Dagur - 20.10.1998, Qupperneq 4
o o o * n -i o ö ’! n o r t» u ^ » n u i n » o «»
4-ÞRIÐJUDAGUR 20.QKTÓBER 1998
FRÉTTIR
Tkgpr
44 árekstrar imt helgina
Helgin gekk vel hjá lögreglu. Hefðbundið annríki var að kvöld- og
næturlagi en gekk að mestu tíðindalítið fyrir sig. Okumenn voru ekki
allir tilbúnir að glíma við fyrstu hálkuna og voru 44 árekstrar til-
kynntir lögreglu. Þá voru 50 ökumenn kærðir vegna hraðaksturs og
11 vegna ölvunar við akstur.
Fylgst með útivistartíma
Haldið var uppi eftirliti um helgina með því að börn og ungmenni
væru ekki útivið eftir lögbundinn útivistartíma. Farið var um flest
hverfi borgarinnar og nokkrum börnum ekið heim, á lögreglustöð
eða í athvarf þangað sem þau voru sótt af forráðamönnum. Fram
kom að foreldrar taka mikinn þátt í þvf að fylgja þessum reglum eft-
ir og var áberandi að í nokkrum hverfum voru mjög margir foreldrar
á „röltinu“. Slík þátttaka foreldra er til fyrirmyndar og er Iögreglu
mjög mikilvæg aðstoð við eftirfylgni útivistarreglna.
ísinn
ótraustur
Börnum var vísað
frá Tjörninni þar
sem þau voru að
leik, en ísinn þar
er alls ekki nægj-
anlega traustur til
að hægt sé að fara
út á hann.
Umferðarátak fyrirhugað
í næstu viku verður sérstakt átak lögregluliða á Suðvesturlandi í um-
ferðarmálum. Að þessu sinni verður lögð áhersla á akstur við gatna-
mót, notkun stefnuljósa, ljósabúnað ökutækja, gangandi vegfarendur
og notkun endurskinsmerkja.
Sofnaði í aftursætiuu
A föstudagsmorgun var lögreglu tilkynnt um að bifreið hefði verið
stolið þar sem hún stóð ólæst með lyldum í á Seltjarnarnesi. Borgar-
ar fundu bifreiðina skömmu síðar þar skammt frá og hafði þá ölvað-
ur maður komið sér þægilega fyrir í aftursæti hennar. Borgararnir
vísuðu manninum á hrott en hann var síðan handtekinn skömmu
síðar af lögreglu og fluttur á lögreglustöð. Maðurinn sem var talsvert
ölvaður veitti mikla mótspyrnu við handtökuna, kenndi til í hendi og
var því fluttur á slysadeild. Við leit á honum á lögreglustöð fundust
á honum ætluð fíkniefni.
Af þessu tilefni eru ítrekuð skilaboð frá lögreglu um að borgarar
skilji ekki eftir ökutæki sín í gangi með verðmætum í.
Ók á vegg og Ijósastaur
Rúmlega fjögur að morgni Iaugardags var lögreglu tiikynnt um að bif-
reið væri ekið norður Kringlumýrarbraut á röngum vegarhelmingi og
það væri einnig nýleg ákoma á bifreiðinni. Skömmu síðar barst önn-
ur tilkynning um að bifreiðinni hefði verið ekið á vegg og ljósastaur
á Sæbraut. Lögreglan náði að stöðva akstur bifreiðarinnar á Sæbraut
við Súðavog og er ökumaður grunaður um ölvunarakstur. Við rann-
sókn kom í ljós að bifreiðinni hafði einnig verið ekið utan í vegrið í
Kópavogi um nóttina.
Beitti vasahnífi í átökiun
Ráðist var að manni í Tryggvagötu að morgni Iaugardags og honum
veittir áverkar í andliti. Arásarmaður var handtekinn og fluttur í
fangahús.
Tvær konur á fertugsaldri tókust á í Tryggvagötu að morgni sunnu-
dags. Karlmaður bættist síðan í hópinn og veitti annarri þeirra áverka
með vasahnífi. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð en
konan flutt á slysadeild til aðhlynningar
Með hýfi í kerra
Á laugardag stöðvuðu Iögreglumenn einstakling sem var að feija
hluti í kerru aftan £ bifreið. I kerrunni voru ýmis rafmagnstæki sem
er ætlað þýfi. Ökumaðurinn, bifreiðin og kerran voru flutt á lögreglu-
stöð. Við leit fundust meðal annárs fíkniefni.
Með gamla hyssu
Á sunnudag barst lögreglu tilkynning um að menn væru með skot-
vopn í Öskjuhlíð. Lögreglumenn fóru á staðinn og kom í Ijós að
þarna voru menntaskólanemar að kvikmynda. Þeir höfðu skotvopn
sem reyndist forngripur en samt nothæft vopn. Engin leyfi voru fyr-
irliggjandi og vopnið hafði einnig verið tekið án heimildar frá eig-
anda. Piltarnir voru fluttir á lögreglustöð og skotvopnið haldlagt.
Fyrirhugaö brotthvarf Þorsteins Pálssonar afþingi kallar á mikið kapphlaup og átök um sæti hans.
Leitað að arftaka
Þorsteins
Slaguriim lun efsta
sætið á lista Sjálf-
stæðisflokksius á Suð-
urlandi er hafiim af
fulluui krafti. Arnar
Sigurmimdsson í Vest-
mannaeyjiun er sagð-
ur líklegastur oddviti
listans.
Þorsteinn Pálsson tilkynnti á
kjördæmisþingi Sjálfstæðis-
flokksins í Suðurlandskjördæmi
sl. laugardag að hann gæfi ekki
kost á sér til þingmennsku
áfram. Slagurinn um efsta sætið
á Iista flokksins í kjördæminu
hófst sama dag og Þorsteinn
Pálsson tilkynnti þetta, með
opnuauglýsingu frá Árna John-
sen, sem nú skipar 2. sætið á list-
anum, um fundaherferð hans
um kjördæmið. En ljóst er að
Árni nær ekki efsta sætinu bar-
áttulaust því nokkrir eru nefndir
til sögunnar sem áhugamenn um
það sæti.
Ymsir halda því fram að sjálf-
stæðismenn á Suðurlandi muni
fara eins að nú og þegar þeir
sóttu Þorstein Pálsson í efsta
sæti listans og sækja utankjör-
dæmismann til að leiða listann.
Geir H. Haarde, fjármálaráð-
herra, er oftast nefndur í þvx
sambandi. Ef Geir tekur ekki
sætið er Arnar Sigurmundsson í
Vestmannaeyjum, formaður
Samtaka fiskvinnslufyrirtækja,
talinn Iíklegasti oddviti listans.
Arnar var í 4. sæti á listanum síð-
ast.
Margir tilnefndir
Aðrir sem nefndir hafa verið sem
kandidatar eru Ólafur Björns-
son, Iögmaður á Selfossi, hann
er sagður sterkur á Suðurlandi
og kemur frá Árborgarsvæðinu,
sem er fjölmennasta svæði kjör-
dæmisins. Sömuleiðis eru Drífa
Hjartardóttir, núverandi vara-
þingmaður, Helga Þorbergsdóttir
í Mýrdal og Fannar Jónasson á
Hellu nefnd sem hugsanlegir
kandidatar.
Sjálfstæðismenn gera sér vonir
um að ná inn 3. manni í Suður-
landskjördæmi í kosningunum
næsta vor. Ástæðan er sú að Egg-
ert Haukdal fékk um eitt þúsund
atkvæði þegar hann bauð sig
fram síðast. Sjálfstæðismenn
vonast til að fá lungann af þeim
atkvæðum næsta vor og það gæti
dugað til að ná þriðja manni inn.
Ekki hefur verið ákveðið hvort
prófkjör verður haldið eða upp-
stillingarnefnd kjörin til að stilla
upp lista. -s.DÓR
Etns árs fangelsi
lyrir mðk vi ð bam
Þrír héraðsdómarar
dæmdu athæfl manns
sem kynferðismök en
ekki kynferðislega
áreitni. Sakhomingur
fékk 12 máuaða dóm
og skal greiða tveim-
ur stúLkum eina
milljón króna.
36 ára karlmaður af Norðurlandi
eystra hefur verið dæmdur í 12
mánaða fangelsi fyrir að hafa
annars vegar áreitt átta ára
stúlku kynferðislega og hins veg-
ar fyrir að haft kynferðismök við
annað stúlkubarn, nokkrum
sinnum á árabili þegar hún var 6
til 12 ára. Athyglisvert er að í
síðarnefnda málinu gekk fjöl-
skipaður dómurinn lengra en
ákæruvaldið og taldi athæfi
mannsins vera mök en ekki áre-
itni.
Auk þess að vera dæmdur £12
mánaða fangelsi var maðurinn
dæmdur til að greiða fyrrnefndu
stúlkunni 220 þúsund króna
skaðabætur og slðarnefndu
stúlkunni 755 þúsund króna
skaðabætur, eða alls nær eina
milljón króna.
Fyrrnefnda málið var ekki
eins alvarlegt og það siðara.
Maðurinn var fundinn sekur um
að hafa setið fullklæddur með
átta ára telpuna fullklædda £
kjöltu sér, risið við það hold og
nuddað getnaðarlim si'num við
bakhluta stúlkunnar.
Alvarlegra mál
Siðarnefnda málið var öllu alvar-
legra. Maðurinn var fundinn
sekur um að hafa tvisvar til
þrisvar á ári 1991-96, afklætt
stúlku (6-12 ára) og viðhaft ósið-
legt athæfi án þess þó að nota
getnaðarlim sinn.
Dómarar málsins, Pétur Guð-
geirsson, Sigrfður Ingvarsdóttir
og Sigrfður Ólafsdóttir, segja f
niðurstöðum sínum að í þessu
síðara tilviki sé ákæra Ríkissak-
sóknara ranglega færð til Iagaá-
kvæðis sem á við kynferðislega
áreitni og varði allt að 4 ára
fangelsi. Þeir sakfelldu hann
hins vegar fyrir kynferðismök er
varða allt að 12 ára fangelsi. Þeir
ákváðu jafnframt að óskilorðs-
bundin fangavistin skyldi vera
eitt ár. Var þá annars vegar tekið
tillit til þess að sakaferill ákærða
væri óverulegur en hins vegar til
þess að stúlkurnar voru í nánum
tengslum við hann og hann
braut á þeim á stöðum þar sem
þær áttu að njóta friðar og örygg-
is. - FÞG