Dagur - 24.10.1998, Síða 4

Dagur - 24.10.1998, Síða 4
T 4-LAUGARDAGUR 2A.OKTÓBER 1998 ÍSAFJÖRÐUR Básafell og FH hefja samvinnu við Kanadamenu Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Básafell á ísafirði og Fiskiðjusam- lag Húsavíkur hafa í samvinnu við kanadíska fyrirtækið Clearwater Fine Foods ákveðið að reisa fullkomna rækjuverksmiðju í St. Ant- hony á Nýfundnalandi. Fyrirtækið mun heita St. Anthony Seafood Ltd. og verður eignarhluti íslensku fyrirtækjanna 25%, hlutur at- vinnuþróunarfélags bæjarins sá sami en hlutur Clearwater 50%. Af- kastageta nýju verksmiðjunnar verður um 10 þúsund tonn á ári og velta er áætluð um einn milljarður króna. Aætlað er að hefja vinnslu vorið 1999, strax og byggingaframkvæmdum lýkur. Bömin vilja útisundlaug Lagður hefur verið fram undirskriftarlisti barna á Isafirði þar sem börnin óska eftir að byggð verði útisundlaug í bænum með vatnsrennibraut. Þess má geta að vegna húsnæðiseklu grunnskólans á Isafirði er hafin kennsla í Kaupfélagshúsinu í 6 al- mennum kennslustofum auk mynd- menntastofu og tveggja sérkennsluher- bergja. Á síðasta kjörtímabili reis upp mik- il deila í bæjarstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála sem á endanum klauf bæj- arstjórnarflokk Sjálfstæðisflokks og felldi meirihluta bæjarstjórnar. Nýr tónleihasalur Fyrsta skóflustungan að nýjum tónleikasal á ísafirði var tekin eftir minningartónleika um Ragnar H. Ragnar 26. september sl. að við- stöddum menntamálaráðherra, en 28. september var liðin öld frá fæðingu Ragnars. Húsið mun rísa við hlið skólahúsnæðis Tónlista- skóla ísafjarðar, sem árum saman hýsti húsmæðraskólann Ósk og verður fyrsti sérbyggði tónlistasalurinn á Vestfjörðum. Styrktarfélag húsbyggingar Tónlistaskóla Isafjarðar afhenti við þetta tækifæri 15 milljónir króna sem eiga að duga til byggja upp salinn en verksamn- ingur við verktaka hljóðar upp á 14,6 milljónir króna. Formaður Tón- listafélags IsaQarðar, Úlfar Agústsson, hvatti fýrirtæki á ísafirði til þess að Ieggja málinu lið svo bægt væri að innrétta húsið og kaupa í það tæki. Kaup á flygli voru formanninum ofarlega í huga. - GG INNLENT Leitað sátta mnan Þjónustusambandsms Sátta er nú leitað í ágreiningsmáli milli Þjónustusambands íslands og Qórum aðildarfélögum, þar sem deilt er um úrsagnir félaganna úr sambandinu og iðgjaldaskuldir félaganna. Bakarasveinafélagið og félög framleiðslu-, kjötiðnaðar- og mat- reiðslumanna höfðuðu sl. haust mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til staðfestingar á úrsögn sinni úr Þjónustusambandinu, en sambandið var sýknað. I kjölfarið höfðaði Þjónustusambandið mál gegn félögun- um 4 til greiðslu iðgjalda, sem í heild eru á þriðju milljón króna. Taka átti málið fyrir í héraðsdómi í vikunni, en málinu var frestað til 10. desember þar eð málsaðilar urðu sammála um að leita sátta. - FÞG Norræni fjárfestingabankiim hagnast vel Norræni íjárfestingabankinn (NIB) sýndi fimmta árið í röð góðan hagnað en á fyrstu átta mánuðum ársins var hagnaður bankans 6.224 milljónir króna, eða 78 milljónir ECU samanborið við 80 milljónir ECU í fyrra. Samfara vaxandi alþjóða- væðingu í norrænu atvinnulífi hefur Norræni fjár- festingabankinn lagt áherslu á að treysta Ijölþjóð- lega stöðu sína. Aðildaríkin, Danmörk, Finnland, Það gengur vel hjá ísland, Noregur og Svíþjóð, hafa gert með sér sátt- JóniSigurðssyni mála sem treystir stöðu NIB sem alþjóðlegs fyrir- og félögum hans í tækis og miðar að því að bankinn standi jafnfætis Norræna Fjárfest- öðrum fjölþjóðlegum fjármálastofnunum sem ingabankanum. hann starfar með. Norræna ráðherranefndin hefur veitt leyfi fyrir hækkun stofnfjár NIB úr ECU 2.809 milljónum í ECU 4.000 milljónir frá ársbyrj- un 1999. Skotveiði á ríkisjörðuin Landþúnaðarráðherra hefur ákveðið að leyfa skot- veiðimönnum aðgang að nokkrum ríkisjörðum á yfirstandandi rjúpnaveiðitímabili. Um er að ræða 11 jarðir í umsjá jarðadeildar ráðuneytisins og Skógræktar ríkisins og eru þær allar í eyði. Ekki þarf sérstakt leyfi til að stunda veiðar á þessum jörðum né greiða fyrir aðganginn. Þar geta Rjúpnaveiðimenn allir veitt sem hafa veiðikort °g byssuleyfi. Þrjár hafa fengið leyfi til iarðanna sem um ræðir eru í Borgafjarðarsýslu og veiða á li ríkis- ^ 1 Skagafjarðarsýslu en hinar í Dalasýslu, Austur iörðum Barðastrandarsýslu, Austur Húnavatnssýslu, Norð- --------' ur-Þingeyjarsýslu og Suður-Múlasýslu. Börnin á ísafirði viija renni- braut með sinni sundlaug. X^MT FRÉTTIR Skyldu íslendingingar eiga eftir að greiða með evru þegarþeir versla hér heima. Sérsfræðingar Landsbankans segja að erfitt verði að viðhalda sjálfstæðri myntþegar ríki Evrópusambandsins hafa tekið upp sameiginlegan gjaldm/ðil. Evra eykur sveiflnr Fyrir svo agnarsmátt hagkerfi verður erfitt að viðhalda sjálf- stæðri mynt eftir til- komuevnumar segja sérfræðiugar Lands- hankans. „Islensk fyrirtæki geta með engu móti haldið því fram að evran skipti þau litlu máli og hafi eng- in áhrif hér á Iandi“, segir í árs- fjórðungsskýrslu Viðskiptastofu Landsbankans, þar sem m.a. er fjallað um líkleg áhrif evrunnar, sem tekur gildi frá næstu ára- mótum. Tilkoma EMU (Mynt- bandalags Evrópu) og evrunnar muni ekki frá fyrsta degi hafa úrslitaáhrif á velgengni eða fall fslenskra banka og Ijármálastofn- ana. „En þó ber að hafa í huga að hlutirnir gerast hratt og ómögu- Iegt er að segja hvar við stöndum gagnvart EMU eftir 1-2 ár“, segja sérfræðingar Landsbankans. I ljósi gríðarlegra Evrópuviðskipta verði erfitt fyrir svo agnarsmátt hagkerfi sem hið íslenska er að viðhalda sjálfstæðri mynt. Harðari samkeppni Líldeg áhrif af tilkomu evrunnar eru m.a. : Minni viðskiptakostn- aður í gjaldeyrisviðskipum. Auknar sveiflur í gengi krónunn- ar. Vaxtamunur getur breyst og haft jákvæð og neikvæð áhrif á gengi og vaxtastefnu Seðlabank- ans. Obein áhrif af jákvæðum og neikvæðum hliðum EMU mun skila sér hingað til lands. Versn- andi samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja, sérstaklega þeirra sem starfa á EMU-svæðinu. Mörgiun bankaútibúiun lokað Evran er varla tilhlökkunarefni öllum Ewópubúum. Fyrstu fórn- arlömb hennar verða þeir sem missa vinnuna við lokun u.þ.b. 166.000 bankaútibúa víðs vegar í Evrópu. Af jákvæðum áhrifum eru m.a. talin: Framleiðsla færist á færri hendur með sameiningu og end- urskipulagingu fyrirtækja og þar með íokun verksmiðja. Fjármagn verði hreyfanlegra og þrýstingur aukist á hreyfanlegra vinnuafl. Atvinnuleysi muni aukast til skamms tíma og Iaun gætu farið Iækkandi. Verðsamkeppni eykst. Mörg ljón á veginiun Meðal líklegra neikvæðra áhrifa eru: Pólitískur órói og sundur- lindi í Evrópu. Niðurskurður í heilbrigðis- og velferðarkerfi EMU-ríkja og breikkandi bil milli ríkra og fátækra. Aukin samkeppni frá keppinautum utan EMU svæðisins. „Mörg ljón eru á veginum sem geta komið í veg fyrir að evran fái þann slagkraft sem til þarf og geta jafnvel valdið því að EMU- lestin fari út af sporinu. Skelli efnahagskreppa á Evrópu verður evrunni kennt um og þeir stjórn- málamenn sem mest hafa haft sig í frammi munu leyta í skjól“, segja skýrsluhöfundar. Ljóst sé að EMU muni breyta öllu íjár- málakerfi Evrópu. Aðildarríkin neyðist til að stuðla að stórauk- inni hagkvæmni í hagkerfum sín- um hversu sársaukafullt sem það kann að reynast. -HEl Umhverfísvænar veiðar uiidanskildar Bæjarstjóm Bolimgar- víkur telur að afstaða stjómvalda til smá- bátaútgerðar o g rekstranrmhverfis fiskviimslu muni ráða mjög miklu uin það hvort það takist að stöðva fólksflóttann frá laudsbyggðinni. Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda (LS) verður haldinn 12. og 13. nóvember nk. og þar verður m.a. á dagskrá að skapa smábátum sérstakt um- hverfismerki. Smábátaeigendur telja sig ekki eiga samleið með þeim sem stunda togveiðar þar sem þeir telja sín veiðarfæri vera vistvæn fyrir grunnslóðina. Smábátaeigendur vilja tengja veiðileyfagjald, ef samþykkt verð- ur, við umhverfisvænar veiðar og Smábátaeigendur telja sig ekki eiga samleið með þeim sem stunda tog- veiðar enda séu sín veiðarfæri vist- vænni. Ieggja álag á veiðar togveiðiskipa á grunnslóð. Tekjur þannig fengnar yrðu notaðar til að auka vistvænar veiðar, eins og t.d. handfæra- og línuveiðar sem skapa mundi fleiri sjómannastörf og meira framboð af hágæðahrá- efni. Ákveðnir verði fastmótaðir veiðafærastuðlar og LS vill að af hálfu Hafrannsóknastofnununar verði gefin út veiðarfæraráðgjöf sem væri kunngjörð um leið og hámarksaflamark í hverri fiskteg- und er tilkynnt. Fulltrúar Landssambands smá- bátaeigenda áttu fund í gær með sjávarútvegsráðherra um þá kröfu þeirra að sóknardögum verði Qölgað í 40 en þeir eru nú aðeins 9 samkvæmt lögum. Ekkert markvert gerðist á þeim fundi en Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, vonar að smábátaeigendur fái einhverja úrlausn sinna mála. Bæjarstjórn Vesturbyggðar hef- ur skorað á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að stöðugleiki myndist í sóknardagakerfi smá- báta og koma því til leiðar að út- gerðarmenn sem hyggist leigja frá sér veiðiheimildir bjóði þær fyrst til leigu í heimabyggð áður en til þess kemur að þær verði settar á kvótaþing. Bæjarstjórn Bolungarvíkur hefur ályktað að afstaða stjórnvalda til smábátaút- gerðar og rekstrarumhverfis fisk- vinnslu muni ráða mjög miklu um það hvort takist að stöðva fólksflóttann frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. — GG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.