Dagur - 17.10.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 17.10.1998, Blaðsíða 5
 FRÉTTIR LAUtiA RDAGU R* 17. O KTfí 1 9 9.8- t St Um 90 imlljóna með- gjof til Kjalamess Útgjöld borgarsjóös Reykjavíkur hækkuðu um ríflega 90 milljón- Sameining Reykjavíkur og Kjalarness kallar á 91 milljónar króna útgjalda- auka fyrir borgarsjóð eða rúmlega 150 þúsund krónur á hvern Kjalnesing. ir, 155.000 kr. á hvem Kjalnesmg, við sameininguna. Sameining Reykjavíkur og Kjal- arness í júní sl. mun leiða til tæplega 91 milljónar króna út- gjaldaauka fyrir borgarsjóð á þessu ári, samkvæmt tillögum borgarhagfræðings, um breyting- ar á íjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar íyrir yfirstandandi ár, sem borgarráð hefur fengið til af- greiðslu. Aætlað er að rekstrar- gjöld borgarinnar hækki um tæp- ar 115 milljónir og framkvæmda- gjöld um 53 milljónir, þ.e. sam- tals 168 milljónir króna. Þar á móti er áætlað að borgin fái rúmlega 77 milljóna króna skatt- tekjur frá þessum 588 nýju borg- arbúum á Kjalarnesi. Mismun- urinn er tæplega 91 milljón króna, eða tæpar 155.000 kr. að jafnaði á hvern Kjalnesing. Sknldirnar 580.000 kr. á mann Borgarhagfræðingur vekur at- hygli á því, að þótt reynt hafi verið að vanda til verka verði samt af ýmsum ástæðum að gera ráð fyrir nokkrum frávikum í ársreikningi, frá framangreind- um niðurstöðum. Kjalarnes- hreppur hafi verið mjög skuld- settur um skeið. Skuldir hrepps- ins, samkvæmt ársreikningi 1997, hafi numið 341 milljón króna og peningaleg staða sveit- arsjóðs verið neikvæð um 184 milljónir, eða sem svarar 313.000 krónum á hvern íbúa hreppsins. Það láti því að líkum að reksturinn hafi verið í íjársvelti nokkur undanfarin ár og lítið sem ekkert svigrúm verið til framkvæmda. Mannvirki í niðumíðslu Ymis verkefni bíði því úrlausnar umfram þau sem lýst var í „Bláu bókinni". Kostnaður af rekstri Klébergsskóla verði t.d. ríflega 8 milljónum króna hærri en reikn- að var með í fjárhagsáætlun hreppsins fyrir árið í ár. Enn- fremur þurfi að gera ráð fyrir að kostnaður af viðhaldi mannvirkja og endurbótum verði mun meiri en upphaflega var reiknað með, þar sem ástand þeirra hafi reynst lakara en fyrstu athuganir gáfu til kynna. Kostnaður borgarinnar af almenningssamgöngum (SVR) á Kjalarnes verði líka um- fram áætlanir. Framkvæmdir standa nú yfir við gangstéttagerð í Grundarhverfi, gerð hljóðman- ar, við leikskóla, frágang um- hverfis íþróttahúss, lýsingu og fleira. Margvisleg málefni „Bláa bókin“ inniheldur tillögur samstarfsnefndar um samein- ingu Reykjavíkur og Kjalarness. Þar er m.a. fjallað um skatta og gjöld, samgöngumál, félagsþjón- ustu, leikskóla- og skólamál, fé- Iags- og tómstundamál, íþrótta- miðstöð, ungmennafélag, heii- brigðismál og heilbrigðiseftirlit, hreinlætismál, atvinnumál, land- búnað, orkumál, umhverfismál og fleira. Gert er ráð fyrir ákveðnum framkvæmdun, sem ýmist eru í undirbúningi eða ekki er enn búið að tímasetja. - HEI Jón Sæmundur Sigurjónsson. Jón Sæm- undur vill álistaim Aðalfundur kjördæmisráðs Al- þýðuflokksins verður haldinn á Sauðárkróki sunnudaginn 18. október og eftir það fer að skýr- ast með hvaða hætti verður stað- ið að þvf að skipa á framboðslista Samfylkingar í kjördæminu. Kratar hafa sýnt áhuga á því að skipuð verði sérstök vinnunefnd sem undirbúi opið prófkjör en prófkjör í einhverri mynd á ein- nig upp á pallborðið hjá allaböll- um og Kvennalista. Af hálfu krata hafa þeir Jón Sæmundur Sigurjónsson í heil- brigðisráðuneytinu og fyrrum þingmaður og Kristján Möller á Siglufirði lýst því yfir að þeir gefi kost á sér í prófkjörsslaginn. Af hálfu allaballa hafa þær Anna Kristfn Gunnarsdóttir á Sauðár- króki og Signý Jóhannesdóttir áhuga á að skipa einhver af efstu sætunum og nafn Björgvins Þórs Þórhallssonar á Blönduósi hefur einnig verið nefnt. Margar kvennalistakonur hafa sýnt áhuga á því að Anna Jóna Guð- mundsdóttir á Sauðárkróki fari fyrir þeirra hópi. — GG ROdsstjómin ráði en ekki embættismenn Samtök iðnaðarins segja pólitískan vilja ríkisstjómar ráða hvort varðskip verður smíðað hérlendis eða ekki. Grundvallar- hagsmunir þjóðar túlkunaratriði. Iðnað- uriiui njóti vafans. „Það þarf nefnilega ekki að hafa her til þess að þjóð hafi grund- vallarhagsmuni sem hún ver með tiltækum ráðum," segir m.a. í áliti lögfræðingsins Jóns Stein- dórs Valdimarssonar, sem unnið hefur álitsgerð fyrir Samtök iðn- aðarins og Slippstöðina. Að mati skipasmiða og Samtaka iðnaðar- ins er það rangt mat hjá Birni Friðfinnssyni ráðgjafa Islands í EES-málum og Ríkiskaupum að Islendingum sé skylt að bjóða út smíði nýs varðskips á EES-svæð- inu. Björn telur að þótt Danir hafi fengið undanþágu til að smíði varðskipa þeirra sé alfarið boðin út innan Danmerkur, sé Islandi ekki stætt á þessum rétti. Mun- urinn felist í því að varðskipin taki þátt í að verja Danmörku en íslensku skipin séu aðeins smíð- uð til löggæslu- og björgunar- starfa. Þau séu því ekki búin til sjóhernaðar eins og dönsku skip- in og því verði að bjóða smíðina Samtök iðnaðarins segja fráleitt að bjóða þurfi út nýtt varðskip á evr- ópska efnahagssvæðinu. út utan Iandsteinanna. Ekki óæðra hlutverk Þessu eru Samtök iðnaðarins ósammála og rökstyðja mál sitt með fyrrnefndu lögfræðiáliti. Þau telja ákvörðun ríkisstjórnar- innar fyrst og fremst pólitíska, enda verði ekki séð að dönsku strandgæsluskipin verji eða gæti danskra hagsmuni sem eru meiri eða æðri þeim sem íslensk varð- skip gæta. „Islensk stjórnvöld geta sjálf ráðið miklu um það hvernig viðeigandi ákvæði EES- samningins yrðu túlkuð í þessu sambandi vegna þess að þegar upp er staðið eru það þau sem ákveða hvað eru öryggishags- munir og/eða grundvallarhags- munir íslenska ríkisins," segir í minnisblaði frá Samtökum iðn- aðarins. Fái að njóta vafans I EES-samningnum segir að samræming reglna um útboð gildi ekki ef grundvallarhags- munir ríkisins kreQist þess. Þetta er augljóslega matsatriði. Ingólf- ur Sverrisson hjá Samtökum iðn- aðarins telur eðlilegt að skipa- iðnaðurinn njóti vafans ef nokk- ur er. „Altént þá er það pólitísk ákvörðun á endanum og þess vegna getur enginn annar en rík- isstjórnin tekið þessa ákvörðun. Hún hefur ekkert að gera með embættismannakerfið," segir Ingólfur. Aldreistöðvað Bjöm Friðfinnsson telur að ef smíðin verður ekki boðin út á öllu EES-svæðinu, gætu eftirlits- nefndinni borist kærur og hún myndi hugsanlega í kjölfarið beita bráðabirgðastöðvunarúr- skurði með slæmum afleiðing- um. Heimildir Dags segja á hinn bóginn að Eftirlitsstofnun EFTA í Brussei hafi aldrei beitt beinum stöðvunarúrskurði f allri sögu sinni. Jón Steindór Valdimarsson lög- fræðingur segir í áliti sínu: „Því hefur hingað til verið haldið fram af íslenskum stjórnvöldum að Is- lendingar byggðu tilvist sína á fiskimiðunum umhverfis landið. Þess vegna má kinnroðalaust fullyrða að gæsla þeirrar auðlind- ar falli undir mikilvæga öryggis- hagsmuni ríkisins. Þar undir falla þá að sjáfsögðu varðskipin, gerð þeirra og búnaður ef íslensk stjórnvöld meta það svo.“ — BÞ Kvilmaði í líkamsræktarstöð I fyrrinótt voru slökkvilið og lögregla kölluð að líkamsræktarstöðinni World Class við Fellsmúla. Þar hafði kviknað í rafmagnsofni í nudd- herbergi á annarri hæð, en greiðlega gekk að slökkva eldinn. Húsið var reykræst en skemmdir eru taldar minniháttar. Átaldi seinagang Guðmundur Hallvarosson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi ráðuneyti og stjórnvöld almennt harðlega fyrir seina- gang í að svara fyrirspurnum sem kæmu frá Umboðsmanni Alþingis, í umræðum á Alþingi um starfsskýrslu umboðsmannsins 1997. Sagði Guðmundur sum ráðuneyti draga úr hömlu að veita embættinu svör og kom fram með þá tillögu að settar verði reglur um hversu langur tími mætti líða áður en slíkum fyrirspurnum yrði svarað. Að óbreyttu segir í lögum að embættinu eigi að svara „svo fljótt sem auðið er“. Um- mælin féllu í umræðum um starfsskýrslu umboðsmanns en á undan fór fram um- ræða um starfsskýrslu Ríkisendurskoðun- ar. I umræðunum ítrekaði Jóhanna Sigurðardóttir tillögu sína um rannsóknarnefnd Alþingis, sem meðal annars væri falið að fara yfir áðurnefndar starfsskýrslur. — FÞG Miðaldaraioisóknir í Snorrastofu Að kanna og gera tillögur um hvernig komið verði á Iaggirnar í Reyk- holti rannsóknarstarfsemi í íslenskum og evrópskum miðaldafræð- um, er hlutverk nefndar sem menntamálaráðherra skipaði í sumar. Miðað er við að starfsemin verði innan vébanda sjálfseignarstofnun- arinnar Snorrastofu í Reykholti, en með samstarfsaðild Háskóla ís- lands og fleiri innlendra og erlendra fræðastofnana. I álitsgerð sinni á nefndin m.a. að fjalla nánar um viðfangsefnið og tilhögun starf- seminnar og líka fjármögnun þess. Nefndarmenn eru Guðmundur Magnússon sagnfræðingur, Bjarni Guðmundsson kennari á Hvann- eyri og Helga Kress prófessor. Guðmundur Hallvarðsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.