Dagur - 20.10.1998, Síða 12

Dagur - 20.10.1998, Síða 12
11.1 ■ ■ ■ ■ ■ 12- ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 Z I < n irhí< S 462 3500 Einhversstaiar í dimmri borginni leynist einhentur, einfættur, eineygður maður úbyrgur fyrir morðinu sem Ryan Harrison hefur verið sakoður um. Það eino sem Ryan þarf tii að finna hann er... vísbending. Þriðjud. kl. 21.00 & 23.00. dÍg^ITt a l Magnaður grinhasar sem fór beint ó toppinn í Bandarikjunum i vor. Með Mark Wahlberg úr Boogie Nights. Fróbært grín, fróbær hasar, fróbær óhættuatriði og fróbær tónlist, i besta tóni í heimi. Þriðjud. kl. 23.00. nni°QLBv[ D I G I T A L SEM STRAKUR HAFÐIJOHN DOLITTLE ALLTAF MIKINN AHUGA A DÝRUM. ÞRJÁTÍU ÁRUM SEINNA HEFUR ÞAÐ SNÚIST VIÐ OG NÚ LEITA DÝRIN TIL HANS EFTIR AÐSTOÐ. EDDIE MURPHY HREINLEGA „BRILLERAR"! Þriðjud. kl. 21.00. □□[dolbyJ D I G I T A L WRONCFULLV ACCUSED ■ ÍÞRÓTTIR Það er augljóst að Siggi Sveins verður að æfa betur efhann ætlar að komast i landsliðshópinn. Hann sveifþó eins og ballerína á tánum í gegnum þunglamalega FH-vörnina, en varð að játa sig sigraðan á síðustu mínútunum. Hér messar Sigurður yfir sínum mönnum. - mynd: bg Siggi Sveins skoraði fjórtán mork gegn FH Það brostu margir út í aimað þegar FH-iugar tóku þaö til bragðs að taka Sigurð Sveinsson úr umferð. Menn vildu meina að það væri aft- urhvarf til fortíðar, um ein fimm ár. Það er alla vega mikið hól fyrir Sigurð og viðurkenning á því að Iengi lifir í gömlum glæðum. Sigurður var heldur betur í stuði í leiknum og skoraði 14 af 27 mörkum HK. Hann fór oft illa með seinheppna varnarmenn FH sem áttu ekkert svar við sama danssporinu, sókn eftir sókn. Siggi sveif eins og ballerína á tán- um í gegnum þunglamalega FH- vörnina og ef vinstri hendin dugði ekki, þá var sú hægri notuð. Það var ekki fyrr en á síðustu þremur mínútunum, þegar staðan var 27:27, að FH-ingum tókst loks að hrista af sér mókið og sigra með fjögurra marka mun 27:31. Markahæstir FH-inga voru Val- ur Arnarson 8, Guðjón Arnason 7 og Knútur Sigurðsson 7/2. Hjá HK var Sigurður með 14/6 og Óskar E. Óskarsson 4. Létt hjá Frömunun Grótta/KR var Frömurum lítil hindrun þegar liðin mættust í 5. umferð úrvalsdeildarinnar í hand- knattleik um helgina. Grótta/KR skoraði fyrsta markið í leiknum og var það í eina skiptið sem þeir voru yfir. Þeir náðu þó að jafna í stöð- unni 12:12, en þá skildu leiðir. I seinni hálfleiknum settu Framarar í fluggír og tóku öll völd á vellinum. Ekki var heil brú í leik Gróttu/KR og Framarar gengu í gegnum götótta vörnina að vild og sigruðu með tólf marka mun, 38:26. Flest mörk Framara skoruðu Magnús A. Arngrímsson 8/1 og Gunnar Berg Viktorsson 7/2, en markahæstir Gróttu/KR voru Gylfi Birgisson 7 og Zoltán Belanýi 7/5. Sebastían Alexander varði vel í Frammarkinu, eða alls 18 skot. Reynir hestui hjá KA Reynir Þ. Reynisson var betri en enginn þegar KA fékk Selfoss í heimsókn til Akureyrar. Hann varði alls 20 skot í leiknum og var besti maður KA. Selfyssingar byrjuðu betur í leiknum og höfðu forystu framan af, en KA-menn sóttu í sig veðrið þegar líða tók á hálfleikinn og voru einu marki yfir í hálfleik 12:11. Seinni hálf- leikurinn var jafn á öllum tölum til að byija með, en þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum færðist líf í KA-menn, sem náðu þriggja marka forystu, sem þeir héldu til leiksloka. Lokatölurnar í súrum leik urðu 25:22. Markahæstir KA-manna voru Lars Walther 8/1 og Sverrir Björnsson 5, en hjá Selfyssingum skoruðu Litháarnir Robertas Pauzoulis 6 og Alturas Villemas 4. Reynir Þ. Reynisson varði alls 20 skot fyrir KA. Haukar á sigllngu Haukamir fóru létt með Stjöm- una þegar liðin mættust í Haíríar- firði. Liðin voru sein f gang og þegar um það bil tíu mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 1:1. Stjarnan hélt svo í við Hauk- ana framan af og var staðan 9:9 þegar langt var liðið á fyrri hálf- leik. Þá tóku Haukarnir loks við sér og voru komnir með tveggja marka forystu, 13:11, f hálfleik. Eftir það átti Stjarnan aldrei möguleika og leikurinn endaði 32:22. Markahæstir Haukanna voru Siguijón Sigurðsson 8/6 og Þor- kell Magnússon 5, en hjá Stjöm- unni skoraði Heiðmar Felixson 6 og Arnar Pétursson 5. Markmenn beggja liða, þeir Magnús Sig- mundsson hjá Haukum og Birkir Guðmundsson, Stjörnunni, vörðu 14 skot hvor. Skemmtilegur leikur Það var skemmtilegur og spenn- andi leikur sem Afturelding og Valur sýndu í Mosfellsbænum. Leikurinn var mjög jaírí allan tím- ann og var Afturelding einu marki yfir í hálfleik, 15:14. Sama spennan var í seinni hálfleiknum, en þó náði Afturelding fjögurra og fimm marka forystu á köflum. Valsmenn neituðu þó að gefast upp og þegar langt var liðið á seinni hálfleikinn var staðan jöfn, 24:24. Valsmenn höfðu þá skorað fimm mörk í röð, sem varð þeim of mikil raun í lokin og Aftureld- ing seig framúr og sigraði 26:24. Þeir Jón Kristjánsson, Val, og Bjarki Sigurðsson, Aftureldingu, áttu báðir stjörnuleik og voru markahæstir í leiknum. Jón með 11/1 og Bjarki með 12/5. Sigmar fór í gang Eyjamenn fengu IR-inga í heim- sókn til Eyja á föstudaginn og mörðu sigur 23:21. IR-ingar voru sterkari framan af Ieiknum og höfðu 11:13 forystu í hálfleik. Jafrit var á öllum tölum í byijun seinni hálfleiks, þar til staðan var 18:18. Þá fór Sigmar Þröstur Ósk- arsson, markvörður Eyjamanna, í gang og varði meistaralega það sem eftir var leiksins. Hann varði samtals 18 skot í Ieiknum og var einn besti maður ÍBV. Markahæstir Eyjamanna voru Giedreus Cernauskas 7/2 og Guðfinnur Kristmannsson 7, en hjá ÍR skoruðu þeir Ólafur Gylfa- son og Jóhann Asgeirsson 5 mörk hvor. Menntamálaráðuneytið Auglýsing f samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefur menntamálaráðuneytið beint því til stofnana á stjórnsýslusviði þess að þær hafi lokað til kl. 13.00 eftir því sem tök eru á miðvikudaginn 21. október vegna útfarar Guð- rúnar Katrínar Þorbergsdóttur, sem gerð verður frá Hallgríms- kirkju kl. 11.00 þann dag, þá er mælst til þess að kennsla verði felld niður til kl. 13.00. Menntamálaráðuneytið, 19. október 1998. Auglýsing frá forsætisráðuneytinu Eftirtaldar stofnanir verða lokaðar fyrir hádegi og til kl. 13.00 miðvikudaginn 21. október 1998 vegna út- farar forsetafrúarinnar, frú Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur: Byggðastofnun, Skrifstofa kristnihátíðarnefndar, Skrifstofa landafundanefndar, Skrifstofa óbyggðanefndar, Skrifstofa umboðsmanns barna, Skrifstofa þjóðgarðsins á Þingvöllum, Þjóðhagsstofnun. í forsætisráðuneytinu 19. október 1998.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.