Dagur - 07.11.1998, Side 10
10- LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998
FRÉTTIR
Halda öHu opnu
Ágremmgiiriim var
um hver ætti ad vera
yfir umhverfissviði
sveitarfélagsins Aust-
ur-Héraðs.
Framsóknarmenn hafa haft sam-
band við bæjarfulltrúa Sjálfstæð-
isflokks í Austur-Héraði um meiri-
hlutaviðræður, en sem kunnugt er
sprakk meirihluti Framsóknar-
manna og Lista félagshyggjufólks
sl. þriðjudag. Sigrún Harðardóttir
á Eiðum, efsti maður á D-lista,
segir að efstu menn listans munu
hittast í dag en á morgun verður
svo rætt bæði við fulltrúa B og F-
lista til að kanna hvor kosturinn
sé fysilegri fyrir D-Iista en „end-
urreisn" núverandi meirihluta er
ekki á dagskrá. I skýrslu Reksturs
& ráðgjafar, sem meirihlutinn
sprakk á, er starfseminni skipt
upp í þijú svið, þ.e. fræðslu- og
menningarsvið, byggingar-, skipu-
lags- og umhverfissvið og stjórn-
sýslusvið. Ágreiningurinn var um
hver ætti að vera yfir umhverfis-
sviðinu og lagði Rekstur & ráðgjöf
til að það yrði tæknifræðingur
sveitarfélagsins, Guðmundur
Pálsson, og hann studdi B-listinn
ásamt minnihlutafulltrúum D-
lista, en F-listinn vildi að það yrði
umhverfisfulltrúinn, Sigurborg
Hannesdóttir.
„Þessi listar vildu ekki mynda
með okkur meirihluta í vor svo við
erum ekkert að flýta okkur. Við
munum væntanlega gera kröfu
um að fá annað hvort forseta bæj-
arstjómar eða formann bæjarráðs
auk sem næst jafnri skiptingu
meirihlutaflokkanna í nefndir
þrátt fyrir að við séum með 2 full-
trúa, á móti 4 á B-Iista og 3 á F-
lista. Myndun meirihluta þarf að
gerast hratt því hér var verið að
sameina í vor fimm sveitarfélög í
eitt og því er stjórnsýslan varla
komin í gang ennþá, ekki síst
vegna þessara þrætumála innan
fráfarandi meirihluta," segir Sig-
rún Harðardóttir. — GG
Alvöru Suzuki jeppi
á verði smábíls!
1
Flottur í bæ; seigur á fjöllum
Suzuki Jimny er sterkbyggður og öflugur sportjeppi,
byggður á sjálfstæðri grind og með hátt og lágt drif. Það
er sama hvort þú ætlar með vinina í fjallaferð eða á
rúntinn niður í bæ, Jimny er rétti bíllinn!
1.379.000,- beinskiptur
1.499.000,- sjálfskiptur
JIMNY er nýr jeppi, framleiddur í Japan og
frumsýndur í októberbyrjun í Reykjavík og París.
$ SUZUKI
... —
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir:
Biia- og búvélasalan hf., Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. isafjörður: Bilagarður ehf., Grænagarði,
sími 456 30 95. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrísmýri 5, sími 482 37 00.
Hvammstanga: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, sími 451 26 17.
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Heimasíða: www.suzukibilar.is
*# |* tf Wm. .
REYKJAVÍK
Fleiri karlmenn í leik
skóla
Mikil ánægja er með aðbúnað í
leikskólum.
í niðurstöðum könnunar meðal
foreldra leikskólaskólabarna í
Reykjavík kemur fram að við-
horf þeirra til Dagvistar bama er
jákvætt. Foreldrar eru jafnframt
jákvæðari í garð stofnunarinnar
eftir því sem þeir hafa meiri
samskipti við leikskóla og gæslu-
velli. Starfsfólk fær einnig mjög
góða einkunn. Hinsvegar eru tíð
mannaskipti gagnrýnd og skort-
ur er á fagfólki og karlmönnum í
leikskólum. Þá er mikil ánægja
með aðbúnað í leikskólunum.
Að meðaltali voru 71% foreldra
sem nota þjónustu dagmæðra
ánægðir með hana, 24% líkaði
hún sæmilega og 5% illa. Alls
voru spurningalistar sendir til
1.057 foreldra. Góð svörun var
frá foreldrum öðrum en þeim
sem eiga börn á biðlistum. Hjá
þeim var svörunin 36%.
Samkeppni um iiafn á
orkurisa
Stjórn veitustofnana hefur
ákveðið að halda samkeppni
meðal starfsmanna Hitaveitu
Reykjavíkur og Rafmagnsveitu
Reykjavíkur um nafn á samein-
uðu orkufyrirtæki. I verðlaun
verða 150 þúsund krónur og er
skilafrestur til 15. nóvember
n.k.
Líkamsræktarstöð við
Laugardalslaug
Borgarráð hefur samþykkt að
kannaður verði áhugi einkaðila
á að koma að uppbyggingu og
rekstri heilsuræktarstöðvar í
tengslum við sundlaugarnar í
Laugardal. Að Iokinni könnun er
áformað að auglýst verði forval á
vegum Innkaupastofnunar og
síðan að lokuðu samstarfsút-
boði. Vegna yfirstandandi hug-
myndasamkeppni um 50 metra
yfirbyggða keppnislaug í Laug-
ardal er lagt til að niðurstaða út-
boðs, ef samþykkt verður, komi
til umljöllunar í borgarráði sam-
hliða niðurstöðu dómnefndar í
hugmyndasamkeppninni.
ísafold flntt
Reykjavíkurborg hefur sótt um
leyfi til byggingarnefndar til að
taka niður og flytja Isafoldar-
húsið á Austurstræti 8 á lóðina
við Aðalstræti 12.Jafnframt hef-
ir borgin sótt um Ieyfi til að inn-
rétta þar verslun, skrifstofur og
íbúð. A fundi bygginganefndar
var ákvörðun frestað. — GRH
'% % % % % \ \ \ *l