Dagur - 07.11.1998, Page 11

Dagur - 07.11.1998, Page 11
aec t Haawtji'Jövi - ftl ERLENDAR FRÉTTIR Staðfestingu frestað vegna sprengjuárásar ISRAEL - Tveir Palestínumenn gerðu í gær sprengjuárás í miðborg Jer- úsalemborgar. Óku þeir bifreið með sprengiefni á miklum hraða inn í verslun á markaðstorgi, og sprakk bifreiðin. Arásarmennirnir tveir lét- ust, en 18 manns slösuðust að auki. Staðfesting samkomulags Israels- manna og Palestínumanna tafðist enn vegna sprengjuárásarinnar. Skæruliðasamtökin Hamas hafa viðurkennt ábyrgð á sprengjuárásinni, en þau vilja með henni koma í veg fyrir framkvæmd samkomulagsins. Ríkisstjórn Israels frestaði því í gær að fjalla um Wye-samkomulagið á fundi sínum. Ekki var ákveðið á fundinum hvenær það verði tekið fyr- ir, en ríkisstjórnin á enn eftir að staðfesta það. Smitsjukdómahætta í Mið-Ameríku MIÐ-AMERÍKA - Mikil hætta er á að smitsjúkdómar breiðist út á hamfarasvæðunum í Mið-Ameríku. Vitað er um fólk sem veikst hefur af kóleru, malaríu og öndunarfærasjúkdómum. A.m.k. 11.000 manns hafa Iátið Iífið af völdum fellibylsins Mitch og flóða og skriðufalla sem fylgdu honum. Þyrlur og flugvélar eru í stöðugri notkun við að færa fólki á einangruðum svæðum fæðu, hreint drykkjarvatn og lyf. Hondúras og Níkaragúa urðu hvað verst úti, og er tjónið talið nema tugum milljarða. Öryggisráðið þrýstir á írak SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR - Öryggisráð Sameinuðu þjóð anna sam- þykkti á fimmtudag ályktun, þar sem þess er krafist að Irakar taki þeg- ar í stað upp að nýju samvinnu við vopnaeftirlitshópa Sameinuðu þjóð- anna, og það án allra skilyrða. Mikil samstaða var í ráðinu um ályktun- ina, en í henni var ekki að finna ótvíræða hótun um beitingu hervalds ef Irakar fara ekki að tilmælum ráðsins. Irakar höfðu hætt öllu sam- starfi við vopnaeftirlitið og krefjast þess að refsiaðgerðum verði aflétt í nokkrum þrepum. Sckröder vill læra af Döniun ÞÝSKALAND - Gerhard Schröder, hinn nýi kanslari Þýskalands, sagð- ist í gær vilja fara að fordæmi Dana við baráttuna gegn atvinnuleysi. Gerhard Schröder átti í gær fund með Poul Nyrup Rasmussen, forsæt- isráðherra Danmerkur, sem var í opinberri heimsókn í Þýskalandi. Að fundinum Ioknum sagðist Schröder ætla að Iæra af því hvernig Danir fóru að því að ná góðum árangri við að draga úr atvinnuleysi, sérstak- lega varðandi menntun og þjálfun fólks sem Iengi hefur verið atvinnu- laust í því skyni að koma því aftur inn á vinnumarkað. Eitt helsta mark- mið þýsku stjórnarinnar er að draga úr atvinnuleysi. BandaríMn ergja umhverfis sinna ARGENTÍNA - Bandarfkin hafa hafnað því, á fjórðu ráðstefnu Sam- einuðu Þjóðanna um andrúmsloftið, að grípa til áþreifanlegra aðgerða til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda. Þessi afstaða Bandaríkjanna olli töluverðri gremju í röðum umhverfisverndarsinna á ráðstefnunni í Buenos Aires. Bandaríkin saka Evrópusambandið á hinn bóginn um að vera ekki með sameiginlega afstöðu á ráðstefnunni, sem geri fulltrúum á ráðstefnunni erfiðara um vik að semja um aðgerðir. Sérkennarar Við Fjölbrautarskóla Suðurnesja er laus til umsóknar staða sérkennara frá 1. janúar 1999.1 starfinu felst umsjón með starfsbraut fyrir nemendur með sérþarfir sem starfrækt hefur verið við skólann frá janúar 1997. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum framhaldsskóla kennara. Ekki er nausynlegt að skila inn umsóknum á sérstöku eyðublaði. Frekari upplýsingar um störf þessi veitir skólameistari í síma 421-3100. í Fjölbrautarskóla Suðurnesja eru um 750 nemendur í dagskóla og 300 í öldungadeild. Kennarar og aðrir starfsmenn eru um 70. Nemendur skólans eru flestir búsettir á Suðurnesjum en þar búa um 15.000 manns í 5 sveitarfélögum. Kennarahópurinn er góður og vinnur auk kennslu að margvísleg- um skólaþróunarverkefnum. Umsóknir þurfa að berast skólameistara fyrir 23. nóvember 1998. FJÖLBRAUTASKÓLI SUÐURNESJA Sunnubraut 36 - 230 Keflovlk Sfmi 421 3100 - Fax 421 3107 Skólameistari. Jersey-, krep- og flónels- rúmfatasett Póstsendum Skólavðrdustíg 21a, Reykjavík, sími 551 4050. Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 9. nóvember 1998 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Ásgeir Magnússon og Sigfríður Þorsteinsdóttir til viðtals á skrif- stofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem að- stæður ieyfa. Síminn er 462 1000. www.visir.is NVR HEIMUR A NETINU Innilegar þakkir viljum við færa öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna and- láts og útfarar elskulegs bróður okkar REGINS JÓHANNESSONAR, Einilundi 2 b, Akureyri, f.h. aðstandenda, systkini hins látna. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug, við andlát og útför föður míns, tengdaföður, fósturföður, afa og langafa okkar AÐALSTEINS ÓLAFSSONAR, Lyngholti 20, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar. Guð blessi ykkur öll. Sigfús Aðalsteinsson, Ragnheiður Baldursdóttir, Guðmundur Ingvi Gestsson, Júlíana Tryggvadóttir, Halldór Gestsson, Sigurður Gestsson, ingibjörg Jósafatsdóttir, Björn Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar kæri RAGNAR ÁRNASON, sjómaður Lindasíðu 4, Akureyri lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 5. nóvember. Hann verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 10. nóvember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Slysavarnafélag íslands. Sigurbjörg Helgadóttir, Ragna Ragnarsdóttir, Sigrður Rúnar Ragnarsson, Kolbrún Björk Ragnarsdóttir, Svanhvít Björk Ragnarsdóttir, Valdís Brynja Þorkeisdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. f fi;; . jt ' ' Jr Ný sending af MORE MORE yfírstærðir St. 42- -58. * Síöu jakkarnir komnir aftur Jakkar frá 5.900 Buxur frá 2.900 Kls frá 2.900 Blússur frá 2.800 Kjólar og vesti Mikið úrval af fallegum velúrgöllum frá 4.900. Nýbflavegi 12, sfmi 554 4433 Kópavogi BrBndté* fyrir alla St. 364-4»

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.