Dagur - 24.10.1998, Side 11

Dagur - 24.10.1998, Side 11
Xfc^ur LAUGARDAGUR 24.QKTÓBER 1998 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR k. Samningar tókust á níimda degi Samniiigar Palestmu- manna og ísraels- maima eru í höfn og almenn bjartsýni um framhaldið. Palestínumenn og Israelsmenn náðu lolcs bráðabirgðasamkomu- lagi eftir nærri níu daga samn- ingatörn í Maryland í Bandaríkj- unum. Þar með lauk 19 mánaða erfiðu tímabili sem samningavið- ræður milli þeirra hafa verið í sjálfheldu. Bæði hægrisinnaðir ísraelsmenn og andstæðingar þeirra í Hamas-hreyfingu Palest- ínumanna lýstu þó óánægju sinni með að samið hafi verið. Samkomulagið sjálft kallast „Samkomulag um framkvæmd bráðabirgðasamkomulagsins,“ og er þá vísað í bráðabirgðasam- komulagið sem gert var árið 1995, en það var annar áfangi Oslóarsamningsins frá 1993. Framkvæmd bráðabirgðasam- komulagsins hefur legið niðri að mestu frá því Benjamin Netanya- hu tók við forsetaembætti í ísra- el. Sögðu bandarískir embættis- menn að ekki væri laust við að Jasser Arafat hafi notið þess und- anfarna daga að vera komin í hlutverk „góða gæjans“, sam- heija Bandaríkjanna, meðan ver- ið var að kljást við Netanyahu. Þriðja áfanganum, endanlegu samkomulagi milli ísraelsmann og Palestínumanna er þó enn ólokið, en þetta nýja samkomu- lag á að undirbúa jarðveginn fyr- ir næstu samningatörn sem á að vera Iokið í maí á næsta ári. Sam- komulagið, sem gert var í gær, á að hafa leitt til lykta öll þau deilumál sem risið hafa varðandi framkvæmd bráðabirgðasam- komulagsins frá því 1995. í Iokasamningum þarf að taka á viðkvæmum deilumálum sem varða stöðu Jerúsalemborgar og Iandamæri hugsanlega sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Sam- kvæmt bráðabirgðasamkomulag- inu frá Osló á þessum áfanga að vera lokið þann 4. maí 1999, enda rennur Oslóarsamningur- inn þá út. Helstu atriði samnmgsms Samningurinn sem undirritaður var í gær felur í sér viðamikla áætlun í öryggismálum sem á að koma í veg fyrir ofbeldisverknaði bæði af hálfu palestínskra öfga- manna sem ísraelskra öfga- manna. Samkvæmt samningnum er einnig gert ráð fyrir að ísraels- menn afhendi á næstu þremur mánuðum 13% landsvæðis Vest- urbakkans í viðbót, þannig að um 40% landsvæðis Vesturbakk- ans verði þá komið undir stjórn Palestínumanna. ísraelsmenn skuldbinda sig enn fremur til að semja um þriðja áfanga brottflutnings ísra- elskra hermanna frá Vesturbakk- anum, en hve umfangsmikið það verður þarf að semja um við Palestínumenn. Þá ætla Palestínumenn að nema úr gildi þau ákvæði í stofn- skrá sinni sem beint er gegn ísra- elsríki, eins og Arafat hafði reyndar Iofað að gert yrði £ bréfi sínu til Jitsaks Rabins strax árið 1993. Samningar töfðust um nokkra klukkutíma vegna deilna um ná- kvæmlega hvernig Palestínu- menn ætluðu að fara að því að nema þessi ákvæði úr gildi, en til þess þarf samkvæmt ákvæði stofnskrárinnar samþykki tveggja þriðju hluta atkvæða á sérstöku aukaþingi Þjóðarráðs PLO. Engar einhliða aðgerðir ísraelsmenn ætla í þremur áföngum að láta 750 Palestínu- menn lausa úr fangelsum í ísra- el, og sett verður á Iaggirnar sér- stök nefnd sem á að hafa eftirlit með því að að aðrir Palestínu- menn verði látnir lausir úr ísra- elskum fangelsum. ísraelsmenn hafa einnig fallist á að opnaður verði flugvöllur Palestínumanna á Gazasvæðinu, og sömuleiðis er komið sam- komulag um að höfn verði gerð þar. Sömuleiðis verður heimilt að helja iðnaðaruppbyggingu á Gazasvæðinu. Ennfremur verður Palestínumönnum tryggð örugg flutnings- og ferðaleið milli Gazasvæðisins og Vesturbakk- ans. í samningnum er einnig ákvæði um að einhliða aðgerðir eigi sér ekki stað, og er þar átt við aðgerðir á borð við byggingar- framkvæmdir á landnemabyggð- um, niðurrif húsa og hugsanlega einhliða yfirlýsingu frá Arafat um stofnun sjálfstæðs ríkis Palest- ínumanna. -gb MÓTORSTILUNG, HIÓLASTILLING, VETRARSKODUN! Tilboð nsstu vikur. Notið tækifærið og undirbúið bílinn fyrir veturinn. Leitið upplýsínfl* Möldur ehf. Bifreiðaverkstæði Draupnisgötu V * Sími 461 3015 Síðu jakkarnir komnir aftur Jakkar frá 5.900 Buxur frá 2.900 Pils frá 2.900 Blússur frá 2.800 Kjólar og vesti Mikið úrval af fallegum velúrgöllum frá 4.900. Nýbýlavegi 12, sími 554 4433. Ný sending af MORE MORE yfirstærðir St. 42-§8.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.