Dagur - 20.10.1998, Page 3

Dagur - 20.10.1998, Page 3
ÞRIÐJUDAGUR 20.0KTÓBER 1998 - 3 rD^tr FRÉTTIR Kerfíð er þirngt og ós veigj anlegt Um 70 prósent svarenda telja að sjaldan eða aldrei sé haft samráð við atvinnulífið við laga- og reglusmíð í umhverfismálum. Þetta kom fram íkönnun sem Orri Hauksson aðstoðarmaður forsætisráðherra, Birgir Ármannsson lögfræðingur hjá Verslun- arráði og Davíð Stefánsson hjá VSÍkynntu ígær. Orri og Davíð eru á myndinni. mynd: eól Uiiihveríismál kosta atviiiiiulííið íun 3 milljarða króna á ári. Könnun á reglubyrði fyrirtækja í umhverf- ismálum. Svarhlutfall 30 prósent. „Margir stjórnendur fyrirtækja telja kerfið þungt og ósveigjan- legt. Þeir eiga kannski líka í erf- iðleikum með að átta sig á hvernig kerfið virkar og hvernig þeir geta leitað réttar síns innan kerfisins," segir Birgir Armanns- son hjá Verslunarráði Islands. 3 milljarðar á ári Þetta kom fram á blaðamanna- fundi í gær þar sem kynntar voru niðurstöður könnunar sem gerð var á reglubyrði íslenskra fyrir- tækja vegna laga og reglna í um- hverfismálum. Þar kom einnig fram að áætlaður kostnaður at- vinnulífsins vegna þessara laga og reglna sé hátt í 3 milljarðar króna á ári. Könnunin var fram- kvæmd samkvæmt staðlaðri fyr- irmynd frá Efnahags- og fram- farastofnuninni, OECD, þar sem ætlunin er að bera saman niðurstöður frá mörgum lönd- um. Hérlendis var verkefnið unnið á vegum forsætisráðuneyt- isins, VSI og Verslunarráðs Is- lands. Könnun náði til alls 554 fyrirtækja og var svarhlutfallið um 30%. Það er álíka gott eða betra en var í hinum aðildarríkj- um OECD að mati þeirra sem unnu að könnuninni. Ófullnægjandi upplýsingagjöf Helstu niðurstöður könnunar- innar voru þær að stjórnendur fyrirtækja telja að stjórnvaldsfyr- irmælum á sviði umhverfismála sé að fjölga og að þeim sé fram- fylgt í auknum mæli. Þeir telja einnig að kostnaður fyrirtækj- anna sé að aukast vegna þessar- ar þróunar. Jafnframt telja þeir að stjórnkerfið á sviði umhverfis- mála sé þungt í vöfum, jafnvel ósveigjanlegt. Þá sé í mörgum tilfellum ekki ljóst til hvaða aðila hjá hinu opinbera þeir eigi að snúa sérþegar umhverfismálin eru annars vegar. Síðast en ekki síst virðist sem upplýsingagjöf stjórnvalda á þessu sviði sé ekki fullnægjandi. — GRH Bjartur loft- steiun „Þetta virðist hafa verið mjög bjartur loftsteinn þannig að j sumstaðar Iýsti hann upp lands- j lagið. Hann hefur því væntan- J lega verið stór,“ segir Þorsteinn j Sæmundsson stjörnufræðingur. ■ Um níuleytið í fyrrakvöld sá 1 fólk víða um land mikið Ijós á himni og virðist þarna hafa verið loftsteinn á leið í gegnum gufu- hvolfið. Birtan af steininum sást m.a. í Húnavatnssýslum og suð- ur um á Hellisheiði, Reykjavík og Hafnarfirði. Þorsteinn gerir ráð fyrir að steinninn hafi brunnið upp á leið sinni í gegn- um gufuhvolfið eins og gerist alla jafna. Hann sagðist í gær vera að viða að sér upplýsingum frá sjónarvottum um stefnur og hæðir steinsins til að geta sagt til um á hvaða braut hann var. MiMð um loftsteina Þótt það sé engin ný bóla að fólk verði vart við birtu af brennandi Ioftsteinum á leið þeirra f gegn- um gufuhvolfið, hefur það vakið athygli stjörnufræðinga hversu margir þeir hafa verið á þessu ári, bæði hér og erlendis. Það sem af árinu hefur t.d. sést til fjögurra mjög bjartra loftsteina frá Islandi til viðbótar við þann sem sást í fyrrakvöld. Þorsteinn segir menn ekki hafa neina sér- staka skýringu á þessu, enda get- ur þarna verið um hreina tilvilj- un að ræða. Prófkjör haldlð hjá framsókn Daníel Ámason, sem sækist eftir 2. sæti listans, segist vilja sjá yngra fólk í efstu sætum listans og eins hafi vantað einstak- linga á listann sem staðið hafi í atvinnu- rekstri. Kjördæmisþing framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra, sem haldið var að Illuga- stöðum í Fnjóskadal um síðustu helgi, samþyltkti að prófkjör færi fram dagana 16. og 17. janúar 1999 um skipan í fjögur efstu sæti listans, og verður niðurstað- an bindandi. Framhaldsþing kjördæmissambandsins, um 60 manns, mun eigi síðar en 15. febrúar 1999 ákveða skipan í 5. til 12. sæti listans. Framboðs- frestur til að taka þátt í prófkjör- inu er til 15. nóvember nk. Valgerður Sverrisdóttir, al- þingismaður, skipaði 2. sæti B- lista 1994 en sækist nú eftir 1. sætinu þegar Guðmundur Bjarnason lætur af forystu. Hún segist hafa verið eindregið þeirr- ar skoðunar að efna ætti til próf- kjörs. Valgerður segist líta á próf- kjörið sem keppni og tímann fram að prófkjörsdegi ekki of langan, inn í þetta komi m.a. jólamánuðurinn sem nýtist illa, og því verði það lyrst og fremst janúarmánuður sem verði áber- Valgerður Sverrisdóttir stefnir á 7. sætið. andi. Valgerður segist ekkert hafa hugleitt hvort hún tæki 2. sæti listans komi það til um- ræðu. Jakob Björnsson, bæjarfulltrúi og fyrrv. bæjarstjóri á Akureyri, býður sig fram í 1. sæti listans og telur hann sig eiga fullt erindi að leiða listann og hann hafi orðið fyrir hvatningu þess efnis, ekki síst frá Akureyringum. Hann segist vona að baráttan verði málefnaleg og allir sætti sig við niðurstöðuna. Hann segist ekki hafa hugleitt hvort hann taki sæti neðar á listanum, stæði það til boða. Eftir skipan í 2. sæti Iistans sækjast þau Elsa Friðfinnsdóttir, lektor við HA, og Daníel Arna- son, framkvæmdastjóri Akoplasts og Kexverksmiðjunn- ar. Elsa segir ákvörðunina um að fara í prófkjör byggða á brenn- andi áhuga á stjórnmálum og Jakob Björnsson stefnir á 1. sætið. hún telji sig eiga nokkuð sterkt bakland, ekki bara Akureyringa og flokksbundna framsóknar- menn, heldur fylgi um allt kjör- dæmið og einnig óflokksbunda. Elsa segist hafa verið fylgjandi því að kjósa fyrr en aðal slagur- inn muni standa í tvær vikur í janúar þó heimavinnan byrji auðvitað fljótlega. Daníel Arnason segist fara í prófkjörið á eigin forsendum en hann hafi vissulega fengið hvatningu frá mörgum til þess. Hann vilji sjá yngra fólk £ efstu sætum listans og eins hafi vant- að einstaldinga á listann sem staðið hafi í atvinnurekstri. Hann segir það liðna tíð að ákveðin landsvæði eigi að eiga fulltrúa á listanum, en hann njóti þess þó að vera frá Norður- Þingeyjarsýslu og hafa verið sveitarstjóri á Þórshöfn. — GG Þrefalt kjördæmisþmg stillir upp Á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Vesturlandskjördæmi um helg- ina var ákveðið að kalla saman þrefalt kjördæmisþing til að stilla upp lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. Verður fundurinn hald- inn 14. nóvember. Að sögn Magnúsar Stefánssonar alþingismanns er framkvæmdin þannig að kosið er milli manna í hvert sæti á listanum og þarf 50% kjördæmisþingsfulltrúa til þess að ná sæti á listanum. Uppstillmgamefnd Sjálfstæðismenn á Vesturlandi voru einnig með kjördæmisþing um helgina. Þar var ákveðið að skipa uppstillingarnefnd til að ganga frá framboðslista flokksins -S.DÓR Hugvit styrkir Háskólauu Fyrirtækið Hugvit og Háskóli Islands ganga í dag frá samningi sem felur í sér kaup Háskólans á hugbúnaði og styrk frá Hugviti sem ætl- aður er til að ráða lektor í skjalastjórnun. Markmiðið er að byggja upp og efla hugbúnaðariðnað hér á landi með sérstakri áherslu á skjalastjórnun. Þórunn tekur sæti á þingi Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Starfsmannafélagsins Sóknar, tók sæti á Alþingi í gær. Magnús Árni Magnússon, sem taka á sæti Ástu B. Þorsteinsdóttur á þingi, er við nám erlendis og getur ekki tekið sæti á þingi fyrr en eftir áramótin. Þórunn undirritaði eiðstafinn í gær því hún hefur ekki áður setið á Alþingi. -S.DÓR Ragnar leitar enn I annað skipti á skömmum tíma hefur dómsmálaráðuneytið falið Ragnari Hall hæstaréttardómara að grennslast fyrir um hvarf fíkni- efna innan lögreglunnar í Reykjavík. Grunur leikur á að um 400 grömm af sterkum fíkniefnum hafi horfið umfram það magn sem rannsókn hafði áður leitt í Ijós. Böðvar Bragason lögreglustjóri fékk áminningu frá ráðherra í kjölfar niðurstöðu sem sýndi að á fjórða kíló vantaði af fíkniefnum innan lögreglunnar. Nú styttist í að Böðvar komi aftur til starfa eftir 6 mánaða leyfi, en hugsanlegt er að rann- sóknin nú muni breyta einhverju þar um. Ekki náðist í Böðvar Braga- son vegna þessa máls í gær. — BÞ flt'fií*í -I

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.