Dagur - 20.10.1998, Page 2
T^ir
2 - ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998
FRÉTTIR
Pétur Sveinbjarnarson framkvæmdastjóri Þróunarfélags Reykajvíkur hefur áhyggjur afþróuninni í Kvosinni í Reykjavík og segir
hættu á að hún muni virka eins og „skemmt epli“ gagnvart öðrum svæðum í miðborginni.
Búðum í Kvosinni
fækkar og fækkar
Verslimum í Kvosinni hef-
ur fækkað um fjórðung á
aðeins tveim árum. Þró-
imin leiðir til verðfalls,
fleiri afbrota og óþrifa á
almannafæri.
„Hættan er sú að núverandi ástand í
Kvosinni virki sem „skemmt epli“
gagnvart öðrum svæðum miðborgar-
innar," segir Pétur Sveinbjarnarson
framkvæmdastjóri Þróunarfélags
Reykjavíkur í skýrslu um stöðu versl-
unar í miðborginni. Sé nú svo komið
fyrir hinni upphaflegu kaupstaðarlóð,
sem lengstum hafi verið dýrasta og eft-
irsóttasta verslunarsvæði landsins, að
verslunum hafi fækkað þar um fjórð-
ung á tveim árum - aðeins 51 sé eftir.
Alls 347 búðir sé nú að finna í mið-
borginni allri (Rauðarárstíg-Ingólfs-
torg) og hafi fækkað um 25 á tveim
árum.
Ráðamenn afskrifað Kvosina
Þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð virðist
Pétri sem ráðamenn hafi afskrifað
Kvosina sem verslunarsvæði. Starfsemi
einkennist þar af opinberri þjónustu og
bönkum á daginn og krám og veitinga-
húsum á kvöldin. Þróunin geti leitt til
verðfalls og lélegs viðhalds fasteigna,
Ijölgunar afbrota, óþrifa á almannafæri
og síðar margs konar félagslegra
vandamála. Miðborgin sé komin í
sömu stöðu og ráðamenn margra er-
lendra miðborga hafi lengi þurft að
horfast í augu við. Rangar ákvarðanir í
skipulagsmálum séu meginástæða
hnignunar og síðan hvað seint sé við
henni brugðist.
70 þúsimd m2 áður en byrjað er
Miðborg Reykjavíkur sé þó enn stærsta
atvinnusvæði landsins. Um 8.000
manns mæta til vinnu á daginn, 7.400
í skóla og 3.000 manns búa þar. Að-
gerðir til fjölgunar verslana eigi að vera
forgangsmál. Byggja þurfi nýtt hús-
næði, því verulegur hluti húsnæðis þar
uppfylli ekki lengur þær kröfur sem
gerðar eru til verslunar- og þjónustu-
húsnæðis. En þar sem hver fermetri í
nýju verslunarhúsnæði í miðborginni
kosti 60-70 þúsund krónur áður en
framkvæmdir hefjast - þ.e. í lóðarverði,
niðurrifi bygginga og gjöldum - muni
Qárfestar ekki líta á hana sem fyrsta
valkost við óbreyttar aðstæður.
Ekki búðir í önnur hverfi
Æskilegt væri hvetja menn til fram-
kvæmda með því að fella tímabundið
niður bílastæðagjöld. Jafnframt þurfi
að gæta þess að grafa ekki undan mið-
borginni með uppbyggingu verslunar í
öðrum borgarhlutum og sporna við
breytingu iðnaðarhverfa í verslunar-
hverfi, sem síðan keppa við miðborg-
ina. -HEI
FRÉTTAVIÐ TALIÐ
Engunt dettur í hug að Þor-
steinn Pálsson sé ekki með ör-
uggt starf eftir að ráðherra-
dómi sleppir. Brotthvarf hans
úr pólitík er tcngt við lausan
ritstjórastól á Mogganum. Þor-
steinn hættir næsta vor, fer á
biðlaun í svo sem hálft ár og þá
passar nokkum veginn að
ganga iim á skrifstofu Matthí-
asar Johaimcssens sem hættir
sjötugur. Moggi og Þorsteinn hafa fráleitt sömu „sjáv-
arútvegsstefnu" svo menn þar hmi á gafli telja nánast
óhugsandi að Þorsteinn komi. Á hitt er bent að vel
kami að vera líklegt að eigendum blaðsins þyki oröið
nóg irni „krossferðina" fyrir veiðigjaldi og vilji skrúfa
Styrmi niður.
Matthías
Johannessen.
„Atgcrvisflótthin" úr flokkn-
um þegar Þorstehm og Friðrik
cm báðir famir opnar skotlhi-
ur fyrir Bjöm Bjamason og
Geir Haardc, sem báðir teljast
til næstu þungavigtannaima.
Varaformannsslagurhm næsta
vor lofar góðu, því fáir telja
------- líklegt að Davíð Oddsson verði
„eilíföarpólitíkns" frekar en
þcir. Davið, Þorstehm og Frið-
rik cra allir í kringum fimmtugt, öll ráðherralífeyris-
réttindi cra í höfn og góðum störfum í atvhmullfhiu
fækkar þegar líður á sextugsaldurinn. Þeir cra því á
sömu skútuimi i þcssum efmun og meim spá hvarfi
stóra mamisins þegar næsta kjörthnabil nálgast lok.
En það er víðar en í Sjálfstæðisflokknum sem tekist er á
og nú hcnna fréttir að átökhi um forustuna hjá samcin-
uðum jafnaðarmömium séu að harðna. Skoðanakönn-
un DV í gær, þar sem Margrét Frímamisdóttir mælist
með yiirhurðaíylgi í staríið kom ehis og sprengja hm í
þessa umræðu og styrki mjög veralega stöðu Alþýðu-
handalagsins og Margrétar. í pottimnn segja meim að
hrifningin haii ekki verið eins mikil í herbúömn krata
og Kvemialista, því Sighvatur hefúr aðeins 7,2% fylgi í
starfið, litlu meira cn Jóhaima og sérstaka athygli vekm
að Guðný Guöbjöms kemst ekki cmu siuni á blaö...
Friðrik Sophusson.
Tryggvi
Tryggvasoti
framkvæmdastjóri
Kaupþings Norðurlands
Sumirspá ragtiarökum á er-
lendum mörkuðum. Hlutabréf
fallið um 15% að undanfómu
á íslandi. Áhrifin þó minni
hérvegna sérstöðu og horfum-
ar innanlands góðar.
Gríóarleg óvissa í fj ármálaheiniinuin
- Er hægt að tala um kreppu í peninga-
heiminum að undanfömu?
„Greinilega í Rússlandi þar sem fjár-
málamarkaðurinn er hruninn og sömu
sögu má segja um mörg ríki í Suðaustur-
Asíu. A þróaðri mörkuðum iðnrfkjanna
hefur klárlega orðið samdráttur og óttinn
um kreppu j efnahagskerfi heimsins er yf-
irvofandi. Eg myndi þó ekki segja að
kreppumörkunum almennt væri náð.
Markaðir hafa heldur rétt úr sér að undan-
förnu og Dow Jones vísitalan t.d. hækkað
svolítið. Hins vegar er gríðarleg óvissa í
ijármálaheiminum og sumir j»anga svo
langt að spá ragnarökum. Á íslandi eru
horfurnar hins vegar góðar. Hér eru allar
forsendur fyrir uppgangi."
- Hvaða áhrifhefur þessi titringur þeg-
ar haft á innlenda hlutafjármarkað-
innn?
„Sú hækkun sem hér var orðin á hluta-
bréfavísitölu og náði hámarki í ágúst hefur
öll gengið til baka og rúmlega það. Hækk-
unin nam um 1 5% en nú er staðan þannig
að heildarvísitala aðallistans hefur lækkað
um 2%.“
- En íslenski markaðurinn hefur þó
haldið sínu umfram það sem gerist er-
lendis?
„Sveiflurnar hafa verið miklu minni og
kannski er hluti skýringarinnar sá að þátt-
taka okkar í hinum alþjóðlega fjármála-
markaði er einhliða. Islendingar fjárfesta
erlendis en ekki öfugt. Þessi Iitli markaður
er líka miklu lengur að bregðast við nýjum
upplýsingum. Hér eru þátttkendur fáir og
smáir. I samanburði við markaði af ámóta
stærðargráðu er samanburðurinn mjög
hagstæður."
- Þessi lækkun sem orðið hefur á
hlutahréfum innanlands, endurspeglar
hún á engan hátt versnandi afkomu fyr-
irtækjanna, t.d. í sjávarútvegi?
„Nei, alls ekki. Staða efnahagslífsins í
heild og ekki síst sjávarútvegsins er mjög
góð. Hún hefur sjaldan eða aldrei verið
betri þannig að skýringanna er eklu að leita
í grundvallaratriðum íslenska hagkerfisins.
Grundvallarforsenda fyrir hækkandi gengi
hlutabréfa er hagvöxtur og hann hefur ver-
ið meiri hér en annars staðar og allt útlit
fyrir áframhaldi."
- Eru áhrif lækkunar á gengi hlutahréfa
þegar komin fram í minni viðskiptum?
>Já, viðskipti með hlutabréf hafa verið
mjög lítil að undanförnu og viðskipti þessa
árs eru minni en á sama tíma í fyrra.
Skuldabréfamarkaðurinn hefur á hinn bóg-
inn verið líflegur."
- Fjámiálaráðherra mun í ár að lík-
indum ekki lækka skattaafslátt við
hlutahréfakaup. Viðhrögð við því?
„Hugmyndin var upphaflega sú að af-
slátturinn myndi lækka í 40% núna, 20% á
því næsta og myndi falla niður árið 2000.
Nú heyrist mér að fallið hafi verið frá
þessu. Afslátturinn verði e.t.v. 60% í ár og
það er fagnaðarefni. Þessi skattaafsláttur
hefur haft jákvæð áhrif og það er ekki síst
þörf á því í góðærinu að efla sparnað."
- Telurðu sýnt að aðhald fyrirtækja
hafi aukist með stórfelldri hlutafélaga-
væðingu að undanförnu?
„Greinilega. Krafan um arðsemi og
hagnað er miklu meira áberandi en var.
Þess sjást strax merki ef arðsemin upfyllir
ekki væntingar og viðbrögð markaðarins
eru nokkuð hörð. Við getum nefnt Flug-
leiðir sem dæmi. Nú eru stjórnendur fyrir-
tækja með fjölmennan hóp umbjóðenda á
bak við sig og þeir gera sínar kröfur. Það
rfldr allt annað andrúmsloft í atvinnulífinu
nú, en fyrir örfáum árum þegar hálft at-
vinnulífið var í höndum ríkisins.11 — bþ