Dagur - 17.10.1998, Blaðsíða 10

Dagur - 17.10.1998, Blaðsíða 10
 FRÉTTIR Snákar á flugi Farþegum með leiguvél á leið til Keflavíkur í fyrradag brá heldur betur í brún i miðju flugi þegar snákur birtist í farþegarýminu og datt niður framan við konu Kynlíf er gott! 905-5000 eina. Ungur maður reyndist eig- andi snáksins og tveggja annarra og greip nokkur óhugur um sig f vélinni að sögn tollgæslumanns á Keflavíkurflugvelli. „Það varð töluverð panik, enda búast far- þegar varla við snákum í 40.000 feta flughæð." Snákarnir eru 20-30 cm Iang- ir og ekki taldir skaðlegir. Eftir innlit hjá lögreglu og tollgæslu tók heilbrigðisfulltrúinn á Suð- urnesjum þá í sína vörslu og af- lífaði í gær. Innflytjandinn sem í fyrstu var tregur til að kannast við snákana, á yfir höfði sér kæru. - BÞ MÓTORSTILUNG, HIÓLASTILLING, VETRARSK0DUN! Tilboð næstu vikur. Notíð tækiterið og undirbúið bílinn fyrir veturinn. Leitið upplýs'n9a rwöldur ehf. Bifreiðaverkstæði Draupnisgötu 7 • Sími 461 3015 fiomrækt gekk vel Megnið af innlendri komuppskeru fer til skepnufóðurs en svo- lítið er þó framleitt af komi til manneldis að Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Kornrækt á íslandi gekk vel á þessu ári þegar alls er gætt. Sunnanlands og vestan mun ný- liðið sumar teljast í röð þeirra bestu; veðursæld frá vori til hausts og kornuppskera með ágætum. Norðanlands og austan Ieit aftur á móti lengi vel illa út með kornþroska. Tíð var þar óhagstæð lengst af; þurrkar í vor og kuldi allt fram yfir mitt sum- ar. Hálfsmánaðar hlýindi síðari hluta ágúst bættu þó verulega úr skák og kornuppskera á Norður- og Austurlandi varð betri en menn höfðu þorað að vona. Þetta er þó mun lakara kornár íþeim landshlutum en næstu ár á undan. Bygg til skepnufóðurs Kornskurði mun nú vera að ljúka og hefur víðast gengið vel. Kornið er nánast eingöngu bygg og er verkað til skepnufóðurs. Einfaldast er að súrsa kornið og geyma þannig til vetrarins, en einnig fer í vöxt að kornið sé þurrkað. Það er ýmist gert í svokölluðum eldþurrkurum eða þá við súgþurrkun með upphit- uðu Iofti. Lítið eitt af bygginu er notað til manneldis, ýmist sem morgunkorn eða blandað hveiti í brauð. „A landinu hefur korni líklega verið sáð í um 1900 hektara í vor, en ekki hefur það allt verið látið standa til þroska. Alltaf er eitthvað tekið í grænfóður. Hægt er að geta sér þess til að um 1500 hektarar hafi verið þreskt- ir. Meðaluppskeran á landinu gæti hafa verið 3,5 tonn af þurru korni á hektara svo að lands- framleiðslan ætti að losa 4 þús- und tonn. Það eru aðeins um 10% af því korni, sem Iands- menn nota til kjarnfóðurs svo að vaxtarmöguleikar í þessari bú- grein eru miklir. Islenska kornið er í beinni samkeppni við inn- flutt korn og stendur því á sporði hvað fóðurgæði varðar. íslenskir bændur telja sig hafa hag af því að rækta sjálfir sitt eigið kjarnfóður þrátt fyrir það að heimsmarkaðsverð á fóður- korni sé nú mjög lágt. Ein ástæðan fyrir lágu verði er sú að erlendis eru beingreiðslur til bænda frá viðkomandi ríkissjóði miðaðar við hektara ræktaðs lands, en ekki höfðatölu búfjár eins og hérlendis," segir Jónatan Hermannsson hjá Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins. Islensk byggafbrigði, sem kyn- bætt hafa verið á Rannsókna- stofnunlandbúnaðarins, hafa enn ekki sett mark sitt á korn- ræktina, en þeim er ætlaður stór hlutur á næstu árum. Fyrsta ís- lenska afbrigðið var ræktað í um 50 hekturum í fyrra og í um 80 í ár, en dagar þess munu senn taldir því að von er á öðru betra á næsta ári. Stefnt er að því að vorið 2000 verði hægt að anna eftirspurn eftir sáðkorni af is- lensku byggi. - GG Spemtan eykst á Reykjanesmu Talið er að framsókn- armenu á Reykjanesi verði ekki með próf- kjör af ótta við átök. Þess í stað velji tvö- falt kjördæmisráð fólk á listann. Á kjördæmisþingi Framsóknar- flokksins í Reykjaneskjördæmi um helgina verður tekin ákvörð- un um með hvaða hætti verður stillt upp á lista flokksins í kjör- dæminu. Gríðarleg spenna og titringur er meðal framsóknar- manna í kjördæminu vegna upp- stillingarinnar. Hjálmar Árna- son, sem var í öðru sæti á Iistan- um síðast, hefur lýst því yfir að hann sækist eftir efsta sæti Iist- ans hvort heldur sem fram fer prófkjör eða stillt verður upp með öðrum hætti. Siv Friðleifsdóttir, sem skipaði efsta sætið síðast, brást hins veg- ar bæði hratt og hart við. Þá hef- ur Drífa Sigfúsdóttir lýst því yfir að hún gefi kost á sér í 2. sæti listans. Þriðja konan, Unnur Stefánsdóttir, leikskólakennari í Unnur Stefánsdóttir hefur nú gefið formlega kost á sér í þriðja sæti á lista framóknarmanna á Reykjanesi og telur það vera baráttusæti flokksins. Kópavogi, hefur nú Iýst því yfir að hún gefi kost á sér í 3. sæti listans. Og nú hefur nafn fimm- ta mannsins bæst við en það er Páll Magnússon (Bjarnfreðsson- ar) sem var varabæjarfulltrúi í Kópavogi. Ungur maður og ný- kominn frá námi. Þriðja sætíð raunhæft Hjálmar og stuðingsmenn hans hafa talað um að konurnar þrjár, Siv, Drífa og Unnur hafi gert með sér sérstakt kvennabanda- lag, en því neita þær alfarið. í samtali við Dag segir Unnur Stefánsdóttir að ástæðar hennar fyrir því að gefa kost á sér í þrið- ja sætið séu þær að hún telji það raunhæft baráttusæti. Flokkur- inn hafi fengið tvo þingmenn síðast og skoðanakannanir gefi vísbendingu um að það væri fyllilega raunhæft fyrir flokkinn að vinna þriðja sætið líka. Fyrir síðustu þingkosningar var haldið opið prófkjör hjá framsóknarmönnum í Reykja- neskjördæmi. Ovíst er hvort svo verður nú. Benda menn á að síðast hafi sitjandi þingmenn verið að hætta og nýtt fólk að koma inn. Svo sé ekki núna. Sumir telja að til greina komi að tvöfalt kjördæmisráð ráði upp- stillingu á listann. Ef þingið nú um helgina ákveður að prófkjör skuli ekki fara fram verður þing- inu frestað um einhvetjar vikur og þá kallað eftir þeim sem vilja gefa kost á sér til framboðs. Síð- an verður þinginu framhaldið og þá kallað saman tvöfalt kjör- dæmisþing sem kýs þá fyrst um efsta sætið, síðan annað sætið og þannig eitthvað niður eftir list- anum. - S.DÓR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.