Dagur - 19.11.1998, Page 4
20-FIMMTUDAGUR 19. NÚVEMBER 1998
MENNINGARLIFIÐ I LANDINU
Þorskuriiin breytti
heiimnum
Mark Kurlansky með ævisögu þorsksins. Bákin er engan vegin þurr sagnfræði.
Það var ekki ást á
þorski sem matfiski
semfékkKurlansky til
að skrifaÆvisögu
þorsksins heldurvarð
hann sannfærður um
mikilvægi hans í
heimssögunni.
Ævisaga þorsksins eftir Mark
Kurlansky er nýkomin út í ís-
lenskri þýðingu og hana ættu
allir Islendingar að lesa, segir
Olafur Hannibalsson þýðandi í
formála bókarinnar, „til skiln-
ingsauka á stöðu sinni í nútíð og
fortíð í heiminum". En sjálfur
segir hann bókina hafa opnað
sér nýjar víddir í skilningi á
gangi sögunnar. Svo undarlega
fór að þegar bók Kurlanskys um
þorskinn kom út í fyrra sat hún
lengi á metsölulistum bæði í
Bretlandi og Bandaríkjunum.
Enda er þetta ekkert venjuleg
sagnfræði né ævisaga. Mark
Kurlansky kemur frá þorskahér-
aðinu Nýja-Englandi og er því
alinn upp við mikilvægi þorsks-
ins en við Islendingar gerum
okkur sjálfsagt ekki grein fyrir
því að þetta sjávardýr hefur haft
mikil áhrif á samfélögin í kring-
um okkur, „lífið er saltfiskur"
sagði Laxness og gæti átt við um
tilveru fleiri þjóða. „Þorskaðall-
inn“ eins og ættirnar sem auðg-
uðust á þorskveiðum 17. aldar í
Massachussetts voru kallaðar,
dýrkuðu þorskinn opinskátt og
skreyttu jafnvel híbýli sín með
honum. Þegar útgerðarmaður-
inn Benjamin Pickman byggði
sér herragarð um miðja 18. öld-
ina lét hann smíða veglegan
stiga milli hæða og var hvert
þrep skreytt með gylltum út-
skornum þorski!
Undirstaða sjálfstæðis
Bandarikj anna
Eftir að hafa skrifað fjölda
greina um þorskinn ffá ýmsum
hliðum í störfum sínum sem
blaðamaður fór Mark að íhuga
hversu víðtæk áhrif þorskurinn
hefði haft í gegnum tíðina og
ákvað að segja sögu Atlantshafs-
ins í gegnum þorskinn. Hann
segir þorskinn m.a. grundvöll
þess að Bandarfkjamenn börðust
fyrir sjálfstæði sínu.
Þegar það er borið undir hann
að það sé býsna stór fullyrðing
að segja þorskinn hafa breytt
heiminum, brosir Mark bara út í
annað og segir hann altént hafa
breytt meiru en makríllinn. En
röksemdir hans hafa ekki verið
gagnrýndar af sagnfræðingum.
Hann útskýrir mál sitt m.a. með
því að þorskveiðarnar hafi orðið
til að blása mönnum í Massa-
chussetts sjálfstæðisanda í
brjóst. Þannig var að nýlendubú-
unum í Nýja-Englandi var að
sjálfsögðu ætlað að eiga öll sín
viðskipti við móðurlandið en
þorskveiðarnar urðu til þess að
Nýju-Englendingar fóru að leita
sér nýrra markaða. A siglingum
milli Spánar og Norður-Ameríku
fóru að verða til viðskiptasam-
bönd milli þeirra og þjóða í
Karíba hafinu þar sem nýlendu-
bretarnir seldu þorsk í skiptum
fyrir ávexti, vín, síróp, krydd,
kaffi og fleira. Raunar urðu ný-
lendurnar í Vestur-Indíum mik-
ilvægur markaður fyrir lélegan
og illa unninn saltfisk og skreið,
þ.e. úrkastið sem Evrópubúar
vildu ekki, því saltfiskur var ódýr
næring nauðsynlegt fyrir afrísku
þrælana til að halda úti 16 tíma
vinnu á sólarhring við vinnslu
sykurreyrsins.
Þegar Bretar uppgötvuðu að
Nýju-Englendingar höfðu komið
á blómlegum viðskiptum reyndu
þeir að leggja þeim ýmsar við-
skiptahindranir til að koma í veg
fyrir þessa efnahagslegu sjálf-
stæðistilburði. Settu m.a. lög
um innflutningstolla á síróp sem
flutt var inn frá Karíbahafinu en
það voru mistök eins og svo
margt hjá Bretum, segir Mark,
enda telur hann að hindranirnar
hafi eingöngu orðið til að efla
baráttuvilja Massachussettsbúa
til að losa sig úr breska heims-
veldinu.
Ævisaga þorskins er hins veg-
ar engan veginn þurr sagnfræði
og þar eru ekki eingöngu lýsing-
ar á viðskiptaháttum og líffær-
um þorksins heldur og ýmiss
konar fróðleiksmolar, uppskriftir
og fleira. Mark ræðir t.d. nokk-
uð um uppruna nafngifta
þorskins og það hvers vegna
nafnið á söltuðum þorski tengist
kynlífi á nokkrum tungumálum
en það voru einmitt kaþólikkar
sem byrjuðu á því að borða
þorsk á föstum þegar þeir máttu
ekki stunda kynlíf. I Vestur-Indí-
um var orðið saltfish notað yfir
kynfæri kvenna og mun það
ástæðan fyrir því að saltfiskur-
inn er æði oft nefndur í söngv-
um frá Karíbahafi, m.a. í laginu
Saltfish sem sá sívinsæli The
Mighty Sparrow syngur. Á 19.
öldinni þýddi orðið cod hrekkur
í Englandi en á sama tíma var
franska orðið yfir þorsk, morue,
notað um mellur - meðan mellu-
dólgurinn var kallaður makríll
sem er feitur ránfrskur.
Óvenjuleg blanda bókmennta,
líflegrar sögu og blaðamennsku
hefur gert þessa bók vinsæla
langt umfram það sem ætla
mætti af bók um þorsk, eða eins
og sagt var í gagnrýni New York
Times um bókina, „þessi frábær-
lega auðlesna bók er nýtt tæki til
að rannsaka mannkynssöguna."
Sjálfur segir Mark einfaldlega:
„svona finnst mér að eigi að
skrifa sögu.“ — LÓA
„Og^wr
BÆKUR
Míisíkalskar
þjóðsögur
Annað Dindi
Þjóðsagna Jóns
Múla Arnasonar
er komið út. I
því heldur höf-
undur áfram
sögu sinni og
segir frá ævin-
týrum sínum og
fjölskyldunnar í
Mývatnssveit og
Þingholtunum. Síldveiði á
Grímseyjarsundi og ferðalög-
um um höfuðstöðvar kalda
stríðsins. Tónlistaráhuginn
skín út úr hverjum kafla og
frásagnargleði hins aldna út-
varpsþular er söm við sig.
Mál og menning gefur út.
Fagurkeri og
athafnaskáld
Saga athafna-
skálds - saga
Þorvaldar Guð-
mundssonar í
Sfld og fisk eftir
Gylfa Gröndal
er komin út hjá
Forlaginu.
Hann var með
kunnustu at-
hafnamönnum
sinnar tíðar, en Þorvaldur Iést
fyrr á þessu ári, og var ein-
stæður fagurkeri sem kom sér
upp stærsta listaverkasafni í
einkaeign hér á landi.
Saga Þorvaldar er um
dreng sem ólst upp í fátækt
hjá einstæðri móður en tókst
með dugnaði og áræðni að
verða brautryðjandi í athafna-
lífinu á ótrúlega mörgum
sviðum. Hann lærði ungur
niðursuðu, setti á laggirnar
fyrstu rækju- og humarverk-
smiðju á landinu. Lýðveldis-
árið stofnsetti hann sitt fyrsta
fyrirtæki Síld og fisk, sem
hann var ávallt kenndur við
og nokkrum árum síðar kom
hann á fót stærsa svínabúi
landsins. Þegar þjóðinni var
að vaxa fiskur um hrygg gerð-
ist hann umsvifamikill frum-
kvöðull í veitinga- og gisti-
húsarekstri. Hér er aðeins
talið það helsta sem Þorvald-
ur Iagði gjörva hönd á, en
margt mun koma á óvart í
frásögn Gylfa Gröndal um
svipmikinn samtíðarmann,
sem setti svip á þjóðlífið með
athafnasemi sinni og fram-
faraþrá.
Áheyrileg poppplata
Ég er manneskja afspyrnu tor-
næm á yndisleik póesíu og þarf
helst að leita allt aftur til nýróm-
antíkeranna til að finna skáld-
skap í ljóðaformi sem ég næ ein-
hverjum tengslum við og þá
helst piltanna sem lágu á dánar-
beði með berkla eða ámóta
óþverra í líkamanum og ortu af
miklu offorsi um lífið, dulmögn-
in og dauðann. Þetta er kannski
ögn ósatt, ég hef svo sem náð
sambandi við stöku Ijóðskáld frá
ofanverðri 20. öldinni, en kjarn-
inn er að ég hef aldrei botnað Stein
Steinarr íyrir upphafningarmóðunni
sem hefur umlukið hann og hans verk.
Magnús og KK frábærir
Og ég heyri ekki betur en svo sé um
suma þá sem taka að sér að túlka ljóð
hans í söng á nýútkomnum diskinum
Heimurinn og ég sem geymir 12
lög, sum þekkt en önnur ný, við
ljóð Steins. Því þrátt fyrir tor-
næmið hef ég þó alltaf haft grun
um að í honum sé einhver hálf-
kæringur og kulsæll hryssingur,
lokaljóðlínur sem slá botninn úr
því sem á undan er komið.
M.ö.o. að Steinn Steinarr sé um-
fram allt ekki vemmilegur - enda
skárra væri það nú. Það væri nú
meiri andsk. flatneskjan ef mað-
urinn væri að yrkja af bláberri
hreinskilni um fallegt blóm fyrir
vestan, lítil ljóshærð börn að leik á
strönd o.s.frv. En ég er ekki frá því að
sumir flytjendur á diskinum hafi lesið
Steinar á slíku hundavaði. Aðrir ekki.
T.d. er lag Magnúsar Eiríkssonar við
Hudson Bay og söngur hans ásamt KK
næstum snilld, þeir henda á lofti hálf-
kæringnum og léttúðinni svo saman fer
MENNINGAR
VAKTIN
„Heimurinn og
ég“ selst vel og á
örugglega eftir að
verða sígildur.
Söngstjórnin hefði
þó mátt vera
meiri.
gott lag og virðing fyrir efniviðnum.
Björn Jr. Friðbjörnsson Nýdanskari, Val-
geir Guðjónsson og Ellen Kristjánsdóttir
fara líka vel með sín ljóð. Og einhvern
veginn hefur Pálmi Gunnarsson öðlast
hefðarrétt á því að syngja með trega-
fullri angurværð þótt engin komi íroní-
an fram í túlkun hans á Verkamannin-
um - heldur situr í hjartanu á sömu
hillu og rútulagið yndislega um sjóarann
Ijúfa sem teygaði Portúgal í Eyjum. Of-
antaldir flytjendur fara allir afar
skemmtilega með sitt. Skemmdarverka-
starfsemin bytjar ekki lyrr en með Páli
Rósinkranz, og er leitt að skrifa svo um
þann kraftmikla söngvara en hann
minnir einna helst á Ragga Bjarna á
diskinum og syngur ljóðin af meiningar-
lausri einfeldni og má saka þær ágætu
söngkonur Eddu Heiðrúnu Bachmann
og Valgerði Guðnadóttur um hið sama.
Diskurinn er hið besta framtak og
þeir eru fleiri flytjendurnir sem fara
mjög vel með Steinar svo útkoman er
áheyrilegasta poppplata. En það hefði
mátt ríkja dálítið meiri metnaður í söng-
stjórninni.