Dagur - 07.11.1998, Page 7

Dagur - 07.11.1998, Page 7
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 - 7 1 1 Xk^ir. RITS TJORNARSPJALL Sighvatur Björgvinsson héit grillveilsu fyrir Göran Person, forsætisráðherra Svíðþjóðar og formann sænskra sósíaldemókrata í sumar. ÓlympíuMkar j afiiaðariiianiia Um helgi snemma sumars 1984 fór ég ásamt Stóra-Jóni kunn- ingja mínum á mikla þjóðlagahá- tíð í Manitóba skammt fyrir utan Winnipeg. Eg var þá í námi í Winnipeg og lét freistast þrátt fyrir blankheit af þessari miklu og fjölmennu tónlistarveislu, sem sögð var stærsta þjóðlagahá- tíða í Norður Ameríku á þeim árum. Mig minnir að á hátíðar- svæðinu hafi verið á milli 15-25 þúsund manns sem fylgdust með þekktum og óþekktum hljómlist- armönnum á tugum ef ekki hundruðum sviða vítt og breitt. A laugardagskvöldinu fór þó fram „miðlæg" dagskrá á aðal- sviðinu þar sem nokkrir þeir frægustu tróðu upp og þúsundir og aftur þúsundir ýmist stóðu eða sátu á grasinu í góða veðrinu fyrir framan sviðið. Lyktin af maríjúana lá f Ioftinu en við Stóri Jón, (eða Big Slow John), sem var nýútskrifðaður hagfræð- ingur, létum okkur nægja nokkr- ar bjórdósir. Stemmningin var í „Woodsstook stiT' og tónlistar- mennirnir fengu óskoraða at- hygli Ijöldans. Ekki man ég þó eftir því hvað þeir hétu utan einn, sem náði öðrum fremur að fanga fólkið með kaldhæðni sinni og þjóðfélagsádeilu. Hann hét Tom Paxton. Ólympíulelkanitr Einn af söngvum Paxton, sem þó var síst með þeim ábúðarmeiri eða þjóðfélagslega meðvitaðri, er minnisstæður. Hann fjallaði um ólympíuleikana sem áttu að fara fram síðar um sumarið í Los Angeles. Sá galli var á leikunum að Sovétríkin, sem þá voru og hétu, ásamt fjölmörgum smærri ríkjum höfðu ákveðið að taka ekki þátt í leikunum í mótmæla- skyni. Það Ieit því út fyrir að þetta yrðu ekki alvöru ólympíu- leikar vegna þess að Sovétmenn og Austantjaldsþjóðirnar voru auðvitað aðal númerin í íþrótta- lífinu og áttu marga bestu af- reksmenninna. Nema hvað Paxton rifjaði upp þessa sorgar- sögu alla og hvernig hver þjóðin á fætur annari heltist úr lestinni svo sífellt fækkaði þátttakendum með tilheyrandi gengisfalli fyrir leikana sjálfa. Eftir að hafa rekið þessi afföll vandlega land fyrir land, komst hann að þeirri nið- urstöðu að þar sem það væru hvort sem er ekki eftir nema nokkrar vinaþjóðir sem ætluðu að taka þátt væri best að slá þessu upp í kæruleysi og breyta bara ólympíuleikunum í grill- veislu fyrir vinahópinn. Söngurmn Síðan söng hann lagið sitt, sem var létt leikandi melódía og hét: „We can have the Olympics over at my piace!“, eða „Við getum bara haft ólympíuleikana heima hjá mér!“ Söngurinn gekk síðan út á að lýsa því hvað þetta gæti nú verið huggulegt samkvæmi þar sem allt fór fram að hætti hinnar amerísku grillveislu, sem miðstéttarfjölskyldur í gjörvallri Norður-Ameríku eru sérfræðing- ar í. Þetta þótti gífurlega smellið hjá Paxton og þúsundir lágu í krampakasti og auðvitað var þetta mjög fyndið - allavega eins og hann sagði það. Fimmtán árum síðar leitar þessi söngur á mig þegar ég fylg- ist með aðdragandanum að ólympíuleikum íslenskra jafnað- armanna. Sameiningin í stóra jafnaðarmannaflokkinn virðist ætla að verða að tragískri hetju. Hvert á fætur öðru boða pólitísk stórveldi úr aðildarflokkunum fjarveru sfna á þessu mikla stefnumóti en óbreyttum áhorf- endum gengur þó misvel að átta sig á hvers vegna menn eða kon- ur eru að segja sig frá þessu ferli. Gráa lambið Það var almenn skoðun á sínum tíma að aðal ástæðan fyrir því að Sovétmenn hunsuðu ólympíu- leikana í Los Angeles hafi verið sú að Bandaríkjamenn hunsuðu ólympíuleikana í Moskvu fjórum árum fyrr vegna Afganistan stríðsins. Þeir hafi semsé verið að launa Könunum lambið gráa, svona til að sýna að það borgaði sig nú ekki að vera með of mik- inn derring við sjálft Sovétið. Gráa lambið virðist Iíka stund- um ansi nálægt í ágreiningsmál- um íslenskra jafnaðar- og kven- frelsismanna. Jarmurinn bendir eindregið til þess að skýra megi hluta af Ijarveru málsmetandi aðila frá sameiningunni með því að menn eiga erfitt með að slíðra gamla branda. Trúnaður og traust er enn ekki orðið nægjan- legt milli manna. En auðvitað er málefnalegur ágreiningur líka mikilvægur. Fjarvistir tilkyimiar Það sem veldur undrun er hversu lengi það hefur dregist og þvælst í umræðunni að hugsan- Iegir þátttakendur tilkynntu fjar- vist sína. Steingrímur, Ögmund- ur, Hjörleifur og fleiri tóku til- tölulega fljótt af skarið enda ágreiningurinn augljósastur í Al- þýðubandalaginu. Einhverjir kratar hafa Iíka boðað að þeir muni ekki koma. Líklegt er að enn fleiri úr þeirra hópi muni einfaldlega ekki mæta, án þess að vera að gera neitt sérstaklega grein fyrir því. Hún hefur alla tíð verið traust taugin frá óánægð- um krötum yfir í Sjálfstæðis- flokkinn, og gildir það bæði í Reykajavík og víða úti á landi eins og t.d. á Akureyri. Kvennalistiim Frá Kvennalistanum eru enn að berast tilkynningar um að menn ætli að hunsa ólympíuleikana. Leiðtogi Kvennalistans á Norð- urlandi eystra meldaði sig mjög ákveðið á móti samfylkingunni og Kvennalistanum í Degi í gær. Og enn er fullkomklega óvfst hvað verður um kvennalistakon- ur almennt. Samþykkt þeirra um síðustu helgi og framsetning á henni ber einhvern veginn ekki vott um að þar fari stjórnmálaafl sem á sér enga ósk heitari en að vera með á ólympíuleikum jafn- aðarmanna. Það er erfitt að verj- ast þeirri hugsun að þær hafi bara sett fram sín skilyrði og hugsi sem svo að ef þau fáist ekki fram þá nái þetta bara ekki lengra - það sé hvort sem er ekki mikið lagt upp úr kvennaíþrótt- um á þessu móti. A hinn bóginn má auðvitað ekki gleyma að í Kvennalistanum eins og í A- flokkunum eru aðilar sem vita að verðlaunapeningar fást ekki nema menn taki þátt í einmitt þessum leikum - og þingsætin heilla. Grillveisla Forustumenn samfylkingarinnar hljóta að hafa áhyggjur af því hversu fáir virðast ætla að mæta til leiks. Þeir gætu sem hægast tekið sig til og sungið íslenska útgáfu af lagi Paxtons, „We can have the olympics over at my place!“ Laugardalsvöllurinn er alla vega ekki lengur inni í myndinni. Spurningin er kannski hvort grillveislan yrði heldur haldin heima hjá Mar- gréti Frímannsdóttur eða Sig- hvati Björgvinssyni. Bæði eiga þau góðan garð. Margrét er nátt- úrulega úti í Iandsbyggðarsæl- unni, sem er jú alltaf vinsæl í grillveislur. A móti kemur að Sig- hvatur sem slunginn á grillið og vanur að halda kratagrillveislur, eins og hann sýndi þegar hann bauð Göran Person heim til sín í grill í sumar. í öllu falli er ljóst, hvar sem leikarnir verða nú haldnir, að miðað við það sem lagt var upp með verða þetta smáþjóðaleikar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.