. Gagn- stætt því sem er við lýði meðal annarra þjóða styrkjum við okk- ar sjávarútveg ekkert, erum okk- ur algjörlega sjálfum nægir. Það er meira en hægt er að segja til dæmis um Norðmenn, eina helstu samkeppnisþjóð okkar, en þar í landi nýtur sjávarútvegur umtalsverðra styrkja frá hinu opinbera. Með það í huga þætti mér frekari skattlagning á sjáv- arútveg, þá atvinnugrein sem er burðarásinn í efnahagslífinu, skjóta verulega skökku við. Um- ræðan og gagnrýnin af margra hálfu helgast fyrst og fremst af þekkingarleysi og umræður um fiskveiðistjórnun eru settar upp í einfalt og ódýrt samhengi. Ög þetta gera menn sem mér finnst að ættu að vita betur. En þá ber svo sem líka að hafa í huga að fleira þarf að afla en fiskjar, til dæmis atkvæða.“ -SBS.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.