Dagur - 20.10.1998, Síða 13

Dagur - 20.10.1998, Síða 13
/r am jisafrisc - &.! ÞRIÐJUDAGUR 20.OKTÓBER 1998 - 13 ÍÞRÓTTIR Jafnt og skemmtilegt GUNNAR SVERRIS- SON skrífar. Fjörðu umferö á ís- landsmótinu í körfukuattleik lauk iiiii helgina. Góöir hlutir eru að gerast í ísleuskum körfukuattleik. Það stefnir nefnilega í jafnt og skemmtilegt mót. Fáir spáðu því. Snæfell frá Stykkishólmi tók ís- landsmeistara Njarðvíkinga í kennslustund í því hvernig á að beijast og hafa sigur. Sigurinn var nokkuð öruggur, 97-81, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 38-49 Njarðvík í vil. Það var því engin tilviljun að Snæfell sigraði Hauka á heimavelli á dögunum í Eggjabikarnum. Þeir verða greinilega erfiðir á heimavelli. KR siraði Grindvíkmga Grindvíkingar sem eru örugglega með eitt besta byrjunarlið í körfuboltanum í dag steinlágu fyrir KR. Leikur Grindvíkinga hefur verið ótrúlega ósannfær- andi upp á síðkastið. Þeir verða að hætta að fagna sigrinum í Suðurnesjamótinu og einbeita sér að íslandsmótinu. KR-ingar leiddu allan leikinn og lokastað- an varð 97-77 og tvö stig til KR- inga, sem eru að gera góða hluti með frekar nýtt lið. Tindastóll, sem er í góðum málum með Val Ingimundarson fremstan í flokki, sigraði stiga- lausa Skallagrfmsmenn. Leikur- inn var á Sauðárkróki og endaði 86-78. Skallagrímur úr Borgar- nesi hefur byrjað tímabilið afleit- lega og staða þeirra ekki góð, þeir eru neðstir í deildinni. En nóg er eftir af íslandsmótinu og Henn- ing Henningsson þjálfari þeirra á örugglega eftir að berja lífi í sína menn. Valsineim yfirspilaðir Loksins sigruðu Keflvíkingar sannfærandi. Þeir hafa án efa á að skipa einni bestu liðsbreidd- inni í úrvalsdeildinni og þeir sigr- uðu Valsmenn í Keflavík 106-77. Keflvíkingar gjörsamlega yfirspil- uðu Valsmenn. Hlíðarenda- drengirnir hafa verið að gera fína hluti í síðustu leikjum og slógu til dæmis KFI eftirminnilega út úr Eggjabikamum á dögunum. Góður sigur ísfirðinga Isfirðingar eða KFI unnu góðan sigur á Tindastóli á föstudag og tóku síðan hitt Norðurlandsliðið, Þór, á sunnudagskvöld og sigruðu 81-86. Sigur Isfirðinga var nokk- uð öruggur á sunnudagskvöld en heimamenn áttu möguleika öðru hveiju í leiknum, en nýttu þá illa. KFI er á toppi deildarinnar en Þórsarar eru með tvö stig. Skagamenn á siglingu Skagamenn hafa verið á mikilli siglingu undanfarið og komið skemmtilega á óvart. Haukar stöðvuðu sigurgöngu þeirra f Hafnarfirðinum, í leik þar sem úrslitin réðust á vítalínunni. IA átti möguleika á að jafna í lok leiksins og það úr vítaskotum, en misnotaði þau. Leikurinn endaði 74-70 eftir að staðan hafði verið 44-39 í hálfleik, Haukum í vil. Það er greinilegt á öllu að stór- skemmtilegt Islandsmót er framundan. Suðurnesjaliðin eru ekki að stinga af eins og margir spáðu. Grindvíkingar og Njarð- víkingar fengu slæma útreið og þau tíðindi ættu að vera skilaboð til „litlu“ liðanna. Allir heimavell- ir liðanna í úrvalsdeildinni eru traustir og liðin eiga eftir að tína stig, hvert af öðru. Alexander Ermolinski, þjálfari ÍA, er þjálfari fyrstu fjögurra umferðanna. Það er hreint ótrúlegt hvað hann nær út úr lítt reyndum leikmönnum liðsins. Það er ástæða fyrir fólk að líta inn í næsta íþróttahús og horfa á leik í úrvalsdeildinni. United lék Wimbledon grátt Chris Perry, varnarmaður Wimbtedon, í baráttu við Andy Cole á Old Traf- ford á laugardaginn. Cole átti góðan leik með United og gerði tvö mörk í 5:1 sigri liðsins. David Beckham og Roy Keen í banastuði. Fimnttíu jafntefli í Liverpool. South- ampton skoraði sitt fyrsta mark á útivelli. Tíu Leedsarar náðu jöfnu í JVotthiugham. Blackhum enn í hasli. West Ham og Aston ViUa steindauð á Upton Park. Manchester United lék gesti sína, Wimbledon, grátt á Old Trafford á laugardaginn. Frábær leikur hjá David Beckham og Roy Keen varð til þess að Iiðið lék sér að gestum sínum allan tímann. Sigurinn, 5-1, var síst of stór þó sóknarleikmenn gest- anna hafi leikið dýrasta varnar- mann heims, Jaap Stam, grátt. Landi hans í United markinu sá til þess að gestirnir skoruðu ekki nema einu sinni. Andy Cole reið á vaðið fyrir heimamenn með marki og lokaði honum einnig. Ryan Giggs, David Beckham, og Dwight Yorke sáu um hin mörk- in, eftir að Jason Euell hafði jafn- að fyrir Wimbledon. Finuntíu jafntefli hjá Everton og Liverpool Liverpool og Everton gerðu fimmtugasta jafntefli sitt í ná- grannaslag á Goodison Park á Iaugardaginn. Leikurinn var jafn leiðinlegur og veðrið í borginni en hefði þó getað endað með sigri gestanna. Þeir fengu þrjú færi á móti einu heimamanna. Eyðimerkurganga Liverpool heldur því áfram á Goodison Park þar sem liðið hefur ekki náð að sigra í sjö síðustu leikjum sín- um. Meistarar Arsenal hafa enn ekki hafið titilvörn sína fyrir al- vöru. Meistararnir tóku á móti botnliðinu frá Southampton og urðu að sætta si^ við 1-1 jafn- tefli eftir að Anelka hafði náð for- ystunni íyrir þá. Gestirnir skor- uðu sitt fyrsta mark á útivelli á tímabilinu þegar þeir jöfnuðu. Newcastle hrökk aftur í gang eftir afturkipp þegar liðið tók á móti Derby. Nikos Dabizas og Stephen Glass skoruðu mörk heimamanna áður en Deon Burton náði að minnka muninn fyrir gestina. Útlendingahersveitin heppin á heimavelli Chelsea var heppið að ná jafn- tefli við nýliðana í Charlton, sem byrjuðu Ieikinn mun betur en gestgjafarnir. Leboeuf kom heimamönnum yfir en Eddie Youds jafnaði með glæsimarki. Fátt benti til þess að dýrasta Iið enskrar knattspyrnu næði að hala inn sigur gegn því ódýrasta. Gustavo Poyet bjargaði þó andliti þeirra með sigurmarki í lokin. Middlesbrough kláraði vinn- una sína með stæl þegar liðið lagði Blackburn á heimavelli. Tim Sherwood skoraði sennilega sitt síðasta mark fyrir Blackburn áður en lærisveinar Robsons komust í gang. Richard og Flemming sáu til þess að stigin urðu öll eftir hjá Boro. Það bar helst til tíðinda f hundleiðinlegum leik á Upton Park að Israelsmaðurinn, Eyal Berckovitch snéri heim og lék með liðinu á ný eftir sparkið frá Hartson á dögunum. Leiknum lauk 0 - 0 og Manchester United er nú farið að anda hressilega í hálsmálið hjá Villa mönnum. Dion Dublin heldur enn lífinu í Coventry. Á sunnudaginn skor- aði hann sigurmarkið gegn Sheffield Wednesday. — GÞÖ Úrvalsdeildin í körfuknattleik Urslit í 4. umferð Þór - KFÍ 81 - 86 Keflavík - Valur 106 - 77 Tindast. - Skallagr. 86 - 78 KR - Grindavík 97 - 77 Haukar - ÍA 74 - 70 Snæfell - Njarðvík 97 - 81 Staðan L mi T Stig S KFÍ 4 3 1 372:331 6 ÍA 4 3 1 333:314 6 Keflavík 4 3 1 369:322 6 KR 4 3 1 363:327 6 Tindast. 4 3 1 332:325 6 Njarðvík 4 2 2 338:315 4 Grindavík 4 2 2 314:318 4 Haukar 4 2 2 306:324 4 Þór 4 1 3 306:336 2 Valur 4 1 3 307:351 2 Snæfell 4 1 3 319:342 2 Skallagr. 4 0 4 298:352 0 Úrvalsdeildin í handknattleik Úrslit í 5. umferð ÍBV - ÍR______________ 23-21 Haukar - Stjarnan_____32 - 22 HK - FH_______________27 - 31 KA - Selfoss__________25 - 22 Fram - Grótta/KR______38 - 26 Afturelding - Valur___26 - 24 Staðan L U 1 T Mðrk S Aftureld. 5 4 1 0 120:104 9 Fram 5 4 0 1 143:121 8 Haukar 5 4 0 1 149:130 8 KA 5 3 0 2 122:118 6 Valur 5 3 0 2 116:112 6 ÍBV 5 2 0 3 108:106 4 ÍR 5 2 0 3 127:131 4 Stjarnan 5. 2 0 3 1 15:122 4 FH 5 1 1 3 127:132 3 Selfoss 5 1 I 3 119:133 3 Grótta/KR 5 1 1 3 120:138 3 HK 5 1 0 4 108:127 2 Enska úrvalsdeildin Úrslit í 5. umferð Arsenal - Southampton______1-1 Chelsea - Charlton 2-1 Everton - Liverpool________0-0 Man. Utd. - Wimbled. 5-1 Middlesb. - Blackburn______2-1 Newcastle - Derby__________2-ý Nott. For. - Leeds_________1-1 West Ham - Aston Villa 0-0 Coventry - Sheff. Wed. 1-0 Leicester - Tottenham 1 -0 Staðan L U J T Mörk S Aston Villa 9 6 3 0 10:2 21 Man. Utd. i 8 5 2 1 18:7 17 Middlesb. 9 4 3 2 14:9 15 Chelsea 8 4 3 1 13:9 15 Arsenal 9 3 5 1 10:4 14 Newcastle 9 4 2 3 15:11 14 Liverpool 9 3 4 2 13:10 13 West Ham 9 3 4 2 7:8 13 Leeds 9 2 6 1 9:6 12 Derby 9 3 3 3 7:6 12 Wimbledon 9 3 3 3 13:16 12 Everton 9 2 5 2 6:6 11 Tottenh. 8 3 2 3 9:14 11 Charlton 9 2 4 3 13:12 10 Leicester 8 2 3 3 7:8 9 Sheff. Wed. 9 3 0 6 8:10 9 Blackburn 9 2 2 5 9:12 8 Nott. For. 9 2 2 5 6:11 8 Coventry 9 2 2 5 6:14 8 Southamt. 9 0 2 7 4:22 2

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.