Dagur - 18.11.1998, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 - 3
Thgir
FRÉTTIR
Þuitglyitdi þjakar sjö-
trndu hverja móöur
Meðal niðurstaðna í könnun sem Marga Thome hjúkrunarfræðingur og
Ijósmóðir gerði á þunglyndiseinkennum kvenna eftir barnsburð er að meiri
óværð og seinkun á vitsmunaþroska barns tengist þunglyndi móður.
Myndin er ótengd rannsókninni.
Sjöunda hver kona
upplifir iiiikil jmng
lyndiseihkeimi eftir
bamsburð og fjórð-
ungurinn greinist
með foreldrastreitu.
„Þunglyndi hjá mæðrum eftir
fæðingu leynir oft á sér, en getur
engu að síður verið alvarlegt fyr-
ir móðurina og fjölskyldu henn-
ar. Því er mikilvægt að unnt sé að
greina hvaða konur þjást af
þunglyndi," segir Marga Thome,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóð-
ir, í Læknablaðinu (nóv. '98), þar
sem hún segir frá rannsókn á
þunglyndiseinkennum kvenna
eftir barnsburð. I ljós kom að
sjöunda hver kona (14%) upp-
lifði mikil og tíð þunglyndisein-
kenni 2-3 mánuðum eftir barns-
burð, sem er því álíka tíðni og í
öðrum vestrænum löndum. AI-
gengi einkennanna og alvarleiki
þeirra eru háð foreldrastreitu,
óværð ungbarnanna og félags-
legri stöðu mæðranna. Aðeins
rúmur Ijórðungur barnanna var
laus við óværð að mati mæðr-
anna, en Qórðungur þeirra sagð-
ist hafa áhyggjur af heilsufari
barna sinna.
Fáar leita hjálpar...
Urtak könnunarinnar voru allar
ísenskar konur sem ólu börn á
heilum ársíjórðungi, alls 1.056
konur. Þunglyndiseinkenni
reyndust mun algengari hjá
mæðrum; sem höfðu litla
menntun, ef börnin voru óvær,
mæðrum sem höfðu áhyggjur af
heilsufari barns og/eða ef þær
voru einstæðar mæður. Búseta
skipti ekki máli. Fylgni var milli
þunglyndiseinkenna og streitu í
foreldrahlutverki, sem þjáði tæp-
an fjórðung nýbakaðra mæðra.
„Þótt þunglyndi eftir fæðingu sé
algengt og erfiður sjúkdómur
fyrir sumar konur og fjölskyldur
þeirra, þá er það sjaldan greint
að frumkvæði heilbrigðisstétta.
Fáar konur leita sér hjálpar
vegna vanlíðunar," segir Marga
Thome.
Þrefalt álgengara
Þunglyndi er þrisvar sinnum al-
gengara hjá konum 1-6 mánuð-
um eftir barnsburð heldur en á
öðrum tímum ævinnar, segir
ljósmóðirin. Vanlíðan nýbakaðra
mæðra geti verið margvísleg og
tengst samskiptaerfiðleikum við
maka. Meiri óværð og seinkun á
vitsmunaþroska barns tengist
þunglyndi móður. Þættir sem
auka líkur á þunglyndi eftir
barnsburð eru m.a.; óráðgerð
þungun, þunglyndi á meðgöngu,
að hafa barnið ekki á brjósti og
atvinnuleysi. Og þunglyndar
mæður sem skynja barn sitt á
neikvæðan hátt vegna óværðar
eru öðrum líldegri til að mynda
óörugg tengsl við barnið, segir
Marga Thome. -HEI
Daníel Guðjónsson yfir-
lögregluþjónn á Akureyri.
Fanga-
geymslur
yfufullar
Fangageynslur Lögreglunnar á
Akureyri sem notaðar eru undir
skammtímavistun yfirfylltust á
sunnudag og var gripið til þess
ráðs í einhverjum tilfellum að
láta tvo sofa saman úr sér.
Astæðan var sá mikli mannfjöldi
sem handtekinn var eftir hnífs-
stungumálið í Glæsibæjar-
hreppi. Yfirheyra þurfti marga
og flestir voru töluvert ölvaðir
skv'. heimildum Dags. Þrír
„venjulegir næturgestir" voru
fyrir í geymslunum og því var úr
vöndu að ráða.
Ef verslunarmannahelgin er
undanskilin er sjaldgæft að þessi
staða komi upp, að sögn Daníels
Guðjónssonar, yfirlögregluþjóns
á Akureyri. Alla jafna eru átta
klefar notaðir undir skamm-
tímavistun, en afgangurinn er
nýttur undir afplánun. I því ljósi
segir Daníel ekki brýnt að Ijölga
fangageymslum. Ovanalegt
ástand hafi skapast þessa helgi.
- BÞ
Tónlistarhús írckar
en knattspyriiuhiís
39% vilja fótboltahús
en 43% tónlistarhús
á Akureyri. Mönnum
her hins vegar saman
um að ekki sé rétt að
stilla þessu tvennu
upp sem andstæðum.
Meirihluti Akureyringa er
hlynntari byggingu tónlistarhúss
en knattspyrnuhúss ef marka má
skoðanakönnun sem Háskólinn
á Akureyri hefur gert fyrir Dag
ogAksjón. Spurt var: Ef þú þyrft-
ir að velja á milli þess að láta
byggja knattspyrnuhús eða tón-
listarhús, hvort myndir þú velja.
39% völdu knattspyrnuhús, 43%
tónlistarhús, 13% vildu hvorugt,
2% höfðu ekki skoðun og 3%
vildu ekki svara.
Engar andstæður
Guðmundur OIi Gunnarsson,
stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar
Norðurlands, fagnar þessum
mikla áhuga fyrir byggingu tón-
listarhúss, en hann telur ekki
rétt að stilla þessum kostum upp
sem andstæðum. Hann telur að
skilningur, ekki bara Akureyringa
heldur landsmanna almennt,
hafi aukist á gildi sérstakra húsa
þar sem flutningur tónlistar nýt-
ur sín. Kópavogsbúar og Hafn-
firðingar hafi riðið á vaðið og í
kjölfarið hljóti fleiri að koma.
Guðmundur Óli segir að póli-
tfkusar hafi ekki síst sýnt menn-
ingarmálum aukinn skilning að
undanförnu og hann er bjart-
sýnn á framtíðina. „Kannski hef-
ur ákveðin viðhorfsbreyting orð-
ið. Það hefur jú komið fram að
menningarmöguleikar eru stór
þáttur þegar menn velja sér bú-
setu, en ég vil reyna að koma í
veg fyrir að menn stilli upp
menningar- og íþróttastarfsemi
sem andstæðum fylkingum,"
segir Guðmundur Óli.
Hvort tveggja nauðsynlegt
Stefán Gunnlaugsson, formaður
knattspyrnudeildar KA, segir
niðurstöðuna ekki koma honum
á óvart. „I okkar ágæta bæjarfé-
lagi verðum við bæði að hafa
boðlega aðstöðu fyrir tónlistar-
flutning og knattspyrnuiðkun.
Ég veit að margir myndu nota
tónlistarhús, annað hvort sem
flytjendur eða hlustendur og
þessi útkoma kemur því ekki á
óvart. Jafnvel hefði ég haldið að
svona könnun myndi sýna enn
minna fylgi við byggingu knatt-
spyrnuhúss."
Líkt og Guðmundur Óli segir
Stefán að ekki sé raunhæft að
stilla þessu tvennu upp sem and-
stæðum pólum. Iþróttir og
menning eigi að lifa saman í sátt.
Hann vill einnig taka fram að
bæjaryfirvöld hafi að hans mati
stutt vel við bakið á bæði íþrótta-
og menningarstarfi í bænum.
- BÞ
Ólafur Amalds heiðraður
I gær hélt um-
hverfisráðuneyt-
ið sérstaka sam-
komu til heiðurs
Ólafi Arnalds,
samstarfsmönn-
um hans og að-
standendum
verkefnisins
„J arðvegsvernd“,
sem í síðustu
viku hlaut Um-
hverfisverðlaun
Norðurlanda-
ráðs. Ráðherra,
ráðuneytisstjóri og ýmsir sem koma að umhverfismálum fluttu ávörp
og tölur af þessu tilefni.
Fjögurra ára fangelsi fyrir
hnífstungu
Hérðasómur Reykjaness dæmdi í gær 42 ára gamla komu til Ijögurra
ára óskilorðsbundinnar fangavistar fyrir að hafa stungið fyrn'erandi
sambýlismann sinn með hnífi í brjóstholið og látið undir höfuð leggj-
ast að koma honum undir læknishendur en það drógst í tvo daga að
hann kæmist til læknis. Konan, Sóley Elídóttir úr Vestmannaeyjum
stakk manninn í íbúð sinni í Kópavogi 1. mars síðastliðinn þar sem
þau sátu ásamt þriðja manni við drykkju. Þykir sannað að Sóley hafi
stungið manninn.
Ljósadýrð loftin fyllir
Talsvert var um að menn yrðu vitni að ljósagangi á himni í fyrrinótt,
en jörðin er á leið í gegnum loftsteinabelti sem losnað hefur frá hala-
stjörnunni Temple Tuttle. Sérstaklega sáu menn ljósin á Norðurlandi
þar sem heiðskýrt var og bjart. Menn lýstu þessu sem ljósrákum sem
minntu á rakettur á gamlárskvöld, nema hvað stefnan var öfug á við
raketturnar. Loftsteinarnir í þessu belti eru Iitlir og koma inn í
lofthjúp jarðar á rúmlega 255.000 kílómetra hraða og brenna upp.
Við það myndast rákirnar.
Umhverfisráðuneytið heiðraði ÓlafArnalds og sam-
starfsmenn hans í gær.