Dagur - 26.11.1998, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 26. NÚVEMBER 1998 - S
FRÉTTIR
Nýr stjóri riU kísilnám
a nýjum botnsvæðiun
Nýráðinn fram-
kvæmdastjóri segir
það ábyrgðarleysi ef
stjómvöld ákveða að
leggja Kísiliðjuna
niður.
Nýr framkvæmdastjóri var í gær-
morgun ráðinn af stjórn Kísiliðj-
unnar, Gunnar Orn Gunnars-
son, og mun hann heija störf um
áramót. Hreiðar Karlsson,
stjórnarformaður Kísiliðjunnar,
fagnar ráðningunni, enda hefur
enginn framkvæmdastjóri verið
að störfum hjá Kísiliðjunni í
hálft annað ár eða frá því að
Bjarni Bjarnason hætti störfum
og tók við stjóm Járnblendiverk-
smiðjunnar.
Gunnar Örn er vélaverkfræð-
ingur að mennt með masters-
gráðu frá Danmörku. Hann
starfaði níu ár hjá ISAL í
Straumsvík, tók síðan við fram-
leiðslustjórn hjá íslenska saltfé-
laginu á Reykjanesi en hefur síð-
ari ár starfað sem framleiðslu-
stjóri hjá Marel. Gunnar Örn
segir starfið leggjast vel í sig, en
vissulega sé það krefjandi. Hvað
Stjórn Kísiliðjunnar hefur loks ráðið nýjan framkvæmdastjóra og mun hann ekki liggja á lliði sínu
við að finna verksmiðjunni ný vinnslusvæði í Mývatni. Að óbreyttu verður efnisþurrð hjá fyrirtæk-
inu innan fárra ára.
með óvissu fyrirtækisins? „Ég
held að það séu forréttindi að
takast á við þetta í einhvern
tíma. Eitt meginverkefni stjórnar
og framkvæmdastjóra er að tryg-
gja áframhaldandi rekstur þess-
arar verksmiðju með einum eða
öðrum hætti. Vinnsluleyfið er
ekki tryggt og framtíð fyrirtækis-
ins því ótraust. Ég held hins veg-
ar að það væri mikið ábyrgðar-
leysi af hálfu stjórnvalda og eig-
enda, að leggja Kísiliðjuna niður
og þar með það samfélag sem
þrífst í kringum
hana,“ segir Gunnar
Örn. Mun hann beita
sér fyrir vinnslu kísil-
gúrs á nýjum náma-
svæðum í Mývatni?
„Já, við verðum að
gera það.“ Gunnar
Örn er kvæntur Olgu
B. Þorleifsdóttur
kennara og eiga þau
fjögur börn.
Hreiðar Karlsson segir
að nokkur fjöldi góðra
manna hafi komið til
greina. Fyrirrennari
Gunnars Arnar, Bjarni
Bjarnason, var líf-
fræðimenntaður, en
Hreiðar segir að Iitið
hafi verið á samsetn-
ingu ferils nýja fram-
kvæmdastjórans þegar
gengið frá samningi
við hann. „Ég fagna
þessu. Þetta er liður í
þeirri fyrirætlun
að berjast fyrir fram-
Kisiliðjunnar,“ segir
Fyrir liggur ráðning
og verður staðið
- BÞ
stjórnar
vindu
Hreiðar.
fjármálastjóra
að henni á næstunni.
Græða 300 milljóiiir á
verðhækkim fasteigna
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis
mun jafnaðarlega hækka um 5%
frá 1. desember og fasteignamat
atvinnuhúsnæðis um 7,5% sam-
kvæmt áreiðanlegum heimild-
um Viðskiptablaðsins. Og þessi
hækkun mun skila sveitarfélög-
unum á að giska 300 milljónum
króna í auknar tekjur af fast-
eignagjöldum. Arlegar breyting-
ar yfirfasteignamatsnefndar á
fasteignamati byggjast á mark-
aðsrannsóknum Fasteignamats
ríkisins, sem reiknar út verð-
breytingar á fasteignamarkaðn-
um, eftir kaupsamningum. Ætla
má að hækkun fasteignaverðs sé
þó nokkuð breytileg eftir tegund
húsnæðis og staðsetningu þess.
Hornfirskur Evrópu-
meistari
Hornfirðingurinn Þorvaldur
Borgar Hauksson, bakaranemi í
Reykjavík, gerði sér lítið fyrir og
vann fyrstu verðlaun í Evrópu-
keppni nema í matvæla- og
ferðaþjónustugreinum. Keppnin
fór fram nýverið í Algarve í
Portúgal. Þorvaldur Borgar vann
verðlaunin fyrir að búa til des-
ert.
Ernm oðrum Norður-
londum til skammar
Alþýðusamband íslands stóð fyrir fréttamannafundi í höfuðstöðvum sínum í gær
þar sem félagsmálaráðherra var harðlega gagnrýndur.
ísland aðeins fullgilt
2 af þeim 26 sam-
þykktum, sem gerðar
hafa verið iiLiiaii Al-
þjóðarimmmálastofn-
unarinnar síðan
1980.
„Grundvallarafstaða íslenskra
stjórnvalda til alþjóðasamstarfs-
ins er röng,“ segir Astráður Har-
aldsson, fulltrúi ASI í norræna
ILO-hópnum, sem hefur skoðað
hvernig fullgildingu Norðurland-
anna á samþykktum ILO (Al-
þjóðavinnumálastofnunarinnar)
var háttað á tímabilinu 1980-
1997. í ljós kemur að af 26 sam-
þykktum síðan 1980 hefur Is-
land aðeins fullgilt 2 og um 16
þeirra hefur m.a.s. aldrei verið
fjallað á þar til gerðum vettvangi
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir ASI.
Aftur á móti hafa Svfar fullgilt
16 þessara samþykkta, Finnar
14, Norðmenn 11 og Danir 6.
„Við viljum taka þátt í baráttu
fyrir mannréttindum heiminum.
Og við viljum vera hluti af hin-
um norræna og vestræna heimi,
en erum hinum Norðurlöndun-
um til skammar," sagði Ari
Skúlason.
FuJlgiIt 18 af 180
I ályktun sambandsstjórnarfund-
ar ASI núna í vikunni eru íslensk
stjórnvöld átalin harðlega fyrir
að fara ekki að reglum ILO um
málsmeðferð eins og þau hafa
skuldbundið sig til að gera. Bæta
þurfi úr því hið bráðasta. Raunar
hafa Islendingar aðeins fullgilt
18 af alls um JoO ILO-sam-
þykktum á sama tíma og 66 til
100 hafa hlotið fullgildingu á
hinum Norðurlöndunum. ís-
lensk stjórnvöld hafa m.a.s. enn
ekki fullgilt samþykkt nr. 138
um bann við barnavinnu, sem er
ein af 7 grundvallarsamþykktum
ILO og eitt helsta tækið í bar-
átttunni gegn barnavinnu í
heiminum í dag. ASI menn segja
heldur engar efnislegar hindran-
ir gegn því að Island fullgildi
þessa samþykkt án tafar.
Ileimsóltnir til þrælahaldara
I stað þess að berjast gegn kaup-
um á varningi sem vitað sé að
unninn er af börnum eða þræl-
um förum við í opinberar heim-
sóknir til „vafasamra ríkja" með
her atvinnurekenda sem séu að
gera viðskiptasamninga við fyrir-
tæki sem sl.mda að mannrétt-
indabrotum, sagði Ari Skúlason.
ILO homkerling eftir ESB
Samkvæmt skýrslunni hefur að-
Iögunin að ESB haft í för með sér
varfærni eða hik við fullgildingu
samþykkta ILO, auk þess sem
forræðisdeila milli ILO og ESB
sé enn óleyst. Eftirlitskerfi ILO
byggi á umfangsmikilli skýrslu-
gerð, en eftir ESB-aðiId hafi
kraftar viðkomandi ráðuneyta
beinst mikið að ESB-málum á
kostnað ILO-málanna. A Islandi
komist atvinnurekendur upp með
að beita neitunarvaldi þar sem
ríkisstjórn Islands krefjist ein-
róma samþykkis aðila til þess að
hægt sé að mæla með fullgild-
ingu. Hún fari líka á svig við ILO-
kerfið með því að leggja ekki til-
lögur fyrir Alþingi um að fullgilda
samþykktir eða ekki. — HEI
METSÖLUBÆKUR
ALmennar hækur
1. Ævisaga Steingríms HermannssonarDagur B. Eggertsson 2. Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fisk Gylfi Gröndal
3. Hæstvirtur forseti Jón Hjaltason/Guðjón Ingi Eiríksson
4. Maríuglugginn Fríða Á. Sigurðardóttir
5. Sérðu það sem ég sé Þórarinn Eldjárn
6. Góðir íslendingar Huldar BreiðQörð
7. Brotasaga Björn Th. Björnsson
8. Amazing Iceland Sigurgeir Sigurjónsson
9. Ævisaga þorsksins Mark Kurlansky
10. Betra golf Arnar Már Ólafsson/ÚIfar Jónsson
Barna- og tmglingahækui
1. Aldrei að vita Guðrún Helgadóttir
2. Ahyggjur Berts Sören Olsson/ Anders Jakobsson
3. Stafakarlamir Bergljót Arnalds
4. Ne-hei sagði Einar Áskell GuniIIa Bergström
5. Teitur tímaflakkari Sigrún Eldjárn
6. Talnapúkinn Bergljót Arnalds
7. Jólin koma Jóhannes úr Ivötlum
8. Heljarstökk afturábak Guðmundur Ólafsson
9. Tíu kátir kettlingar
^10. Svanur og jólin Sören Olsson/ Anders Jakobsson^
Steingrímur efstur
Ævisaga Steingríms Hermannssonar er enn í efsta sæti á metsölulista
Bókabúðakeðjunnar og Dags, en listinn nær yfir sölu bóka í þeim
verslunum sem aðild eiga að Bókabúðakeðjunni vikuna 16.-22. nóv-
ember. I öðru sæti er ævisaga Þorvalds Guðmundssonar í Síld og fisk.
Maríuglugginn eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur er efst skáldverka á
listanum, í fjórða sæti, en næst kemur smásagnasafn Þórarins Eld-
járn.
Af barnabókum er Guðrún Helgadóttir í efsta sæti, en næst kemur
enn ein bókin um Bert.
I Bókabúðakeðjunni eru: Bókaverslunin Andrés Níelsson, Akranesi.
Bókhlaðan, Isafirði. Bókval, Akureyri. Bókaverslun Þórarins Stefáns-
sonar, Húsavík. Bókabúð Keflavíkur. Bókabúð Böðvars, Hafnarfirði.
Bókabúðin Hlemmi, Reykjavík. Bókabúðin Mjódd, Reykjavík.