Dagur - 20.10.1998, Síða 1

Dagur - 20.10.1998, Síða 1
Allar atvinnu- lóðir eru búnar Búið er að úthluta náuast öllum atviunu- húsalóðum í Reykja- vík, Kópavogi, Garða- hæ og Hafnarfirði. „Það hefur verið óvenju mikil eftirspurn eftir atvinnulóðum þetta ár og það síðasta. Lóðir sem hafa staðið tilbúnar í þó nokkur ár og ekkert hreyfst, hafa nú rokið út,“ sagði Agúst Jónsson skrifstofustjóri hjá Borg- arverkfræðingi Reykjavíkur. Eftir afgreiðslu fyrirliggjandi umsókna muni láta nærri að allar skipu- lagðar atvinnulóðir verði búnar - nema á Esjumelum á Kjalarnesi. En byggi menn hins vegar á öll- um þessum lóðum losni venju- Iega húsnæði á móti. Grafarholtið á teihniborðmu Varðandi framtíðina segir Agúst að verið sé að vinna deiliskipulag nýs íbúðasvæðis í Grafarholti og rætt sé um að athafnalóðum undir starfsemi af ýmsu tagi verði komið fyrir norðvestantil í holtinu. Vænt- anlega verði hægt að hefja úthlutun þeirra næsta vor og þær verði síðan byggingarhæfar öðru hvoru meg- in við áramótin 2000. Ágúst er þegar kominn með umsóknir um lóðir á þessu nýja svæði. Menn sjái ýmsa kosti við að vera þarna við Vest- urlandsveginn. 200.000 m2 í byggingu í Kópavogi „Það er allt farið hjá okkur. Enda hátt í 200.000 fermetrar sem verið er að byggja hérna kringum Reykjanesbrautina, verslunar-, skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði. Þetta verður væntanlega allt full- byggt eftir 2-3 ár,“ sagði Birgir Sigurðsson á tæknideild í Kópa- vogi. „Fyrir svona 2-3 árum vor- um við á höttunum eftir fyrir- tækjum. Það var m.a.s. svo slæmt að við vorum að biðla til verktaka um að taka að sér eina og eina lóð þarna við Reykjanes- brautina, en enginn vildi hlusta á okkur. Breytingin var svo snögg að nú getum við ekki annað eft- irspurn og fermetraverðið á at- vinnuhúsnæði þarna er orðið svipað og á íbúðarhúsnæði," sagði Birgir sem liggur með um- sóknir sem ekki er hægt að sinna. Smáreit (15.000 m2) sé að vísu óráðstafað gegnt Smára- torgi, en verði ekki úthlutað að sinni. Ekkert að bjóða í Garðabæ „Við höfum í rauninni ekkert að bjóða. Það eru aðeins 1-2 lóðir lausar og það er bara vegna þess hvað þær eru erfiðar. Menn bíða bara eftir því hvort einhverjir falla kannsld frá,“ sagði Guðjón Friðriksson bæjarritari í Garða- bæ. Mjög hafi gengið á Iandið þegar Marel fékk um 46.000 fer- metra, sem jafngilda um tíu lóð- um. 36 innsækjendur tiin 6 lóðir ,/4itli það hafi ekki verið úthlut- að 20 lóðum undir iðnaðarhús- næði í sumar. Fyrir svona tveim- ur árum hreyfðust ekki lóðirnar hjá okkur, en þær ruku eiginlega út á nokkrum vikum í sumar. Við skipulögðum t.d. lítið svæði með 6-7 lóðum ofan við höfnina og 36 sóttu um þær,“ sagði Kristinn Magnússon bæjarverkfræðingur í Hafnarfirði. Að vísu sagði hann til byggingarhæfar lóðir á stærsta iðnaðarsvæði landsins; Hellna- hrauni gegnt Straumsvík. — HEI Óhappahrina vegna fyrstu snjóa. Stórfellt eignatjón vegna vanbún- aðar. Hvatt til notkunar vetrar- dekkja og almennrar aðgæslu. Banaslys við Ilúsavík Banaslys varð rétt sunnan við Húsavík við Kaldbak um klukkan 09.00 í gærmorgun. Vörubifreið var ekið suður veginn í miklum krapaelg og fór út af. Bíllinn valt og ökumaður, karlmaður á sex- tugsaldri, varð undir honum. Engin bílbelti voru í vörubifreið- inni, enda er hún nokkuð komin til ára sinna. Lítið sást á húsi bílsins að sögn lögreglunnar á Húsavík. Önnur bílvelta varð í umdæmi lögreglunnar á Húsavík í gær. Jeppabifreið fór út af við Höfða í Mývatnssveit, en meiðsli urðu minniháttar á fólki. Tvennt var í bílnum, kona og barn. Fjölmörg önnur umferðaróhöpp hafa orð- ið að undanförnu á landinu sem rekja má til hálku og annarra að- stæðna sem snjóalög hafa skap- að. Minnimfor- sjóður Stofnaður hefur verið minning- arsjóður um Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur, forsetafrú, sem lést þann 12. október síðastlið- inn eftir erfið veikindi. I tilkynn- ingu frá Ólafi Ragnari Gríms- syni, forseta, segir að fjölskyld- unni hafi borist óskir og tilmæli um stofnun minningarsjóðs og ákveðið að verða við því. Sjóður- inn verður helgaður þeim mál- efnum sem forsetafrúnni voru hugleikin, einkum heilbrigði, menntun og listsköpun ungs fólks. Framlög í minningarsjóðinn verða skráð í sérstaka stofnenda- skrá Minningarsjóðs Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur. Þeim sem vilja minnast forsetafrúar- innar með framlögum í minning- arsjóð hennar er vinsamlega bent á reikningsnúmerið 140800, sem merkt hefur verið sjóðnum í öllum bönkum og sparisjóðum landsins. Fólk streymdi til Bessastaða í gær og fyrradag til þess að skrifa nafn sitt í minningarbók um Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur, forsetafrú, en útför hennar verður gerð frá Hallgrímskirkju á morgun. - mynd: teitur Óhappabrina Á Akureyri urðu 9 umferðaró- höpp á sunnudag sem að sögn varðstjóra tengjast langflest hálku og í gærmorgun urðu tveir árekstrar. Mikið eignatjón hefur orðið og hvetur lögregla lands- menn til að skipta yfir á vetrar- dekkin, enda er víða ekki hægt að komast leiðar sinnar án þeirra. Á Akureyri var gífurlegt annríki í gær á dekkjaverkstæð- um eitt það mesta í manna minnum að sögn viðmælanda. Um 60 bílar biðu afgreiðslu hjá Höldi fyrir hádegi í gær og svip- aða sögu var að segja víðar. Ekkert útlit er fyrir að snjóinn taki upp á Norðurlandi á næstu dögum en lítil snjóalög eru sunnanlands. „Með aðgæslu og réttum búnaði er hægt að koma í veg fyrir gífurlegt tjón,“ sagði varðstjóri hjá lögreglunni í sam- tali við Dag. Færð spilltist víða um helgina en hefur verið að komast í sæmilegt horf. Það gæti þó orðið skammgóður vermir, því á morgun spáir Veðurstofan hugsanlegum hvelli. — BÞ Mfl S5W JBf WttfsEEzs wfítow/ne express Afgreiddir samdægurs QM Venjulegir og demantsskomir EITT NÚMER AÐ MUNA trúlofunarhringar 5351100 GULLSMIÐIR XMj) SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.